Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 6
pJÚÐVIUINNMá/gagOT sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ræða Gorbatsjovs á Alfisherjarþíngi S.Þ. Ræða sú sem Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- anna, flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nú í vikunni hefur að vonum vakið mikla athygli um heim allan. Og þá fyrst og fremst sú tilkynning hans, að Sovétríkin hefðu ákveðið að skera niður herafla sinn um hálfa miljón manns á næstu tveim árum og kalla m.a. heim um fimmtíu þúsundir hermanna frá löndum Austur-Evrópu. Þessari fækkun mannafla fylgir og veruleg fækkun skriðdreka, flugvéla og í stórskotaliði. Vesturveldin hafa lengi pann stein klappað í áróð- ursstríðinu, að Sovétríkin hefðu geigvænlega yfirburði yfir Natóríkin á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Sumir hafa svo viljað gera þær athugasemdir við samanburð- artölur þær sem í umferð eru um fjölda hermanna og t.d. skriðdreka, að þær segðu ekki nema hálfa sögu. Sovétmenn hefðu jafnan reynt að brúa það bil sem skapaðist við það að þau væru á ýmsum sviðum á eftir í hertækni með meira magni vopna. Auk þess sem veru- legur munur væri á herskylduliði Sovétmanna og t.d. bandarískum eða breskum atvinnuher. En allt um það: hið mikla magn sovéskra vopna í Evrópu hefur með ýmsum hætti torveldað samkomulag um alhliða af- vopnun - og ákvörðun Gorbatsjovs skapar þá nýjar forsendur fyrir því að flýta megi slíkri þróun. Frumkvæði Sovétmanna er og merkilegt vegna þess, að herforingjaráð ýmiskonar hafa jafnan litið hornauga ákvarðanir um einhliða afvopnun. Tillögur friðarhreyfinga um slíkt f rumkvæði (sem áttu að kalla á jákvæð viðbrögð mótaðilans) voru taldar ábyrgðarlaus ævintýramennska. Ekkert mátti hagga því jafnvægi sem til var á hverjum tíma, og aðeins stíga afvopnunar- skref samkvæmt nákvæmlega útfærðu samkomulagi um niðurskurð sem tæki til fyllilega sambærilegra vopnakerfa. Þegar nú Sovétmenn taka einhliða ákvörðun um afvopnun án skuldbindinga um viðbrögð Natóríkja, þá er um leið yfirstigin veigamikil pólitísk og „sálræn" hindrun á afvopnunarbraut. Gorbatsjov setti í upphafi ræðu sinnar ákvörðun So- vétmanna í víðtækt samhengi við sína perestrojku á sviði alþjóðamála. Kjarninn í því máli var sá, að það skipti mestu máli á okkar tímum atómvopna og náttúr- uspjalla að mannkynið finni leiðir til að lifa af. Þess vegna skipti öllu máli að ná sem allra víðtækustu samkomulagi um sammannleg verðmæti. Saga mannkyns hefði til þessa gerst í átökum þjóða og stétta og trúflokka, einatt mjög blóðugum, en svo var að heyra á máli Gorbatsjovs, að hann teldi mannkynið ekki lengur hafa efni á að feta sig fram þróunarbrautina eftir slíkum leiðum. Ekki heldur þótt merkar byltingar fortíðarinnar ( hann nefndi þá frönsku og hina rússnesku) hefðu hvor með sínum hætti þokað mann- kyni drjúgum í framfaraátt. (framhaldi af þessu taldi Gorbatsjov nauðsynlegt að „kippa hugmyndafræðinni út úr alþjóðasamskiptum" með því móti, að allir sættust á það að heimurinn byggi og myndi búa við mörg pólitísk kerfi og tilbrigði við þau. Og höfnuðu þar með valdbeitingu og valdbeitingarmöguleikum til að fylgja eftir „sínum" sannleika um iýðræði, frelsi og hvaðeina. Þetta var um margt eðlilegur og sjálfsagður formáli að hugmyndum Gorbatsjovs um afvopnun, sem byggjast á því að herafla sé haldið í „fullnægjandi lágmarki" til varna. Og er nú mikið vatn runnið til