Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 12
De Chirico og pósimódemisminn Þegar ég dvaldi fyrsta vetur minn í Róm áriö 1967 bjó ég um tíma á Skandínavíska klúbbnum viö Via Condotti fyrir neöan Spönsku tröpp- urnar. Þá kom það fyrir að ég sá svipmikinn eldri mann úti á torginu fyrir neðan tröppurn- ar, eða þá að hann sat inni á Caffé Greco og drakk kaffi. Hann var vel til fara í Ijós- gráum jakkafötum með bindi, hvítmáluðum leðurskóm með hvítt hár, hallandi enni, nef- stór og varamikill og með augu sem lýstu af þunglyndi og einsemd. Um leið var í fari þessa manns ákveðið stolt og reisn sem virtist duga honum til þess að halda óviðkomandi í hæfilegri fjarlægð. Frumkvööull metafýsíska mál- verksins Mér fannst ég kannast við manninn, en áttaði mig ekki á því fyrr en ég hafði séð hann nokkr- um sinnum að þarna fór einn af brautryðjendum nútímamynd- listar í Evrópu: málarinn Giorgio de Chirico, sem átti heimili sitt þama við Spönsku tröppurnar og hafði um 50 árum áður skapað metafýsíska málverkið og opnað þannig nýjar gáttir sjónrænnar reynslu sem mörkuðu upphaf nýrrar aldar í evrópskri myndlist. Ég hafði kynnst verkum hans af bókum löngu áður en ég kom til Rómar: myndir sem sýndu sól- björt og mannlaus torg umgirt byggingum með bogagöngum, kannski var stytta á torginu eða lítil stúlka með skopparagjörð og kannski sást lest á ferð úti við sjóndeildarhringinn eða turn með blaktandi fána og klukku sem sýndi óræðan tíma; myndir sem voru svo hlaðnar af þögn, kyrrð og efnislegri nærveru en um leið svo tímalausar og langt handan áþreifanlegs veruleika að þær opnuðu fyrir manni ríki draumsins og dauðans og gerðu um leið hvort tveggja skiljanlegra og bærilegra. Eða þá myndir af gínum og spýtuköllum með egg- laga andlitslaus höfuð sem áttu í einhverjum merkingarlausum samskiptum inni á einhverri undarlegri vinnustofu eða á leiksviði þar sem fölgrænn him- inn með stöku skýi myndaði leiktjöldin og kannski stöku ein- mana hræða á vappi úti við sjón- deildarhringinn. Þetta voru myndir sem opinberuðu okkur annan heim, handan hins hvers- dagslega efnisheims, og Chirico hafði því réttilega kallað þessa myndlist metafýsíska. Hún var fyrirboði súrrealismans. í rómantískum anda En veturinn 1967 var súrreal- isminn ekki lengur nýlunda og því síður metafýsíska málverkið, og De Chirico hafði löngu þróað myndlist sína í aðrar áttir. Ég hafði séð nokkrar þessara mynda í sýningarsölum borgarinnar: myndir af trylltum hestum á sjáv- arströnd málaðar í anda rómant- ísku stefnunnar frá 19. öld, myndir af uppstilltum ávöxtum eða gömlum grískum goðsagna- verum og einnig myndir af málar- anum sjálfum íklæddum 17. aldar skartklæðum úr purpurarauðu silki málaðar með pensildráttum sem minntu á Delacroix, Cour- bert eða Renoir. Þetta hafði vak- ið furðu mína og ég varð var við það að þessi myndlist De Chirico var ekki hátt skrifuð meðal fram- sækinna myndlistarmanna í Róm á þessum tíma. Menn töldu hann ýmist vera orðinn geðveikan eða þá að hann væri genginn í bam- dóm eða einfaldlega genginn ein- hverju úrkynjuðu yfirstéttar- pakki á hönd sem vildi hafa í kringum sig slíka rómantíska 19. aldar þvælu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við óþægilegan samtíma. Deilan við André Breton Og þeir sem þekktu betur til þessarar sögu vitnuðu í deilu De Chiricos við André Breton frá því í kringum 1928, þar sem þessi framsýni spámaður súrrealism- ans lýsti því yfir að De Chirico væri eins og fallinn engill sem hefði glatað allri andagift og gæti ekki lengur aðhafst annað en að “falsa“ eigin æskuverk og kópí- era gamla meistara: „Til eru menn,“ sagði Breton, „sem voga sér að tala um ástina eftir að þeir eru hættir að geta elskað. Ég hef orðið vitni að þeirri sorglegu sýn að sjá De Chirico reyna að endur- skapa með sinni þungu hendi gamla mynd eftir sjálfan sig. Ekki vegna þess að hann tryði því að þessi athöfn gæti falið í sér ein- hverja hrærandi blekkingu eða afhjúpun, heldur vegna þess að hann fann von í því að geta selt sömu myndina tvisvar með því að líkja eftir ytra útliti hennar. í getuleysi sínu við það að vekja upp í sjálfum sér eða okkur liðnar tilfinningar hefur hann þess í stað sett á markað mikinn fjölda fals- aðra mynda, sem eru andlausar eftirlíkingar og þar að auki með fölsku ártali. Þessi svik við kraftaverkið hafa þegar við- gengist allt of lengi.