Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 9
berjasultu. Alveg eins og hjá mömmu ef sósan er ekki meðtal- in og svo hafði ég gleymt að kaupa rauðbeður en það gerði ekkert til, ég hafði aldrei verið gefinn fyrir þær. Það voru jól en engin hátíð í bæ. í útvarpinu var verið að spila bestu lögin með Donnu Summers og ekki hafði ég skreytt bæinn með skrautkúlum eða greni, bara kertin rauð á borðinu voru óhversdagsleg. Reyndar hafði ég arkað út í skóg á Þorláksmessu, vopnaður öxi sem ég hafði góð- fúslega fengið að láni úr verkfær- ageymslunni hjá Jósef Blom- qvist. Hvernig er líðanin? hafði hann spurt mig. Aldrei verið betri, hafði ég svarað og myndin af Súsí hafði svifið fyrir hugskotssjónum. Ég hafði ráfað um skóginn milli hrímugra trjánna og haft félags- skap af krákum og skjóm, gengið í fótspor héra og rádýra en ekki rekist á neitt lögulegt jólatré og þess í stað höggvið mér nokkrar greinar sem ég nennti svo ekki að burðast með tilbaka og kastaði aftur í skóginn. Ég bragðaði af matnum en hafði enga lyst, var orðinn mettur af reyknum af réttinum. Hugsaði heim og saknaði vina minna á fs- landi, saknaði fjölskyldunnar; systkinanna og þeirra barna, saknaði mömmu. Ég sat aleinn yfir hálfetnum matnum, nú væri Karítas eflaust heima hjá foreldr- um sínum og þau sætu við borð- stofuborðið í sparifötunum og létu messuna blása úr útvarpinu, alvöru jól. Ég stóð upp og gekk frá van- illuísnum og aprikósunum inn í fsskáp, á eftir þvoði ég upp. Svo var ekkert að gera nema opna pakkana að heiman. Systir mín sendi mér sokka, vasaklútur og sokkar frá bróður mínum og lítið bréf með; af hverju skrifarðu aldrei, ekki hress? í pakkanum frá mömmu voru síðar nærbuxur og nærbolur, það kom sér vel í þessum eilífa frystiklefakulda í Svíþjóð. Mamma skrifaði aftan á jólakortið sem var með mynd af kaffenntum torfbæ, að heima væri átta stiga hiti og regn. Ég raðaði gjöfunum á borðið, hafði jafnt bil á milli þeirra, stillti jólakortinu upp við síðu nærbux- urnar og starði á gjafirnar uns mynd þeirra brotnaði í tárvotum augum mínum. Ég leyfði tárun- um að renna og þau dropuðu hvert af öðru niður á eldhúsborð- ið, ég hætti að telja eftir tólf. Svo dæsti ég, dró andann djúpt og stóð upp og fór eftir viskíflösk- unni sem ég hafði keypt til að eiga á gamlárskvöld, en það var eins gott að opna hanan núna, ég hafði heldur ekki keypt neina Ólafur Haukur Símonarsori: Gauragangur Sumir eru svo yfirmáta jákvæðir að það er óþægilegt. Ég á við, þú gefur manni á kjaftinn og hann spyr áhyggjufullur hvort þú hafir ekki meitt þig í hnefanum. Halla var þannig. Móðganir hrukku af henni einsog vatn af gæs. Ef ég vildi vera andstyggilegur, gæti ég sagt að Halla hafi nærst á heimsku og vesaldómi annarra. Að minnsta kosti gat hún hnýtt á sig listilega hnúta til að geðjast allskyns rugludöllum; því magn- aðri heimska eða fólska sem á vegi hennar varð, því forlyftari gerðist hún. Halla var í þessum undarlega flokki manna sem tel- ur að öllum megi koma til nokk- urs þroska. Með öðrum orðum efni í meiriháttar líknarfélags- grána. Hún hefði látið krossfesta sig til ágóða fyrir Björgunar- hundasjóð svissnesku Alpalög- reglunnar ánþess að hugsa sig um tvisvar. Yfirleitt hef ég átt erfitt með að skilja fólk sem lítur þann- ig á að allt geti verið í fína lagi í veröldinni. Það varð mér meiriháttar and- legt áfall að koma heim til Höllu í fyrsta sinn og sjá fjölskyldu henn- ar slást um ryksuguna. í stað þess að gera úr því blóðugan harmleik hver ætti að vaska upp, flykktust menn að vaskinum og létu einsog þeir vissu ekkert skemmtilegra en fituga diska. Ég sem var alinn upp við heilbrigt rifrildi um það hver ætti að vaska upp eða tína saman fataleppana eða skipta um peru á klósettinu, hreinlega frík- aði út á þessum skátamóral. Með bros á vör tjáði mamma hennar mér að ég MÆTTI vöka blómin! Ég fékk ekki rönd við reist, Orm- ur Óðinsson, mesti blómamorð- ingi allra tíma (mér hefur meira- segja tekist að drepa alla þá kakt- usa sem