Þjóðviljinn - 14.12.1988, Page 13

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Page 13
ERLENDAR FRETTIR Angóla-Namibía Undirritaó í Brazzaville Samkomulag Angólu, Kúbu og Suður-Afríku um að binda enda á ófriðarástandið í Afríku suðvestanverðri var undirritað Namibía verður sjálfstœð - Kúbanirfarafrá Angólu við hátíðlega athöfn 1 gær i Brazzaville, höfuðborg Kongó. Aðalatriði samkomulagsins eru að Namibía verður sjálfstætt ríki Pólland Slagsmál á afmælisdegi Iodda skarst með lögreglu ogfólki sem minntist þess í Varsjá að sjö ár erufrá því að herlög voru sett og Samstaða bönnuð Aldrei þessu vant voru það mótmælendur sem áttu frum- kvæði að átökunum og köstuðu grjóti, púðurkerlingum og tára- gassprengjum að sveitum örygg- islögreglu í gær. Þá voru rétt 7 ár liðin frá því Wojciech Jarúzelskí forsætisráðherra og hæstráðandi i hernum setti herlög og síðan hef- ur Samstaða verið bönnuð. Sjónarvottar herma að andófs- fólkið, flest fremur ungt að árum, hafi bókstaflega gengið berserks- gang, rokið á velbúna lögreglu- þjónana, barið þá, sparkað í þá. Þeir hafi aldrei séð annað eins, fram að þessu hafi hið opinbera séð um barsmíðarnar. Mótmælendur kváðu hafa varpað þrem táragassprengjum og fimm púðurkerlingum að lög- reglunni og auk þess grýtt hana óvægilega. Hefði Krakowskie Przedmiescie stræti verið alþakið grjóthnullungum um það er lauk í gær. Lögreglumenn tóku vissulega hraustlega á móti. Að minnsta kosti einn mótmælandi var bor- inn blóðugur af vettvangi og fimm teknir höndum. Þeirra á meðal var Andrzej Slowik, ungur og herskár Samstöðuforingi, þekktur fyrir gagnrýni sína á Lech Walesa sem hann sakar um undanlátssemi gagnvart forystu kommúnistaflokksins. Átökin í gær staðfesta varnað- arorð ýmissa kirkjunnar manna og forystumanna úr Samstöðu þess efnis að þolinmæði alþýðu manna, og þó einkum yngra fólks, sé á þrotum. Hún sé búin að fá sig fullsadda af efnahags- kreppunni sem ekkert lát virðist ætla að verða á og pólitískri ein- okun kommúnistaflokksins sem engin úrræði kunni. „Sumir bisk- upanna hafa orðið þess áskynja að komið er að suðumörkum í þjóðfélaginu," hefur Reuters- maður eftir preláta sem ekki vill láta nafns síns getið. Reuter/-ks. og að Kúbanir kveðja heim herlið sitt í Angólu. Samkomulagið náðist að und- angengnum átta mánaða við- ræðum á ýmsum stöðum, síðast í Genf, og var síðan ákveðið að það skyldi undirritað í Brazza- ville. En þegar fulltrúar ríkjanna komu þangað til undirritunar, kom babb í bátinn út af ákvæðum um eftirlit með heimflutningi kú- bönsku hersveitanna. Neituðu Suður-Afríkumenn um hríð að undirrita af þessari ástæðu, en nú hefur tekist að jafna þann ágreining. Verulegan þátt í að samkomulagið náðist mun hafa átt Chester Crocker, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkj anna, en hann tók þátt í samningaviðr- æðunum sem málamiðlari. So- vétmenn munu hér einnig hafa lagt hönd á plóginn, og fór Crocker af því tilefni við undirrit- un samkomulagsins lofsyrðum um Anatólíj Adamíshín, aðstoð- arutanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Má sem sé ætla að batnandi samskipti risaveldanna hafi vald- ið nokkru um að saman gekk í deilu þessari. Suður-Afríkumenn, sem hafa ráðið yfir Namibíu (öðru nafni Suðvestur-Afríku) frá því að þeir tóku hana af Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni fyrri, þar af fjóra áratugi í fullri óþökk Sam- einuðu þjóðanna, munu sam- kvæmt samkomulaginu hrinda í framkvæmd áætlun, sem gerð hefur verið að tilhlutan S.