Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Skattpíningar og frelsi Hafskipið ísland væri sokkið... Seðlabankinn í Reykjavík. Á þessum síðustu og verstu tímum þegar stjórnunarhallærið hefur nær gengið af framleiðslu- atvinnuvegunum dauðum verður sú spuming áleitin hvort ekki sé einfaldast að stokka allt upp á nýtt og gefa aftur. Ekki það áð spilið sé tapað heldur vegna þess að það hefur greinilega verið vit- laust gefið og ástæða til að endur- taka spilið. Vitleysan í gjöfinni er sú að sumir hafa fengið allt of mörg spil og vita ekkert hvað gera skal þegar aðrir eru búnir með sín, en ekki geta þeir lýst sig sigurvegara því leikreglumar gera ekki ráð fyrir þessari út- komu. Þessvegna hefur verið leitað þeirra ráða að stinga spil- um undan og koma þeim fyrir hér og þar, þar sem e.t.v. væri hægt að grípa til þeirra síðar. Þannig hafa mörg spilanna horfið úr leiknum enda þótt þau væru gefin í upphafi. Það segir sig svo sjálft að ekki verður spilað af viti ef spil hverfa stöðugt úr spilastokknum. Hvað er svo sem að? Hvemig er haft rangt við í spilagjöfínni? Það er alkunna að í öllum heiðarlegum leikjum byrja allir þátttakendur við það sama - hafa jafn mörg spil, jafn marga menn eða jafna aðstöðu og keppinautar. Leikreglur samfé- lagsins hljóða upp á það sama jafnrétti og jöfnuður- en er raun- veruleikinn þannig? Hvað er rangt? f fyrsta lagi: Tekjuskiptingin í samfélaginu er röng. Laun em ekki greidd eftir framlagðri vinnu eða mikil- vægi starfa. Laun ákvarðast helst af félagslegum aðstæðum og valdakerfi samfélags sem stjóm- ast af peningum. Tekjuskiptingin í samfélaginu er einnig röng þeg- ar litið er til atvinnuveganna. Yfirbyggingin græðir en undir- staöan tapar. Einusinni var það kallað skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn, en frjáls- hyggja íhaldsins sér von í slíkum volgrum. f öðm lagi: Samfélagsstýringin er lítil sem engin. Afl fjármagnsins hefur verið látið um að móta samfélags- uppbygginguna. Fjármagnið hef- ur ráðið ferðinni og verk stjórnmálamanna hefur einatt verið að samþykkja eftirá orðnar breytingar eða lappa upp á slitið kerfi. Minnst af þeirra starfi felst í að taka raunvemlegar stjómun- arlegar ákvarðanir. Þetta er m.a. afleiðing af auknum áhrifum frjálshyggju. Fjárlshyggjan tekur ekki samfélagslega afstöðu og spyr ekki um afdrif mannfólksins heldur skiptir samfélagið engu svo framarlega sem það rúllar peningum í rétta átt - þangað sem peningar em fyrir. í þriðja lagi: Rangindin koma fram í því að á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur verið offjárfest í þvflíkum mæli í samfélagslegri yfirbyggingu að væri ísland hafskip væri það sokkið. Þessi mannvirki sem engu skila af sér og gera raun- vemlega engum gagn, standa þama sem vottur um stjóm- heimsku. Skattpíningin ógur- lega og frelsið Ein af afleiðingum þess hvernig þjóðfélagsleikurinn hefur verið leikinn er sú að almenningi er tal- in trú um að ekki megi stjóma - stjórnun sé af hinu illa. Þegar ákvörðun er tekin og hún snertir almenning þá hlýtur sú ákvörðun að vera af hinu illa. Ágætt dæmi þar um er tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga annarsvegar og rétt- mætar kröfur almennings um þjónustu hinsvegar. Skattar em af hinu illa en þjónustan af hinu góða. Raunar er staðan sú í þjóðfélaginu nú að stórauka verður skatta og er það skynsam- legasta leiðin til að jafna þann gífurlega mun sem er á kjömm. Ef dregið er úr skattlagningu leiðir það einfaldlega