Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 4
VIÐHORF Mannréttindabrot með milduðu orðalagi Ásmundur Stefánsson skrifar sé nú þeirrar skoðunar þrátt fyrir yfirlýsingarnar í fyrradag um að rétt sé að viðhalda mannréttinda- brotinu. Bannið við verkföllum mun standa áfram. Einnig bannið við kauphækkunum. Ríkisstjórn- in ætlar að láta nægja að breyta orðalagi laganna þannig að mannréttindabrotið standi með milduðu orðalagi. Ég veit að lesendur Þjóðviljans vilja hafa það sem sannara reynist. Þess vegna óska ég eftir því að blaðið birti þessar skýring- ar. Reykjavík, 15.12. 1988 Ásmundur er forseti ASI Samningsréttur, klipptur og skorinn hefur ekki efnislega þýðingu? Ekki hef ég fullnægjandi svar við því en skýringin sem ég hef fengið er að lagasmiðir hafi talið æskilegt að enginn væri í vafa um að verkföll væru óheimil. Þetta ákvæði laganna hafi verið sérstök kveðja til Álversmanna og ann- arra sem e.t.v. hafi hugsað til verkfalls. Hver sem ástæðan er má ljóst vera að ákvæðið er að- eins til áréttingar í lögunum en hefur ekki áhrif á efni þeirra. Mannréttinda- brot með milduðu orðalagi Þó ákvæðið sé afnumið stendur mannréttindaskerðingin áfram. Raunar virðist sem ríkisstjórnin í fyrradag tilkynnti ríkisstjórn- in að hún legði til breytingu á bráðabirgðalögum frá því í vor og í haust þannig að verkalýðshreyf- ingin endurheimti samningsrétt sinn. Þegar ég heyrði þetta í kvöld- fréttum útvarpsins fylltist ég fögnuði. Þó ljóst væri að ekki hefði unnist fullur sigur fannst mér stórkostlegt að enn gætu stjórnmálamenn vitkast, lært af mistökum sínum og tekið mark á gagnrýni. Við nánari skoðun fór hins vegar glansinn af. Þegar ég fékk nákvæmari fréttir af málinu sá ég ekki betur en gera þyrfti mun meiri breytingar á bráðabirgða- lögunum en ríkisstjórnin ætlaði sér til þess að ná því markmiði sem hún hafði kynnt alþjóð. Ég hlaut þó enn að fagna hugarfars- breytingunni og trúa því að ríkis- stjórnin mundi gera þær breytingar sem gera þarf til að gera yfirlýsingarnar að raunveru- leika. í viðtali í Þjóðviljanum í gær rakti ég hvað mér sýndist breytingartillaga ríkisstjórnar- innar fela í sér. Yfirlega lögfræð- inga hefur nú staðfest að mín túlkun er hárrétt. Breytingartil- laga ríkisstjórnarinnar breytir engu um efnisinnihald laganna. Mannréttindasviptingin stendur óhögguð þó breytingin fari fram. Um þann skilning er ekki lengur deilt. Mörður Árnason ritstjóri Þjóðviljans virðist enn haldinn þeim misskilningi að ríkisstjórnin hafi lagt fram tillögu um grund- vallarbreytingu á lögunum og kýs að senda mér og fleirum skæt- ingstón í blaðinu í dag. Því er óhjákvæmilegt að ég komi frek- ari skýringum á framfæri. Áfram bann við verkföllum Tiilaga ríkisstjórnarinnar er að fellt verði burt eftirfarandi ákvæði „Verkbönn, verkföll, þar með taldar samúðarvinnustöðv- anir, eða aðrar aðgerðir sem ætl- að er að knýja fram vinnustöðv- anir, eða aðrar aðgerðir sem ætl- að er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi mæla fyrir um eru óheimilar." (2. mgr. 4. gr. bráðabirgðalaga, 20. maí, 1988.) Þetta ákvæði er smekklaust og ákaflega storkandi. Því verður ekki á móti mælt að áferð og yfir- bragð laganna batnar við það að þetta ákvæði hverfur. Því miður