Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 5
 FRETTIR Atvinnutryggingasjóður Hraöahindmn í kerfinu Gunnar Hilmarsson: Samstarfsnefnd banka og lánasjóða vinnur hœgt. Hefur seinkað afgreiðslu umsókna um helming Við í stjórn Atvinnutrygginga- sjóðs höfum ó|jóst hugboð um að i samstarfsnefnd banka og lánasjóða sé að fínna einhvers- konar hraðahindrun sem hefur leitt til þess að við höfum ekki getað afgreitt umsóknir fyrir- tækja eins fíjótt frá okkur og við hefðum helst kosið að gera,“ sagði Gunnar Hilmarsson stjórn- arformaður Atvinnutrygginga- sjóðs. Það er ekki aðeins að andstöðu við sjóðinn sé að finna innan banka- og lánasjóðakerfisins sem þegar hefur torveldað störf hans og seinkað afgreiðslum. Stjórn- arandstaðan á þingi hefur einnig starfsemi Atvinnutrygginga- sjóðsins á homum sér og hefur ma. lagt til að hann verði settur undir stjórn Byggðastofnunar eða jafnvel lagður niður. Gunnar Hilmarsson sagði að þessi seinkun, sem hefur verið á afgreiðslu samstarfsnefndar banka og lánastofnana á að gefa grænt ljós á fyrirgreiðslu til við- komandi fyrirtækja, hefði leitt til þess að sjóðurinn hefði aðeins af- Hönnun Okrað á ríki og borg? Borgarstjórn: Hönnunarkostnaður óeðlilega hár. 431 miljón vegna ráðhúss, Nesjavalla og Vesturgötu 7. Einkaaðilum veittur afsláttur á kostnað hins opinbera greitt til fulls umsóknir 20 fyrir- tækja. En undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu þær að vera orðnar 40. Aðspurður hvort nafnvaxta- og raunvaxtalækkanir að undan- fömu væru þegar farnar að skila sér í minni fjármagnskostnaði út- flutningsfyrirtækja sagði Gunnar svo vera. Hann sagði að á árs- grundvelli hefðu þessar vaxta- lækkanir minnkað fjármagns- kostnaðinn um miljónir króna og munaði um minna. -grh Sunnudagur 6 dagar til jóla Hver kannast ekki vid Hurðarskelli? Þessa mynd af honum teiknaði Amór Bogason, 6 ára, Leifsgötu 8 í Reykja- vík. Mánudagur 5 dagar til jóla Það er ekki lítið sem gengur á hjá honum Skyrgámi á þessari mynd sem hann Guðlaugur Jón Amason teiknaði. Guðlaugur er 9 ára og á heima á Ljósvallagötu 12 í Reykja- vík. WEIMIÍAIH Getum nú boöið þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæöu og milliliöalausu heildsöluveröi beint til þín 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiðbeiningarbæklingur fylgir. Sþariö tíma, fé og fyrirhöfn, meö Bondstec og lækkið um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 13.850 STGR. Oþiö mánudag—Rmmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. SNORRABRAUT 29 SÍIro 62-25-55 Getum var að því leitt á síðasta borgarstjórnarfundi að sérfræð- ingar sem fengnir eru til að hanna mannvirki á vegum hins opinbera okri á ríki og borg en veiti síðan einkaaðilum afslátt. Heildarhönnunarkostnaður borgarinnar vegna ráðhússins, Nesjavallavirkjunar og þjónustu- íbúða aldraðra við Vesturgötu 7 nemur um 431 miijón króna. Greiddar hafa verið 104 miljónir vegna hönnunar við ráðhúsið, 275 miljónir við Nesjavallavirkj- un og 52 við Vesturgötu 7. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins sagði að þessi kostnaður væri óeðlilega hár og spurði hvort borgin væri að verða ofurseld valdi sérfræð- inga við verðlagningu á hönnun sem erfitt væri að henda reiður á hvort væri eðlileg eður ei. Sigur- jón sagði nauðsynlegt að hafa fyllstu aðgát með þessum kostn- aði en samkvæmt honum væru sérfræðingahópamir heldur bet- ur vel launaðir. Davíð Oddsson borgarstjóri tók undir athugasemdir Sigur- jóns og sagðist vera sammála því að kostnaður vegna hönnunar á mannvirkjum borgarinnar væri of hár en erfitt væri að hafa stjóm á þessum kostnaði. Borgarstjóri sagði að gmnur léki á að gjald- skrár sérfræðinganna, sem þeir hefðu sjálfdæmi um að ákvarða, væru of háar þegar um væri að ræða hið opinbera og sér virtist sem það væri svo notað sem nokkurskonar afsláttargmnnur fyrir einkaaðila. Borgarfulltrúar vom sammála um að kostnaður væri óeðlilega hár og að ríki og borg ættu að sitja við sama borð og einkaaðilar í þessum efnum. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.