Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.12.1988, Blaðsíða 13
IORFRETTIRI Verkalýðs- foringjar sunnan Pýreneafjalla voru í sjö- unda himni í gær og þóttust hafa lamað samgöngur og iðnað Spánar. Þeir höfðu sem kunnugt er efnt til sólarhrings verkfalls til höfuðs launastefnu sósíalista- stjórnar Felipe Gonzalezar. Full- yrða þeir að verkalýð sé gert að lepja dauðann úr skel í miklu góð- æri. Heimildir Reuters herma að 7,8 miljónir manna hafi haldið sig fjarri vinnustöðum í gær. Gonzal- ez forsætisráðherra ítrekaði til- boð sitt um að eiga fund með for- ystumönnum stéttarfélaga og ræða við þá um efnahagsmál. Samningi Angólumanna, Kúbana og Suður-Afríkumanna um brott- flutning erlendra herja frá Angólu og sjálfstæði Namibíu var vel tekið víðast hvar í gær. Formæl- andi breska utanríkisráðuneytis- ins sagði glaður og reifur: „Þetta er enn eitt heillaskrefið í átt til alls- herjarlausnar á milliríkjaerjum í sunnanverðri Afríku." Kollega hans við bandaríska utanríkis- ráðuneytið var einnig léttur á brún og sagði sáttmálann „af- rakstur erfiðis og eljusemi margra ára.“ Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, fagnaði málalyktum, einkum því að loks yrði Namibía sjálfs sín ráðandi. Hann sá ástæðu til að þakka Kremlverjum sérstaklega fyrir þátt þeirra í hinni farsælu lausn. Ævareið eiginkona og átta barna móðir batt enda á hjónavígslu eina í Nikaragva í gær með einu símtali. Þannig var mál með vexti að Felix Anselmo var í þann mund að teyma sína heittelskuðu, Darling Rosales, upp að altarinu þegar siminn í skrúðhúsi klerks hringdi. Allt var til reiðu, bæði brúðgumi og brúður skörtuðu viðhafnardúkum og dönskum skóm. Og mikil urðu vonbrigði „elskunnar" þegar presturinn tjáði henni að ekkert yrði úr fyrirhuguðu brúðkaupi, Felix Anselmo væri maður kvæntur og faðir átta barna. Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi mun sækja kínver- ska ráðamenn heim á næsta ári að sögn embættismanns í Moskvu. Ef fregn þessi á við rök að styöjast verður þetta í fyrsta sinn aö leiðtogar Kína og Sovétr- íkjanna þinga um þriggja áratuga skeið. ERLENDAR FRETTIR Ræða Arafats M Ymist lof eða last ísraelsmenn og bandarískir vinirþeirra við sama heygarðshorniðþótt Múbarak leggi hart að þeim síðarnefndu að sýna PLO sanngirni argir hafa orðið til þess að bera lof á Jassír Arafat, leið- toga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO), fyrir mál hans á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Genf. Er haft á orði að hann hafi tekið öll tvímæli af um þaer einlægu óskir sínar að friður ríki með Palestínumönnum og Is- raelsmönnum. Þó yppa Israels- menn sjálfir og bandarískir vinir þeirra öxlum og ncita enn stað- fastlega að koma að máli við hann. „Það er af og frá að fulltrúar Ísraelsríkis geti sest að samninga- borði með svona samtökum," sagði Johanan Bein, sendiherra fsraels hjá Sameinuðu þjóðun- um, og átti vitaskuld við PLO. En margir þjóðhöfðingja tóku allt annan pól í hæðina og hétu á valdsherra í Washington og Jerú- salem að brjóta nú odd af oflæti sínu og taka í útrétta sáttarhönd Arafats. „Ég fæ ekki í fljótu bragði séð til hvers meira er hægt að ætlast af Arafat einsog málum er komið,“ sagði Hosni Múbarak, forseti Eg- yptalands, í