Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 15. desember 1988 Rauðir hundar Deilt um bólusetningu Tilskipun landlæknis um bólusetningu gegn rauðum hundum við tveggja ára aldur. Margrét Guðnadóttirprófessor:Enginástœðatilaðbreyta bólusetningu. Mikil afturför Við höfum leitað skipulega frá 1975 að þeim konum hér á landi sem ekki hafa mótefni gegn rauðum hundum og sú vinna hef- ur gengið mjög vel. Það er ótrú- legt að nú skuli vera ætlunin að leggja þá áætlun til hliðar, segir Margrét Guðnadóttir prófessor um þá ákvörðun landlæknis að frá og með næstu áramótum eigi að bólusetja öll börn gegn hettu- sótt, mislingum og rauðum hund- um í einni sprautu við tveggja ára aldur. - Ég álít að þessi nýja bólu- setningaraðferð sé mikil afturför. Það að reyna að koma í veg fyrir að konur fái rauða hunda með því að bólusetja þær er á engan hátt eins góö vörn og það mótefni sem myndast í líkamanum við eðlilega sýkingu, segir Margrét. Ástæður þess að gripið hefur verið til þess ráðs að sprauta börn gegn rauðum hundum er sú að ef konur fá rauða hunda þegar þær ganga með barn er mikil hætta á fósturskemmdum hjá þeim. - Við höfum þegar leitað skipulega að mótefnalausum konum á barneignaaldri og fund- ið þær nær allar og bólusett. Þær hafa því enga óbeina vernd að sækja í þessar aðferðir eins og konur í Bretlandi, Bandaríkjun- um og á Norðurlöndunum, þar Ólafsvík Erum ekki á hausnum Bœjarstjórinn: Skuldum 100 miljónir. Engarframkvœmdir íár á vegum bœjarsjóðs þ að er langt því frá að við séum á hausnum þrátt fyrir mjög erfiða stöðu. Engu að síður eru hcildarskuldir bæjarfélagsins um 100 miljónir króna og fjármagns- kostnaðurinn gríðarlegur. Á móti hafa svo til engar framkvæmdir verið á vegum bæjarfélagsins í ár,“ sagði Kristján Pálsson bæj- arstjóri í Olafsvík. Það er ekki aðeins að mikill fjármagnskostnaður og slæm skuldastaða hafi hrjáð bæjarsjóð Ólafsvíkur í ár sem og önnur bæjarfélög stór og smá á landinu. Aflabrestur varð í Breiðafirði á sl. vertíð og afleiðingin varð 28% aflasamdráttur hjá Ólafsvíkur- bátum með tilheyrandi tekjutapi fyrir bæinn og íbúa hans. Þá fékk bæjarsjóður ofgreitt úr ríkissjóði vegna staðgreiðslukerfisins uppá 5,5 miljónir króna. Vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs hef- ur endurgreiðsla til ríkissjóðs valdið erfiðleikum þar sem greiða átti skuldina við ríkissjóð upp nú í nóvember. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um lengri sem ekkert hefur verið gert til að verja áhættuhópinn sjálfan. Við fslendingar njótum þess að vera fámenn þjóð og gætum því vel fylgst með áhættuhópnum. Ölafur Ólafsson landlæknir segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við barnalækna, heilsugæslulækna, smitsjúk- dómalækna og héraðslækna, og jafnframt segir hann að þessi ákvörðun sé í samræmi við áætl- un Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar um að útrýma rauðum hundum og mislingum í Evrópu fyrir árið 2000. - Það sem mér finnst undarlegt er að landlæknir hefur sér til ráð- gjafar farsóttarnefjid en hún hef- ur fjallað um ýmsar aðrar ónæm- isaðgerðir. Hann hefur hins veg- ar ekki leitað álits nefndarinnar á þessum breytingum sem hann hefur nú ákveðið, sagði Margrét Guðnadóttir. -sg greiðslufrest við fjármálaráðu- neytið hefur hvorki heyrst stuna né hósti frá því. Heildarskuldir bæjar- og sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi við ríkissjóð vegna of- greiðslna nema um 20 miljónum króna. „Fyrir okkur er ekki um annað að ræða en að vera bjartsýn um góða og gjöfula vertíð eftir ára- mótin og vona að þorskurinn sé ekki hættur að ganga í Breiðafj- örðinn,“ sagði Kristján Pálsson. -grh Leikföng Allt að 70% verðmunur Ódýrast í Kaupstað og Hagkaupum en dýrast í Liverpool Ný verðkönnun Verðlagsstofn- unar á leikföngum og spilum hef- ur leitt í Ijós að verulegur verð- munur er á milli verslana á sömu vörum. Þannig var allt að 70% verðmunur á ákveðnum leikföng- um og í mörgum tilfellum allt að 40-50% verðmunur á milli versl- ana. Ódýrustu leikföngin er að fá í Kaupstað í Mjódd og Hag- kaupum og einnig kemur leikfangaverslunin Fídó og smá- fólk vel út úr könnuninni. Hins vegar er dýrast að kaupa leikföng í Liverpool, þar reyndist hæsta verðið vera í 15 tilvikum af 46. Einnig var hátt verð á leikföngum í Hólasporti og Bókabúð Foss- vogs. I einstökum tilfellum var einn- ig allt að 70% verðmunur á spil- um milli verslana. Ódýrustu spil- in fást í Bókabúð Æskunnar og í Máli og menningu en dýrast er að kaupa spil í versluninni