Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.12.1988, Blaðsíða 13
Enn er óvíst hve margir fórust í jarðskjálftanum mikla í Arm- eníu á miðvikudag. í fréttasend- ingum Moskvuútvarpsins í gær var giskað á að tugþúsundir manna hefðu farist og að sögn talsmanns armensku fréttastof- unnar Armenpress er líklegt að yfir 100.000 manns hafi beðið bana. Mikill fjöldi björgunarliðs, þar á meðal um 12.000 hermenn, leitar nú að fólki, sem enn kann að vera lifandi undir rústum hruninna borga og þorpa. Talsmaður Armenpress sagði að í borginni Spitak og nágrenni, Bokaklubbur áskrifenda Þjóðviljans Tilboð vikuna 6.-12. desember Tilboð okkar að þessu sinni er bókin Sjómenn og sauðabœndur eftir Tryggva Emilsson, sem nýlega er komin út hjó Móli og menn- ingu. Tryggvi Emilsson er fæddur árið 1902. Hann er einn þeirra manna sem hafa með miklum ágætum sýnt og sannað hve mikils megnugur sá arfur er og hefur verið sem kenndur er við (slenska alþýðumenningu. Tryggvi vann um langan aldur að reisn síns fólks með virkri þátttöku í verkalýðshreyfingu og baráttu ís- lenskra sósíalista. En hann hafði jafn- framt hugann við þá fýsn til fróðleiks og skrifta sem hefúr orðið svo mörg- um „langra kvelda jólaeldur". Hann orti kvæði af góðum hagleik og gaf út á bækur. En sinn góða sigur sem rit- höfundur vann hann með æviminn- ingum sínum, þriggja binda verki sem hófst með „Fátækt fólk“ og sameinar eftirminnilega þroskasögu merkilegri vitneskju um það samfólag sem hefur verið í mótun á okkar öld. Bókinni „Sjómenn og sauðabænd- ur" er lýst á þessa leið í kynningu forlagsins: „Bók þessi er í senn ættarskrá og aldarsþegill. Höfundur rekur þær ættir sem að honum standa og segir sögu forfeðra sinna allt að þrjár aldir aftur í tímann. Flestir voru þeir sjó- menn og sauðabændur og fær les- andinn hér merka innsýn í lífshætti alþýðufólks fyrr á tímum... Ættarskrá- in er þannig skrifuð að jafnframt mannanöfnum og ártölum er sagt frá landsháttum og öðru því er snertir daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbærum af völdum náttúrunnar og ráðstöfunum valdsmanna." Bókin er 432 bls. Okkar verð kr. 2.500- Venjulegt verð kr. 2.875 ERLENDAR FRETTIR Jarðskjálftinn í Armeníu: 100.000 taldir láftnir Önnur stœrsta borg landsins að mestu í rústum þar sem íbúar voru um 55.000, hefðu sárafáir fundist á lífi eftir náttúruhamfarirnar. Að sögn sovéskra embættismanna eru þrír fjórðu hlutar Lenínakan, annarr- ar stærstu borgar landsins, í rúst- um, en þar voru íbúar um 200.000. I borginni Kírovakan nokkru austar mun tjónið einnig vera gífurlegt. Með yfirstjórn allra björgunar- og neyðarráðstafana fer nefnd háttsettra embættismanná undir forustu Níkolajs Ryzhkov, for- sætisráðherra. Hann sagði í sjón- varp á fimmtudaginn að skortur væri á björgunarútbúnaði. Að sögn Tassfréttastofunnar hafa um 3000 manns, sem slösuðust í jarðskjálftanum, verið lagðir inn á sjúkrahús í Érivan, höfuðborg Armeníu, og margir slasaðir hafa verið fluttir með flugvélum og þyrlum til sjúkrahúsa í Georgíu. Sovésk blöð halda því fram, að ein helsta ástæðan til hins gífur- lega manntjóns sé að mörg hús á jarðskjálftasvæðinu hafi verið illa byggð og alls ekki hönnuð með það fyrir augum að standast slík- ar náttúruhamfarir. Komsomol- skaja Pravda, dagblað æskulýðs- samtaka sovéska kommúnista- flokksins, spurði: „Hverskonar menn voru jarðskjálftafræðingar þeir, arkitektar og byggingar- verkamenn, sem stóðu að hönnun og byggingu þessara húsa, sem hrundu saman eins og spilaborgir?" Fjölmargir erlendir aðilar hafa boðið fram hjálp og er aðstoð frá þeim þegar farin að berast til hins hart leikna svæðis. Reagan Bandaríkjaforseti bauð Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, hjálp áður en sá síðarnefn- di sneri heim til að hafa yfirum- sjón með hjálparstarfinu. Frakk- land sendir á vettvang verka- menn, lækna og hunda sérhæfða til að þefa uppi fólk undir rústum og ruðningi og Bretland hefur lofað að senda til Armeníu sama slökkviliðsflokk og hjálpaði til í Mexíkóborg eftir jarðskjálftann þar 1985. Sovéskar hereiningar, sem kvaddar höfðu verið til Aserbæ- dsjans til að stilla til friðar milli Asera og Arrnena, voru í snatri fluttar til Armeníu til björgunar- starfa þar. í Bakú notaði þá aser- skur óaldarlýður tækifærið og lagði eld að nokkrum húsum Armena. Fjöldaflótti Armena frá Aserbædsjan og Asera frá Arm- eníu heldur áfram. Að sögn as- ersks