Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 9
ar bækur —! Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar ORÐABÓKIN ÍÐUNN Orðabók fyrir börn Iðunn hefur gefið út nýja orða- bók, Barnaorðabókin nefnist hún og er fyrsta orðabók sinnar gerðar á íslandi. í henni eru hátt á þriðja þúsund orð sem valin eru eftir tíðni þeirra í tungumálinu og er hún miðuð við þarfir barna á aldrinum 6-12 ára. Barnaorðabókin skýrir mikinn fjölda íslenskra orða fyrir börn- um, segir þeim frá merkingu þeirra og lýsir því hvernig orðin eru noruð. „Hún vekur áhuga og skilning barna á móðurmálinu og eykur orðaforða þeirra um leið. Þetta er bók sem börn lesa sér til ánægju og í henni eru hundruð bráðskemmtilegra teikninga til skýringar. En þetta er líka bók sem kemur börnum að gagni við allt nám.“ Sigurður Jónsson frá Arnar- vatni tók bókina saman og rit- stýrði henni. Svarti sauðurinn skiptist í fimmtán kafla og hefur að geyma fjölda mynda og nafnaskrá. Séra Gunnar segir frá veru sinni í Bol- ungarvík, tildrögum þess að hann gerðist prestur í Fríkirkjunni, safnaðarstarfi, deilum og aðför- inni sem að honum var gerð. Höf- undur rifjar upp kynni sín af fjöl- da fólks og dregur fram í dags- ljósið upplýsingar sem hingað til hafa verið á fárra vitorði. I loka- kafla bókar sinnar segir séra Gunnar: „Ég vona að lausn fáist í þessu máli hið fyrsta. Annars hættir Fríkirkjan að vera evangelísk-lúthersk kirkja og skipar sér á bekk með sértrúar- söfnuðum". COUN FORBES Spennusaga eftir Colin Forbes Margar bóka spennusagnahöf- undarins Colin Forbes hafa verið gefnar ut hér á landi og nú hefur ein bæst í hópinn. Hún nefnist Ógnir Alpakastalans og er þýdd af Snjólaugu Bragadóttur. Söguþráður hinnar nýju bókar er í stuttu máli sá að í hrikalegum fjöllum Sviss gerast válegir at- burðir sem virðast í fyrstu ekki tengjast þeim mislita hópi fólks sem allt í einu á ýmis erindi til landsins. Spennan hleðst upp í andrúms- loftinu, einkennileg atvik eiga sér stað, og svo byrja morðin. Eng- inn getur treyst neinum, ekki einu sinni ástinni. Blaðamaður- inn Bob Newman finnur lykt af stórmáli sem varðað gæti örlög alls mannkyns. Sr. Gunnar Björnsson Deilurit séra Gunnars Bókaútgáfan Tákn hefur sent frá sér bókina Svarti sauðurinn - séra Gunnar og munnsöfnuður- inn, eftir Gunnar Björnsson. í bókinni segir séra Gunnar frá prestskapartíð sinni við Fríkir- kjuna í Reykjavík og dregur ekk- ert undan. Mönnum eru deilurnar í Frí- kirkjunni vel kunnar, en fæstum er ljóst um hvað þær snúast í raun. En varla mun nokkur ís- lenskur prestur hafa sætt jafn harkalegri meðferð á síðari árum og séra Gunnar þegar hann var hrakinn úr embætti; ekki einu sinni heldur tvisvar. í formála bókarinnar kemst séra Gunnar meðal annars svo að orði um tilefni bókarinnar: flSú eign mín af þessum heimi, sem mér er minnst sama um, er prestshempa ein fátækleg. A undanförnum árum hefur hópur fólks hér í bænum ekkert til spar- að að svipta mig hempu þessari. í barnaskap mínum hefur mér samt verið ómögulegt að hata þetta fólk. Ég segi heldur eins og Una í Unuhúsi þegar næturgest- urinn stal frá henni dúnsænginni hennar: „Það þarf að hjálpa þessu fólki.