gær. Hermt er að Múbarak hafi slegið á þráðinn til Georgs vinar síns Shultz í gær og sett ofaní við hann fyrir tortryggni og kröfu- hörku í garð Jassírs vinar síns Ar- afats. Hafi hann hvatt utanríkis- ráðherrann til að sýna PLO ör- lítið meira umburðarlyndi en ver- ið hefur. Málsvari breska utanríkisráð- uneytisins í Lundúnaborg lauk lofsorði á Arafat og slíkt hið sama gerði sænskur utanríkisráðherra að nafni Sten Andersson. Lét sá síðartaldi svo ummælt að enginn gæti nú velkst í vafa um hug- Engum blandast hugur um viðhorf þessara ungu Palestínumanna. myndir leiðtoga PLO, „...ekki einu sinni þeir sem vantrúaðastir eru.“ En þar skaust honum þótt skýr sé. Því ekkert virðist fá haggað ísraelskum ráðamönnum. Shim- on Peres utanríkisráðherra sagði á þingi í gær að Genfarræða Araf- ats hefði valdið sér vonbrigðum og verið „diplómatísk skyssa“. „Ræðan í Genf getur í besta falli talist sigur í mælskukeppni en í versta falli alvarleg dipómat- ísk skyssa," sagði Peres. „Það sem þarna gerðist olli miklunt vonbrigðum, diplómatískum vonbrigðum. í stað þess að takast á við vandamálin hliðraði Arafat sér hjá því að minnast á þau.“ Peres bar Arafat sögufölsun á brýn og kvað því fara fjarri að Bandaríkjamenn hefðu leikið tveim skjöldum í kringum sam- þykkt ályktunar Sameinuðu þjóðanna nr. 181 árið 1947. Sam- kvæmt henni var Palestínu skipt á milli gyðinga og arabaríkja. „Hann er farinn að ryðga í sögu. Það voru ekki Bandaríkja- menn sem höfnuðu ályktun 181 heldur Palestínumenn. Ekki nteð orðum heldur báli og brandi.“ Yitzhak Rabín varnarmálaráð- herra, flokksbróðir Peresar úr Verkamannaflokknum, var öllu jákvæðari. Hann sagði ljóst að Arafat hefði tileinkað sér vissan sveigjanleika en þó aðeins gagnvart Bandaríkjamönnum. Óllu máli sínu í Genf hefði hann næsta augljóslega beint til Bandaríkjamanna og engra ann- arra. Reuter/-ks. Danska fjárlagafrumvarpið Skera á niður og selja Þriggja flokka minnihluta- stjorn Pauls Schliiters lagði fjárlagafrumvarp sitt fram á Danaþingi í gær. í bland við niðurskurð á félagslegri þjón- ustu, sem er að verða árviss passi í fjárlagagerð Schliitcrs, vekja helst athygli áform um sölu ým- issa ríkisfyrirtækja. Þótt stjórnin styðjist ekki við Kampútsea/París Mannréttindum hafnaö yfir krásum Hermt er að Pol Pot sé sestur í helgan stein Khieu Samphan, leiðtogi hinna illræmdu Rauðu khmera, fullyrti í gær að Pol Pot hefði sem næst dregið sig í hlé og gegndi ekki lengur forystuhlutverki í samtökunum. Hann lét þessi orð falla í spjalli við fréttamenn að afloknum fundi sínum með hinum nafntogaða Sí- hanúk fursta skammt utan Paris- ar. Hann bætti því við að þótt Pot héldi til „á heimaslóðum'* setti hann sig ekki í samband við for- ystusveit hreyfingarinnar nema endrum og eins. Það er mönnum náttúrlega enn í fersku minni hve blóðugur valdaferill Pol Pots og Rauðu khmeranna var í Kampútseu. Ógnarstjórn þeirra ríkti óslitið frá því í apríl árið 1975 fram í janúar 1979 að víetnamskur innrásarher kollvarpaði henni. Það er haft fyrir satt að á þessum tæpu fjórum árum hafi þeir af- Schluter hyggst lækka útgjöld til heilbrigðis- ogfélagsmála oglétta sligandi byrðum afherðum auðmanna meirihluta þingmanna er ekki reiknað með öðru en því að frum- varpið sleppi í gegnum