Þjóðviljinn - 10.12.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Qupperneq 4
Holtaskóli í Keflavík Kennara vantar ífulla stöðu frá áramótum. Um er að ræða 37 tíma á viku, það er 29 tímar í ensku og 8 tímar í sérkennslu. Upplýsingar gefa skólastjóri í vinnus. 92-11135, heimas. 92-15597 og yfirkennari 92-11045 og heimas. 92-11602. Skólastjóri Dagheimilið Furugrund Fóstrur athugið Okkur bráðvantar fóstrur til starfa. Um er að ræða 50% starf f. hád. Hafið samband við forstöðumann í síma 41124 og fáið nánari upplýsingar um starfsemi og launakjör. Einnig veitir dagvistarfulltrúi upplýs- ingar í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Fóðurfræðingur Staða sérfræðings á Rannsóknastofnun land- búnaðarins, bútæknideild á Hvanneyri, er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Tómas- son, forstjóri, s. 91-82230 og Grétar Einarsson, deildarstjóri, s. 93-7000. Umsóknir um starfið ásamt gögnum skulu berast landbúnaðarráðuneyti eigi síðar en 31. desemb- er. Landbúnaðarráðuneytið, 7. desember 1988 Er jólaglöggin siður eða ósiður? Hugsaðu málið Átak gegn áfengi ALÞÝÐUBANDÁLAGIÐ Alþýöubandalagid Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 10. des. kl. 10-12 verður Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi með heitt á könnunni í Þinghóli. Með honum verða Pétur Már Ólafsson og Unnur Björnsdóttir fulltrúar í Tómstundaráði og Björn Ólafsson fulltrúi í stjórn Verkamannabústaða. Alli velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Bókmenntakynning Bókmenntakynning verður haldin í Iðnsveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7, sunnudaginn 18. desember kl. 15.00 Dagskrá nánar auglýst síðar. - Allir velkomnir. Stjórnin FRÉTTIR Sturlumál Kennarar fagna Sæmundur Rúnar heldur tónleika á mánudagskvöldið. Sigursveinn Femir tónleikar Fernir tónleikar verða haldnir á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar um helgina og á mánudaginn, og hefst tónleika- haldið kl. 14 í dag, með jólatón- leikum forskólans. Þar koma fram nemendur forskóladeilda ásamt kennurum sínum. Yngri deildir skólans halda tvenna tónleika á morgun, verða þeir fyrri í sal Tónskólans að Hraunbergi 2 kl. 14, og þeir seinni í Norræna húsinu kl. 17. Þar munu nemendur koma fram í einleiks og samleikshópum. Á mánudagskvöldið 12. des- ember verða svo tónleikar Sæ- mundar Rúnars Þórissonar gítar- leikara, sem lýkur prófi frá skól- anum í vetur, en tónleikarnir eru liður í prófinu. Sæmundur Rúnar hóf nám við skólann haustið 1981, og lauk prófi frá kennara- deild síðastliðið vor. Rúnar hefur einnig verið virkur popptónlistar- maður og meðal annars starfað með hljómsveitinni Grafík. Tónleikarnir verða að Hraunbergi 2 og hefjast kl. 20:30. Á efnisskránni eru verk eftir Ferdinando Sor, J.S. Bach, Villa Lobos, Frank Martin og Isaac Al- beniz. LG Jólin Kveikt á tijám Aðventusamkomur, jólasveinaskemmt- anir og ýmislegt fleira Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða á mánudag, en hætta er á að einhverjir láti sjá sig um helg- ina, enda stendur mikið til í flest- um bæjarfélögum, þar sem kveikt verður á stóru jólatrjánum. f dag laugardag verður kveikt á jólatrjánum í Hafnarfirði og í Kópavogi kl. 15 og kl. 17 verður kveikt á trénu í Garðabæ. Trén eru öll gefin af vinabæjum sveitarfélaganna. Á morgun sunnudag verður síðan kveikt á jólatrénu á Austur- velli í Reykjavík og hefst athöfn- in kl. 16. Á eftir munu jóla- sveinar skemmta undir stjórn Askasleikis. Verslanir verða flestar opnar til kl. 18 í dag og í Kringlunni munu kórar og blásarasveitir skemmta viðskiptavinum. Á sunnudag verða aðventuhátíðir víða í kirkjum landsins. í Kópa- vogskirkju verður samkoma kl. 20.30 þar sem Guðrún Þór flytur hugvekju og í Hafnarfjarðar- kirkju hefst samkoma á sama tíma þar sem Guðrún