Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.12.1988, Blaðsíða 14
Öfugmæli Um daginn var ég staddur í læknabiöstofu, sem auðvitaö er ekki ífrásögurfærandi. Það margir voru mættir á undan mér, aö ég bjóst við að verða eitthvað að bíða. Ég greip því tímarit, sem þarnalááborði, Frjálsaverslun, minnir mig það heiti eða eitthvað í þá áttina, opnaði það af handa- hófiogdattþániðurágrein, sem * fjallaði um verslunarmál, bæði í Reykjavík og úti á landi. I greininni var m.a. komist að orði eitthvað á þá leið, að víða, gott ef ekki víðasthvar- úti á landi „ein- okuðu" kaupfélögin verslunina, og fannst greinarhöfundi það eölilega afleitt. Nú er þetta ekki ný kenning. Hún hefuroftsést og heyrst und- anfarin ár. Engu að síður er hún röng og það er torvelt að trúa því, að þessum fullyrðingasmiðum sé það ekki sjálfum Ijóst. í flestum, ef ekki öllum stærri kaupstöðum og kauptúnum úti um land starfa samvinnu- og einstaklingaversl- anir hlið við hlið, og fer vel á því. Það er hverjum og einum auðvit- að í sjálfsvald sett við hvern hann verslar. Þeir, sem telja sér hag- kvæmara að versla við kaup- manninn, gera það að sjálf- sögðu, annars ekki. Finnist kaup- mönnum halla á sig í þeirri sam- keppni geta þeir engum um kennt nema sjálfum sér. Hinsvegar eru vissulega til fá- mennir verslunarstaðir þar sem kaupfélög eru ein um hituna. En hver bannar einstaklingum að reka þar verslun? Því rjúfa þeir ekki hinaskaðvænlegu „einok- un“? Víða á þessum stöðum versluðu kaupmenn. Þeirhafa margir hverjir kosið að hætta og flutt burtu. Horfið þangað, sem hagnaðarvonin var meiri og haft á brott með sér þann gróða, sem þeim hafði áskotnast af verslun- inni íviökomandi plássi. Kaupfé- lögin hafa hinsvaegar reynt að þrauka af því að þau eru eign félagsmannanna sjálfra og þjóna þeim. Og nú er komið að kjarna máls- ins. Kaupmaðurinn er engu háð- urnemahagnaðarvoninni. Hann rekur verslun til þess að græða. Þessvegna leggur hann ekki á sig að versla þar semgróðavonin er lítil eða engin. Hagnaður kaupfélagsins, mikill eða lítill eftir atvikum, verðurekkiflutturburtu af félagssvæðinu. Honum er m.a. varið til þess að styðja at- vinnulífog afkomu fólksins þar. Hann nýtist alfarið heima- mönnum. „Einokun" kaupfélag- anna er öfugmæli. Þau eru hvergi ein um hituna nema þar, sem kaupmenn hafa sjálfir brugðist sínu eigin lífslögmáli: hinni frjálsu samkeppni. - mhg ÍDAG er 13. desember, þriðjudagur í áttundu viku vetrar, tuttugasti og þriðji dagur ýlis, 348. dagur árs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. ‘ 11.13ensestkl. 15.31.Tungl vaxandi á fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Lúsíumessa. Fæddur Jón Þor- láksson á Bægisá 1744. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Sýnið valdhöfunum vilja alþýð- unnar! Yfirvöld ríkis opg bæjar hafa að engu kröfur verkalýðs- samtakanna um aukna atvinnu. Almennur fundur við Verka- mannaskýlið kl. 5 í dag. Ræðst þýzki herinn inn í Litha- uen í febrúar n. k.? Græðgi fasist- aríkjanna hefir aukizt við svik Chamberlains og Daladiers í Munchen. UM UTVARP & SJONVARP f Deleríum Búbónís Rás 1 kl. 22.25 Hinn vinsæli gamanleikur þeirra bræðra, Jónasar Árnason- ar og Jóns Múla, Deleríum Bú- bónís, vakti ósvikna kátínu um allt ísafoldarból á sínum tíma, en leikurinn var frumfluttur í Út- varpinu 1954, og verður nú flutt- ur á Rás 1 í kvöld. - Leikurinn gerist skömmu fyrir jól, einmitt þar sem við erum stödd í tíman- um núna. Hann fer fram á heimili Ægis Ó. Ægis, forstjóra „Gleði- legra jóla hf.“. Má af því nafni marka að hægt er að mynda hlutafélög um allt milli himins og jarðar, ef við erum svo hamingju- söm að eiga nógu dugmikla at- hafnamenn. Forstjórinn situr í skrifstofu sinni og bíður þess í of- væni að uppskipun ljúki á jóla- varningi þjóðarinnar, sem hann flytur inn allan á einu bretti og losar þannig aðra heildsala við allt amstur við þann innflutning. En heldur syrtir í álinn þegar fregnir berast um að sú afskipta- sama sauðfjársjúkdómanefnd hafi sett skipið, sem kofn „fær- andi varninginn heim“ í sóttkví, vegna þess að grunur leikur á að nautgripaveikin, Deleríum Bú- bónis, kunni að geta borist með jólatrjám forstjórans. Og nú eru engin ráð of dýr. Svo blessunar- lega vill til að sjálfur jafnvægis- málaráðherrann er mágur for- stjórans og að auki meðeigandi hans í „Gleðilegum jólum". Sannast hér enn, að ekki er lak- ara að hafa góð sambönd á æðri stöðum þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Auðvitað skerst jafn- vægismálaráðherrann í málið og í krafti áhrifavalds síns fær hann talið meiri hluta háttvirtra alþing- ismanna á að samþykkja tillögu um frestun á jólunum. - Leikend- ur eru ekki af lakari endanum og gerðu allir garðinn frægan á sín- Jón Múli um tíma: Haraldur Björnsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Emilía Jónasdóttir, Kristín Anna Þórar- Jónas insdóttir, Lárus Páisson og Nína Sveinsdóttir. -mhg í pokahominu Rás 1 kl. 9.30 haldinu, gefnar uppskriftir, gerð,m.a. hvernigbúa eigi til jól- Tínt er upp úr pokahorninu á greint frá húsráðum o.s.frv. aóróann, sem við sjáum hér á Rás 1, hvern þriðjudagsmorgun, o.s.frv. í dag verður Gerður G. myndinni. - Næsta þriðjudag sem guð gefur yfir. Þann starfa Bjarklind í pokahorninu. Hún hefst svo sælgætisframleiðslan í hefur Sigríður Pétursdóttir. þykir bæði vera handlagin og pokahorninu. Þarna er fjallað um alla hugsan- kunna sitthvað fyrir sér. Mun hún - mhg lega hluti, sem tengjast heimilis- leiðbeina um ýmisskonar föndur- GARPURINN KALLI OG KOBBI Maður gerir sér smæð sína Ijósa á geimferðalögum. Þegar Jörðin er orðin að smádepli í endalausum geimnum fer maður að velta fyrir sér sköpunarverkinu. Allt fellur í eina slóð eins og þar stendur. Skepnan öll hefur sínu hlutverki að gegna og ekkert er öðru mikilvægara. Éða hvað finnst þér? . ■■ 1 Eg er að spá í hvað gerist ef maður ælir hér í þyngdarleysinu. Kannski ættirðu að spá í að hunskast heim. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 13. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.