Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 8
Ítalía Evrópu- knattspyrnan Ascoli-Cesena.....................1-1 Atalanta-Pisa.....................1-0 Bologna-Torino....................2-0 Fiorentina-Pescara............... 3-2 Juventus-Sampdoria................0-0 Lecce-Lazio.......................1-0 ACMilan-lnterMilan................0-1 Roma-Como.........................1-0 Verona-Napoli.....................0-1 Staöa efstu liða Inter 9 8 1 0 16-3 17 Napoli 9 7 1 1 23-8 15 Juventus 9 4 4 1 18-12 12 Sampdoria 9 5 2 2 13-7 12 Atalanta 9 4 4 1 10-7 12 Roma 9 4 3 2 9-8 11 ACMilan 9 4 2 3 13-9 10 Fiorentina 9 4 2 3 11-13 10 Markahæstir Careca, Napoli........................8 Andrea Carnevali, Napoli..............6 AldoSerena, Inter.....................6 Roberto Baggio, Fiorentina............6 Pietro Paulo Virdis, AC Milan ,.......5 Diego Maradona, Napoli................4 Michael Laudrup, Juventus.............4 Gianluca Vialli, Sampdoria............4 Pedro Paulo Pasculi, Lecce............4 Fabio Poli, Bologna...................4 Spánn Valencia-Osasuna...................3-2 Elche-Sporting.....................0-0 Espanol-Real Sociedad.............1-1 Malaga-Real Betis..................2-2 Cadiz-Real Madrid..................0-2 Atl.Madrid-RealZaragoza...........3-1 Sevilla-Real Valladolid............2-4 Atl. Bilbao-Barcelona..............3-2 Logrones-Real Murcia...............0-0 Real Oviedo-Celta..................4-0 Staða efstu liða RealMadrid.... 15 10 5 0 35-15 25 Barcelona.......15 10 3 2 30-11 23 Atl. Madrid.....15 8 2 5 31-19 18 Sevilla........ 15 6 6 3 21-15 18 Valencia....... 15 7 4 4 15-12 18 Sporting....... 15 6 5 4 17-14 17 Real Vallad.... 15 7 2 6 16-12 16 Real Oviedo.....15 6 4 5 19-17 16 Markahæstir Baltazarde Morais, Atl Madrid......17 Julio Salinas, Barcelona...........10 HugoSanchez, Real Madrid............9 Ramon Vazquez, Sevilla.............7 Pedro Uralde, Atl Bilbao............7 Portúgal Sporting-Belenenses........ Setubal-Porto.............. Guimares-Portimonense...... Boavista-Farense........... Penafiel-Maritimo.......... Espinho-Viseu.............. Fafe-Braga................. Chaves-Beira Mar........... Staða efstu liða Benfica .......... 17 11 6 0 25-6 28 Porto............. 17 8 8 1 15-6 24 Sporting...........17 7 8 2 22-12 22 Setubal............17 8 4 5 25-18 20 Belgía Standard Liege-Waregem ... Racing Mechelen-Club Bríigge Molenbeek-St. Truiden..... Cerde Briigge-Mechelen.... Beveren-Antwerpen......... Kotrijk-Lierse............ Charleroi-FC Liege........ Beerschot-Lokeren......... Anderlecht-Genk........... Staða efstu liða Mechelen........18 13 4 1 34-13 30 Anderlecht..... 18 13 3 2 44-16 29 FCLiege ....... 18 10 6 2 39-14 26 ClubBriigge.... 18 10 4 4 39-19 24 Antwerpen ......18 8 7 3 34-24 23 Holland Haarlem-Fortuna Sittard RKC-FC Utrecht..... Roda JC-MVV........ FC Twente-Feyenoord... Sparta-Volendam.... Ajax-BVV Den Bosch. Veendam-Willem II.. PEC Zwolle-VW Venlo.. Staða efstu liða PSV............15 11 1 3 33-14 23 Ajax ......... 16 10 2 4 35-19 22 FortunaSitt... 16 9 4 3 27-16 22 FCTwente ......16 7 7 2 26-12 21 Volendam ......15 8 2 5 27-21 18 Haarlem....... 