Þjóðviljinn - 15.12.1988, Side 1

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Side 1
Fimmtudagur 15. desember 1988 269. tölublað 53. drgangur Kópasker Enginn varasjóður til Sveitarstjórinn: Afkoma Presthólahrepps veltur áþvíhvort tekstað selja eignirþrotabús Sœbliks hf. Hreppurinn íábyrgðfyrir30 miljónum. Ýmislegt í deiglunni í atvinnumálum „Afkoma sveitarfélagsins velt- ur á því hvort tekst að selja Arna á Bakka og "eignir þrotabús rækjuvinnslunnar Sæbliks. Þá kemur í ljós hvað fellur á okkur og hvað ekki en sveitarfélagið er ábyrgt fyrir 30 miljónum og þar af 18 miljónum í bátnum. En hvernig sem allt fer að lokum þá er eitt víst að við höfum í engan varasjóð að leita,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri Presthólahrepps á Kópaskeri. Að sögn Ingunnar St. er eng- inn sveitarstjórnarmaður í per- sónulegri ábyrgð fyrir skuldum þrotabús Sæbliks og hefði hún gengið úr skugga um það strax þegar Ijóst var í hvert óefni var komið með rekstur fyrirtækisins. Þrotabú fyrirtækisins er nú í höndum Örlygs Hnefils skiptar- áðanda á Húsavík. Afkoma sveitarfélaga hefur verið í sviðsljósinu uppá síðkastið eftir að Hofsósshreppur var lýst- ur gjaldþrota og fjárforráðin voru tekin af sveitarstjórninni. Mörg sveitar- og bæjarfélög eiga í miklum fjárhagserfiðleikum bæði vegna þess að stað- greiðslukerfið skilaði þeim mun minni tekjum en gamla kerfið gerði og svo hafa sjávarú- tvegsfyrirtæki ekki staðið í skilum á sínum gjöldum eða farið á hausinn eins og gerðist hjá rækjuvinnslu Sæbliks hf. á Kópa- skeri. Að ógleymdum hrika- legum fjármagnskostnaði hafa þau slegið lán til verklegra frant- kvæmda. Þrátt fyrir gjaldþrot Sæbliks hf. er engan bilbug að finna á heima- mönnum í atvinnumálum og hafa þeir sýnt mikinn áhuga á að stofna sameiginlegt hlutafélag um rækjuvinnslu með þátttöku Jökuls hf. á Raufarhöfn. Enn- fremur að nýta þær orkulindir sem er að finna í Öxarfirði en þar streymir 92 stiga heitt vatn upp úr borholum sent Orkustofnun hef- ur borað fyrir fiskeldisfyrirtæki sem þar starfa. Viðræður hafa staðið yfir milli íbúa Kópaskers og fiskeldisfyrirtækjanna Silfur- stjörnunnar og Árlax í Öxarfirði um fullvinnslu á eldislaxi með því rna. að reykja laxinn og fram- leiða laxapöstu. f deiglunni er að nýta sláturhúsið til þessa. „Menn þora nú ekki að hugsa þá hugsun til enda færi svo að olíu sé að finna í Öxarfirði en auðvit- að láta menn sér detta ýmislegt í hug,“ sagði Ingunn St. Svavars- dóttir. —grh Samningsréttur * ASI: Víðtœkari breytingaþörf. Danfríður Skarphéðinsdóttir: Odýr og útlátalaus breyting. Karl Steinar Guðnason: Jákvœtt og sjálfsagt Þrátt fyrir að storkandi orðalag verði fellt út úr bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar, stendur efni laganna enn óhaggað, segir í yfirlýsingu sem miðstjórn ASI sendi frá sér í gær. Miðstjórnin krefst þess að samningsrétturinn verði gefinn frjáls strax með víðtækari breytingum á bráðabirgðalögunum. Viðbrögð forustu BSRB hafa verið jákvæðari og sagði Ögmundur Jónasson formaður á fundi með fjárhags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær, að breytingin fæli í sér endurheimt mannréttinda sem hefði efnislega þýðingu. Viðbrögð stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa almennt verið neikvæð. Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins hafa flestir kúvent og vilja nú að bráða- birgðalögin verði öll numin úr gildi, einnig það sem eftir er af ákvæðum þeirra frá forsætisráð- herratíð Þorsteins Pálssonar. Danfríður Skarphéðinsdóttir þingflokksfor- maður Kvennalistans segir þetta vera ódýra og útlátalausa breytingu hjá ríkisstjórninni. Enn sé ákvæði um launafrystingu í gildi og Kvennalistinn hafi gert kröfu um að henni verði aflétt. Danfríður sagðist þó vonast til þess að þessi breyting væri merki um þíðu í lofti og væri aðeins fyrsta skrefið. Júlíus Sólnes tók í svipaðan streng og vill frekari breytingar á lögunum. Borgaraflokkurinn geti ekki samþykkt þau eins og þau eru nú, þrátt fyrir boðaða breytingu stjórnarinnar. Karl Steinar Guðnason þingmaður Alþýðu- flokks sagði þessa breytingu j ákvæða og sj álfsagða og vera þá breytingu sem hann hefði fyrst og fremst viljað sjá. Hann teldi þessi lög hafa verið nauðsynleg og árangur þeirra hefði þegar komið í Ijós. Verðbólga hefði lækkað meira en nokkru sinni fyrr, verðstöðvun hefði gilt vegna laganna og aðstæður þeirra sem hlaðnir væru skuldum væru allt aðrar vegna þeirra. -hmp Handbolti Valur vann toppslaginn Toppliðin í 1. deild, KR og Valur, áttust við í Laugardals- höllinni í gærkvöld og sigruðu Valsmenn, 23-21. Sigur þeirra hefði jafnvel getað orðið stærri því í fyrri hálfleik höfðu þeir náð sex marka forystu, 13-7. íslandsmótið er nú hálfnað og hafa Valsmenn unnið alla leiki sína til þessa, en KR-ingar töp- uðu þarna sínum fyrstu stigum. Sjá síðu 2 9dagar til jóla Sá fjórdi Þvörusleikir, varfjarska- lega mjór. Svo kvað Jóhannes um jóla- svein dagsins, en þessa mynd af Þvörusleiki teiknaði hún Margrét Norðdahl 10 ára, Álfatúni 15 í Kópavogi. Við þökkum Margréti myndina og minnum á að Þvörusleikir kemur í heimsókn í Þjóðminja- safnið kl. 11 í dag og þar verður einnig Lúðrasveit Melaskóla sem spilar jólalög.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.