Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 11
FRETTIR Vinnustofusýning Hvemia vinnur borgarlistamaður? Jóhanna Bogadóttir: Vildi gjarnan sýnafólki hvað það ersem égþigg starfslaun fyrir Jóhanna Bogadóttir mynd- listarmaður neldur sýningu i vinnustofu sinni nú um helgina og á mánudaginn, og er sýningin opin öllum þeim sem áhuga kunna að hafa á því sem hún er að fást við um þessar mundir. - Mig langar til að kynna fólki það sem ég er að gera, - segir hún. - Ég er á starfslaunum sem borgarlistamaður, og langar því til að sýna hvað það er sem ég þigg laun fyrir. Fara kannski ekki alveg hefðbundnar leiðir í þeirri kynningu, þó að auðvitað verði ég með sýninguna í lokin, á Kjar- valsstöðum í lok ársins 1989. Á sýningu Jóhönnu eru teikningar, málverk og grafík- myndir unnar með blandaðri tækni, og eru flest verkin frá ár- inu 1988. Vinnustofan er á fjórðu hæð til vinstri að Hjarðarhaga 48 og þar tekur Jóhanna á móti áhugamönnum um starf borgar- listamanns á milli kl. 15 og 22 í dag, á morgun og á mánudaginn. ___________________________LG Jóhanna: Langartil að kynna fólki þaö sem ég er að gera. Mynd-JimSmart. Tónlistarhús Kringlukast fyrir nybyggingu Hlutavelta í samvinnu við Kringluna Samtök um byggingu tónlistar- húss eru með hlutaveltu undir nafninu Kringlukast nú í desemb- er, og er hlutaveltan í og í sam- vinnu við Kringluna. 1000 vinningar eru í boði í hvert skipti og hafa mörg fyrir- tæki, í Kringlunni og víðar gefið fjölda skemmtilegra vinninga, svo sem matvöru, tískufatnað, máltíðir, ullarvörur, heimilis- tæki, myndavélar og margt fleira. Miðinn kostar 50 króiíúr og sjá félagar úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar um miðasöluna. Fjöldi hljóðfæraleikara og kóra spila og syngja fólki til ánægju á meðan Kringlukastið stendur yfir, Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar spila í Kringlunni í dag kl. 16, og kl. 16:30 syngur skólakór Garðabæj- ar undir stjórn Guðfinnu Ólafs- dóttur. Kringlukastið, sem verð- ur aftur á Þorláksmessu stendur frá því að húsið er opnað að morgni þar til því er lokað að kvöldi. Allur ágóði rennur til byggingar tónlistarhúss. LG Jólabœkur Mæðgin árita Mæðginin Jóhanna Kristjóns- dans og framarfdi fólk um reynslu dóttir og Hrafn og Illugi sína frá fjarlægum heimshornum, Jökulssynir munu árita bækur og þeir Illugi og Hrafn bók sína sínar í Pennanum við Austur- íslenskir nazistar sem út kom á stræti á milli kl. 14 og 16 í dag. dögunum. Jóhanna áritar bók sína Ffla- LG Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á íbúðum sem áætlað er að komi til afhendingar frá miðju árið 1989 til jafnlengdar 1990. Um er að ræða bæði nýjar og notaðar íbúðir. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskil- mála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga- föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. jan. 1989. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Ástogskuggar eftir Isabel Allende Önnur bókin frá höfundinum sem sló í gegn með Húsi andanna. Full af kátleg- um atvikum, skrautlegum karaktemm, ást og grimmd. Isabel Allende er sá suður- ameríski höfundur sem einna mesta athygli hefur vakið á vesturlöndum á síð- ustu ámm. Það er ekki að ósekju, því í bókum sínum sameinar hún á eftirminni- legan hátt frásagnarsnilli og félagslegt raunsæi. Mál iimi og menning Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Síðumúla 7-9. Simi 688577.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.