16 7 4 5 23-21 18 Feyenoord .....14 7 3 4 32-27 17 RodaJC........16 5 7 4 23-19 17 2-2 5- 3 1-1 6- 1 3-0 5-1 1-1 2-2 2-1 1-1 1-2 0-2 1-1 4-1 1-1 2-2 6-1 0-0 0-0 0-0 1-1 1-1 1-0 1-4 0-0 IÞROTTIR Handbolti Góðir möguleikar Vals íslandsmeistararnir töpuðu með aðeins einu marki í Sviss. FH tapaði með átta mörkum í sjötíu marka leik Þessir tveir kappar voru í eldlínunni í Evrópukeppninni um helgina. Sigurður Sveinsson og félagar hans í Val eiga góða möguleika á að vinna svissneska liðið Amicitia en Þorgils Ottar Mathiesen, fyrirliði FH-inga, sér fram á mun erfiðari þraut gegn rúmenska liðinu Baia Mare. (Mynd: ÞÓM) Valur og FH léku fyrri leiki sína í Evrópukeppnum í hand- knattleik um helgina og töpuðu bæði lið viðureignum sínum. Val- ur lék gegn svissneska liðinu Am- icitia í keppni meistaraliða en FH gegn rúmenska liðinu Baia Mare í IHF-keppninni og léku þau bæði á útivelli. Valsmenn eiga talsvert betri möguleika á að komast áfram í keppninni því liðið tapaði aðeins með einu marki, en það þykir ekki mikið á útivelli í keppni sem þessari. Amicitia-Valur........16-15 Valsmenn eru eflaust besta von okkar íslendinga til árangurs í Evrópukeppni í langan tíma. Liðið er mjög sterkt, bæði í vörn og sókn, en erfiðir leikir liðsins hér heima um þessar mundir gætu sett strik í reikninginn. Svissneskir handknattleiksmenn hafa hins vegar jafnan verið ís- lenskum liðum frekar erfiðir en þeir eru þekktir fyrir langar og þreytandi sóknir. Engu að síður ættu Valsmenn að öllu óbreyttu að komast áfram í keppninni. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn í há- vegum hafður en Valsmenn munu hafa verið sérstaklega óheppnir með skot sín í leiknum og nötruðu markstangir Sviss- lendinga þá mjög. Amicitia hafði undirtökin í leiknum nánast allan leikinn en staðan í leikhléi var 9-6, heimamönnum í vil. Vals- menn jöfnuðu leikinn smám sam- an og skoraði Júlíus Jónasson síð- an síðasta mark leiksins aðeins nokkrum sekúndum fyrir leiks- lok. Sigurður Sveinsson var at- kvæðamestur Valsmanna og skoraði hann 6 mörk. Júlíus Jón- asson skoraði 4 mörk, Jakob Sig- urðsson 3 og Jón Kristjánsson og Valdimar Grímsson 1 hvor. Ein- ar Þorvarðarson lék aðeins í fyrri hálfleik en Páll Guðnason leysti hann af hólmi og stóð vel fyrir sínu. Baia Mare-FH..........39-31 Rúmenska liðið Baia Mare er núverandi Evrópumeistari fé- lagsliða, eða IHF-meistari eins og keppnin er gjarnan kölluð. Hið geysiháa markaskor í Ieikn- um er FH-ingum til góða en þó verður það liðinu mjög erfitt að vinna upp átta marka ósigur. FH byrjaði betur í leiknum en fljótlega náði rúmenska liðið yfir- höndinni. í liðið vantaði einn al- besta leikmann Rúmena í dag, Voinea, en það kom ekki í veg fyrir stóran sigur þeirra. Staðan í leikhléi var 19-16, Baia Mare í hag, en undir lok leiksins tryggðu Rúmenarnir sér átta marka sigur. Guðjón Árnason lék vel með FH og skoraði alls 10 mörk. Ósk- ar Ármannsson skoraði 9, þar af 3 úr vítum, og Héðinn Gilsson skoraði 6. Gunnar Beinteinsson og Þorgils Óttar Mathiesen skoruðu 3 mörk hvor. Fótbolti „Get vel við unað“ Guðni Bergssonfer utan í dag ogskrifar undir samning við Tottenham í vikunni. Kaupverðið slagar hátt í 30 miljónir Guðni Bergsson, landsliðsmað- urinn knái úr Val, hefur nú nánast gengið frá samningi við enska stórliðið Tottenham og er samningsupphæðin sögð a.m.k. 300 þúsund sterlingspund. Það eru um 25 miljónir íslenskra króna sem er mjög sjaldgæft að greitt sé fyrir lcikmann með áhugamannaliði. Það virðist því sem Terry Venables, hinn eyðslu- sami framkvæmdastjóri Totten- ham, sé ekkert að spara frekar en venjulega. „Ég fer til Englands á morgun (í dag) og það verður gengið endanlega frá þessum málum í vikunni,“ sagði Guðni við Þjóð- viljann í gærkvöldi. „Forráða- menn Vals koma líklega til Eng- lands á fimmtudag og þá ætti ég að skrifa undir, en það er alveg öruggt að af samningi verður.“ Aðspurður kvaðst Guðni ekki geta greint frá samningsupphæð- inni því Terry Venables og fé- lagar hefðu ekki ákveðið hvort upphæðin yrði opinberuð eða ekki. Öruggar heimildir Þjóðvilj- ans herma þó að hún nemi ekki minna en 300 þúsund pundum einsogáðursagði. „Hvernigupp- hæðin skiptist síðan á milli mín og Vals er okkar einkamál. Ég get vel við unað og ég held og Valur geti það einnig,“ sagði Guðni Bergsson að lokum er hann pakk- aði niður í töskur sínar á leið út í harðan heim atvinnumenn- skunnar. -þóm Guðni Bergsson virðist hafa gert góðan samning við Tottenham. 