móðir mín hefur borið niður í herbergið mitt), var skyndilega farinn að vökva tugi blóma með sjúklegt skátabros á vör. Pabbi hélt því oft fram að hún mamma sæi ekki skít. Þau þjörkuðu mikið um skít sem hann séen húnekki. Núgeturvel verið að hún hafi allsengan skít séð í þeirra hjónabandi. Líka getur verið að hún hafi séð hann en látist ekki sjá hann. Enda hróp- aði pabbi: Þú hlýtur að minnsta kosti að finna lykt! Pabbi var afskaplega lyktnæm- ur. Afbrigðilega lyktnæmur. Og hann sá, að minnsta kosti heima hjá okkur, skít og ryk alveg rosa- lega oft, víða og greinilega. Nefið á honum var stöðugt þrútið af völdum allskyns skítalyktar. En að honum dytti í hug að þrífa sjálfur þann skít sem hann sá alls- staðar, það var af og frá. Þess vegna vissi ég nú aldrei hvað hann var að rífa kjaft. Já, þau voru sannarlega dásamlegir upp- alendur. En sveimér, eftir að pabbi ýngdi upp hjá sér og flutti burt, hefur mamma aftur fengið lyktar- skynið, sjónin hefur stórlagast og hún má helst ekki sjá fituga diska, þá fer hún að brydda uppá því að einhver vaski upp. Svona er fólk, engum að treysta. Jæja, þetta var örlítill útúrdúr. Halla kom semsé að máii við mig í skólanum, sagðist hafa tekið það nærri sér að ég hljóp útúr afmælinu hennar fákiæddur. - Hver segir að ég hafi verið fáklæddur? - Þú gleymdir úrinu þínu niðrí herbergi Binna bróður. Mitt eina sanna fermíngarúr! Æ, komdu fagnandi gamli hjallur sem aldrei gengur rétt! - Gunna systir ætlaði að aka þér heim, en þá varstu gufaður upp. - Einkabflstjórinn minn sótti mig, ég þurfti að mæta í árbít hjá forsetanum. Hún horfði á mig þessum brúnu vitrænu augum sínum full- um af botnlausri aumíngjagæsku. - Getum við ekki verið vinir, sagði hún. Augnablik var ég sleginn útaf laginu. - Vinir? - Veistu ekki hvað orðið vin- átta merkir? - Ef það er eitthvað á milli karls og konu, þá snýst það um að annar aðilinn liggur á skurðar- borðinu, en hinn sker. jólagjöf handa sjálfum mér. Ég drakk þrjú glös hvert á éftir öðru. Klukkan var orðin átta, þá væri hún sjö heima og fólkið pakksatt og stynjandi, pabbi kominn með vindilinn á milli var- anna, kaffi og koníak fyrir fram- an hann. Ég gekk að símanum, leitaði í símaskránni að leiðbeiningum um milliríkja- samtöl, það var hægur vandi, 009 354, bíða eftir són, hálft svæðis- númer og svo númer foreldra minna. Píp, píp, suð og hringing og ég beið spenntur. Faðir minn svar- aði. Við buðum gleðileg jól og hann spurði hvernig ég hefði það, þakkaði mér bréfið en ég mætti skrifa oftar. Svo vildi hann vita hvort ég hefði sæmilegt kaup, fyrir honum er vinna það sama og kaup. Ég var þannig líka, þangað til núna. Á Solvalla er vinnan miklu meiri en kaupið en þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem mér finnst ég vera að gera eitthvað af viti, að vinna við eitthvað sem hefur gildi en er ekki bara kaldur fiskur eða steypa í eftir- og nætur- vinnu með dollaraess í augunum. Hér á Solvalla vinnum við fyrir fólk en ekki peninga. Mig langaði til að setja föður mínum allt þetta en hélt aftur af mér, hann færi að óttast um geðheilsu mína, sjálfur múrarameistarinn. íslensk orðsnilld Ingibjörg Haraldsdóttir ritstýrði. Spakmæli, smellin orðtök, skemmtilegir orðaleik- ir, djúpvitrar hugleiðingar um ástina, trúna, sam- télagið og listina frá Agli Skallagrímssyni.til Ein- ars Más Guðmundssonar. Bók sem er ótrúlega gaman að fletta upp í. Tilval- in gjöf handa öllum sem áhuga hafa á íslenskum bókmenntum og íslenskri hugsun. - Hvaðan hefurðu þessa speki? - Úr mannkynssögunni. - Er þá ekki til nein vinátta milli karls og konu? - Það er smuga um áttrætt. Eyvindur P. Eiríksson: Múkkinn Hann áttaði sig á því þegar hann vaknaði, að það var búið að henda helvítis hvalspikinu. Það hafði auðvitað verið skúrað á heimstíminu. Það var svo sem ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Mál imi og menning Sfftumúla 7-9. Slmi 688577. Laugavegl 18. Sími 15199-24240. L’STAN 'SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.