“ Anna í Grænuhlíð Anna í Grænuhlíð er sígild unglingasaga sem Mál og menn- ing hefur sent frá sér. Höfundur bókarinnar, Lucy Maud Montgomery, var kanadísk og hlaut hún heimsfrægð fyrir þessa bók eftir að hún kom út 1908 vegna þess að sagan þótti nýstár- leg og hugljúf. Anna er munaðarlaus stúlka sem er tekin í fóstur í Grænuhlíð af gömlum systkinum. Hún er full uppátektarsöm og hugmyndarík að þeirra áliti en ekki líður á löngu uns þau sjáekki sólinafyrir fjörkálfinum Önnu því jafnframt er hún skynsöm og hjartahlý. Þýðing Axels Guðmundssonar kemur hér út í fjórða sinn og má segja að hún sé orðin sígild hér á landi eins og sagan. Bókin er 190 síður og gefin út bæði innbundin og í kiljuformi í flokknum MM UNG. Brian Pilkington teiknaði oe hannaði kápu. Iðunn Steinsdóttir Ný unglingabók eftir Iðunni Steinsdóttur Bókin Víst er ég fullorðin er komin út hjá Almenna bókafé- laginu. Flún gerist í smábæ úti á landi upp úr 1950. A þeim tíma sátu stúlkur og vermdu bekki heilu böllin, allir bílstjórar með ábyrgðartilfinningu flautuðu fyrir horn og hver einasti kennari hljóp yfir „dónalega kaflann" í heilsufræðinni þó að það væri eini kaflinn sem nemendur töldu sig einhverju varða. Þetta rifjar ýmislegt upp fyrir pabba og mömmu, jafnvel afa og ömmu. En hvað skyldi unglingur á slíku sögusviði eiga sameigin- legt með unglingum í dag? Eftirvæntinguna, öryggis- leysið, hræðsluna um að vera öðruvísi en hinir - allar þessar tilfinningar sem togast á í okkur meðan við erum að breytast úr barni í fullvaxta manneskju. Iðunn Steinsdóttir hefur á fáum árum haslað sér völl á ýms- um sviðum ritlistar. Hún hefur sent frá sér fjölda vinsælla barna- bóka, smásögur og leikrit og unn- ið til ýmissa viðurkenninga. íslensk ævintýri Guðjón Sveinsson. Hamingublómin. Bókaforlag Odds Björnssonar. Sigrún Eldjárn. Kuggur til sjávar og sveita. Forlagið 1988. Ævintýri Guðjóns Sveinssonar um Hamingublómin byggist á einfaldri og elskulegri hugmynd: sá öðlast ekki hamingju sem ekki getur við henni tekið. Ekki kom- ið auga á hana þegar hún til dæm- is stendur andspænis þér í líki lít- illar stúlku sem býður þér blóm- vönd, gerðan úr ósköp venju- legum hófsóleyjum og hrafna- klukkum og hann kostar ekkert. Eins og vænta mátti kunna menn framan af ævintýrinu alls ekki að meta gott boð Hamingju- stúlkunnar - það er einmitt helsti kostur þessa ævintýris hvemig lýst er viðbrögðum þeirra sem ekki kunna að taka við henni fyrir æmstu sakir eða hroka eða tor- tryggni eða sjálfumgleði. En bet- ur hefði þessum lesanda hér fallið það, að unga konan ólétta og á hrakhólum, sem að lokum kunni að taka við Hamingjunni, skyldi öðlast hnoss í annarri mynd en happdrættisvinningi. Og segir það þó sinn sannleika um íslenskt mannlíf í dag að sú sögulausn varð fyrir valinu: lottóvinningur- inn stóri er reyndar það ævintýri, það kraftaverk, sem menn trúa á. Pétur Behrens hefur gert geð- þekkar myndir við þetta ævintýri sem er skrifað á alvarlegu og lýta- lausu máli. Ævintýri Sigrúnar Eldjárn er af öðmm toga. Þar segir frá sér- hönnuðu persónusafni sem látið er þramma frá sögu til sögu: ff 3 * ffi ÁRNI BERGMANN stráknum Kuggi og vini hans Mosa (sem er einskonar „súp- ermús“) og kerlum tveim, Mál- fríði og móður hennar. Þetta em ærslasögur: söguliðið bregður sér í geimferð, hrapar fyrir björg í útilegu, skutlar kafbátt í sjóferð og þar fram eftir götum. Siðferði- leg alvara hins hefðbundna ævintýris er ekki á dagskrá heldur ýmiskonar uppákomur til skemmtunar, fyrst og síðast. Sig- rún Eldjám skrifar mjög lipran texta og einatt fyndinn, og teikningar hennar er fullar af fjöri og frelsi. Hitt kann að vera að listin að spinna söguþráð sé hennar veika hlið. Málfríður hefur skutlað kafbát.... Mi&vlkudagur 21. