Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 14
Eiðfaxi Þessa dagana er ekkert efni fyrirferðarmeira í blöðunum en bókafregnir og ritdómar og svo náttúrlega auglýsingar. Svo er það jafnan í jólamánuðinum. Allt er þetta auðvitað stflað upp á það, að sem mest seljist. Og að sjálfsögðu er það ánægjulegt að sem mest seljist af bókum. Onnur verslunarvara skal hér látin liggja milli hluta. Auðvitað hverfa tímaritin í öllu þessu umsagna- flóði um prentað mál. Útkoma þeirra er heldur ekki bundin jól- unum. Þau berast okkur jafnt og þétt frá ársbyrjun til -loka. Kannski á þar við hið fornkveðna að „fátæka hafið þér alltaf hjá yður“. Nú er ég að hugsa um að nota þennan dálk - í þetta sinn - til að minnast á tímarit, sem mér berst alltaf reglulega. Það fjallar ekki um þjóðfélagsmál, ekki um frægt og fi'nt fólk, heldur hesta, og heitir Eiðfaxi. Hér verður þó að litlu einu drepið á efni síðasta tbl. í ár, en þar er af mörgu að taka. En vegna umræðna um mögu- leikana á og hættuna af því að hrossasjúkdómar berist til lands- ins, langar mig til að benda á grein Björns Steinbjörnssonar dýralæknis. Helgi Sigurðsson dýralæknir vakti athygli á þessari hættu í Eiðf axa í haust og út af því spunnust síðan nokkrar umræður í blöðum. Björn spyr hvort við höfum möguleika á að taka öll hross í hús og veita þeim nauðsynlega umönnun ef far- aldur bærist til Iandsins? „Svarið er einfaldlega nei,“ segir Björn. Og hann bætir við „ Afleiðingarn- ar yrðu hroðalegar. “ Ábyrgð hestamanna, sem koma erlendis frá, er því mikil. Björn bendir á dæmi, og það er ekki tilbúið heldur raunverulegt. í haust kom hestamaður að utan með fulla tösku af óhreinum fatn- aði og notaðan hnakk. Sótti fast á tollverði að fá að fara með þetta inn í landið eins og það „kom af skepnunni". „Málalyktir urðu auðvitað þær, að fatnaðurinn var þveginn á staðnum og hnakkur- inn sendur utan aftur. Innflutn- ingur á notuðum reiðtygjum er bannaður því leður verður aldrei sótthreinsað sem skyldi. “ Nú, þá er rúmið á þrotum. En minnt skal á spjallið við Þorkel Bjamason hrossaræktarráðunaut og Hannes Halldórsson söðlasm- ið, grein Jóns Stefánssonar org- anista og söngstjóra „ Af Horn- afjarðarballett og fleiru“ og grein Helga Sigurðssonar dýralæknis um „Nokkur vandamál tengd fóðrun. “ Nú eða þá frásögn míns góða frænda, Gísla gamla Konr- áðssonar, sem komst undan eftir- leitarmönnum sínum með þeim hætti, að hleypa hesti sínum yfir Héraðsvötn á svo veikum ís, að vatnið bullaði upp úr hverju skaflafari. Og fleira munu les- endur finna í blaðinu, bæði skemmtilegt og fróðlegt. _mh ÍDAG er 21. desember, miðvikudagur í níundu viku vetrar, fyrsti dagur mörsugs, 356. dagur ársins. Sól kemurupp í Reykjavík kl. 11.22 en sestkl. 15.30. Tunglvaxandiá öðru kvartili. VIÐBURÐIR Vetrarsólstöður. Tómasmessa. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Með hjálp Chamberlains hyggst Mussolini aö knýja fram landvinningakröfur sínar á hend- urFrökkum. MadameTabouis Ijóstar upp um fyrirætlanir Muss- olinis. Verklýðsfélag Hríseyjar krefst óháðsverklýðssambands. Full- trúi kosinn til þess að vinna að þvf með öðrum félögum. Kviksjá Rás 1 kl. 19.33 í Kviksjá í kvöld ræðast þeir við hinn góðkunni fréttaritari Út- varpsins á Spáni, Kristinn R. Ól- afsson, og Guðbergur Bergsson rithöfundur. Fullvíst er talið að þeir félagar muni ræða um það, sem nefnt hefur verið „einkajóla- bókaflóð Guðbergs", og svo sam- skipti við þá erlendu höfunda, sem hann hefur þýtt verk eftir á undanförnum árum, en á þeim akri hefur Guðbergur verið bæði mikilvirkur og velvirkur. Vikið verður og að erlendum þýðingum á verkum Guðbergs. - En meira er í pokahorninu hjá Kviksjá því einnig verður fjallað um nýútkomnar endur- minningar sr. Sigurbjörns Ein- arssonar biskups, sem Sigurður A. Magnússon skráði. -Umsjón- armenn þáttarins eru sem áður þau Halldóra Friðjónsdóttir og Friðrik Rafnsson. _mi,p Viö og umhverfið Útvarp Rót kl. 22.00 Sem betur fer vita það margir, en þó fráleitt nógu margir, að þátturinn „Við og umhyerfið“, hefur verið á dagskrá Útvarps Rótar allt frá upphafi, og er þar fjallað um umhverfismál frá ýms- um hliðum. Og þótt ýmsar þjóðir séu óefað sokknar dýpra í margs- konar umhverfismengun en við íslendingar þá förum við engan veginn varhluta af henni. Minnt skal á að þessir þættir eru frum- fluttir á miðvikudagskvöldum en svo endurteknir á fimmtudögum. -mhg Mýsla í Glaumbæ Sjónvarp kl. 17.55 Frk. Mýsla Hansen fer í leiðangur í dag til að leita sér að jólatré, en kemst þá í kast við lögin. Þar að auki sýnir hún okk- ur ýmsar teiknimyndapersónur, sem með ýmsum hætti eru að undirbúa jólin t.d.: Litla Mold- varpan og músin leita sér að jóla- tré og gengur ekki sem best. Tuskudúkkurnar fara í sleðaferð og verður úr dálítið ævintýri. Paddington heldur auðvitað upp á jólin með Brown fjölskyldunni. Högni Hinriks og Rubbi bjóða vinum sínum til veislu. Og svo er það Myndaglugginn, skreyttur jólateikningum eftir börn víðs- vegar af landinu. - Umsjónar- maður er Árný Jóhannsdóttir og býður hún öllum börnum gleðileg í01- -mhg Guðbergur Bergsson UM ÚTVARP & SJONVARP Upplýsinga- þjóðfélagið Rás eitt kl. 22.30 Þann 11. jan. sl. hófst norrænt tækniár á íslandi. Samdægurs hófst á Rás eitt þáttaröð um „upplýsingaþjóðfélagið" og í fyrsta þættinum af fimm var nor- rænt tækniár kynnt. Nú er komið að lokum þessa tækniárs, enda áramót skammt undan. Verður þeirra tímamóta minnst með flutningi tveggja þátta á Rás 1, í kvöld og nk. miðvikudagskvöld. Þátturinn verður endurtekinn á morgun kl. 15.03. - í þessum þáttum verður horft um öxl og ýmsu því gefið auga, sem á döf- inni var á norrænu tækniári, auk þess sem tekin verða saman brot úr áðurnefndum þáttum um upp- lýsingaþjóðfélagið. - Umsjónar- maður er Steinunn Helga Lárus- dóttir. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Hentirðu prinspólóbréfinu þarna? hr Ég ætlaði aldrei að skilja 'f það eftir. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 21. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.