Agnars- dóttir alþingismaður er ræðu- maður kvöldsins. Stjórn Bandalags kennara á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er þeim málalokum sem fengist hafa í máli Sturlu Kristjánssonar fyrr- verandi fræðslustjóra í umdæm- inu. Segist stjórnin vona að þessi málalok marki upphaf bættra Félag áhugamanna um bók- menntir heldur í dag kl. 14 skammdegisfund um hrollvekjur í Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands, stofu 101. Hrollvekjur verða skoðaðar og skilgreindar út frá sjónarhorni bókmennta og kvikmynda. Fjórir fyrirlesarar munu taka til máls, fræðimenn og annálaðir aðdá- endur hrollvekjunnar. Eins og vera ber verður lesin draugasaga. Davíð Erlingsson dósent í ís- lenskum bókmenntum við Há- skóla íslands mun flytja erindi sem hann nefnir „Uggur og ör- yggi“ eða „Um óttann í þjóð- legum frásögnum“. Matthías samskipta fræðsluumdæmisins og ráðuneytis menntamála í land- inu. Jafnframt harmar stjórnin „til- burði Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, og annarra, sem hafa reynt að gera sættir þessar tortryggilegar" eins og segir í yfirlýsingunni. Viðar Sæmundsson lektor í ís- lenskum bókmenntum við Há- skóla íslands mun fjalla um hrollvekjur í bókmenntahefð- inni. Skáldið Sjón mun segja frá því „að eiga bróður í blóðsug- unni“. Og kvikmyndagerðar- maðurinn Viðar Víkingsson mun fjalla um hrollvekjur í kvik- myndagerð. Að lokum mun Eiríkur Eiríks- son bókavörður Alþingis lesa draugasögu fyrir fundargesti áður en þeir halda út í skamm- degisdrungann. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Happdrætti Þjóðviljans 1988 VINNINGSNÚMERIN Vinningar í happdrætti Þjóðviljans komu á þessi númer: 1. Nissan Micra, frá Ingvari Helgasyni hf., að verðmæti kr. 475.000 kom á miða nr. 18135. 2. -4. Island PC tölvurfrá Aco hf., að verðmæti kr. 70.000 hver, komu á miða nr. 2280, nr. 9662 og nr. 28577. 5.-7. Ferðavinningar frá Samvinnuferðum-Landsýn, að verðmæti 55.000 hver, komu á miða nr. 11332, nr. 22808 og nr. 27199. 8.-9. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf., að verðmæti 40.000 hvor, kom á miða nr. 9519 og nr. 13307. 10. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verðmæti kr. 32.000 kom á miða nr. 1472. 11. Videó frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verðmæti kr. 30.000 kom á miða nr. 17515. 12. Uppþvottavél frá E. Farestveit & Co hf., að verðmæti kr. 27.000 kom á miða nr. 6913. 13. Örbylgjuofn frá E. Farestveit & Co hf., að verðmæti kr. 26.000 kom á miða nr. 22044. 14. -15. Ritvélarfrá Borgarfelli hf., að verðmæti kr. 25.000 hvor, kom á miða nr. 8674 og nr. 20897. 16.-25. Bókaúttekt frá bókaforlagi Máls og menningar, að verðmæti kr. 7.000 hver, kom á miða nr. 1589, nr. 2092, nr. 3694, nr. 4027, nr. 18492, nr. 18639, nr. 19348, nr. 20506, nr. 27534, og nr. 29622. 26.-30. Bókaúttekt frá Svörtu og hvítu að verðmæti kr. 6.000 hver, kom á miða nr. 7953, nr. 17644, nr. 23714, nr. 24718 og nr. 29650. 31 .-33. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 10.000 hver, kom á miða nr. 16117, nr. 22726 og nr. 26983. 34.-39. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 5.000 hver, kom á miða nr. 127, nr. 3995, nr. 8834, nr. 10296 og 22056. Vinningshafar geta snúið sér til skrifstofu Þjóðviljans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna. Þjóðviljinn þakkar stuðningsmönnum sín- um fyrir góð viðbrögð við sölu happdrættis- miðanna og umboðsmönnum happdrættis- ins um land allt fyrir þeirra framlag. Fatnaður á börn og unglinga og leðurfatnaður á karlmenn verður kynntur í Gallerí Grjót í dag kl. 17. Fötin sem sýnd verða eru hönnuð af Ingibjörgu Þ. Gestsdóttur, en hún hefur nýlega lokið námi ífatahönnun í Kaupmannahöfn. Ahugamenn um bókmenntir Skoða hrollvekjur 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.