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Ööruvísi æviskrár Tryggvi Emilsson: Sjómenn og sauðabændur. Mól og menning 1988. Tryggvi Emilsson lætur ekki deigan síga þótt kominn sé hátt á níræðisaldur. Ekki hafði hann fyrr lokið hinum eftirminnilegu æviminningum sínum en hann settist við að rita æviskrár for- feðra sinna og skyldmenna. í samfellt þrjú ár gekíc hann reglu- bundið á Þjóðskjalasafnið til þess að grafa upp æviferil þessa fólks allt frá miðri átjándu öld og fram á vora daga. Nú er árangur þessarar elju kominn firam fyrir almennings- sjónir í nýrri bók, „Sjómenn og sauðabændur“. Hún er ekkert smásmíði: 425 bls. þéttprentað- ar, þar sem birtast æviskrár ótrú- legs fjölda fólks, sem líklega hef- ur fæst fengið nafn sitt á bók fyrr. Ekki hefi ég komið tölu á þá sem hér eru nefndir en flestir eiga það sammerkt að hafa verið fátækt fólk, sem margt hefur átt í basli og hrakningum frá einu býlinu til annars. Þetta eru öðruvísi æviskrár en við eigum að venjast. Sagt er í fáum en meitluðum orðum frá högum manna og lífsbaráttu, ei- lífum búferlaflutningum margra og kröm. Þetta var líklega hlut- skipti hins þögla meirihluta hrjáðrar þjóðar. Sannkölluð al- þýðusaga, sem líka mætti nefna Islendingaþætti. Misjafnlega mikið er vissulega sagt frá þessu fólki og fer það að sjálfsögðu eftir tiltækum heimild- um, sem oft voru ekki auðfundn- fl Sjó: iinmpnn og sauðabændur ot 3 SIGURÐUR BLÖNDAL ar, eins og höfundur lýsir vel í formála. Uppruna sinn rekur Tryggvi til Grímseyjar og hefst bókin á stuttu yfirliti um sögu byggðar þar og lýsingu eyjarinnar. Mjög fróðlegur og merkilegur kafli. Tryggvi Emilsson varð af endurminningabókum sínum firægur fyrir frásagnarstfl sinn. Hann ritar sígilda en þó ákaflega lifandi íslensku, sem nota má sem fyrirmynd fyrir þá sem vilja leggja sig eftir að rita hreint ís- lenskt mál. En samt gætir hvergi áreynslu eða skrýfingar. Eins og norski rithöfundurinn Johan Borgen skrifaði einu sinni um til- vitnun í Snorra Sturluson: „Svona skrifa þeir sem hafa hinn mikla stíl á valdi sínu.“ í örstuttri umsögn gefst ekki tóm til að draga fram einstök stfldæmi, hvað þá heldur taka dæmi af einstökum persónum í þessari miklu króníku. En það er til marks um styrk þessarar bókar að þrátt fyrir það að lesandinn þekki nær engar þessar persónur og þótt um þær margar sé aðeins fjallað í fáum orðum, sem eru oft tiltölulega nakið staðreyndatal, getur hann lesið bókina eins og samfellda sögu. En hann getur líka gripið niður í henni nánast hvar sem er og lesið kafla og kafla eins og sjálfstæða sögu. Fyrir alla hina ótrúlega mörgu ættfræðiþyrstu íslendinga hlýtur þessi bók að vera mikill fengur. Hún er líka fengur fyrir þá, sem vilja skyggnast undir yfirborðið á sögu hins hrjáða íslenska bænda- samfélags. Tryggvi Emilsson hefur reist ættmennum sínum traustan minnisvarða með þessari miklu bók.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.