löggjaf- arsamkunduna næsta lítt skaddað. Því veldur mikið samn- ingamakk stjórnarliða og stjórn- arfjenda undanfarnar vikur, jafnt hægra megin við þríflokkinn sem til vinstri. Schlúter hyggst lækka ríkisút- gjöld um 10 miljarða danskra króna (67,8 miljarða ísl. kr.) á næsta ári og munar þar mest um fyrirhugaða sparsemi í heilbrigð- is- og félagsmálum. Til dæmis að taka á að minnka niðurgreiðslur lyfja og læknisþjónustu og lækka bætur til fólks sem aðeins er atvinnulaust að hluta. Forsætisráðherrann staðhæfir að nauður reki sig til þessa, Danir skuldi erlendum lánardrottnum 300 miljarða króna (2.034 milj- arða ísl. kr.) og grynnka verði þá skuldasúpu. Þetta virðist þó málum blandið því samkvæmt frumvarpinu á að lækka hátekju- og auðlegðarskatt og afla þriggja miljarða króna í kassann með því að selja ýmsar álitlegar ríkiseignir. Danskir fréttaskýrendur herma að sölu- listinn verði all fjölskrúðugur, þar verði að finna jafn ólík „fyrir- tæki“ og Alþjóðaflugvöllinn í Kaupmannahöfn, SAS flugfé- lagið (danska ríkið á tvo sjöundu hluta), símstofnanir og mjólkur- stöðvar. Reuter/-ks. lífað a.m.k. 1 miljón landa sinna. Sá skelfilegi möguleiki að Pol Pot gæti átt afturkvæmt til valda hefur hamlað samningavið- ræðum vígafjenda í Kampútseu um frið og heimkvaðningu víet- namsks setuliðs. Samphan hefur hingaðtil ekki ljáð máls á því að eiga orðastað við fulltrúa stjórnvalda í Pnom Penh en í gær sagðist hann hafa söðlað um. Héreftir styddi hann slíkar viðræður. Hann kvaðst ennfremur ánægður með þá ákvörðun prins- ins, viðmælanda síns, að setja brýnni mál en mannréttindamál á oddinn í málsverðarrabbi þeirra í gær. „Sfhanúk sagði í gær að þau (mannréttindi) skiptu miklu máli en þó væri meira um vert að finna pólitíska lausn. Því kvaðst hann fyrir sitt leyti fallast á að leggja þau (mannréttindamálin) til hlið- ar.“ Kominn á eftirlaun? Forkólfarnir tveir hittust að máli á víðfrægu veitingahúsi sælkera, steinsnar frá París. Á sama stað ræddust þeir við Síhan- úk og Hun Sen, forsætisráðherra Kampútseu, í fyrra mánuði. Reuter/-ks. Fimmtudagur 15. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Svíþjóð Er gátan ráðin? Maður handtekinn, grunaður um að hafa ráðið OlofPalme bana Sænska 'ögreglan skýrði frá því í gær að hún hefði handtckið mann nokkurn, síbrotamann sem hefur einn um fertugt, og væri verið að yfirheyra hann. Grunur léki á að hann hefði ráðið Olof Palme af dögum í hittiðfyrra. Sakadómur Stokkhólmsborgar útnefndi manninum verjanda í gær en ríkissaksóknari mun sækja málið af hálfu ákæruvaldsins. Sænska útvarpið tjáði lands- mönnum að forystumenn stjórnmálaflokka hefðu fengið skýrslu um málið og vitað væri að hinn handtekni hefði verið mjög óvinveittur forsætisráðherranum fyrrverandi. Formælandi lögreglunnar vildi sem fæstar upplýsingar gefa um mann þenna en eftirgrennslan sænskra fréttamanna bar skjótt nokkurn ávöxt. Hér væri um síbrotamann að ræða, dæmdan morðingja. Hann hefði stungið eiturlyfjafíkil til bana með byssusting árið 1971. Ugglaust væri það tilviljun en það morð framdi hann örskammt frá blettinum þar sem Palme hneig örendur niður á febrúarkvöldi fyrir tæpum þrem árum, fórnar- lamb óþekkts morðingja. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.