talsmanns eru asersku flóttamennirnir nú orðnir um 120 000 frá því að óeirðir brutust út í s.l. mánuði og þeir armensku um 90.000. Reuter/-dþ. Líbanon: Israelsk skyndiaras á PFLP-GC Gerð á ársafmœli uppreisnar Palestínumanna á hersetnu svœðunum Israelskar hereiningar, sem komu loft- og sjóleiðis, réðust eldsnemma í gærmorgun á aðal- bækistöðvar palestínskra sam- taka, sem þekkt eru undir skammstöfuninni PFLP-GC, í fjöllum uppi suðaustur af Beirút, höfuðborg Líbanons. Segjast ís- raelar hafa fellt í árásinni yfir 20 PFLP-GC-Iiða en ekki látið sjálf- ir nema einn mann fallinn og þrjá særða. Þetta er að sögn ein mesta árás- in af þessu tagi, sem ísraelar hafa gert svo langt inn í Líbanon frá því að þeir kölluðu her sinn það- an 1985. Sumir árásarmanna voru settir á land á ströndinni neðan við stöðvar PFLP-GC en aðrir fluttir þangað í þyrlum. Að eigin sögn komu þeir andstæðing- unum gersamlega á óvart og sprengdu í loft upp fyrir þeim sprengiefnageymslu, eyðilögðu Mannskœtt lágflug Nató-véla Vestur-Þjóðverjar þreyttir á hersetu Fimm látnir eftir flugslysið í Remscheid Embættismenn í vesturþýska um að hætta öllu lágflugi yfir fylkinu Nordrhein-Westfalen hafa sakað Bandaríkjaher um seinlæti og tregðu á samvinnu viðvíkjandi björgunaraðgerðum eftir að bandarísk árásarflugvél af gerðinni Thunderbolt hrapaði í fyrradag niður á íbúðarhús í Remscheid þar í fylki. Að minnsta kosti fimm menn eru látnir af völdum slyssins og níu eru á sjúkrahúsi vegna bruna- sára. Fimm þeirra eru í lífshættu. Þoka var er slysið átti sér stað og var flugmaðurinn að æfa lág- flug. Er þetta 22. Nató- herflugvélin, sem hrapar í Vestur-Þýskalandi á árinu, og hafa þau slys valdið dauða 80 manna. Hið langamesta þessara slysa varð í ágúst við Ramstein- flugvöll, en þá fórust 70 manns. Eftir það slys gagnrýndi vestur- þýska stjórnarandstaðan ríkis- stjórnina fyrir að hafa ekki látið draga úr æfingum Nató-flugvéla yfir landinu. Fyrirskipaði stjórn- in þá flugher sínum að láta af öllu lágflugi til ársloka. Slysið í Remscheid hefur á ný vakið gagnrýni á lágflug herflugvéla yfir svo þéttbýlu landi sem Vestur-Þýskaland er. Ramstein- slysið og sáttastefna Gorbatsjovs hafa þegar leitt til þess, að víð- tækrar óánægju gætir með hina miklu erlendu hersetu í landinu og stöðugar heræfingar. Um hálf miljón erlendra hermanna er í bækistöðvum í landinu. Bandaríkjamenn og Belgar fyrirskipuðu í gær flugherjum sín- Vestur-Þýskalandi fram að ára- mótum. Reuter/-dþ. aðalstöðvar þeirra og fleiri mannvirki. Var hart barist um hríð á svæðinu og mun vopnað lið Drúsa hafa tekið þátt í bardagan- um með Palestínumönnum. Fregnum ber ekki saman um hvort sýrlenskar hersveitir hafi einnig lent í slagnum við ísraela. Samkvæmt fréttum frá Líbanon voru 18 ísraelskir hermenn teknir til fanga af Palestínumönnum eða Sýrlendingpm, en ísraelar segja það ósatt. í birtingu var ísraelska liðið flutt á brott í þyrlum. PFLP-GC eru hlynnt Sýrlend- ingum og miður vinveitt Arafat. 25. nóv. s.l. ár flaug einn liðs- manna samtaka þessara inn yfir landamæri ísraels á svifflugu og felldi sex ísraelska hermenn áður en hann var veginn sjálfur. ísrael- ar halda því fram, að þessi at- burður hafi átt drjúgan þátt í að hleypa af stað uppreisn Palest- ínumanna í Gaza og Vesturbakk- ahéruðum. Virðist árásin í gær- morgun öðrum þræði hafa verið gerð af þessu tilefni, en í gær var ár liðið frá því að uppreisnin hófst. Reuter/-dþ. Walesa heimsækir Frakka Lech Walesa, leiðtogi pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu, flaug í gær til Frakklands í boði Francois Mitterrand, forsetaþess iands. Mun hann verða viðstadd- ur hátíðahöld þarlendis í tilefni 40 ára afmælis samþykktar mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Er þetta í fyrsta sinn frá því að pólsk stjórnvöld bönnuðu Samstöðu fyrir sjö árum, sem þau leyfa Walesa að fara úr landi. Andrej Sakharov, hinn kunni sovéski vísindamaður og fyrrum andófsmaður, verður einnig við- staddur hátíðahöldin í boði Mitt- errands. Báðir hafa þeir Sakhar- ov og Walesa fengið friðarverð- laun Nóbels. Reuter/-dþ. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 VERÐBREYTINGAR- STUÐULL FYRIRÁRÐ 1988 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknaö verðbreytingarstuðul fyrir árið 1988 og nemur hann 1,1848 miðað við 1,0000 á árinu 1987. Reykjavík 1. desember 1988 RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.