er það hins vegar svo að enda þótt þetta ákvæði falli út stendur efni þessa ákvæðis óhaggað í lögunum. Bannið við verkföllum er enn við lýði ná- kvæmlega óbreytt frá því sem áður var. Það er von að fólk spyrji. Af hverju stendur bann við verkföll- um eftir sem áður? Skýringin er einfaldlega sú að áfram stendur í lögunum það ákvæði að samning- ar séu framlengdir til 15. febrúar: „Með þeim breytingum á kaupgjaldsákvæðum kjara- samninga sem kveðið er á um í lögum þessum framlengjast allir gildandi og síðast gildandi kjara- samningar til 15. febrúar 1989“ (1. mgr. 15. gr bráðabirgðalaga, 28. sept., 1988.) Samkvæmt al- mennum vinnurétti ríkir friðar- skylda á gildistíma kjarasamn- ings eða eins og segir í bók Arn- mundar Backman og Gunnars Eydal um vinnurétt: „Það er fyrst þegar kjarasamningur er úr gildi fallinn að aðilar er óbundnir og hafa heimild til að beita vinnu- stöðvun vegna ágreinings um kaup og kjör. Vinnustöðvanir á miðju samningstímabili eru því ólögmætar." (Vinnuréttur, 1986, bls. 76.) Til stuðnings lögskýr- ingu sinni benda þeir félagar á nokkra úrskurði félagsdóms. Víst er gott að fella storkandi orð úr lögum en ef önnur ákvæða laganna halda efninu inni hefur engin efnisbreyting orðið. Áfram bann við kauphækkunum Þá er einnig óhjákvæmilegt að vekja athygli á því að þótt tillaga ríkisstjórnarinnar fari fram stendur enn afdráttarlaust bann laganna við kauphækkunum fram til 15. febrúar 1989: „Frek- ari hækkun launa, kjaratengdra liða og hvers konar endurgjalds fyrir unnin störf en kveðið er á um í þessari grein er óheimil til 15. febrúar 1989“. (síðasta mgr. 12. gr. bráðabirgðalaga, 28. sept- ember, 1988.) Fram til 15. febrú- ar eru laun áfram fryst með lögum og bannað að semja um að þau hækki á því tímabili. Það spyrja eflaust ýmsir. Af hverju var ákvæðið um bann við verkföllum í lögunum fyrst það Fyrir allmörgum árum skrífaði þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, Magnús Kjartansson margar greinar og leiðara um þjóðmál í blaðið. Oll hans skrif m.a. um verkalýðsmál einkenndust af skýrri framsetningu, góðri greiningu á kjama mála og stað- reyndum. Greinar hans voru oft merktar -m. Nú kveður hins vegar við ann- an tón í Þjóðviljanum „Málgagni sósíalisma, þjóðfrelsis og verka- lýðshreyfingar". Annar ritstjór- inn, Mörður Ámason, sem einn- ig merkir greinar sínar -m, - skrifaði um grundvallaratriði verkalýðsmála, samningsréttinn, í pistlinum „Klippt og skorið“ sl. fimmtudag. Þar hæðist ritstjórinn að ályktun forystumanna Alþýð- usambandsins, miðstjóm og for- mönnum landssambandanna fyrir að benda á þá staðreynd að samningsrétturinn sé ekki fyrir hendi. Alyktunin byggir á því að engu breyti þó fellt sé út úr „bráð- ræðislögunurrí* áréttingarákvæði um að verkbönn og verkföll séu ekki heimil á gildistíma samn- inga. Gagnvart einstökum forystu- mönnum gerir það minnst til að þeir séu gerðir tortryggilegir. Verra er að í þessu felst ómakleg gagnrýni á ályktanir miðstjómar en langtum verst er að í þessum skrifum er gengið út frá röngum forsendum um grundvallaratriði. Kjarni málsins Sagt er að ríkisstjómin ætli að virða samningsréttinn. Þetta er alrangt. í fyrsta lagi skal áfram standa í „bráðræðislögunum“ að allir samningar