Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. desember 1988 267. tölublað 53. árgangur Tekjuöflun ríkissjóðs Kvartmiljarður utan gátta Alþýðuflokkurinnámóti3%hœkkuntekjuskatts.Lœkkartekjur ríkissjóðs um 500 miljónir. Kvóti á veislur ogferðalóg Fjármálaráðherra hefur lagt til við fjárveitinganefnd að risnu- og ferðakostnaður opinberra stofn- ana verði skorinn niður um 250 miljónir til viðbótar við fyrri til- lögur um niðurskurð í þessum efnum. Þetta er ma. lagt til vegna andstöðu Alþýðuflokksins við 3% hækkun tekjuskatts. En í tekjuskattsfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar, sem lagt verður fram í dag, er gert ráð fyrir 2% hækkun frá því í ár, sem hefur í för með sér 500 miljónum króna lægri tekjur en 3% hækkunin hefði gef- ið af sér. Alls óvíst er hvernig brúa á þennan tekjumun að fullu, en fjármálaráðherra segir ýmsar leiðir koma til greina, til dæmis hækkun á áfengi og tóbaki. Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði Þjóðviljan- um í gær, að í tillögum hans til fjárveitinganefndar legði hann til 250 miljóna niðurskurð á fjár- veitingu til ferðalaga innanlands og utan og á veislu- og fundahöld- um ráðuneyta. Hverju ráðuneyti yrði úthlutaður kvóti til þessara hluta og þegar hann tæmdist, yrði einfaldlega ekki um frekari veislur og ferðalög að ræða það árið. I tillögunum er einnig að finna 200 miljóna niðurskurð vegna breytinga á sérstökum launakostnaði, eins og yfirvinnu og sumarráðningum. Sighvatur Björgvinsson formaður fjárveit- inganefndar á von á því að nefnd- in skili af sér fjárlagafrumvarpinu á fimmtudag. Önnur umræða ætti því að geta farið fram fyrir helgi Kvennalistinn á sennilega erf- itt með að sætta sig við það tekju- og eignaskattsfrumvarp sem lagt verður fram í dag. Kvennalista- Steingrímur Gottaðvera saknað Forsœtisráðherra: Afar gott að komast stundum íburtu - Mér þykir vænt um það ef mín er saknað, það er ekki hægt að segja það um alla aðra þegar þeir ferðast," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við Þjóðviljann í gær. En hann var spurður um þá gagnrýni sem hann varð fyrir í þingsölum vegna fjarveru hans í útlöndum, á með- an stjórnin er að flytja mikilvæg mál í þinginu. „Hitt er svo annað mál að aðal- atriðið er að hafa trausta og góða samstarfsmenn og það hef ég," sagði forsætisráðherra. Hann sagðist hafa verið í góðu sam- bandi við þá á meðan hann dvaldi í útlöndum. Það væri einnig afar- gott að komast stundum í burtu og horfa á hlutina úr fjarska. Steingrímur sagðist ekki hafa gagnrýnt Þorstein Pálsson fyrr- verandi forsætisráðherra fyrir utanferðir. Það hefðu verið aðrir sem tóku ummæli hans sem gagnrýni. Hann hefði einfaldlega bent á þá staðreynd að hann væri í burtu. -hmp Bækur, bækur, bækur... Bóksala er að komast í fullan gang þessa dagana, og Valdís Guðmundsdóttir í MM-búðinni í Síðumúlanum býr sig undir átökin frammundan einsog aðrir verslunarmenn. (Mynd: þóm) Bókalisti Þjóðviljans Vigdís langefst Bryndís, skáldsaga Ólafs Jóhanns yngri og Nasistar Jökulssonafylgja eftir Vigdísi og Steinunni á bóksölulista Þjóðviljans. íslenskir höfundar ogAnna í Grœnuhlíð á barna- og unglingalista Bók Steinunnar Sigurðardóttur um húsfreyjuna á Bessastöðum, Ein á forsetavaktinni, er sú bók sem selst hefur best hingaðtil í haust, samkvæmt splunkunýjum bóksölulista sem Þjóðviljinn setti saman í gær eftir upplýsingum frá sex bókaverslunum. Næstar á listanum eru lífssaga Bryndísar Schram, skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, bók Hrafns og Illuga Jökulssona um íslenska nasista, sjónvarpsbók Ingva Hrafns og saga Sigurbjörns biskups eftir Sigurð A. Á lista um þær barna- og ung- lingabækur sem best hafa selst hingaðtil eru efstar bækur eftir Andrés Indriðason, Eðvarð Ing- ólfsson og Kristínu Steinsdóttur, en þar á eftir kemur Anna í Grænuhlíð sem nú ætlar að skoppa yfir kynslóðabilið. Bóksala hófst ekki að marki fyrren um helgina, bækur eru enn að koma út og viðbúið að bóksala taki ýmsar stefnur frammað jól- um. Bóksölulistar Þjóðviljans hafa unnið sér traust undanfarin ár og þykja gefa mjög góðar vísbend- ingar. Við birtum Hsta um 15 söíuhæstu almennar bækur og 10 hæstu barna- og unglingabækur í blaðinu í dag, en eftir rétta viku er von á næsta Þjóðviljalista. -M/HS Sjá síðu 2 þingmenn hefðu kosið sérstakt nýtt skattþrep og jafnvel 2 ný sícattþrep, frekar en almenna hækkun álagsprósentunnar. Ríkisstjórnin virðist því horfa til Borgaraflokksins um stuðning eða hjásetu, þótt alls ekki sé víst ¦ að Kvennalistaþingmenn greiði beinlínis atkvæði gegn frumvarp- inu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði Þjóðvilj- anum, þegar hann var spurður hvort stjórnin hefði tryggt sér stuðning stjórnarandstöðunnar við einstök mál, að það væri auðvitað alltaf spurning hvað væri tryggt og hvað ekki. „En ég held að við höfum nokkra tilfinn- ingu fyrir því hvað stjórnarand- staðan sættir sig helst við," sagði Steingrímur. Hætt hefur verið við að leggja fram frumvarp um söluskatt á happdrætti vegna andstöðu Framsóknarflokksins. En áætl- aðar tekjur af þessum skatti voru 50 miljónir króna. Ólafur sagði að hafnar yrðu sérstakar við- ræður við þau samtök sem hefðu sérstök leyfi vegna happdrætta, í því augnamiði að þau verji meiru af sínum tekjum í rekstrarkostn- að, sem annars félli á ríkið. Einn- ig mætti hækka ýmislegt án þess að það færi í gegnum þingið í frumvarpsformi, til dæmis áfengi og tóbak. -hmp 11 dagar til jóla Giljagaur var annar,/ með gráan hausinn sinn... segir í Jóla- sveinavísum Jóhannesar úr Kötlum. Þessa fínu mynd af Gilj- agaur teiknaði hann Guðmundur Hreiðarsson 5 ára, Sólheimum 34 í Reykjavík. Við þökkum Guðmundi sendinguna og minnum á að enn er hægt að senda okkur jólasveinateikning- ar. í dag kl. 11 kemur Giljagaur i heimsókn á Þjóðminjasafnið og þar verður einnig sænsk Lúsía ásamt fylgdarliði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.