til minnkandi þjónustu og um leið til aukinna úgjalda fyrir alla og þau útgjöld fara ekki í mann- greinarálit. Lægri skattar í heild þýða lakarí kjör almennings sem koma fram í minnkandi opinberri þjónustu. Um kjör hinna ríku skal ekki fjölyrt því ekki skiptir máli hvort ráðstöfunartekjumar em þrisvar sinnum þörf eða fímm sinnum þörf - þær em einfaldlega of miklar og rúmast ekki innan frelsishugtaksins eins og ég skil það - þessi kjör má skerða svo um munar án þess að viðkomandi einstaklingar líði fyrir á einn eða annan hátt. Það hlýtur að verða að horfa betur í átt til hinna forr- íku þegar skattastefna er mótuð og henni verður svo að stjórna - og það er hægt ef vilji er fyrir hendi. Hækka útsvar í 30% Tekjuhlið sveitarfélaga er þannig að ef sinna á nauðsynlegri þjónustu og viðhaldi mannvirkja er ekkert aflögu til uppbygging- ar. f mörgum tilfellum er staðan verri. Kröfur íbúanna minnka ekki í hlutfalli við rýmandi tekjur eða vaxandi fjármagnskostnað og sjaldan er hægt að tala um óhóf í kröfum, jafnvel ekki einu sinni þegar beðið er um íþrótta- mannvirki, rkólabyggingar eða bamaheimili. Þátttaka ríkisins er með þeim hætti að sveitarstjómarmenn ættu fremur að líta á sig sem beiningamenn eða ómaga því svo lágt verður oft að leggjast til að fá svo sem eina miljón í þetta eða hitt. Skríða fyrir þingmönnum og embættismönnum ráðuneyta, dubba sig upp fyrir fundi með pólitíkusum annarra flokka og láta kammó. Þetta em orðnar ær og kýr margra framámanna sveitarfélaga víða um land. Það versta við þetta fyrirkomu- lag er að allt of oft em teknar rangar ákvarðanir, þar sem ák- varðanir em teknar af aðilum langt frá vettvangi og oft undir miklum þrýstingi fyrirgreiðslu- þjónustunnar. Skuldinni er svo skellt á heimamenn sem hafa í raun ekki gert annað en að grípa gæsina þegar hún gafst á fjár- iögum. Þetta kallar á algera uppstokk- un skattakerfisins í þá átt að auka verulega hlut útsvarsins t.d. upp í a.m.k. 30% og minnka hlut ríkis- sjóðs. Þannig ætti ábyrgðarhluti sveitarfélaga að vaxa og mögu- leikar á að stjóma verða raun- hæfir gagnstætt því sem nú er. Sú tilfærsla sem nú er rætt um í verkaskiptingammræðum nær allt of skammt en er þó hænufet í þessa átt. Allt í allt verður að auka skatta og auka hina opinberu þjónustu við íbúana, en það er ekki sama hvemig álögur leggjast. Allt vol skattaandstæðinga er vatn á myllu óhefts peningabrasks sem ekki ber neinar skyldur gagnvart fólkinu í landinu. Andstæðingar skatta spila í iottó Skattaandstæðingar em samt tvöfaldir í roðinu margir. Þær em hljóðar raddimar sem horfa upp á miljónir hverfa í hina frjálsu skattlagningu - happdrættin, lottó, 1x2, skrapmiða... Þar ráða engir þjóðkjömir um skiptingu tekna, þar er allt á hinu frjálsa. Auðvitað á að skattleggja þetta peningastreymi eins og annað og nota þá skattpeninga t.d. með líknarfélögunum og bæta um betur. Ekki er öll sagan sögð. Hve mikið gott sem segja má um allt þetta happdrættisfargan sem dunið hefur á þjóðinni undanfar- in ár, þá hefur þetta augljósan vankant. Ágóðahlut happdrættis er nær undantekningarlaust varið til framkvæmda á Reykjavíkur- svæðinu. Dæmi um þetta em bæði Háskólahappdrættið og DAS. Þess vegna er skattlagning og síðan landshlutajöfnun á happdrættisfé nauðsynleg og raunar aðeins réttlætismál. Annars væri áhugavert að fá það upplýst hver hlutur happ- drættis hverskonar er í heildar- skattadæmi þjóðfélagsins, (en vonandi fara menn ekki að neita því að happdrætti sé aðeins ein