skuli gilda að minnsta kosti til 15. febrúar. Þetta þýðir að þeir sem vom með lausa samninga um áramótin 87-88, BSRB, sjómenn, jámiðn- aðarmenn o.fl. og náðu ekki samningum áður en fyrsta útgáfa „bráðræðislaganna" tók gildi, mega ekki breyta samningum fyrr en eftir 15. febrúar 1989. Örn Friðriksson skrifar í öðm lagi stendur áfram skýmm stöfum í nýjustu útgáfu laganna að hækkun launa, kjarat- engdra liða o.fl. er óheimil fram til 15. febrúar. í þriðja lagi er hnekkt á þessu atriði í einni lagagreininni þar sem segir að atvinnurekanda sé óheimilt að hækka laun, þóknan- ir o.fl. Það em auðvitað þessi atriði sem em brot á mannréttindum og ASÍ kærði til Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. Hefur Þjóðviijinn stefnu? Nú má spyrja; hvemig hefur Þjóðviljinn fjallað um þessi „bráðræðislög“ undanfarna mán- uði? Því get ég ekki svarað með til- vitnunum vegna þess að ég safna ekki blaðinu. Ég hygg að í hugum flestra launamanna sé myndin þessi: 1. Þegar ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar setti bráðræðislögin 20. maí gagnrýndi Þjóðviljinn harðlega að verkalýðsfélögin vom svipt samningsrétti til 10. apríl ’89. 2. Þegar sama ríkisstjórn frestaði um ca. 30 daga launahækkun með viðbótar- bráðabirgðalögum í ágúst og setti jafnframt á verð- stöðvun þá var ekkert verið að skafa utan af skepnuskapnum hjá ríkisstjóminni. 3. Eftir að ný ríkisstjórn var mynduð (með þátttöku Alþýðu- bandalagsins) og sett vom ákvæði sem stytti bannið við samningum um 55 daga þá þótti Þjóðviljanum það stórt spor í rétta átt til mannréttinda. Það fór hins vegar minna fyrir gagnrýni á þá staðreynd að þessi lög nýju ríkisstjómarinnar tóku af um- samdar launahækkanir fram til 1. mars ’89 og einnig þær lágmarks- hækkanir sem „Þorsteinslög" gerðu þó ráð fýrir. 4. Þegar sú staða kom upp á Al- þingi að óvíst var með framgang þessara bráðræðislaga í öllum út- gáfum, þá er reynt að blekkja fólk með orðagjálfri í stað staðr- eynda og Þjóðviljinn heldur vart vatni fyrir hneykslun yfir því að forysta ASÍ tekur ekki þátt í því að ljúga að sjálfri sér og öðmm. Og fólk spyr áfram: Túlkar ritstjórinn -m afstöðu blaðsins? Hefur Þjóðviljinn þá sem mál- gagn verkalýðshreyfingar breytt um afstöðu til samningsréttarins? Hvað veldur? Hvemig ætlar Þjóðviljinn að skrifa ef kröfur ASÍ um afnám samningsbanns í samningum ná fram að ganga á Alþingi? Verður einhverjum kennt um eða einhverju þakkað? Hvemig hefði Þjóðviljinn fjall- að um þessi mál ef Alþýðubanda- lagið hefði verið í stjómarað- stöðu? Klippt og skorið Sem lesandi og kaupandi Þjóð- viljans geri ég þá kröhi að fjallað sé efnislega um verkalýðsmál í blaðinu og skrif ritstjóra hafi rök- rænt samhengi. Ritstjórinn — m má hins vegar mín vegna hafa þá prívat skoðun að verkalýðshreyf- ingin eigi að gera sig ánægða með samningsréttinn klipptan og skorinn. Öm er járnsmiður, formaður Málm- og skipasmiðasambands- ins og annar varaforseti ASÍ Frá Fjölbrautaskólanum í Breióholti Skólaslit verða í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88 þriðjudaginn 20. desember n.k. og hefjast þau kl. 15.00. Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin. Skólameistari 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.