þ., um sjálfstæðisveitingu til handa Namibíu. Er gert ráð fyrir því að landið verði sjálfstætt í fyrsta lagi eftir sjö mánuði, en í síðasta lagi eftir tólf, frá því að byrjað verður að vinna samkvæmt áætluninni 1. apríl n.k. 1. nóv. n.k. á að kjósa á namibískt stjórnlagaþing, er á að setja hinu nýja ríki stjórnarskrá. Talið er að SWAPO, namibísk hreyfing sem að minnsta kosti öðru hvoru s.l. 22 ár hefur háð skæruhernað gegn Suður- Afríkustjórn, verði öflugasti aðili stjórnlagaþingsins, en Suður- Afríkumenn eru líklegir til að styðja gegn henni önnur samtök. Samkvæmt öðru aðalatriði samkomulagsins munu Kúbanir flytja heim allt herlið sitt í Ang- ólu, um 50.000 manns, í áföngum á tímabilinu til 30. júní 1991. Gert er ráð fyrir að samkomu- lagið verði endanlega staðfest með undirritun formlegs sátt- mála þar að lútandi í New York í næstu viku. Reuter/-dþ. Víetnam I fótspor Gorbatsjovs Víetnamskir ráðamenn hyggjastfœkka hermönnum sínum um 300.000 Það er kunnara en frá þurfi að segja hve vel fer á með ráða- mönnum í Hanoi og Moskvu og er haft á orði að hinir fyrrnefndu reyni í hvívetna að feta í fótspor hinna síðarnefndu. Síðast í gær barst enn ein staðfesting þessa, einsog Sovétmenn hyggjast Víet- namar fækka í herliði sínu. „Ykkur er óhætt að skýra frá Arafat í Genf Hvetur til friðarviðræðna Undirtektir ísraela neikvœðar - Bandaríkjastjórnar tómlegar Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), flutti í gær ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í Genf og hvatti leiðtoga ísraels til að koma þangað til friðarviðræðna á veg- um alþjóðasamtakanna. í Reut- erfrétt segir, að í ræðunni hafi Arafat virst stíga enn eitt skref í áttina til móts við þau skilyrði, sem Bandaríkjastjórn hefur sett Atvinnuleysi kvenna í Evrópubandalagi Samkvæmt skýrslu, sem gerð var á vegum Evrópubandalags- ins, er misbrestur á því að að- ildarríki bandalagsins geri nóg til að bæta úr atvinnuleysi kvenna, sem eykst hraðar í löndum þess- um en atvinnuleysi karla. Eru Bretland, Spánn, írland og Belg- ía sérstaklega gagnrýnd í skýrsl- unni fyrir vanrækslu í þessum efnum. Reuter/-dþ. Sænskur árangur gegn eyðni Sænskir vísindamenn hafa til- kynnt að þeim hafi tekist að finna upp lyf, sem þeir telja að bera muni góðan árangur í baráttunni gegn eyðni. Að sögn Bo Öberg, veirufræðings við Karolinska in- stitutet í Stokkhólmi, hefur sýnt sig við tilraunar á öpum og frum- um úr mönnum að lyfið veikir eyðniveiruna að miklum mun. Lyfið heitir flúoródeoxýthými- dín, ogkalla menn þaðFLT sér til hægri verka. Reuter/-dþ. PLO fyrir því að taka upp við- ræður við samtökin. Arafat kvað PLO sækjast eftir samkomulagi allra aðila í deilum fsraels og araba, „þar á meðal ríkisins Palestínu, Israels og ann- arra ríkja á þeim slóðum." Hann nefndi ísrael hvað eftir annað með nafni, gagnstætt því sem hann gerði í ræðu sinni á allsherj- arþingi S.þ. 1974, en þá kallaði hann það aldrei annað en „síon- istaeiningu,“ „ríki kynþátta- hyggju" eða „óvininn." Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, vísaði ræðu Arafats tafarlaust á bug og kvað hana innihalda blekkingar einar. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins kvað ræðuna áhuga- verða um sumt, en sagði Banda- ríkjastjórn telja að Arafat hefði ekki með henni viðurkennt ísrael og fordæmt hryðjuverk nógu af- dráttarlaust. Hinsvegar telja sumir róttækari aðila innan PLO að Arafat hafi þegar gengið of langt til samkomulags. Sökum þess að Bandaríkja- stjórn neitaði Arafat um vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna var allsherjarþing S.þ. flutt til Genfar svo að Arafat fengi ávarpað það. Þetta viðvik kostar S.