Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 6
þl ÓÐVILJIN N Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Peningar til lista Meöan fréttaveiðarar fiska eftir því á þingi, hverjar séu líkur á aö eitt eöa annað sem ríkisstjórnin er meö á prjón- unum sleppi í gegnum pattstööuna í neðri deild, gleymist margt annað, sem þó er allrar athygli vert. Til dæmis ýmsar hreyfingar fróölegar á útgjaldaliðum þess fjárlaga- frumvarps sem menn eru að þæfa á milli sín á Alþingi íslendinga. Eins og menn heyra upp á hvern dag þá lifum viö á tímum þrenginga og það eru uppi hafðar miklar og strang- ar kröfur á hendur hins opinbera um að það skeri niður útgjöld á öllum sviðum. Um leið eiga allir, hver eftir starfi eða hugsjón eða áhugamálum, sér einhvern þann mála- flokk sem hverjum og einum finnst allt að því heilagur: við þessum útgjöldum má ekki hreyfa. Nema hvað menn verða kannski nokkuð samstiga um að segja já og amen ef fjármálaráðherra heitir því að skera niður útgjöld til risnu og ferðalaga á vegum ríkisins. Það er því ómaksins vert að benda á þær breytingar sem ætlaðar eru á útgjöldum til lista ( og skal þá strax tekið fram að fyrir utan það sem hér verður rakið standa útgjöld vegna Þjóðleikhúss, Sinfóníuhljómsveitar, kvik- myndasjóðs ofl). Hér er, skv. frumvarpinu, um að ræða útgjöld upp á tæpar 184 miljónir króna og er þar um að ræða 34% hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs. Hér er m.a. um umtalsverðar hækkanir að ræða til eflingar leikstarfsemi - Alþýðuleikhúsið fær nú sjö miljónir í sinn hlut en fékk áður 2,7 miljónir, framlög til Bandalags ís- lenskra leikfélaga þrefaldast, brúðuleikhús kemst á blað í fyrsta sinn með framlag upp á 1,8 miljónir króna. íslenski dansflokkurinn fær 67% hækkun. Til verða í þeim fjár- lögum, sem nú eru til afgreiðslu, sex ný viðfangsefni - Leikbrúðuland, sem fyrr var nefnt, íslenska hljómsveitin, Listasafn ASÍ, starfslaunasjóður myndlistarmanna, sam- norræn menningarkynning og Listahátíð. Nú kunna ýmsir menn að segja sem svo, að hér sé ekki um stórar upphæðir að ræða, og að það hefði þurft að gera betur og hver og einn ætti auðvelt með að lengja sinn óskalista á menningarsviðinu. En nú skal sá kostur tekinn að vekja nokkra athygli á jákvæðri merkingu um- rædds talnadálks á fjárlögum. Ekki barasta vegna þeirrar venjubundnu flokkssérgæsku, að ráðherrar menntamála og fjármála eru reyndar forystumenn í Alþýðubandalag- inu. Heldur vegna þess að það er mjög mikils vert að menn nái samstöðu um að láta ekki niðurskurðarkröf- urnar skerða kjör lista og mennta. Láta ekki baslið smækka sig, svo vitnað sé til frægrar Ijóðlínu Klettafjall- askáldsins Stephans G. Stephanssonar. Það er mjög brýnt að stjórnmálamennirnir og við öll gerum okkur grein fyrir því með sem allra afdráttarlausustum hætti, að fátt er jafnháskalegt í hinni eilífu tvísýnu um tilveru okkar, sem við hljótum að búa við sem örsmá þjóð, og að magna með okkur nísku í menningarmálum. Hvort sem sú níska kem- ur fram í frjálshyggju, sem vill setja allt undir markaðslög- mál, eða þeirri búraþröngsýni sem eitt sínn taldi að bókvit yrði ekki í askana látið. ÁB. KLIPPT OG SKORIÐ Ó, ó, ó, Kvennó Viö höfum verið aö fá á okkur undanfarnar vikur ýmsar send- ingar frá Kvennalistanum hingað á Þjóöviljann og er þá yfirleitt verið að skamma blaðið fyrir meinleg spörk, vonda pústra og ýmis prakkarastrik önnur í garð alsaklausra og virðulegra Kvenn- alistakvenna. Þetta gekk svo langt um daginn að þeir tveir blekberar á Þjóðvilj- asíðum