“ Þessi harði dómur André Bret- on frá árinu 1928 (sjá Súrrealism- inn og málaralistin) loddi enn við De Chirico árið 1967, menn litu varla í alvöru við þeim verkum sem hann hafði gert eftir 1925 og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að menn hafa vogað sér að taka hann til endurskoðunar og reyna að sjá eitthvað samhengi í ævistarfi þessa meistara metafýs- íska málverksins. Hefur það einkum verið gert á yfirstandandi ári (m.a. með yfirlitssýningu á verkum hans í Feneyjum), en De Chirico var fæddur árið 1888 og hefði því orðið 100 ára í ár. „Pictor classicus sum“ Og það undarlega gerist að nú er það unga kynslóðin og „fram- úrstefnumálararnir" sem kenna sig við „póstmódernisma", sem hafa tekið hann upp á arma sína, og það réttilega, því þegar ævi- verk De Chiricos er skoðað í heild kemur í ljós að hann var í raun búinn að vera eins konar póstmódernisti í hugsun allt frá þvf að hann fékk vitrun sína frammi fyrir málverki Tizians af „Amor sacro e profano“ í Borg- hesesafninu í Róm árið 1919. Þá stóð yfir sýning hans í galleríi á Via Condotti, og hann segir frá því að í kæfandi sumarhitanum hafi hann leitað skjóls í safninu og frammi fyrir þessari frægu mynd „sá ég eldtungur fara um salinn um leið og ég heyrði vopnagný og lúðraþyt undir skjannabjörtum himninum úti- fyrir, rétt eins og hinir réttsýnu andar væru þar að boða nýja endurreisn.“ Og De Chirico, þessi djarfi frammúrstefnumálari settist sem nemandi við fótskör gömlu meistaranna og byrjaði á því að kópíera mynd eftir Lor- enzo Lotto. Hann afneitaði síðan fyrri framúrstefnuverkum sínum í metafýsísku málverki og kópíer- aði næst með táknrænum hætti málverk Rafaels af heimkomu týnda sonarins. Sá verknaður var táknrænn vegna þess að með því að setjast að fótskör gömlu meistaranna með þessum hætti vildi De Chirico snúa aftur til hins heiðarlega handverks málaralist- arinnar, til hefðarinnar sem hafði lent á villigötum. Skömmu síðar skrifaði hann grein sem bar heitið „Afturhvarf til handverksins" þar sem kjarni boðskaparins var orðaður í þrem orðum: „Pictor classicus sum“ - ég er klassískur málari. Eftir þetta urðu tæknileg atriði olíumálverksins eitt megin- viðfangsefni Chiricos og tveim árum síðar lýsti hann því yfir að öll málaralist í Evrópu frá og með Caravaggio (um 1600) væri úr- kynjuð. Horft til fortíðar De Chirico var þó ekki sam- kvæmur sjálfum sér í þessari yfir- lýsingu frekar en svo mörgu öðru, og fyrstu breytingarnar sem koma fram í verkum hans eftir þetta afturhvarf eru þau að Svalir l Flórens, olíumálverk frá 1923. Sjálfsmynd frá 1924.1myndinni sjáum við mynd af Hstamanninum andspænis höggmynd af sjálfum sér. Myndin gefur til kynna tvískiptan og þver- stæðufullan persónuleika listamannsins. Hinir guðdómlegu hestar Akillesar, Balio og Xanto. Olíumálverk frá 1963. með ávöxtum, uppstillingar í ný- klassískum stfl, naktar konur og allegóríur með nöktum konum, sjálfsmyndir, gínumyndir með grísk-rómverskum rústum, róm- verskar villur, rómverskir gladí- atorar og að lokum eftirlíkingar á málverkum gamalla meistara, þar á meðal eftirlíkingar á eigin verkum frá metafýsíska tíman- um. Gegnumgangandi í öllum þessum myndefnum er viss róm- antísk kennd, en þó fyrst og fremst sú athyglisverða afstaða málarans, að þótt hann kasti hinu metafýsíska málverki fyrir róða þá snýr hann sér ekki að því að mála viðfangsefni úr samtíman- um, heldur verður viðfangsefnið það að túlka liðinn tíma með söknuði og setja sjálfan sig í sam- band eða samhengi við fortíðina í gegnum málverkið. Einkum er fróðlegt að skoða þetta í gegnum sjálfsmyndirnar, sem eru mjög margar og flestar í háum gæða- flokki. Af þeim má ætla að málar- inn hafi verið nokkuð upptekinn af sjálfum sér og í sumum þeirra málar