Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 16
Helga Jónsdóttir, afgreiðslustúlka: Nei, það hef ég nú ekki gert, enda á maður nóg með sjálfan sig. —SPURNINGIN — Tekurðu þátt í fjársöfn- unum handa bágstödd- um núna um jólin? Þorvaldur Ólafsson, kennari: Já, eitthvað létum við af hendi rakna til Hjálparstofnunar kirkj- unnar núna eins og oftast áður. Sigurbergur Baldursson, tónlistarkennari: Einstaka málefni styður maður, en það er alveg útilokaö að sinna öllum þeim fjársöfnunum sem eru í gangi á þessum tíma. W/ T- ■■"wm t% Páll Ásmundsson, læknir: Jú, það höfum við nú lengi gert, og þá helst Hjálparstofnun kirkj- unnar og það sem þar er í gangi. 1 Ingibjörg Harðardóttir, nemi: Ég er nú ekki farin til þess í þetta skiptið, en það er helst að ég hafi stutt Hjálparstofnuninaog Rauða krossinn undanfarin ár. þiómnuiNN Mlðvikudagur 21. desember 1988 273. tölublað 53. árgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 TÍMAMÓTABÓK ÍSLENSKIR NASISTAR Eftir Hrafn og llluga Jökulssyni Úr ritdómi Össurar Skarphéðinssonar í Þjóðvilj- anum 17. desember: Frá því er skemmst að segja, að bók þeirra Jökulssona er með skemmtilegri bókum sem ég hefi lesið um margra ára skeið. Hún er afburða vel skrifuð, og gefur einkennilega heillandi innsýn íþáfallvöltu veröld sem varð til á árunum rétt fyrir stríð þegar strákar og stöku kall uppá íslandi skrýddu sig brúnum skyrtum og marseruðu með hakakr- ossinn um Reykjavík að hylla Adólf Hitler. • • • • Bræðrunum tekst með stílgáfu sinni að lyfta bókinni yfir það gil, sem skilur á milli góðrar blaðamennsku og alþýð- legrar sagnfræði. íslenskir nasistar eru nefnilega sagn- fræði án þess að verða nokkru sinni þurr lesning, og til frambúðar verður bókin án efa kölluð tilþegar heimilda er vant um þau snautlegu spor, sem fámenn hreyfing ís- lenskra nasista markaði í aðdraganda nýrrar heimsstyrj- aldar. • • • • Bókin er frábærlega uppsett af Birni Br. Björnssyni. Myndir eru margar og afar forvitnilegar, enda kitlar víst marga að sjá góðborgara sem á seinni árum hafa stjórnað bönkum eða tryggingafélögum marsera skrýdda haka- krossum og nasistafánum um götur borgarinnar. Aðrar myndir eru ekki síður merkar. • • • • Bókin er afburða skemmtileg og enginn sem hefursnefil af áhuga á stjórnmálum fyrr og nú getur látið hana framhjá sér fara. „Bókin íslenskir nasistar er lipurlega skrifuð. Höf- undar nota reynslu sína af blaðamennsku og sviðsetja atburði til að gera þá eftirminnilegri. Einnig er víða brugðið á það ráð að segja söguna út frá einstökum þátttak- endum. Þetta gerir bók- ina líflega og lœsilega... Hér er á ferðinni hin eigulegasta bók.“ DV-Páll Vilhjálmsson „Hrafn og Illugi Jökuls- synir eru ungir og hressir blaðamenn sem kunna að velja sér efni... Og ekki neita höfundarnir sér um að beina kastljós- inu að hinum kómísku hliðum málanna. Maður getur hlegið upp úr lestr- inum. “ Morgunblaðið - Erlendur Jónsson pZ&E&GQ Öðruvísi bækur Klapparstíg 25-27 Sími 621720 Hrafn Jökulsson 1 Illugi Jökulsson ISLENSKIR NASISTAR tr/aKOfi \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.