Þjóðviljinn - 10.12.1988, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Qupperneq 12
IP ÐAGVI8T BARIVA Forstöðumaður Staöa forstööumanns á skóladagheimilinu Völvukoti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. IH DAGVIST BARiVA T --------------------- Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru meö dagvist á einkaheimiium nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. ||| DAGVIST BABIIA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á dagheimilinu Foldaborg, Frostafold 33, er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. Félagsmólastofnun Reykjavíkurborgar Ellimáladeild Félagsráðgjafi Staða félagsmálaráðgjafa (75%) í Ellimáladeild er laus nú þegar. Starfið er fólgið í almennum félagsráðgjafastörf- um í deildinni. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð. UpplýsingarveitaAnnaS. Gunnarsdóttirog Þórir Guðbergsson í síma 25500. Hvammstangi Til sölu er helmingur húseignarinnar að Brekku- götu 2 á Hvammstanga. Um er að ræða neðri hæð og kjallara gamla verslunarhúss Sigurðar Pálmasonar á staðnum, samtals um 300 fer- metra að grunnfleti brúttó. Húsið stendur á sjávarlóð í hjarta bæjarins og er tilvalið fyrir verslunarrekstur, skrifstofustarfsemi eða til íbúðar eða félagsstarfsemi. Tilboðum í eignina skal skila fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 30. desember 1988 til undir- ritaðs skiptastjóra sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jafnframt er áskilinn rétturtil að ganga til nánari samninga við hvaða tilboðsgjafa sem er. Guðmundur Arnaldsson, skiptastjóri þrota- bús Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. Pósthólf 977, 121 Reykjavík Sími: 91-641458 Ég þakka öllum þeim sem sýndu mér hlýhug og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, Guðmundar Árnasonar Fjarðarstræti 14, ísafirði Fyrir hönd aðstandenda, Björg Rögnvaldsdóttir NÝJAR BÆKUR Gunnlaugur Guðmundsson. íslensk bók um stjörnumerki Komin er út hjá Iðunni bókin Hver er ég? Bókin um stjörnu- speki eftir Gunnlaug Guðmunds- son, en hann hefur lagt stund á stjörnuspeki síðan árið 1973, og hefur haft atvinnu af iðkun stjörnuspeki síðan árið 1981. Hann hefur m.a. haldið fjölda námskeiða, séð um daglegan þátt um stjörnuspeki í Morgunblað- inu síðastliðin þrjú ár, auk þess sem hann rekur Stjörnuspeki- miðstöðina Laugavegi 66. í bókinni er meðal annars sagt frá stjörnumerkjunum tólf og helstu persónueinkennum þeirra sem fæddir eru í hverju merki um sig. Fjallað er um tilfinningar og ástir, hæfileika og veikleika og bent á leiðir til að rækta jákvæða þætti persónuleikans og draga úr hinum neikvæðu. Sagt er frá plánetum, húsum og afstöðum og áhrifum þessara þátta á stjörnukort einstaklings- ins. Jafnframt er kennt að reikna út stjörnukort og birtar plánetu- töflur frá 1910-2001, þannig að allir geta séð sína persónulegu stöðu. Christoohers Nolan Fatlaður, mállaus — en skáld gott „Undir augliti klukkunnar“ heitir frásögn fjölfatlaðs pilts sem ísafold gefur út. Christopher Nolan fæddist árið '1966 á írlandi. í fæðingu varð hann fyrir súrefnisskorti sem olli alvarlegum heilaskaða. í ljós kom að hann gat hvorki talað né stjórnað hreyfingum sínum öðr- um en augnhreyfingum. Þegar hann var á öðru ári komust lækn- ar að því að hann hafði eðlilega greind. Þegar hann var 11 ára rauf hann fjötra þagnarinnar eftir að hafa verið „árum saman læstur ofan í líkkistu eigin líkama". Þá tókst honum með aðstoð kennara síns og nýs lyfs sem hjálpaði hon- um að slaka á hálsvöðvunum að stjórna höfuðhneigingum sínum nægilega vel til þess að geta ýtt á ritvélartakka með pinna sem fest- ur var við enni hans. Til þess þurfti hann geysilegt átak og ein- beitingu en auk þess varð einhver að standa á bak við hann og styðja undir höku hans. Þetta hlutverk tók móðir hans að sér. Þegar hann fékk þannig „málið" birtust ágætir skáldhæfileikar hans. Lífssögu sína segist Christop- her hafa skrifað til að „lýsa því hvernig heilaskaðað líf mitt er mér jafneðlilegt og líf heilbrigðra vina minna er þeim“. Fyrir bók- ina hlaut Christopher ein virtustu bókmenntaverðlaun Bretlands, The Whitbread Award, og vakti heimsathygli.______________ 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Gestaíbúðin Villa Bergs- hyddan í Stokkhólmi íbúöin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léð án endurgjalds þeim, sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Oslo eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeið á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Ateljé Apelberg, Hásselbyhöll (umsókn- areyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors). Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Váll- ingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgar- stjóra, sími 18800. Útboð Inþkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í 9 11KV breiðispenna fyrir Nesjavallavirkjun af stærðinni 25-1600 kVA. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 1. febrúar 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 HÚSMEDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEItD X Útboð Nefnd sú sem sér um byggingu almennra kaupleiguíbúða í Miðneshreppi óskar eftir tilboð- um í byggingu eins parhúss, einnar hæðar, byggðu úr timbri, verk nr. U.05.03, úr teikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 191 m2. Brúttórúmmál húss 670 m3. Húsið verður byggt við götuna Ásabraut nr. 3a í Sandgerði og skal skila fullfrágengnu, sbr. út- boðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Miðnes- hrepps, Tjarnargötu 4, Miðneshreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Lauga- vegi 77, Reykjavík frá þriðjudeginum 13. des- ember 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en fimmtudaginn 29. desember 1988 kl. 11:00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. byggingarnefndar kaupleiguíbúða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins n, HUSNÆÐISSTOFNUN £X3 RÍKISINS O LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK SÍMI 696900

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.