Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. desember 1988 271. tölublað 53. árgangur Fiskneysla Ekkert eftirlit með menguðum f iski Engin stofnunfylgist með ^^þvi hvort mengun séaðfinna ífiski sem neytt er hérlendis. Rannsóknastofnunfiskiðnaðarins rannsakar einungis þannfisk semflutturerút. Mengunarrannsóknir ífiski utan viðverksvið Hollustuverndar Hvorki Hollustuvernd ríkisins né Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins fylgjast með því hvort sá fiskur sem íslendingar neyta er mengaður af kvikasilfri eða blýi. Ekki heldur hvort PCB og DDT eiturefni kunna að berast með hafstraumum hingað til lands og menga fiskinn sem veiddur er við landið. Fyrir skömmu henti það að nokkrum stórlúðum úr afla ís- lensks fiskiskips, sem seldi afla sinn á fiskmarkaði í Þýskalandi, var hent sökum mikillar mengun- ar sem greindist í lúðunni. Að sögn Geirs Arnesens yfir- verkfræðings hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins rannsaka vísindamenn stofnunarinnar að- eins fisk sem ætlaður er til út- flutnings, og þá aðeins vegna óska kaupenda, én ekki það sem fer til neyslu á innlendum mark- aði nema þess væri óskað sérstak- lega. Geir sagði að þeir hefðu fengið til rannsóknar stórlúðu fyrir 5 árum og hefði þungmálma- mengun í henní reynst yfir hættu- mörkum. , Geir sagði að menn þyrftu ekki að óttast neina eitrun við neyslu stórlúðu sem veidd væri hér við land, þó svo að einhver þung- málmamengun fyndist í henni. Hann sagði að hingað til hefði ekki greinst í fiskinum mengun, hvorki af völdum kvikasilfurs né blýs. Stofnunin hefur ekki yfir að ráða tækjum til að rannsaka hvort eiturefnin PCB eða DDT berast í fiskinn með hafstraumum frá meginlandi Evrópu og víðar. „Hinu er ekki að leyna að þær fisktegundir sem ná háum aldri, ss. stórlúða, geta safnað í sig mengun af völdum kvikasilfurs og blýs á löngum tíma og við efnagreiningu mætti jafnvel finna í þeim allt Lotukerfið," sagði Geir Arnesen. Birgir Þórðarson forstöðu- maður mengunarvarna hjá Holl- ustuvernd ríkisins sagði að eftirlit með mengun í fiski væri utan við verksvið Hollustuverndar. Halldór Runólfsson hjá sömu stofnun sagði að ef fram kæmu tilfelli sem krefðust mengunar- rannsókna yrði svo gert, en ekki væri hægt að framkvæma þær rannsóknir þar sökum tækja- skorts, því Hollustuverndin hefði ekki yfir að ráða eigin rannsókna- stofu til mengunarmælinga í fiski. Hann sagði að hingað til hefði ekkert það komið upp sem benti til þess að fiskurinn hér við land væri mengaður en sagði jafn- framt að engu að síður væri nauðsynlegt að fylgjast náið með þróun þessara mála. -grh Leikhús Vigdís heiðmð Formaður Norræna áhuga- leikhúsráðsins, Ella Röyseng, sæmdi frú Vigdísi Finnbogadótt- ur heiðursmerki ráðsins, gullnál með átta grímum, að Bessastöð- um f gær. Tilefnið var tuttugu ár afmæli NAR (Nordisk Amatörteaterrá- ad), en Vigdís hefur oftsinnis komið við sögu í starfsemi þess. Sigurður Orn Brynjólfsson hannaði heiðursmerkið, og Stef- án B. Stefánsson gullsmiður smíðaði það. Eru grímurnar tákn fyrír þau lönd sem aðild eiga að NAR, en þau eru Álandseyjar, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Grænland, ísland, Noregur og Svíþjóð. LG Ella Röyseng heiðrar Vigdísi á Bessastöðum í gær Mynd - Jim Smart. Viðskipti Stöð 2 í skattrannsokn Laun greidd ífríðu ogþjónusta með auglýsingasamningum? Mörg fyrirtœki látin gefa skýrslu Ríkisskattstjóri hefur óskað eftir því við nokkur stórfyrirtæki að þau geri fulla grein fyrir við- skiptum sínum við íslenska sjóri- varpsfélagið, Stöð 2. Samkvæmt. héimildum ÞjóðviUans snýr rann- sóknin að meintum skattsvikum Stöðvar 2, sem eiga að hafa farið fram með þeim hætti að ákveðinn hluti launa starfsmanna hafi'ver- ið borgaður í frfðindum af ýmsu taS< og því ekki verið talinn að fuílu fram til skatts. Einnig er tal- ið að brögð hafi verið að því að Stöð 2 hafi greitt viðskiptavinum sfnum fyrir veitta þjónustu f for- mi auglýsingasamninga og því hafi söluskattsskyld þjónusta hugsanlega verið vantalin. Embætti ríkisskattstjóra sendi fyrirtækjunum bréf þann 8. des- ember sl. þar sem þess er krafist að þau sendi embættinu Ijósrit af ölluni viðskiptasamningum, nót- um, greiðslukvittunum og reikn- ingum varðandi viðskipti sín við Stöð 2 frá því sjónvarpsstöðin tók til starfa á árinu 1986. Þá eru fyr- irtækin beðin um að láta greinar- gerð fylgja til skýringar viðskipt- unum. Fríðindi þau sem starfsmenn Stöðvar 2 eru taldir hafa notið sem launauppbóta eru af ýmsum toga, svo sem utanlandsferðir, ókeypis máltíðir á veitingahúsum og fataúttektir hjá ákveðnum verslunum. phh 7dagar tíljóla Sá sjötti Askasleikir, var alveg dœmalaus. \ Svo segir í jólasveinavísu dags- ins, en þessa mynd af Askasleiki á unga aldri teiknaði hún Þórunn Gríma Pálsdóttir, 4 ára en hún á heima í Gautlandi 7 í Reykjavík. Að venju verður mikið um að vera í Þjóðminjasafninu í dag, því þangað kemur Askasleikir kl. 11 og fleira verður til skemmtunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.