Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Bóksala/fullorðnir Vigdís og Steinunn í traustri foiystu Fyrsti bóksölulisti Þjóðviljans: Vigdís, Ólafur Jóhann yngri og eldri, Bryndís, nasistarnir ogfljúgandi Hrafn Vigdís forseti og Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur hennar hafa ótvíræða forystu á fyrsta bóksölulista Þjóðviljans á bókahausti 1988. Listinn er unninn eins vand- lega og heiðarlega og hægt er, og byggist á upplýsingum frá sex bókaverslunum, þremur í Reykjavík (Bókadeild Hagkaups Bækur eftir Andrés Indriðason og Eðvarð Ingólfsson eru efst- ar á Þjóðviijalistanum um sölu- 3 hæstu barna- og unglingabækur hingaðtil á þessu hausti. Þeir tveir hafa síðustu árin verið vinsæiustu unglingahöfundarnir og halda sýnilega uppteknum hætti. íslenskir höfundar eru annars áberandi á listanum, sem unninn er á svipaðan hátt, eftir sömu upplýsingum og með sömu fyrir- vörum (enn meiri ef eithvað er) og listinn um fullorðinsbækurnar hér á síðunni. Hér er listinn: 1. Eg veit hvað ég vil. Unglinga- saga eftir Andrés Indriðason. Mál og menning. 2. Meiriháttar stefnumót. Ung- í Kringlunni, Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi, Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti) og þremur utan höfuðborgarinnar (Bókabúð Oli- vers Steins í Hafnarfirði, Bóka- verslun Jónasar Tómassonar á ísafirði og Bókabúð Jónasar á Akureyri). Allir þessir bóksalar tóku fram lingasaga eftir Eðvarð Ing- ólfsson. Æskan. Fallin spýta. Barnasaga eftir Kristínu Steinsdóttar. Vaka-Helgafell. 4. Anna í Grænuhiíð. Endurút- gefin barnasaga eftir L.M. Montgomery, þýð. Axel Guðmundsson. Mál og menning. 5. Fimm á dimmudröngum. Barnasaga eftir Enid Blyton, þýð. Sævar Stefánsson. Ið- unn. 6. Kóngur í ríki sínu og prinsess- an Petra. Barnasaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Frjálst framtak. 7. Alveg milljón. Unglingasaga eftir Andrés Indriðason. Mál og menning. að bóksala væri rétt nýhafin og höfðu ennfremur þann fyrirvara að bækur haustsins eru hvergi nærri allar komnar út, og hafa þær sem fyrstar komu því nokk- urt forskot. En listinn er svona: 1. Ein á forsetavakt. Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Steinunn Sigurðardóttir skráði. Iðunn. 8. Kuggur til sjávar og sveita. Barnasögur og -teikningar eftir Sigrúnu Eldjárn. For- lagið. 9. Púsluspil. Unglingasaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Frjálst framtak. 10. Stelpnafræðarinn. Þýdd fræðslubók eftir Miriam Stoppard. Iðunn. Efstu fimm til sex bækurnar virðast hafa mjög jafna sölu og er sennilega ekki mikið að marka röðina. Þess ber að geta að fjöl- margar bækur voru nefndar næst- ar þessum tíu og munar mjög litlu að sumar þeirra komist á listann. Þar á meðal voru ýmsar sem ný- komnar eru út. -m/HS 2. Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram. Ólína Porvarðar- dóttir skráði. Vaka-Helga- fell. 3. Markaðstorg guðanna. Skáldsaga Olafs Jóhanns Ól- afssonar. Vaka-Helgafell. 4. íslenskir nasistar. Hrafn og lllugi Jökulssynir skrifa. Tákn. 5. ...og þá flaug Hrafninn. Saga úr sjónvarpinu. Ingvi Hrafn Jónsson skrifar. Frjálst fram- tak. 6. Sigurbjörn biskup. Ævi og starf. Sigurður A. Magniis- son skráði. Setberg. 7. Forsetavélinni rænt. Skáld- saga eftir Alistair MacLean, þýð. Jakob S. Jónsson. Ið- unn. 8. Trúin, ástin og efínn. Minn- ingar séra Rögnvalds Finn- bogasonar á Staðastað. Guð- bergur Bergsson skráði. For- lagið. 9. Að lokum. Síðustu ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Mál og menning. 10. Mín káta angist. Skáldsaga Guðmundar Andra Thors- sonar. Mál og menning. 11. Býr íslendingur hér? Minn- ingar Leifs Muller. Garðar Sverrisson skráði. Iðunn. 12. A miðjum vegi í mannsaldur. Ólafs saga Ketilssonar. Guð- mundur Daníelsson skráði. Tákn. 13. Ást og skuggar. Skáldsaga eftir Isabel Allende, þýð. Berglind Gunnarsdóttir. Mál og menning. Steinunn Sigurðardóttir. Bók hennar um Vigdísi rennur út. Andrés Indriðason. Ásamt Eð- varði Ingólfssyni vinsælasti höfu- ndurinn meðal -unglinga. 