Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 5
ALÞINGI Örorkubœtur Afrýjunamefnd fatlaöra Guðrún Helgadóttir: Stofnuð verði sérstökyfirmatsnefnd örorkumats. Allt örorkumat nú íhöndum eins manns. Meira tillit verði tekið tilfélagslegra þátta á Alþingi en aldrei hlotið af- máls Stefán Valgeirsson, Aðal- Sophusson og Albert Guð- islega sammála innihaldi frum- greiðslu. Ásamt Guðrúnu tóku til heiður Bjarnfreðsdóttir, Friðrik mundsson. Lýstu þau sig öll efn- varpsins. -hmp Það er teflt um fleira en líf og frumvörp ríkisstjórnarinnar í Alþingishús- tafli og Hjörleifur Guttormsson og Arni Gunnarsson styðja við bakið inu.HérsitjaþeirSteingrímurJ.SigfússonogIngiBjörnAlbertssonað á stjórnarþingmanninum og ráðherranum. Mynd: ÞÖM. Evrópusjónvarp Islendingar í Evrópusjóð Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir allt benda til þess að íslendingar gerist aðilar að dagskrárgerðarsjóði Evrópuráðsins Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalagsins hefur mælt fyrir frumvarpi um að ör- yrkjar geti skotið málum sínum til sérstakrar yfirmatsnefndar ör- orkumats, ef þeir una ekki mati tryggingayfirlæknis, en hann einn sér um allt örorkumat sam- kvæmt núgildandi lögum. I greinargerð með frumvarpinu segir að óeðlilegt sé að einn mað- ur beri ábyrgð á öllu örorkumati í landinu, og sjúklingar eigi engan rétt á að fá endurmat á úrskurði hans. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að yfirmatsnefnd verði skipuð þremur mönnum. Hæstiréttur til- nefni einn læknismenntaðan mann, forstjóri Tryggingastofn- unar tilnefni lögfræðing og Tryggingaráð tilnefni félags- fræðing eða félagsráðgjafa með reynslu af störfum í þágu öryrkja og samtaka þeirra. „Um langt skeið hefur sú gagnrýni verið uppi að við úr- skurð örorku sé of lítið tillit tekið til félagslegra aðstæðna, atvinnu- stöðu, búsetu og annarra þátta,“ segir í greinargerð. Örorkumatið byggi eingöngu á læknisfræðilegu mati. Tveir einstaklingar með sömu fötlun geti hins vegar haft mismunandi möguleika á að sjá sér farborða. Vegna þess að ör- orkumatið sé einungis læknis- fræðilegt, nái lögin ekki þeim til- gangi sínum að öllum fötluðum sé tryggt lífsviðurværi. I framsöguræðu sinni sagði Guðrún ma.: „... ég hygg að ansi margir forystumenn verkalýðsfé- laga kannist við, og ég gæti trúað að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þekkti nokkur dæmi, að fisk- vinnslukonum og konum sem hafa fengist við ræstingar og misst hafa heilsu hefur verið tjáð að þær gætu vel unnið létt skrifstof- ustörf o.s.frv. og þá hefur lítið verið að því gætt hvort slík störf kæmu yfir höfuð til greina eða hvort þau væri að finna á staðn- um. Þegar slík mál koma upp er oftast komið til starfsfólks Trygg- ingastofnunar og kvartað. Það getur auðvitað ekki gert neitt vegna þess að læknisfræðilegt mat blífur og sjúklingurinn á því miður enga möguleika á að fá leiðréttingu sinna mála nema þá í mesta falli að leita til almennra dómstóla sem tæki auðvitað ár og dag og ómældan kostnað og er því næstum út úr dæminu.“ Sams konar frumvarp og þetta hefur verið flutt sex sinnum áður Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði í svari við fyr- irspurn á Alþingi, að allar líkur bentu til þess að menntamála- ráðuneytið tæki jákvæða afstöðu til aðildar að dagskrárgerðar- sjóði Evrópuráðsins. En hann á að efla framleiðslu og dreifingu kvikmynda til sýninga í kvik- myndahúsum og sjónvarpi. Sjóð- urinn á einnig að stuðla að sam- vinnu þriggja eða fleiri aðildar- þjóða við kvikmynda- og þátta- gerð, og styrkja textun og raddsetningu kvikmynda. Borgaraflokksmennirnir Júlíus Sólnes og Hreggviður Jónsson lögðu fram fyrirspurnina