tegund skattlagningar). Hvaðan koma peningarnir? Þeir sem telja sig hafa frelsi til að setja ógrynni fjár í þjónustu- hallir höfuðborgarinnar virðast ekki hafa minnstu hugmynd um uppmna þess fjár sem þeir sól- unda. Það er líka vita vonlaust að kenna þessum bömum peninga- hyggjunnar slflc undirstöðuatriði. Á meðan sjávarplássin hringinn í kring um landið skila seljan- legum verðmætum og peningar streyma inn í landið hafa silfur- skeiðarbömin ekki áhyggjur. Peningakerfinu er þannig háttað að framleiðendur verðmætanna vita minnst af verðmætunum eftir að þau hafa breyst í dollara, pund eða aðra viðskiptamynt. Þegar best lætur má kalla stöðu sjávar- útvegsfyrirtækja skrimtstöðu - annars er staðan sú að oftlega má líkja sjávarplássi við skammtíma- þrælabúðir. Unninn er langur vinnudagur - 12-14 tímar á sólar- hring er algengt þegar landburð- ur er - þess á milli er ekkert. Vtða er skotið einhverskonar skjóls- húsi yfir farandverkafólk, fslend- inga sem útlendinga, mismun- andi lélegt (með fáum undan- tekningum þó). Það er vinna og aftur vinna - lífið er saltfiskur og sfld. Það er þetta sem sjávarút- vegsfyrirtæki hafa upp á að bjóða fyrir starfsfólk sitt á meðan verðbréfamangarar sem nærast á Albert Einarsson skrifar Það hefur verið vitlaust gefið í samfélaginu. Sumir hafafengið of mörg spil og stungið þeim undan til að grípa til síðar. Þetta kemurfram í þvíífyrsta lagi að „tekju- skiptingin ísamfélaginu er röng“, í öðru lagi að „samfélagsstýringin er lítil sem engin“, íþriðja lagi að „á Stór- Reykjavíkursvœðinu hef- ur verið offjárfest íþvílík- um mœli í samfélagslegri yfirbyggingu að vœri Is- land hafskip vœri það sokkið. afrakstri þessara fyrirtækja bjóða sínu liði upp á dúnmjúkar setur og konfekt úr kristalskálum. Ætli einhvem hótelkóng eða verðbréfahöndlara varði eitthvað um uppruna þeirra peninga sem renna í gegn um hendur þeirra? # ísland allt eða ísland suð-vest? Hvert yrði upplitið á broddum Reykjavíkurvaldsins ef skapend- ur verðmætanna færu að inn- heimta sinn réttmæta hlut fyrir hönd samfélags þess sem þeir búa í, þ.e. sjávarplássanna. Þá væri engin Kringla og þá væru færri þúsund ónýttra fermetra í verslunar- og skrifstofuhúsum í Reykjavík. Þá væri á hinn bóginn hægt að klára skólabygginguna á Breið- dalsvík sem verið hefur í bygg- ingu s.l. tíu ár a.m.k. Þá væri hægt að ráðast í að planta skógi í þúsundir hektara lands á Héraði og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Þá væri ekkert mál að hefjast handa um að koma sam- göngum þannig fyrir á Austur- lanai að í stað margra aðgreindra staða myndaðist eitt atvinnu- svæði, einn markaður, og sam- vinnandi samfélög. Peningar væru ekki teknir annarsstaðar frá, þeir færu bara aldrei úr lands- hlutanum. Okkur Austfirðingum yrði ekki skotaskuld úr því að rétta ýmsum þjóðþrifafyrirtækj- um og stofnunum hjálparhönd eins og hingað til hefur verið gert, svo sem Þjóðleikhúsi, Sinfóníu- hljómsveit, Háskóla o.s.frv. Munurinn yrði bara sá að fólk hvar svo sem það býr tæki þessar ákvarðanir sjálft og í hve miklum mæli það væri aflögufært. Fólkið sem skapar verðmætin á ekki síður að fá að njóta þeirra en braskarar Reykjavíkurvaldsins. Með því að afrakstri vinnunnar yrði ráðstafað þar sem verðmæta- sköpunin fer fram væri hægt um framtíð að tala um ísland allt en ekki bara ísland suð-vest. Albert Einarsson er skólameistari Verkmenntaskólans í Neskaup- stað. Þriðjudagur 20. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.