Þjóðviljinn - 14.12.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Side 9
'43» Ann, Helga, Sigrún og Inga Rós æfa kantötuna. Mynd - Jim Smart. Kammersveit Reykjavíkur Barokktónleikar KammersveitReykjavíkurhelgar starfsárið franskri tónlist. Fyrstu tónleikar á sunnudaginn Kammersveit Reykjavíkur hef- ur fimmtánda starfsár sitt með jó- latónleikum í Áskirkju á sunnu- daginn kl. 17. Á tónleikunum verður eingöngu flutt frönsk bar- okktónlist, með upprunalegum hljóðfærum, en hljóðfæri bar- okktímans eru sem kunnugt er nokkuð frábrugðin þeim hljóð- færum sem mest eru notuð í dag. Reyndar verður allt starfsár Kammersveitarinnar helgað fra- nskri músík, og er tilefnið 200 ára afmæli frönsku stjórnarbyltingar- innar, sem minnst verður á næsta ári. Hér á landi hefur eitthvað ver- ið gert af því að flytja barokktón- list með upprunalegum hljóðfær- um, en slíkur tónlistarflutningur nýtur að sögn Rutar Ingólfsdótt- ur æ meiri vinsælda í Evrópu. Rut segist hafa farið á tvö námskeið í barokktónlist og haft bæði gagn og gaman af, því auk þess að gefa aðra möguleika til að nálgast verk frá barokktímanum, sé ým- islegt í þessari gömlu spilatækni sem megi nýta þegar leikið sé á nútímahljóðfæri. Möguleikana á að tónlistin hljómi eins og hún gerði á dögum Mozarts og Bachs segir Rut vera mikla, því mikið sé til af kennslubókum og leiðbein- ingum um hvernig leikið skuli á hljóðfærin frá þessum tíma, og nefnir meðal annars kennslubók Leopolds Mozarts, föður tón- skáldsins. Leiðbeinandi og kons- ertmeistari Kammersveitarinnar í þessari frumraun hennar á vett- vangi barokkhljóðfæranna er sænski fiðluleikarinn Ann Walls- tröm, en Ann lék^ barokkfiðlu á Sumartónleikum í Skálholti á þessu ári. Segir Rut að þannig hafi undirbúningur tónleikanna verið eins konar námskeið í bar- okkmúsík um leið, bæði ur 14. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 skemmtilegt og fræðandi. Á efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn eru kaflar úr svítu fyrir 2 fiðlur, 2 lágfiðlur og bass- acontinuo eftir Lully, hirðtón- skáld Loðvíks XIV, tónlist sem Lully samdi við leikrit Molieres Le Bourgeois Gentilhomme (Borgaralegi herramaðurinn). Tvö verk eftir Rameau, Pieces pour Clavecin en Concerts nr. IV, fyrir sembal, flautu og fiðlu og kaflar syítunni Les Indes Gal- antes, ballettónlist fyrir fyrir 2 fiðlur, lágfiðlu og bassacontinuo. Einnig tlytur Kammersveitin Sonnerie de Ste Genevieve du Mont de Paris, eftir Marais, verk fyrir fiðlu, selló og sembal um klukknaverk kirkju heilagrar Sunnevu í París, Kantötuna Domine Dontinus noster við tex- ta úr áttunda sálmi Davíðs eftir Campra, fyrir söngrödd fiðlu og bassacontinuo, og Tríósónötu fyrir 2 fiðlur og bassacontinuo eftir Leclair. Fiðluleikarar á tónleikunum eru Ann Wallström og Rut Ing- ólfsdóttir, lágfiðluleikarar Svava Bernharðsdóttir og Martin Frew- er, Inga Rós Ingólfsdóttir leikur á selló, Richard Korn á kontra- bassa, Kolbeinn Bjarnason á flautu og Maarten van der Valk á slagverk. Einsöngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir. í lok janúar heldur Kammer- sveitin tónleika í fslensku ópe- runni, og flytur þá verk eftir Saint-Saens, Fauré, Ravel og Franck. Þriðju tónleikar starfs- ársins eru jafnframt afmælistón- leikar og verða í lok febrúar. Þá verður flutt verk fyrir 44 hljóð- færaleikara, Des Canyons aux Étoiles, eftir Olivier Messiaen. Lokatónleikar verða í byrjun apríl, og eru verk eftir Martial Nardeau, Debussy, Milhaud, Ibert og Jolivet á efnisskránni. LG Háskólatónleikar