Ástund. Verðlagsstofnun segir að þennan verðmun megi að ein- hverju leyti rekja til misgamalla birgða í verslunum og einnig mis- munandi smásöluálagningar. Handbolti Valur með pálm- ann í höndunum Uppgjör toppliðanna lauk með sigri Vals, 23-21. Sex markaforysia íleikhléi gerði gœfumuninn „Það var fyrst og fremst geysi mikill sigurvilji sem skóp þennan sannfærandi sigur okkar. Menn komu til leiks með ekkert annað en tvö stig í huga og það kom aldrci neitt annað en sigur til greina hjá hverjum einasta leik- manni Iiðsins,“ sagði Geir Sveins- son, fyrirliði Islandsmeistara Vals, cftir sigur þeirra á KR í gærkvöld. Það voru orð að sönnu því Valsmenn unnu mjög sannfærandi sigur á KR-ingum í leik sem menn vilja kalla fyrri úrslitaleik íslandsmótsins. Lokatölur „leiks ársins" urðu 23-21, Val í hag, en þær gefa alls ekki rétta mynd af gangi leiksins. Þeir gerðu nánast út um hann í fyrri hálfleik og höfðu sex marka forystu í leikhléi. „Við töpuðum þessum leik fyrst og fremst á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þá gerðum við okkur seka um mistök í sókn- inni og Valsmenn fengu ódýr hraðaupphlaup sem þeir nýttu að fullu. Þeir unnu fyllilega verð- skuldaðan sigur því leikreynt lið eins og Valur nýtir sér mistök andstæðinganna út í ystu æsar,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Vals, að leik loknum. En lokamínútur fyrri hálfleiks voru ekki eini kafli leiksins þar sem KR-ingar áttu erfitt uppd- ráttar. Þeim gekk illa strax í upp- hafi leiks og höfðu Valsmenn for- ystu, 4-1, 6-2 og 8-5, en síðan tókst KR að minnka muninn í 8- 7. Þá kom þessi slæmi kafli sem Jóhann Ingi vitnaði til og Valur skoraði fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks, 13-7 í leikhléi. Á upphafsmínútum síðari hálf- leiks leit út fyrir yfirburðasigur Valsmanna. Þeir juku strax for- skotið í sjö mörk og þegar tíu mínútur voru liðnar af hálf- leiknum var staðan 17-10. Eftir það hélst munurinn lengst af 5-6 mörk, en í lokin slökuðu Vals- menn eilítið á og á síðustu sek- úndunum skoraði Sigurður Sveinsson (KR-ingur) sitt fimmta mark í hálfleiknum og jafnframt 21. mark KR. „Við slökuðum aðeins á í rest- ina, enda var sigurinn í höfn nokkrum mínútum fyrir leikslok. Við höfum nú spilað fjóra leiki á átta dögum og þar sem menn gáfu sig 110% í þennan leik voru þeir vitanlega orðnir þreyttir," sagði Geir Sveinsson. Jóhannes Stefánsson kemur hér vel út á móti Júlíusi Jónassyni, en Júlíus sá við honum og sendi á Geir Sveinsson sem er frír á línunni. Geir skoraði örugglega og var þetta ekki einasta fléttan sem gekk upp hjá Val gegn KR. (Mynd: ÞÓM). Mótið búið? Þessi sigur Valsmanna kemur þeim í mjög góða stöðu í íslands- mótinu. Þeir hafa nú unnið alla leiki sína, níu að tölu, en KR- ingar töpuðu þarna sínum fyrstu stigum. Valur hefur verið með áberandi besta liðið í vetur og kæmi engum á óvart að bikarinn yrði áfram til geymslu að Hlíðar- enda. „Á pappírnum má segja að mótið sé búið og Valsmenn vinni þetta örugglega," sagði Jóhann Ingi. „Helmingur þess er þó enn eftir og við reynum að halda okk- ur í toppbaráttunni og halda pressunni á Val. Við höfum átt nokkuð erfiðara um vik en Vals- menn, enda erum við með bæði nýja og gamla leikmenn, unga sem aldna, reynda og óreynda á meðan Valur er með mjög jafnt lið að öllu leyti,“ sagði Jóhann Ingi ennfremur. Geir Sveinsson tók ekki alls kostar í sama streng og sagði mótið ekki búið. „Við eigum fullt af erfiðum leikjum eftir og mikið af þeim á útivelli, s.s. við Stjörn- una, KA og FH. En nú verðum við að gleyma íslandsmótinu um hríð og einbeita okkur að Evr- ópuleiknum á sunnudag, sem við ætlum okkur að vinna,“ sagði Geir Sveinsson, nýkrýndur hand- knattleiksmaður ársins. Allt lið Vals lék vel í þessum leik og erfitt að gera upp á milli leikmanna. Vörnin var mjög góð með Einar í fínu formi henni að baki og í fyrri hálfleik skoraði Sigurður Sveinsson fimm mörk. Hann var síðan tekinn úr umferð en skoraði alls 7/2 mörk. Valdim- ar Grímsson skoraði 5 mörk, þar af 4 í síðari hálfleik, Geir Sveins- son, Jón Kristjánsson og Júlíus Jónasson skoruðu allir 3 mörk og Jakob Sigurðsson 2. Einar Þor- varðarson varði 12/1. Hjá KR bar mest á Alfreð Gíslasyni og skoraði hann 8/2 mörk. Sigurður Sveinsson átti góðan síðari hálfleik og skoraði þá 5 mörk en Páll Ólafsson fann sig aldrei nógu vel. Hann skoraði þó 3, Konráð Olavson og Stefán Kristjánsson 2 hvor og Jóhannes Stefánsson 1. Leifur Dagfinnsson varði 9 skot. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.