Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Fleiri pólitiskar stöðuveitingar - í þágu stjómmála og lýðræðis Við stjórnarskiptin í haust fækkaði ráðherrum, en aðstoðar- mönnum ráðherra fækkaði ekki jafnmikið hlutfallslega. Nýjar stöður aðstoðarráðherra komu til sögunnar og nægir þar að nefna sérlega aðstoðarmann mennta- málaráðherra í menningarmálum og efnahagsráðunaut sem fjár- málaráðherra réð, þrátt fyrir að nýstofnuð er hagdeild við ráðu- neytið. Þetta er ákaflega góðs viti. Mér sýnist álitlegt að auka verulega stöðuveitingavald ráðherra við stjórnarskipti. Það er gott fyrir pólitíkina, stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn og á endanum einnig gott fyrir trúnað þeirra við stefnu sína. Mér er málið að vísu nokkuð skylt og mætti þess vegna gruna mig um sérgæzku, en til eru sannfærandi röksemdir fyrir þessu áliti. Þetta ætti reyndar að vera pólitískum áhugamönnum umræðuefni, því það snýst um hvernig stjórnmálaflokkar eiga að vinna þegar komið er að hin- um raunverulegasta þætti pólitík- urinnar, hvernig á að nota valdið þegar það er fengið. En vegna þess að þetta er einnig spurning sem lenínistar allra tíma hafa velt fyrir sér, þykir mér ekki úr vegi að ljúka þessum stílæfingum mín- um fyrir Þjóðviljann á því um- ræðuefni. Stjórnarskiptin í haust, - Steingrímur J. Sigfússon tekur sæti Matthíasar Á. Mathiesens. Karl segir hollt fyrir lýðræðið að stjórnarskiptum fylgi miklar mannabreytingar í þeim stöðum sem hafa mesta pólitíska ábyrgð. Fleirl aðstoðarmenn íslenzkir ráðherrar hafa ráðið sér 1-3 aðstoðarmenn á síðustu árum. Þetta er ekki gamall siður, en verður vinsælli með hverri nýrri ríkisstjórn. Staðreyndin er sú að hver ráðherra þarf góða pólitíska aðstoðarmenn ef hann ætlar að framfylgja stefnu sinni í viðkomandi málaflokki af ein- hverjum krafti. Það er hverjum ráðherra ómetanlegt að hafa við hlið sér fólk sem hann þekkir og treystir, fólk sem þekkir hann, skoðanir hans og stefnu. Það fólk er betur til þess fallið en aðrir að gefa góð ráð og fylgja fram mikilvægustu stefnumálum ráðherrans. Svo einfalt er það. Hér er ekki verið að gera lítið úr föstu starfsfólki ráðuneytanna. Hlutverk þess er annað. Það er að mynda ramma utan um hin pólitísku störf, skapa samfellu í störfum ráðuneytisins sem nauðsynleg er óháð pólitísk- um sviptivindum. f mínum augum er gildi ráðuneytismanna helst í því fólgið að þeir eru minn- isbanki ráðherrans, hver sem hann er. Þeir kunna reglurnar í stjórnsýslunni, hafa yfirsýn af sjónarhóli reynslunnar og hafa þá tækniþekkingu sem er nauðsyn- leg til að mál gangi greiðlega fyrir sig. Þeir eru einnig oft nauðsyn- leg vörn gegn misbeitingu valds sem flestir ráðherrar hneigjast til. En hin pólitísku störf eru betur komin í höndum trúnaðarmanna ráðherrans. Með þessum hætti eru meiri líkur á en ella að ráðherrann komi í verk einhverju af þeirri stefnu sem hann hefur verið kos- inn út á. Það er einfaldlega gott fyrir kjósendur, ekki sízt í stjórnkerfi þar sem stjórnmála- menn eru bæði bundnir af og geta skýlt sér á bak við málamiðlanir samsteypustj órna. Hér er reyndar gert ráð fyrir því að stjórnmálaflokkar hafi skýra stefnu í velflestum mála- flokkum. Því fer því miður víðs fjarri hér á landi. En fleiri tæki- færi til að koma stefnunni fram gætu hugsanlega orðið til þess að flokkarnir yrðu sér úti um hug- myndir og jafnvel krefðust þess að ráðherrar framfylgdu þeim. Það væri flokkunum, kjósendum og ráðherrum gott. Nú þykist ég heyra athuga- semdir um hvort eigi að fara að fylla ráðuneytin af pólitískum vikapiltum og flokkshestum, þ.e. ráða fólk á þeim forsendum ein- um að það sé pólitískt skylt ráð- herranum. Það hefur hingað til ekki þótt góð latína hér á landi. Þetta eru réttmætar röksemdir. Aldrei verður lögð nógu rík áherzla á að hæfni ráði ákvörðun- um um ráðningar í stöður. Grundvallarreglan á að vera sú að ráða fólk ekki til starfa að stærstu leyti vegna pólitískra skoðana, heldur verði það að uppfylla þær faglegu kröfur sem í starfinu felast. Það eru megin- mistök ráðamanna hér á síðustu árum og þau sem gagnrýnd hafa verið, að ekki skuli vera farið eftir þessari reglu. f þeim störfum sem hér um ræðir er hins vegar nauðsynlegt að viðkomandi séu svipaðs pólitísks sinnis og við- komandi ráðherra. Fleira fólk í pólitík Óvíða er áhugi á landsmálum meiri en hér á