Mendelssohn og Hurlstone Á áttundu Háskólatónleikum haustmisseris flytja þeir Einar Jó- hannesson klarínettuleikari og David Knowles píanóleikari verk eftir Mendelssohn og Hurlstone. Tónleikarnir eru að vanda í Nor- ræna húsinu kl. 12.30 til 13.00 og eru öllum opnir. Aðgangseyrir er kr. 250,- Einar Jóhannesson starfar sem 1. klarínettuleikari í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Áuk þess kemur hann fram sem einleikari og kammertónlistarmaður hér heirna og erlendis. Hann er m.a. einn afstofnendum Blásarakvint- etts Reykjavíkur. Hann kennir við Tóníistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. I&istinssonar. David Knowles hóf píanónám 9 ára gantall en stundaði síðan framhaldsnánt í Royal Northern College of Music í Manchester. Hann hlaut tvívegis skólastyrk fyrir frábæran námsárangur. Da- vid hefur aflað sér mikillar þekk- ingar og reynslu á sviði undirleiks og leikið undir fyrir fræga tón- listarmenn. 1982 til 1985 starfaði hann sem tónlistarkennari og organisti á Egilsstöðum. Hann starfar nú við Tónlistarskólann í Garðabæ og Söngskólann í Reykjavík. Café Hrcssó: Skáldakvöld Sjö skáld og rithöfundar gang- ast fyrir upplestri á Café Hressó í kvöld. Einar Már Guðmundsson, sem þekktur er innanlands og utan fyrir bækur sínar, les úr smásagn- asafninu „Leitin að dýragarðin- um“, er út kont fyrr i haust. Guð- mundur Andri Thorsson les úr nýrri skáldsögu sinni „Mín káta angist“ en það er hans fyrsta bók. Ágúst Borgþór Sverrisson les úr smásagnasafninu „Síðasti bíll- inn“, sem út kom í september og er frumraun höfundar í sagna- gerð. Ljóðskáldið Jón Stefánsson sendi frá sér sína fyrstu bók í vor sem leið og heitir hún „Með byssuleyfi á eilífðina“; mun Jón lesa úr bók sinni en einnig nokkur óbirt ljóð. Hafliði Vilhelmsson les úr væntanlegri skáldsögu en það er hans 5. bók; kunnustu verk Hafliða eru skáldsögurnar „Hlemmur leið 12“ og „Beygur". Kristín Ómarsdóttir gaf í fyrra út ljóðabókina „í húsinu okkar er þoka“ en 1986 vann hún til verð- launa fyrir einþáttung sinn „Draumar á hvolfi" í leikverka- samkeppni er Þjóðleikhúsið gekkst fyrir; Kristín mun lesa birt og óbirt Ijóð. Þá ntun skáldið góðkunna Sigurður Pálsson lesa úr nýjustu bók sinni „Ljóð námu menn“. Samkoman hefst kl. 21. Að- gangur er ókeypis. Bókasafn Kópavogs Biblíur og málverk I Bókasafni Kópavogs eru þessa dagana tvær sýningar, mál- verkasýning Svavars Ólafssonar og sýning á biblíum á ýmsurn mál- um. Eru biblíurnar sýnishorn af safni Ragnars Þorsteinssonar, sem hefur safnað biblíum í rúm 40 ár. Svavar Ólafsson, sem sýnir málverk í Liststofu bókasafnsins til 16. desember, er fæddur á Bíidudal 1919. Hann hefur lengst af unnið sem klæðskerameistari, er sjálfmenntaður í myndlistinni og hefur haldið sýningar hjá Sæ- vari Karli Ólasyni 1986 og á Mokkakaffi sama ár. Biblíusýningin Bók þúsund tungna eru brot úr safni Ragnars sem nú á biblíur á yfir 1200 tung- umálum. Þar á nreðal er biblía á Manx, fornu keltnesku ntáli, sem talað var á eynni Mön fram á þessa öld. Talið er að um 200 manns kunni tungumálið sæmi- lega í dag, en allir hafa lært það á fullorðinsaldri vegna áhuga á að endurlífga það, þó flestir telji vonlaust að það takist, því enginn hefur Manx að móðurmáli. Á sýningunni, sem stendur til áramóta, eru einnig biblíur á Gotnesku, öðru útdauðu evrópu- máli, grænlensk biblía og Guð- brandsbiblía, auk ýmiss biblíu- tengds efnis. Bókasafnið er opið virka daga kl. 9-21, og kl. 11-14 á laugardögum. LG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.