0g þetta líka... Sigurður Grétarsson varð um helgina vetrar- meistari í Sviss með liði sínu, Luzern. Liðið gerði markalaust jafntefli við Neuchatel Xamax á útivelli og varð Luzerne því einu stigi á undan „engi- sprettunum", Grasshoppers, sem sigruðu St. Gallen á heimavelli. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppni sem hefst um miðjan marsmánuð. Annars urðu úrslit helgarinnar þessi: Sion-Young Boys..................1-1 Servette-Lausanne................1-1 Wettingen-Lugano.................1-1 Grasshopper-St. Gallen............3-0 Neuchatel Xamax-Luzern............0-0 Bellinzona-Aarau .................1-0 Arnljótur Davíðsson, hinn efnilegi leikmaður Fram, fer að öllum líkindum til gríska liðsins Iraklis en liðið er eitt það besta þar í landi. Iraklis tapaði reyndar um helgina fyrir Diagoras á útivelli en er engu að síður í þriðja sæti deildarinn- ar. Úrslit í Grikklandi um helgina urðu á þessa leið: AEK-Appolon.......................4-2 Kalamaria-Eþnikos.................0-0 Diagoras-lraklis..................2-1 Larissa-OFI.......................1-1 OlympiakosV-OlympiakosP...........1-1 Panaþinaikos-Aris.................1-1 Panionios-Levadiakos..............1-0 Paok-Doxa.........................1-0 S-Ameríkumeistararnir Nacional frá Úrúgvæ urðu á sunnu- dag heimsmeistarar félagsliða í knattspyrnu. Liðið lék við Evrópu- meistarana PSV Eindhoven, frá Hol- landi, og sigraði 7-6 eftir vítaspyrnu- keppni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og eftir framlengingu 2-2. PSV leiddi í vítakeppninni, 3-2, þegar Sören Lerby átti möguleika á að tryggja liðinu sigur með fimmtu spyrnunni. Hann skaut yfir markið og fyrirliði Nacional, Hugo de Leon, jafn- aði á ný. Bæði lið skoruðu úr sjöttu og sjöundu spyrnu en báðum mistókst í þeirri áttundu. í níundu spyrnu varði síðan Jorge Sere frá Berry van Aerle og Tony Gomez tryggði liði sínu þriðja heimstitilinn. Jafnara gat það varla verið. Alberto Tomba vann sinn fyrsta sigur í heimsbikar- keppninni í ár í Madonna di Campiglio í ítölsku Ölpunum um helgina. Keppt var í svigi og var Tomba svo sannar- lega á heimavelli, kom í mark um einni sekúndu á undan Marc Girar- delli frá Luxemborg. Þriðji varð Mic- hael Tritscher, Austurríki, en þessmá geta að Svíinn Ingemar Stenmark var meðal keppenda og hafnaði í níunda sæti. Tomba hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar en hann hlaut tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikun- um í Calgary sl. vetur. Pirmin Zur- briggen er enn efstur í heimsbikar- keppninni, með 62 stig, en Girardelli er annar með 55 stig. Peter Múller hefur 40 stig og þeir Tomba og Hel- mut Höflehner, Austurríki, 37 stig hvor. í svigkeppninni er Girardelli ef- stur með 45 stig en Tomba annar með 25. Austurríkismenn hafa hlotið lang flest heildarstig í heimsbikarn- um, 417, Sviss hefur hlotið 237, V- Þýskaland 187, Frakkland 103 og ít- alía 83. NBA-karfa New York Knicks-Sacramento Kings 124-111 Denver Nuggets-Atlanta Hawks 133-130 Detroit Pistons-Philadelphia 76ers 106-100 Los Angeles Lakers-lndiana Pacers 112-105 New Jersey Nets-Charlotte Hornets 121-112 Chicago Bulls-Miami Heat....111-88 Cleveland Cavaliers-Dallas Maveicks 102-98 Houston Rockets-Seattle Supersonics 110-91 Golden Warriors-Washington Bullets 109-102 Utah Jazz-Los Angeles Clippers 110-102 Portland Tr.BI.-San Antonio Spurs 128-123 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.