landi. Gagnrýni er mikil og auðfundin á hvert það stjórnvald sem er í landinu. Hagsmunasamtök fyrir þetta og hitt standa á hverjum hól og skoðanir, röksemdir og umræðu skortir ekki. Þó er sáralítil þátt- taka í uppbyggjandi pólitísku starfi og jafnvel litið hornauga að vinna í pólitík í flokki. Málefna- vinna flokkanna í stefnumótun er tilviljanakennd, á sumum sviðum lítil, sums staðar engin. Ég er sannfærður um að fleiri legðu á sig pólitíska vinnu ef henni fylgdu möguleikar á að fylgja eftir hugmyndum sínum þegar á hólminn er komið. Ég er líka viss um að slíkir pólitískir starfsmenn ynnu ráðherranum verk sín af meiri hugmyndaauðgi og hugkvæmni en hinir sem ævi- ráðnir eru. Betra aðhald Bandarískur ritstjóri, Charles Peters að nafni, hefur haldið fram mjög ákveðnum skoðunum um pólitískt stjórnkerfi. Hann leggur til að helmingi starfa í stjórnkerfinu sé skipt út við stjórnarskipti. Fyrir því færir hann rök svipuð þeim sem nefnd eru að ofan, en auk þess að slík skipan mála væri lýðræðinu holl. Með umskiptunum yrði stór- kostleg hreyfing á miklum fjölda fólks með reglulegu millibili. Inn í stjórnkerfið fer fólk með þá vissu að það hefur viðkomandi starf með höndum í hæsta lagi í fjögur ár. Starfið er umbun fyrir unnin störf á pólitískum vett- vangi og er því að líkindum frekar eftirsótt af fólki sem finnur sér umbun í því að hrinda í fram- kvæmd baráttumálum sínum, fremur en hinum sem sækjast eftir fjárhagslegri ávinningi. Út kemur fólk með reynslu af störfum í stjórnkerfinu, veit hvernig það vinnur, þekkir veik- leika þess og styrkleika og er auk þess vel að sér í ólíkustu mála- flokkum. Þetta fólk verður upp- lýstari kjósendur fyrir vikið og betri þátttakendur í opinberri umræðu. ímyndum okkur svo að helm- ingur starfsmanna stjórnkerfisins hverfi til annarra starfa í þjóðfé- laginu á fjögurra ára fresti. Nið- urstaðan verður á endanum sú að flestir almennir kjósendur geta veitt stjórnmálamönnum aðhald á þeim forsendum að þekkja eitthvað til mála, af sjálfs sín reynslu eða annarra. A því byggir lýðræðið að kjósendur geti metið stórnmálamenn rétt. Þessi röksemd Peters er að vísu miðuð við bandarískt stjórnkerfi, sem er töluvert frábrugðið því ís- lenzka. Þar á nýkjörinn forseti kost á að ráða í verulegan stöðu- fjölda, þótt hlutfallslega séu þær ekki margar. Hér á landi ræður ráðherra yfirleitt 1-2 aðstoðar- menn. Hitt er ekki síður mikil- vægt að í Bandaríkjunum verða stjórnarskipti reglulega, ólíkt því sem hér gerist. Þar gæti t.d. hægri stjórn aldrei breyst í vinstri stjórn án þess að kjósendur hefðu eitthvað um það að segja. Ég held þó að í grundvallaratriðum „Ég er sannfœrður um aðfleiri legðu á sigpólitíska vinnu ef hennifylgdu möguleikar á að fylgja eftir hugmyndum sínum þegar á hólminn er komið. Égerlíka viss um að slíkir pólitískir starfsmenn ynnu ráðherranum verksín afmeiri hugmynda- auðgi og hugkvœmni en hinirsem œviráðnir eru. “ gildi röksemd Peters einnig um íslenzkt þjóðfélag. Af hverju ekki? Það má hugsa sér ýmsar út- færslur á þessu aukna stöðuveit- ingavaldi, þótt ekki hafi ég ígrundað þær mikið. Það er varla þorandi að nefna störf og stöður, en af hverju ætti t.d. ekki utan- ríkisráðherra að geta skipt um sendiherra þegar hann tek-ur við, einn eða fleiri? Þessari skoðun myndu starfsmenn utanríkis- þjónustunnar líklega mótmæla. Með tilhlýðilegri virðingu fyrir diplómatastéttinni virðist mér það ekki sjálfgefið að embættis- maður sé betri sendiherra þjóðar en hver annar vel greindur maður með góða faglega aðstoðarmenn. Önnur staða gæti verið t.d. embætti hagsýslustjóra, a.m.k. sá hluti starfsins sem snýr að gerð fjárlaga. Þar þarf að gera strang- ar faglegar kröfur, en að ýmsu leyti kæmi sér einnig vel að hafa þar mann af svipuðu pólitísku sauðahúsi og ráðherrann. Þá liggur beint við að ráðherra geti skipt um fulltrúa sína í ýms- um stjórnum og ráðum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að full- trúi ráðuneytis í tiltekinni stjórn sé pólitískur andstæðingur ráð- herrans og andvígur stefnu ráðu- neytisins. Mig minnir t.d. að full- trúi Ólafs Ragnars Grímssonar í stjórn LÍN sé einn ágætur hægri maður og Heimdellingur. Þetta er einungis ein stjórn af mörgum sem full ástæða er til að breyta þegar nýir ráðherrar taka við völdum. Þriðjudagur 13. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.