Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 9
Frægir feðgar taka lagið fyrir troðnu húsi; Stúfur og Leppalúði Jólasveinar „Þú færð ekkert í skóinn“ Hvað fæ ég í skóinn á morgun?“ kallaði Iftil stelpa í krakkager- inu á Þjóðminjasafninu í gær- morgun, en þangað höfðu þau steðjað til að hitta Stúf, þriðja jólasveininn sem skilar sér til byggða. Eitthvað var Stúfur scinn til svars og tók því karl faðir hans, Leppalúði, af honum ómakið, en svaraði aðeins afgæð- ingi. „Eg set aldrei neitt í skóinn og enginn af jólasveinunum, og það skal aldrei af því verða meðan ég fæ nokkru ráðið,“ sagði hann. „Víst,“ kallaði stelpan, en Leppalúði sagði að hún hlyti að meina þann ameríska Kláus. „Það eru sumir sem rugla okkur saman, sennilega af því að við erum á ferli um svipað leyti á ár- inu, en við erum ekkert skyldir,“ sagði hann. „Mig langar í barnaket, eru ekki einhverjir óþekktarormar hér?“ spurði Grýla sem slegist hafði í för með þeim feðgum. Krakkarnir tóku þessu mátulega alvarlega, enda Grýla sjáanlega orðin eldgömul og fótfúin og ekki líkleg til stórræðanna. Leppalúði sem virtist vera eins konar tals- maður fjölskyldunnar sagði líka að þetta væri bara í nösunum á henni. Mjög fjölmennt var í jóla- sveinamóttökunni á Þjóðminja- safninu í gær. Þarna voru til að munda krakkar úr Landakots- skóla, Grandaskóla, forskóla- börn úr Hafnarfirði og krakkar af dagheimilinu Skógarborg við Borgarspítalann, en auk slíkra hópa var einnig margt fólk á eigin vegum ef svo má segja, enda safnið öllum opið þessa morgna þegar jólasveinarnir eru að tínast til byggða, sem og endranær. Ýmislegt var sér til skemmtunar gert; átta ára krakk- ar úr Landakotsskóla fluttu kvæðið Jólakerti eftir Margréti Jónsdóttur og tíu og ellefu ára krakkar úr sama skóla fóru með Þjóðlega stéttvísi og Jólaköttinn eftir Þórarin Eldjárn. Þá tóku þeir feðgar lagið, Leppalúði og Stúfur. Og þannig áfram allt til jóla; jólasveinarnir halda áfram að tín- ast til byggða með viðkomu á Þjóðminjasafninu. Klukkan ell- efu í dag mætir Þvörusleikir og síðan koll af kolli uns Kertasníkir skilar sér á aðfangadag. Og skólabörn halda einnegin áfram að troða upp þessa morgna. í dag er það til dæmis Lúðrasveit Mela- skólans sem spilar. HS „Eru einhverjir óþekktarormar hér?“ Grýla á Þjóðminjasafninu í gær- morgun. Myndir: ÞÓM. Sægur af krökkum í móttökunefndinni eins og sjá má þegar Stúfur kom til byggða. Berglind Sigurvinsdóttir, fjögurra ára, á barnaheimilinu Skógar- borg við Borgarspítalann: Grýla var ábyggilega að plata. Hún étur ekkert krakka. Hrafnhildur Faulk, tíu ára, í Landakotsskóla: Jólasveinarnir á sýningunni á Þjóðminjasafninu ekki eins og ég er vön, en þeir eru samt góðir. Grýla heldur ófrýn, en krakkamir létu sér ekki bilt við verða. Fimmtudagur 15. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.