14. Dagbók góðrar grannkonu. Skáldsaga eftir Doris Les- sing, þýð. Þuríður Baxter. Forlagið. 15. Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur. Skólastarf og efri ár (fjórða og síðasta bindi). Örn og Örlygur. Forsetavaktin var alstaðar efst á sölulista hjá bókabúðunum, en röð annarra efstu bóka með ýms- um hætti. Bryndís og Markaðs- torgið virtust mjög ámóta, sömu- leiðis bók fréttastjórans og gamla biskupsins. Fjöldi annarra bóka var nefnd- ur, fæstar þó meira en af einum bóksölum eða tveimur. Þjóðviljinn hyggst birta næsta bóksölulista á þriðjudag eftir viku. -m/HS Bóksala/börn og unglingar Andrés og Eðvarð efstir Islenskir höfundar áberandi á sölulista um barna- og unglingabœkur Afvopnun Hófstiltt bjartsýni Jón Baldvin áNATO-fundi: Perestrjokan aðhaldi vestrœnna ríkja að þakka. Ofmiklar væntingar sovéskra borgara Fjölmenni var á baráttufundinum í Háskólabíói. Mynd-Þóm. Verkalýðsfélögin Samningsrétturinn verði virtur Ríkisstjórnin hefur enn ekki svarað kœru ASÍ til Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna, sem lauk í Alþingisglögg Rættí 2 mínútur - Ég orðaði það við við þing- flokksformenn og forseta þing- sins, hvort ekki væri kominn tími til að sýna starfsfólki þingsins, sem vinnur undir slíku álagi í des- ember að ekki þekkist víða, - ein- hver huggulegheit áður en það færi heim í jólaleyfi,“ sagði Guð- rún Helgadóttir forseti Samein- aðs Alþingis við Þjóðviljann í gær. Komið hefði í ljós að flestir þingflokksformenn og forsetar væru hræddir við þetta og því hefði málið ekki náð lengra. „Þetta mál var rætt í eina og hálfa mínútu," sagði Guðrún. Það tíðkaðist á fjölmörgum vinnustöðum að starfsfólk hittist daginn fyrir jólaleyfi og fengi sér jólaglögg. Á Alþingi ynni venju- legt dauðlegt fólk og þessu hefði sennilega verið vel tekið af starfs- fólki. Hún sagðist ekki telja þetta mál vera stórmál og varla frétt. ___________ -hmp Brússel á föstudag, að það aðhald sem vestræn ríki hefðu veitt Sov- étmönnum væri hluti skýringar- innar á því að Gorbatsjov Sovét- leiðtogi væri nú í auknum mæli að semja sig að siðvenjum vest- rænna ríkja, m.a. á sviði mannrét t indamála. Ráðherrann lýsti yfir hófstilltri bjartsýni á þróun samskipta austurs og vesturs í framtíðinni og varaði við að Gorbatsjov kynni að hafa reist sér hurðarás um öxl með því að ýta undir of miklar væntingar almennings í Sovétríkjunum. Framtíð A- Evrópu og pólitískur stöðugleiki í þeim heimshluta myndi ráðast af því hversu vel honum tækist að uppfylla þessar væntingar. Árangurinn sem náðst hefði í friðar- og öryggismálum væri ekki síst því að þakka að aðildar- ríki bandalagsins hefðu borið gæfu til að standa saman og hrinda tilraunum Sovétmanna til að reka fleyg í raðir ríkja banda- lagsins, sagði Jón Baldvin. Á fundinum urðu miklar um- ræður um einhliða ákvörðun Gorbatsjovs um niðurskurð í her- afla Sovétríkjanna í A-Evrópu og Asíu og fögnuðu ráðherrarnir þeim áformum sem væru skref í rétta átt og áréttuðu jafnframt að Sovétmenn þyrftu að ganga miklu lengra í þessu efni. _ig. Baráttufundur stærstu laun- þegasamtakanna í Háskólabí- ói á laugardag var fjölsóttur. Þar var þess krafist að stjórnvöld virtu samningsrétt verkalýðsfé- laganna og launmenn stæðu sam- an og verðu kjörin og heimilin. Þeir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Ögmundur Jónas- son formaður BSRB ávörpuðu fundinn. Kom m.a. fram í máli Ásmundar að ríkisstjórnin hefði enn ekki sent ILO, Alþjóða- vinnumálasambandinu, skýring- ar sínar á afnámi samningsréttar. Sérstök nefnd á vegum ILO, sem fjalla átti um kæru ASÍ vegna samningsréttarmálsins, gat því ekki tekið málið fyrir á fundi sín- um á dögunum og verður það ekki til afgreiðslu fyrr en í febrúar n.k. Sagði Ásmundur þetta lýsa vel hug stjórnvalda til verkalýðs- hreyfingarinnar. Ögmundur Jónasson lagði áherslu á hvernig „frelsi" í pen- ingamálum og óheftur fjár- magnsmarkaður hefði leikið launafólk sem nú stæði í stórum stíl frammi fyrir gjaldþroti. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN J Þriðjudagur 13. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.