Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. desember 266. tölublað 53. órgangur
Frá þinginu í gær. Halldór Blöndal fer mikinn í ræðustól efri deildar en Skú|i Alexandersson tekur hann mátulega hátíðlega. (Mynd: þóm)
Sett
Ríkisstjórnin á þingi
fullaferð
Forustumenn ríkisstjórnarinnar hlusta ekki áfrestunartal. Ætla að láta reyna á stuðninginn áþingi, þráttfyrir óvissuna.
Framsókn og kratar formannslausir
Flest bendir til þess að ríkis-
stjórnin ætli að keyra öll tekju-
öflunarfrumvörpin í gegn í næstu
viku, og láta reyna á það hvort
Kvennalistinn og Borgaraflokk-
urinn séu tilbúnir til að fella ríkis-
stjórnina á þessum málum.
Eftir ummæli Alberts Guð-
mundssonar formanns Borgara-
flokksins á þingi á fimmtudag,
voru margir með tilgátur um að
flokkurinn væri á leið inn í stjórn-
ina. En Albert sagði að enginn
gerði Borgaraflokkinn að stjórn-
arandstöðuflokki þó hann hefði
ekki ráðherrastól; flokkurinn
tæki efnislega afstöðu til mála.
Þetta segir Júlíus Sólnes þing-
flokksformaður að sé mistúlkun á
orðum Alberts. Tónninn í for-
ustuliði stjórnarflokkanna er
þannig að reyna eigi á stjórnar-
andstöðuna og einstaka stjórnar-
þingmenn við afgreiðslu fjárlaga
og fjáröflunarfrumvarpa, og
kanna hvort þessir aðilar vilji
bera ábyrgð á falli stjórnarinnar.
Nú eru aðeins tvær starfsvikur
eftir á Alþingi fyrir jólaleyfi og
ekkert af tekjuöflunarfrumvörp-
um rfkisstjórnarinnar hefur verið
afgreitt og tvö þeirra eru ekki enn
komin fram. Fjárveitinganefnd
hefur veríð óstarfhæf alla þessa
viku og ekki getað skilað af sér
fjárlagafrumvarpinu, vegna þess
að tillögur ríkisstjórnarinnar um
rekstrarhlið fjárlaga hafa ekki
borist nefndinni. Varla bætir það
ástandið að formenn Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokksins
eru í útlöndum og hefur það
hleypt taugatitringi í einstaka
þingmenn þessara flokka.
Samtök launqfólks
Samningsréttinn aftur
Baráttufundur samtaka launafólks íHáskóla-
bíói ídag klukkanþrjú. FormaðurBSRB: Sýn-
ið samstöðu íyerki ogfjölmennið áfundinn.
ForsetiASÍ: Kjaraskerðingarstefnan gjald-
þrota, ekki þjóðin
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ og Ögmundur Jónasson for-
maður BSRB hvetja allt launa-
fólk til að fjölmenna á baráttu-
fundinn í Háskólabíói í dag
klukkan 15 sem öll stærstu verka-
lýðssamtök landsins standa fyrir
undir yfirskriftinni: Verjum
heimilin - Með samningsrétti -
Gegn atvinnuleysi.
„Þegar kreppir að eins og í dag
er brýnt að launafólk sýni sam-
stöðu í verki til að endurheimta
samningsréttinn aftur. Samtök
launafólks er fólkið sjálft en ekki
öfugt. Þessvegna skora ég á
launamenn að sitja ekki heima
heldur fjölmenna á fundinn og
sýna baráttuvilja sinn ótvírætt,"
sagði Ögmundur.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ mótmælir því harðlega að
hár launakostnaður útflutnings-
atvinnuveganna sé orsök tap-
rekstursins heldur fyrst og fremst
mikill fjármagnskostnaður, sem
sé orðinn álíka hár og launa-
kostnaðurinn. Ásmundur sagði
að það væri ekki þjóðin sem væri
orðin gjaldþrota, heldur kjarask-
erðingarstefnan. í skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar kæmi fram að
raungengi hefði alls ekki verið of
hátt á undanförnum árum ef mið-
að er við laun, þannig að það væri
ekki káupið sem hefði hækkað úr
samræmi við það sem gerst hefur
í helstu viðskiptalöndum okkur.
„Kaupmáttur fiskvinnslutaxta
hefur lækkað um 10% frá því í
apríl eftir samningana. Við það
bætist að vinnutími er að meðal-
tali tveimur tímum styttri en á
síðasta ári sém þýðir eitt sér um
6% samdrátt í tekjum. Ef það á
að bregðast við vandanum nú
með kjaraskerðingu er rétt að
minna á reynsluna frá 1983 sem
sýndi að kjaraskerðing eykur á
ójöfnuð í þjóðfélaginu. Afram-
haldandi kjaraskerðing kemur
fram í minnkandi vinnu og minni
tekjum fólks sem þegar er komin
fram með samdrætti í verslun og
þjónustu. Það vill nefnilega oft
gleymast að fyrirtækin lifa á
kaupgetu fólksins í landinu,"
sagði Ásmundur. -grh
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra segir að frumvarp
um tekju og eignaskatt verði lagt
fram á mánudag. Þar með verða
011 tekjuöflunarfrumvörpin kom-
in fram, nema frumvarpið um
happdrættisskattinn. Ólafur hef-
ur ekki enn útilokað að þetta
frumvarp verði lagt fram, þó and-
staða sé mikil við frumvarpið í
þingflokki Framsóknarflokks.
Ekkert samkomulag hefur verið
gert á milli stjórnar og stjórnar-
andstöðu um f ramgang mála fyrir
jólaleyfi. En Ólafur hefur vísað
þeim hugmyndum á bug að til
greina komi að fresta afgreiðslu
fjárlaga fram yfir áramót, þó sú
skoðun njóti fylgis nokkurra
stjórnarþingmanna.
-hmp
Fatlaðir heiðra Hauk
Haukur Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaÖur ársins úr röðum
fatlaðra árið 1988. Þetta er þriðja árið í röð sem Haukur fær þessa
viðurkenningu og er hann vel að henni kominn. jHann hlaut þrenn
gullverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul í haust en í sumar setti
hann m.a. heimsmet í 400 m hlaupi. Lilju M. Snorfadóttur var einnig
veitt sérstök viðurkenning en hún kom einnig með þrenn gull frá Seoul.
Mynd: ÞÓM.
Stekkjastaur
ámánudag
Á mánudag er von á fyrsta jóla-
sveininum til byggða. Að venju er
það Stekkjastaur sem kemur
fyrstur og því birtum við í dag
þessa mynd af sveininum sem
hún Kristín Eiríksdóttir 7 ára,
Álftahólum 2 í Reykjavík teiknaði.