sem skrifað hafa af helst- um skilningi og hvað mestri sam- úð um Kvennalistann, Ámi Bergmann og Gestur Guð- mundsson, voru sérstaklega teknir á beinið og reknir í skammarkrókinn, og er ekki nema von að minni spámenn leiði í lengstu lög hjá sér alla umfjöllun um svo viðkvæm efni. Einkamál og pólitík Er öryggið orðin : l ' ••• í umróti áranna eftir ‘68 þótti nýjum samfélagshreyfingum - þar á meðal þeim sem Kvenna- listinn er úr sprottinn - heidur þröng hin viðurkennda skil- greining á því hvað væru stjórnmál og vildu láta fjalla um fleira en rekstrargrundvöll at- vinnuveganna og markaðsverð á þorskblokk. Það erpólitfk hvem- ig við tengjumst umhverfinu, var sagt, hvernig okkur líður og hvaða tilfinningar við höfum, hvemig við búum og hvemig við búum saman, hvað við viljum með lífinu, hvernig við ölum upp börnin okkar og heiðmm feður okkar og mæður. Það var sumsé sett á oddinn að einkamálin væm líka pólitfk. Kvennalistakonur virðast hins- vegar hafa snúið þessu við síðustu vikur og mánuði, og láta einsog stjórnmálaafskipti þeirra komi engum við nema sjálfum þeim. Pólitíkin er sumsé orðin einka- mál. Þetta kemur meðal annars fram í því að forystumenn Kvennalistans tala flestallir um pólitík einsog ljósritaðar frétta- tilkynningar og innri mál þessara stjórnmálasamtaka, þarmeð taldar umræður um stefnugrund- völl þeirra, em höfð í lokaðri bók gagnvart þeim sem ekki eru ann- aðhvort virkir félagar í samtök- unum eða þá kvæntir inní þau. Ágætt dæmi er nýjasta „Vera“, opinbert málgagn Kvennalistans. Maður skyldi ætla að það blað væri uppfullt af skoðunum og umræðum og athugasemdum og hugmyndum um starfið og stefn- una eftir örlagatíma í lífi Kvenna- listans: stjómarmyndunarvið- ræður, átakaþing á Lýsuhóli, ágreining um afstöðuna til ríkis- stjórnarinnar. Ónei, góðir hálsar, „málgagn kvenfrelsisbaráttunnar“ er geit- arhús ef einhver leitar þeirrar ullar. Þar er fjallað um nýút- komnar bækur eftir konur, birtur fróðlegur listi um hagfræðihug- tök, kynnt störf fulltrúa á þingi og borgarstjórn og sagðar ískyggi- legar fréttir af annríki á fæðingar- deild Landspítalans. Þetta er í heild alveg ágætt blað, svona einhversstaðar á milli Vinnunnar og Nýs lífs að efni og gæðum, en í Veru er nánast ekk- ert endurkast frá undanförnum umrótatímum í íslenskum stjóm- málum og miklum umræðu- og átakatímum innan Kvennalist- ans. í því ljósi er Vera eiginlega samfelld flatneskja, - með þeirri merku undantekningu að Elísa- bet Guðbjömsdóttir heldur því fram í spjallgrein að það sé mun- ur á hægri og vinstri, og bendir á borgarstjórnina í Reykjavík. En þetta er opinber villukenning í Kvennó. Barnasjúkdómar Einhvemveginn kemur þróun Kvennalistans uppá síðkastið kunnuglega fyrir sjónir þeim sem hafa kynnt sér sögu vinstri hreyfingarinnar eða fylgst sjáifír með hluta þeirrar sögu, - og ef til vill kynni þekking um ýmsar trú- arhreyfingar einnig að hjálpa til við samtímaskilning á Kvenna- listanum. Þau einkenni sem nú ber mest á í fari Kvennalistans hafa verið til staðar frá upphafi. Þau komust hinsvegar í kastljós við stjórn- armyndunarviðræðurnar í haust, og hafa síðan mótað opinbera ímynd samtakanna sífellt meira vegna þess að þau hafa hingaðtil kosið að nýta sér ekki þau færi sem pólitísk staða býður þeim. Þá er fyrst að telja þörfina fyrir hreinlífi. Félagarnir hafa mjög háleit markmið og gera miklar kröfur til samtakanna og fulltrúa þeirra. Þeir vilja Allt og ef það fæst ekki er Ekkert skárra en bara Eitthvað. Hér af leiðir að ekki má óhreinka hendur