sjávar síðan fyrir- rennari Gorbatsjovs, Níkíta Khrúsjov heimsótti Sam- einuðu þjóðimar fyrir nær þrjátíu árum, barði skó í borð og sagði: við munum jarða ykkur kapítalistana - sögu- lega séð. ÁB. KLIPPT OGSKORTO Landfrystingin ófeig „Það er staðreynd að frystitog- ararnir hafa haft mjög sterka sam- keppnisaðstöðu miðað við hefð- bundna frystingu í landi. Ég tel hinsvegar aðýmislegt bendi tilþess að á nœstu misserum eigi sam- keppnisaðstaða landvinnslunnar eftir að styrkjast verulega" segir Finnbogi Jónsson framkvæmda- stjóri Sfldarvinnslunnar á Nes- kaupstað í nýútkomnu Þjóðlífi. Hann andæfir þarmeð þeirri framtíðarsýn sem nokkuð hefur borið á síðustu misseri að tækni- þróunin kringum sjávarútveg muni leiða til þess að annarsvegar sé boðinn á erlendan markað fiskur úr frystitogurum og hins- vegar ferskur fiskur, en slík þró- un mundi sjálfkrafa slá út allar hugmyndir sem menn hafa flokk- að hér síðari árin undir samheitið byggðastefna. Betri nýting, öðruvísi vinnsla Finnbogi færir til þrenn rök í Þjóðlífsviðtalinu. Hann telur að þótt frystitogararnir muni senni- lega alltaf ná betri framleiðni en húsin verði tæknibreytingar í landi til þess að munur á fram- . leiðni í húsum og á hafi minnki mjög. í annan stað „mun land- vinnslan í náinni framtíð eiga möguleika á enn betri nýtingu hrá- efnis en þekkst hefur tilþessa", - þar megi nefna nýtingu fiskúr- gangs: fiskimjöl sem hefur hækk- að verulega í verði, dæmi þurr- hausanna á Nígeríumarkaði og nýja möguleika á að framleiða dýra- og laxeldisfóður. í þriðja lagi segir Finnbogi að markaðs- málin vinni með landvinnslunni sem hafi meiri möguleika á að sinna ýmsum sérþörfum, til dæm- is með fínni vinslu og smærri pakkningum, - einnig sé það ótvíræður kostur að fyrirtæki í landi hefur miklu betri mögu- leika á að stýra vinnslunni eftir markaðsþörfum hvers tíma: salt, frysting, ferskfiskútflutningur. Hann telur „að bilið á milli sjófrystingar og landvinnslu muni minnka ánœstu árum svoframar- lega sem þœr vinnslustöðvar, sem eftir standa,fái nœgUegt hráefni til að geta nýtt eðlilega þœr vélar og þau tœki sem til staðar eru." Samgöngur, samgöngur!! Orðalagið „þær vinnslustöðv- ar, sem eftir standa" hefur ef til vill orðið til þess að Þjóðlíf spyr Finnboga í Neskaupstað hvort öll byggðarlög við sjávarsíðuna eigi tilverurétt, - væri eftilvill réttast fyrir austan að leggja áherslu á að byggja upp tvö pláss eða þrjú og láta hin eiga sig? Nei, segir framkvæmdastjór- inn, alls ekki. „Það er staðreynd að vegalengdir á milli sjávarpláss- anna hér eystra eru yfirleitt stuttar ogþaðergrundvallaratriði, efáað auka hagkvœmni í rekstri aust- firskra sjávarútvegsfyrirtœkja og þar með hagsœld íbúanna, að stór- bœta vegasamgöngur innanfjórð- ungs. Með bœttum samgöngum má auka samvinnu fyrirtœkjanna til mikilla muna, miðla hráefni á milli staða og auka þannig hag- kvœmni í rekstri skipa og fisk- vinnslustöðva. í þessu sambandi eru jarðgöng lykUatriði..." Landa hér, selja hér Finnbogi í Neskaupstað er að hugsa um frystinguna og aðra landvinnslu, en Logi Þormóðs- son í Keflavfk um ferskfiskinn og hefur þarum skoðanir svipaðar þeim sem Alþýðubandalagið við- raði í sumar og haust: „Ég vU að íslendingar hœtti að sendafiskinn óvigtaðan og óseldan úr landi. Við eigum ekki að nota fiskiskipin okkar sem flutninga- skip til Evrópulanda" segir Logi í Þjóðlífi. Logi vill að öllum fiski verði landað hér heima og settur allur