Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.12.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN Kaupir þú íslenskar vörurfremuren er- lendar? Guðrún Jónsdóttir starfsstúlka: Það veltur á verðinu hverju sinni. Innfluttar kökur eru td. ódýrari en innlendar. Áróður fyrir kaupum á innlendum vörum í stað erlendra stendur og fellur með verði og gæðum. Jón Ásbergsson forstjóri: Verðið skiptir þar höfuðmáli því auðvitað leitar maður að hag- stæðustu innkaupunum hverju sinni. Mér finnst að áróðurinn fyrir innlendum vörum skili sér sérstaklega þegar spurningin er um atvinnuöryggið og næstu framtíð. Þórhallur Heimisson Það vildi ég gjarnan gera en íslenskar vörur eru oft á tíöum dýrari en erlendar og gjalda fyrir það. Heimilin eru það blönk í dag að verðið skiptir mestu ásamt gæðum fremur en þjóðernið. Runólfur Engilbertsson bílstjóri: Ég mundi frekar kaupa ís- lenskar vörur en erlendar og styrkja um leið íslenskan iðnað. Áróður fyrir innlendri framleiðslu er af hinu góða og mætti gera meira af því. Vala Thoroddsen húsmóðir: Ég kaupi íslenskar vörur frem- ur en erlendar ef þess er nokkur kostur. Vonandi skilar áróðurinn fyrir innlendri framleiðslu tilætl- uðum árangri. JÓÐVILIINN _____Þriðjudagur 20. desember 1988 272. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Háskólakórinn með stjórnanda sínum, Árna Harðarsyni. Skólakórar á hljómdiskum Tveir islenskir skólakórar hafa nýverið gefið út fslenska tónlist á hljómdiskum. Annarsvegar er um að ræða Háskólakórinn með Disneyrímur Þórarins Eldjárn og Áma Harðarsonar og hinsvegar Hamrahlíðarkórinn með íslensk kórverk. Báðir kórarnir gefa söng sinn eingöngu út á hljómdiskum og samkvæmt upplýsingum hjá að- standendum þeirra er ástæðan sú að það hefði kostað nær helm- ingi meira að gefa bæði út diska og venjulegar hljómplötur. Disneyrímur Disneyrímur eru gefnar út á tveimur hljómdiskum. Tónlistin er eftir stjómanda Háskólakórs- ins, Áma Harðarson, en hann stjómar jafnframt flutningnum. Flytjandi ásamt kórnum er Hall- dór Bjömsson, leikari, en u.þ.b. helmingur textans er fluttur af Halldóri. Ámi samdi tónlistina í fyrra- vetur fyrir Háskólakórinn með flutning á leiksviði f huga. Út- koman er einskonar kórkabarett, þar sem kór, leikari og einsöngv- arar skiptast á að rekja söguna í tali og tónum. Rímumar voru fluttar í Tjarnarbíói í Reykjavík í mars sl. Leikstjóri var Kári Hall- dór. Nú eru 10 ár liðin frá því að Disneyrímur komu fyrst út á prenti og hafa þær notið mikilla vinsælda. Einsog nafnið gefur til kynna fjalla þær Walt Disney, höfund Andrésar andar og Mikka músar o.fl. ódauðlegra teiknimyndahetja. Hljóðritun var gerð í Stúdíó Stemmu undir styrkri stjóm Didda fiðlu (Sigurðar Rúnars Jónssonar). Útlit hljómdiskanna var í umsjá Steingríms Eyfjörð Kristmundssonar. Með hljómdiskunum fylgir bæklingur þar sem allar rímumar eru prentaðar. í honum er einnig að finna hugleiðingu Illuga Jök- * ulssonar um „fráleitar vísur“ Þór- arins Eldjárn. Kveðið í bjargi En það em víðar kórar en í Háskólanum. Hamarahlíðar- skólinn hefur undanfarin ár haft mjög merkan blandaðan kór, Hamrahlfðarkórinn sem Þor- Hamrahlíðarkórinn. gerður Ingólfsdóttir hefur stjórn- að af miklum skörungsskap. Nú hefur íslenska tónverkamiðstöð- in gefið út hljómdiskinn Kveðið í bjargi, með Hamrahlíðakómum. Á þessum hljómdiski er ein- göngu að finna íslenska nútíma- tónlist, kórverk eftir þá Jón Nor- dal, Jón Leifs, Þorkel Sigur- bjömsson, Hjálmar H. Ragnars- son og Atla Heimi Sveinsson. Verk Jóns Nordal em við ljóð Hannesar Péturssonar, Um- hverfi og við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, Heilræðavísur, Kveðið í Bjargi og Smávinir fag- rir. Verk Jóns Leifs nefnist Requ- iem sem hann samdi eftir dótt- urmissi. Þorkell Sigurbjömsson samdi Tröllaslag sérstaklega fyrir kórinn árið 1970. Einnig flytur kórinn lag hans Vorið það dunar, við Ijóð Hannesar Péturssonar og Heyr himnasmiður og Recessio- nal. Eitt verk er eftir Hjámar H. Ragnarsson á disknum en það er Kvöldvísur við sumarmál við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Að lokum em svo þrjú verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Heilræði, Tveir Madrígalar, sem samdir vom við leikritið Dansleik eftir Odd Bjömsson og hljómdiskur- inn endar svo á Haustvísum sem samdar em við ljóð Snorra Hjart- arsonar úr bókinni Hauströkkrið yfir mér, en fyrir þá bók fékk Snorri Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.