og spurðu hvort menntamálaráð- herra myndi beita sér fyrir því að íslendingar gerðust aðilar að þessum sjóði. Svavar sagðist per- sónulega ekki vera í vafa um að íslendingar hefðu allt að vinna með þátttöku í samstarfi af þessu tagi, og hann myndi beita sér í málinu. Svíar og Danir hefðu þegar gerst aðilar og Norðmenn og Finnar bættust fljótlega í hóp- inn. Danir og Svíar hefðu hvatt íslendinga til þátttöku, þar sem þátttaka sem flestra smærri þjóða stuðlaði að því að þær væru síður settar hjá við úthlutun úr sjóðn- um. Svavar sagði vel fylgst með þessu máli í ráðuneytinu. Fram- lag hverrar þjóðar til sjóðsins yrði að vera á bilinu 150 þúsund til 15 miljónir franskra franka, og líklegast yrði framlag íslendinga fyrst um sinn það lágmark sem krafist væri. Ráðherrann sagði ís- lenska kvikmynda- og sjónvarps- myndagerð standa á örlagaríkum tímamótum andspænis offlæði er- lendra áhrifa. Samstarf við Norð- urlönd og Evrópulönd ætti að geta stuðlað að menningarlegu viðnámi. Framtíð íslenskrar menningar kynni að miklu leyti að vera komin undir því hvernig þessu samstarfi vegnaði. Á sama tíma væri norrænn kvikmynda- sjóður í sjónmáli sem íslendingar hlytu að fagna. „En mestar skyldur eigum við að sjálfsögðu við okkar eigin kvikmyndagerð og okkar eigin sjónvarpsstöðvar, og þá sér í lagi við okkar Rikisút- varp og Kvikrnjndasjóð,“ sagði Svavar. -hmp Stjórnarliðið Skúli hótar Halldóri Skúli Alexandersson: Stuðningur minn við stjórnina háðurþvíað sjávarútvegsráðherra breyti um afstöðu í upptökumálum. Halldór heldursínu striki Skúli Alexandersson þingmað- ur lýsti því yfir í efri deild á þriðjudag að stuðningur hans við ríkisstjórnina væri háður því að sjávarútvegsráðherra breytti túlkun sinni á lögum um upptöku sjávarafla þannig að ekki endur- taki sig mál einsog það sem ráðu- neytið hcfur rekið gegn Jökli, fiskvinnslu Skúla á Hellissandi. Skúli hóf þessa umræðu vegna fyrirspurna nokkurra þingmanna stjórnarandstöðunnar um af- stöðu hans til stjórnarinnar. Hann sagðist hafa leitað leiða til að greiða atkvæði gegn van- trauststillögu á ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar en lítið hefði miðað í þeim efnum. Sjáv- arútvegsráðherra hefði beitt mjög frjálslega lögum um upp- töku ólöglegs sjávarafla, þannig að hann hefði verið tekinn út og ákærður og yrði síðan að sanna sakleysi sitt gagnvart ágiskun ráðherra. „Ég get ekki lýst stuðningi við ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar með því að greiða at- kvæði gegn vantraust á ríkis- stjórnina, og þar með lýst óbeinum stuðningi við þessi vinnubrögð sjávarútvegsráð- herra,“ sagði Skúli. Sjávarút- vegsráðherra væri að reyna að hafa af sér æruna með umræddri ákæru. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagðist ekki ætla að ræða mál einstakra aðila í þing- sölum. Haft yrði eftirlit með fisk- veiðum eins og lögin gerðu ráð fyrir á meðan þeim væri ekki breytt. Það væri hins vegar með þessi lög eins og önnur að þau gætu þurft endurskoðunar við, og unnið hefði verið að endur- skoðun þeirra í ráðuneytinu. Eft- irlitið væri ekki í daglegum verka- hring ráðherrans sjálfs heldur starfsmanna ráðuneytisins og sagðist ráðherra treysta þeim. Skúli var ekki ánægður með svör ráðherrans, og hefur ekki breytt þeirri afstöðu sinni að greiða sjálfur ekki atkvæði um hugsanlega vantrauststillögu á þingi og kalla þá inn varamann. Skúli sagðist veita stjórninni stuðning í öðrunt málum vegna þess fyrst og fremst að hann beygði sig fyrir meirihlutavilja í Alþýðubandalaginu. -hmp Skúli er ósáttur við vinnubrögð Halldórs sjávarútvegsráðherra. Fimmtudagur 15. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.