á opinn markað. Þarmeð yrðu út- lendingar að kaupa fiskinn hér heima, á okkar markaðsverði, annaðhvort sjálfir eða gegnum ís- lensk útflutningsfyrirtæki. Á okkar eigin markaði mundum við stjórna verðinu þarsem frystihús- in yfirbyðu þá útflytjendur sem ekki færu nógu hátt, - og þessi máti mundi einnig tryggja betri nýtingu aflans: Of nýr fiskur í húsin? „Um leið sköpuðust möguleikar fyrir frystiiðnaðinn að afla sér ódýrara hráefnis. Ég lít nefnUega svo á að þegar frystihúsin eru að Logi: því fleiri þeim mun betra. kaupa heilu togarafarmana afeins til sjö daga gömlum fiski, séu þau oft á tíðum að kaupa ofnýjanfisk. Hráefnisverðið miðast við nýjan fisk, frystihúsin kaupa hann áþví verði, geyma hann kannski ífjóra daga og.vinna hann þá ífrystingu. Effiskurinn vœri hins vegar allur seldur á mörkuðum þá myndifryst- uðnaðurinn kaupa fimm daga gamlanfisk á sínu verði,ferskfisk- vinnslan og erlendir aðilar keyptu nýrrifiskinn á hœrra verði og allir vœru þannig að kaupa besta hrá- efni sem hentaði viðkomandi vinnslu." Útflutningi fylgja útlendingar Þumbaragangurinn hérlendis í þessum málum hefur í rauninni gert okkur ósjálfstæða í utan- ríkisviðskiptum okkar og skapað þá fáránlegu stöðu að við fámenn fiskveiðiþjóð keppum við sjálfa okkur á erlendum mörkuðum, segir Logi, og er kominn á gott flug í viðtalslokin: „ísland á að vera markaðurþar sem kaup og sala áfiskifarifram, en ekki útflytjandi á óunnu hráefni þannig að erlendir aðUar geti prangað verðið niður úr öllu valdi. ídag erþaðþannig aðfiskurinn er að hluta til unninn erlendis og því er varan íraun komin íbeina sam- keppni við frystinguna hérna heima." „Ég er ekkert hrœddur við að útíendingar komi hingað og kaupi fisk unninn eða áunninn. Menn verða að horfast í augu við að öllum útflutningsatvinnuvegum fylgja útlendingar ogþvífleiriþeim mun betra. Hverjir halda menn að borði fiskinn? Og kaupi? Útlend- ingar, og það er ekkert heilbrigð- ara en þeir komi og skoði vöruna sem þeir attla að kaupa." Það er óneitanlega heldur ánægjulegt að hlusta á þá Loga og Finnboga í Þjóðlífi, - barlóms- stunurnar og gengisfellingar- kveinin eru sem betur fer ekki það eina sem heyrist neðanaf bryggju. Þjóðvifjinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími681333 Kvöldsími 681348 Útgofandi: Úfgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Arni Bergmann, Mörður Árnason. FréttastjórhLúðvikGeirsson. Blaðamonn: Dagur Þorleifsson, Guðmur idur Rúnar Heiðarsson, > HeimirMárPétursson, Hjörleilur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Glslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gfslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrito- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlltstelknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof u stjór i: Jóhanna Leópoldsdóttlr. Skrlfstofo: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýslngast|órl:OlgaClausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Slmavarsla: Sigrfður Krístjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útt>reiöslu-ogafgrel6slust(órf:BjörnlngiRafnsson. Afgrelftsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumoður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgrolðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Roykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vorðllausasölu:70kr. Nýtthelgarblað:100kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.