Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Albert sendiherra Ekki pólitísk stöðuveiting Albert Guðmundsson: „Fáir íslendingar hafa komið jafnvíða við íþjóðlífinu og ég. Einhverjar breytingar verða á Borgaraflokknum. Hefekki kynnt mér reglur um innflutning hunda til Frakklands. “ Löngum og stormasömnum þingferli Alberts Guömundssonar er nú senn lokiö. Mynd - þóm. Skuldabréfakaup Bjartsýnir r a samninga Hrafn Magnússon SAL: 5% vextiralltoflítið. Hef trú á því að þetta klárist fyrir jól - Ég hef trú á því að við ljúkum þeim fyrir jól. Þessu átti að vera lokið í ágúst og það væri hörmu- legt ef ekki tekst að Ijúka þessum samningum fyrir áramót, segir Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra Iffeyrissjóða um við- ræður sambanda sjóðanna við fjármálaráðuneytið um kaup á skuldabréfum á næsta ári til fjármögnunar húsnæðiskerfisins. Annar viðræðufundur samn- inganefndar lífeyrissjóðanna og fjármálaráðuneytisins var hald- inn í gær. Fjármálaráðuneytið hefur boðið 5% vexti, verðt- ryggða með lánskjaravísitölu, en h'feyrissjóðsmenn telja það allt of lága vexti. í samningum fyrir þetta ár gilda 7% raunvextir. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að sjóðimir kaupi skulda- bréf af húsnæðisstofnun fyrir rúma 8,8 miljarða á næsta ári. Ráðuneytið segir sjóðina ekki hafa staðið að fullu við kaup á skuldabréfum fyrir þetta ár og vanti þar rúma 2 miljarða uppá. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa að sögn Hrafns óskað eftir sundur- liðun og nánari skýringum á þess- um tölum. Auk þess er ekki í þessu dæmi tekið tillit til kaupa á skuldabréfum í desember sem eru ávallt töluverð. _|g. að eru blendnar tilfinningar sem fylgja þessari ákvörðun. Maður hugsar til þess að eftir sit- ur fjölskyldan, stór hópur barna- barna og vinahópur og maður slftur ákveðin tengsl við ævistarf sem var stjórnmálin. En á móti kemur að maður er að fara í um- hverfi sem maður þekkir vel og til ágætra vina og kunninga er- lendis, sagði Albert Guðmunds- son, sem ákvað um helgina að taka boði Jóns Baldvins Hanni- balssonar um að gerast sendi- herra íslands á Frakklandi, Spáni, Portúgal og Grænhöfða- eyjum. Auk þess þarf Albert að sinna störfum fyrir íslands hönd á vettvangi Unesco og OECD. Albert sagðist þó ekki kvíða því að starfið yrði honum ofviða, „ég er vanur því að hafa mikið að gera,“ sagði Albert. Um það hvort búast mætti við stefnu- breytingu hjá Borgaraflokknum í kjölfar brottfarar Alberts, sagði Albert að þau mál hefðu ekki verið rædd í flokknum og hann þyrði ekkert um það að segja. „Þegar ég er farinn þá breytist eitthvað,“ sagði Albert. Aðspurður um það hver stefna Borgaraflokksins væri varðandi pólitískar ráðningar í trúnaðar- störf fyrir land og þjóð, sagðist Albert ekki líta á ráðningu sína sem sendiherra sem pólitíska. „Ég sé ekki að þetta sé pólitísk ráðning í neinum skilningi. Ég ef- ast um að margir íslendingar hafi komið eins víða við og ég í þjóð- lífinu, bæði í fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og stjómmálum. Ég er búinn að vera í borgar- stjóm, forseti borgarstjómar, þingmaður og tvisvar ráðherra. Svo hef ég verið á miklu fleiri stöðum utan stjómmála, hvort sem þú tekur íþróttimar eða atvinnulega séð. Hitt er annað mál að auðvitað er hægt að gera allt að pólitík, en stjómmál hafa ekki verið á dagskrá þegar menn hafa rætt við mig um þessa stöðu.“ Albert sagðist ekki vera svart- sýnn á fylgi Borgaraflokksins þó hann hyrfi af vettvangi, en hann sagðist væntanlega leggja land undir fót í mars. Flokkurinn væri kominn í rúm 4% í skoðanakönn- unum eftir að hafa lægst mælst með 0,8% fylgi. „Ég held að fólk haldi áfram að styðja flokkinn. Eitthvað af þessu fylgi hefur ver- ið pærsónubundið, en stefnan er skýr og hún er góð.“ Albert komst í heimsfréttimar á sínum tfma út af hundaeign sinni, þegar hann sem ráðherra hótaði að flytja úr landi og þá til Frakklands, fengi hann ekki að hafa Lucy hjá sér. Hvað verður nú um Lucy? „Það er nú það. Annað hvort verða strákarnir okkar Ingi Bjöm og Jóhann að taka hana að sér, eða ég fer með hana til Parísar." Albert sagðist þó ekki hafa kynnt sér hvort hömlur væm á innflutningi hunda frá íslandi til Frakklands. phh LISTASAFN ASÍ Jón jtpSÍ Engilberts Áttunda bindið í bókaflokknum íslensk myndlist Qallar um Jón Engilberts listmálara. Hann var í forustu þeirra listamanna, sem gerðust brautryðjendur nýrra viðhorfa -í íslenskrt myndlist. Helsta viðfangsefni þessír- ar kynslóðar varð manneskjan og nánasta umhverfi hennar. Áhrifamáttur litarins er táknrænn í list Jóns Engilþerts og birtist með margvíslegum hætti. Texta bókarinnar rita Ólafur Kvaran list- fræðingur og Baldur Óskarsson rithöfundur. í bókinni eru litprentanir 56 listaverka Jóns Engilberts auk fjölmargra teikninga og ljós- mynda. Þetta er vönduð og varanleg bók, kærkomin gjöf til listunnenda. LOGBERG Þingholtsstræti 3 s. 21960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.