sínar því að það drægi úr trúverðug- leikanum og gæti leitt til óeining- ar og spillingar innan hópsins. Þessi þörf fyrir hreinlífi er fyrir hendi í öllum stjórnmálasam- tökum (nema kannski í íslenska Framsóknarflokknum) og því brýnni sem þau eru róttækari. Hreinlífishvötin er í sjálfu sér holl ef skammturinn er réttur. Hinir óhreinu I óhófí leiðir hreinlífishvötin hinsvegar til einangrunar- hneigðar. Það verður ógerlegt að vinna með hinum óhreinu utan samtakanna að landsmálunum (eða boðun fagnaðarerindisins eða stofnun háskóladeildar hins kommúníska forystuflokks verkalýðsbyltingarinnar eða raunverulega raunhæfum rann- sóknum á framhaldslífi eftir dauðann). Innan skamms er ekki heldur hægt að ræða málin af viti við aðra en hina innvígðu, - þetta getur endað með því að persónu- leg samskipti verði öll á skjön og skakk, bæði við „hina“, og við „okkur“ sem ósjaldan leiðir til þess að hluti „okkar" verður að „hinum“ með miklum látum. Þessari hneigð til einangrunar fylgir að allar samræður, um- ræður, deilur og átök innan sam- takanna verður að gjöra svo vel að loka þar inni. Slíku verður öllu að halda leyndu og er hætt við útilokun og bannfæringu ef brugðið er frá. Fulltrúar og tals- menn verða að tala einni tungu útávið hvað sem þeir segja inná- við. Bolsévikkar kölluðu þetta lýðræðislegt miðstjórnarvald. En það lýðræði varð frekar enda- sleppt. Þeim var ég verst...? Einangrunarhneigð getur nýst baráttuhópum vel í fjandsamlegu umhverfi. Bolsévikkamir hefðu aldrei haft roð við löggum tsars- ins nema með sinni skipulegu tor- tryggni og sama er að segja um til dæmis andspymuhreyfingarnar í stríðinu, að ekki sé minnst á fmmkristnu söfnuðina í hinni heiðnu Rómu. Við rangar aðstæður getur þessi hneigð hinsvegar magnast uppí píslarvættisduld, orðið til þess að fólk sem í upphafi var glaðlynt, opið og verkfúst fari að líta á sig sem það lamb sem beri heimsins syndir, skilji allt and- svar sem árás, hverja athuga- semd sem stríðsyfirlýsingu. Þessir píslarvættistónar hafa einmitt heyrst frá Kvennalista- konum uppá síðkastið, til dæmis í athugasemdum þeirra við fréttir og umfjöllun hér í Þjóðviljanum, og til dæmis í málflutningi þeirra á þingi þarsem Alþýðubandalag- ið virðist vera orðinn höfuðand- stæðingurinn eftir stjómarskipti, - kannski í fótspor þeirrar merku konu sem var þeim verst sem hún unni mest? Hressist Eyjólfur? Saga þessu lík hefur endur- tekið sig aftur og aftur, og sjálf- sagt getur enginn lært af öðmm. Nýdauður er til dæmis í Dan- mörku flokkurinn Vinstrisósíal- istar af svipuðum sökum og hér greinir að framan, og það er merkilegt að þýskir græningjar hafa átt við svipaðan vanda, - ekki síst í Hamborg þarsem græni flokkurinn er um leið kvennalisti. Sagan segir okkur líka að með sjálfskoðun og raunsæi geta samtök og hópar sem hafa þjáðst af þessu sjúkdómasafni orðið hress og spræk vel á skömmum tíma. Kvennalistinn hefur fært ís- lenskum stjórnmálum og ís- lensku samfélagi það mikið að menn hljóta - að minnsta kosti á vinstri kantinum - að vona að Eyjólfur þeirra Kvennalista- kvenna fari að varpa af sér þess- ari sóttarsæng. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ömarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: ElíasMar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ust jóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rítstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Augiýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 21. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.