þ. um 650.000 dollara. Reuter/-dþ. Arafat - róttækir PLÖ-liðar telja hann hafa gengið of langt til samkomulags. Jarðskjálftinn í Armeníu því að 300 þúsund hermenn verði leystir frá þjónustu,“ sagði Nguy- en Van Thaí, stórfylkishöfðingi, á fundi með fréttamönnum í gær. Thaí er æðstur stjórnmálafulltrúa ívíetnamska hernum. Hann kvað ákvörðun þessa um fækkun her- manna lið í víðtækri áætlun um endurskipulagningu hers síns sem er einn hinn stærsti í heimi, skipaður 1,3 miljónum manna. Thaí lét þess ennfremur getið að hluti víetnamska herliðsins í Kampútseu, 18 þúsund manns, myndi halda heim á leið á morg- un og aka innfyrir landamærin þann 21. þessa mánaðar. Að sögn stjórnvalda í Hanoi eru þetta leifar 50 þúsund manna liðsins sem þau höfðu heitið að kveðja heim frá Kampútseu. Eftir sem áður verði hálf miljón víetnaskra hermanna í grannríkinu en þeir verði skipað- ir í smærri fylki og smám saman fluttir heim. í mars árið 1990 verði þeir allir á braut. Eitthvað virðist það leika á tveim tungum hvort Víetnamar hafi staðið við gefin heit um heimkvaðningu hermanna. Sendimenn að vestan segja full- yrðingar Hanoistjórnarinnar orka tvímælis og að sér sé stór- lega til efs að 50 þúsund hermenn hennar verði úr Kampútseu fyrir árslok. Kampútískir uppreisnarmenn staðhæfa að Víetnamar ljúgi því að hermennirnir séu á heimleið. Þeir séu einfaldlega látnir skipta um klæði og störf og dulbúnir sem heimamenn. Reuter/-ks. Að minnsta kosti 55.000 látnir 5.400 hefur verið bjargað úr rústum Að sögn talsmanna sovéskra stjórnvalda munu um 55.000 manns hafa farist í jarðskjálftan- um mikla í Armeníu norðvestan- verðri, en tekið er fram að þar sé enn um bráðabirgðatölu að ræða. Að sögn Gennadíjs Gera- símov, talsmanns sovéska utan- ríkisráðuneytisins, er tala slas- aðra eftir jarðskjálftann um 13.000. Gerasímov sagði einnig, að um 5.400 manns hefði verið bjargað úr rústunum og auk þess hefðu í þeim fundist yfir 13.000 lík. Um hálf miljón manna á jarðskjálfta- svæðinu er heimilislaus og um 24.000 manns hafa verið fluttir á brott þaðan. Sovéskir embættis- menn telja, að 70 af hundraði íbúa smáborgarinnar Spitak hafi farist af völdum jarðskjálftans, en þar bjuggu um 20.000 manns. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hvatti í gær björg- unarliðið á svæðinu til að draga hvergi af sér í leitinni að fólki, sem enn kynni að vera lifandi undir rústum og benti á dæmi þess frá jarðskjálftanum í Mexíkóborg, að fólk hefði bjarg- ast eftir að hafa legið undir ruðn- ingi í 13 daga. Gorbatsjov hvatti einnig konur, börn og gamalt fólk til að yfirgefa jarðsjálftasvæðið en lagði til að karlmenn yrðu eftir til að hjálpa til við björgunar- starfið og að endurbyggja íbúðar- hús. Moskvublaðið Pravda hefur skýrt svo frá, að í vissum skeyt- um, sem fólki í Armeníu hefðu borist í tilefni hörmunganna, hefði því verið óskað til hamingju með þær. Yrðu þeir, sem sent hefðu skeytin, sóttir til saka. Að sögn manna í Lenínakan, sem varð mjög hart úti í jarðskjálftan- um, bárust skeyti þessi frá Sovét- Aserbædsjan. Reuter/-dþ. Allsherjarverkfall á Spáni Tvö helstu verkalýðssambönd Spánar hafa hvatt til 24 stunda allsherjarverkfalls, sem á að hefj- ast á morgun. Er gert ráð fyrir að um fimm miljónir manna leggi þá niður vinnu. Þetta er fyrsta alls- herjarverkfallið þarlendis frá því að Sósíalistaflokkurinn undir for- ustu Felipe Gonzalez kom til valda fyrir sex árum. Verkamenn krefjast hærri lágmarkslauna, ekki síst vegna stórhækkandi húsaleigu undanfarið, og hækk- aðra atvinnuleysisbóta. Atvinnu- leysi á Spáni er nú 18.9%, eða meira en í nokkru öðru aðildar- ríki Evrópubandalagsins. Reuter/-dþ. Miðvikudagur 14. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.