hann sjálfan sig sem skartklæddan yfirstéttarmálara í 17. eða 18. aldarbúningi, að því er virðist án nokkurrar sjálfsírón- íu. Gömlu meistaramir voru hon- um einum samboðnir sem félags- skapur og viðmiðun. Póstmódernist- inn De Chirico Hvað er það sem De Chirico á sameiginlegt með þeirri til- hneigingu í samtímanum, sem kennd hefur verið við póstmódernisma? Jú, það er einkum tvennt: f fyrsta lagi er það afturhvarfið til handverksins, það að hefja olíu- málverkið sem handverk til vegs á nýjan leik eftir þá kreppu sem það hefur gengið í gegnum í um- byltingum tækni- og upplýsinga- samfélagsins. Þetta er það sama og gerðist fyrir nokkrum árum með „nýja málverkinu“ svokall- aða, sem í upphafi einkenndist af grófum og á stundum rudda- fengnum expressíónisma, en hef- ur síðan leiðst inn á margar ólíkar brautir. Fyrir De Chirico fól handverk og hefð málaralistarinnar í sér sinn eigin tilgang og réttlætingu eins og kemur fram með athyglis- verðum hætti í „morgunbæn sanns málara“ sem hann hafði gjaman yfir, samtímalistinni og fyrri félögum sínum til háðungar: „Góði Guð, gefðu að málarastarf mitt megi stöðugt fullkomnast, gefðu að ég megi taka stöðugum framförum í meðferð efnisins allt til míns hinsta dags, hjálpaðu mér, góði Guð, umfram allt að leysa hin efnislegu vandamál málarastarfsins...því nú er svo komið að hin andlegu og meta- fýsísku vandamál eru leyst af gagnrýnendunum og mennta- mönnunum". De Chirico var bitur út í sam- tímann og hafði enga trú á list hans. Vantrú hans var fyrst og fremst byggð á rómantískri til- finningu. Hugmyndalega hafði hann á yngri árum mótast af heimspeki Nietzsches, Schopen- hauers og Otto Weiningers. Hann trúði hvorki á rökhyggju Hegels né frönsku upplýsingar- stefnuna og hafði forakt á borgar- astéttinni fyrir skynsemistrú hennar. Gagnrýni hans á samtí- mann var í rauninni neikvæð og fhaldssöm og byggð á andrökhyg- gju eins og vel má sjá í myndum hans. Engu að síður voru bylting- arsinnaðir súrrealistar eins og Louis Aragon, Paul Eluard og Marx Ernst meðal nánustu vina hans og þversagnimar í lífi hans og starfi sjást meðal annars í því að hann lagði efni til tímaritsins „Súrrealisminn í þjónustu bylt- ingarinnar" ásamt með þessum félögum sínum í byrjun 4. áratug- arins. Tilvísun í liöna tíö { öðru lagi á De Chirico það sameiginlegt með póstmódernist- unum að horfa til fortíðarinnar og setja sjálfan sig í samhengi við hana í gegnum málverkið. Þótt í rauninni sé ekki hægt að tala um póstmódernismann sem :stefnu, heldur frekar sem óljósa til- hneigingu í tíðarandanum, þá er það eitt megineinkenni á málur- um er vinna í anda þessarar til- hneigingar (t.d. Erro og Helgi Þorgils Friðjónsson), að þeir byggja mikið á tilvísunum í eldri verk og endurvakningu eldri stfl- tegunda. Póstmódemisminn er þannig sögulaus og „hlutlaus" eða ógagnrýninn í afstöðu sinni Dularfulla baðið. Olíumálverk frá 1973. hann fer að tileinka sér með svo- lítið nýjum hætti áhrif sem komið höfðu fram í fyrstu æskuverkum hans frá síðrómantískum málur- um eins og Arnold Böcklin (1827-1901) og Max Klinger (1857-1920). Sú rómantíska arf- leifð birtist síðan með ólikum hætti í mörgum síðari verkum hans sem skipta má í ólíka flokka: goðsagnamyndir úr gríska goða- heiminum, hestar á strönd, hest- ar og riddarar, kyrralífsmyndir Ólafur Gíslason skrifar um myndlist til samtímans, og ein meginregla póstmódernismans er sundur- gerð og samhengisleysi undir mottóinu „allt er leyfilegt" (já, því ekki það?). Afturhvarfið er þannig ekki bara tæknilegt afturhvarf til gam- als handverks, heldur líka hug- myndalegt að því er tekur til stfls- ins eða yfirborðsins, en stfllinn er um leið sviptur sínum fyrri veru- leikatengslum og orðinn hreinn manérismi eða túlkun á tengslum fortíðar og nútíðar. Sagan endurtekin Slíkt afturhvarf og endurvakn- ing fornra dyggða hefur verið reynt oft áður í myndlistarsög- unni og undir ýmsum former- kjum. Þannig hóf nýklassíska stefnan á seinni hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar hina fornu grísk- rómversku list til vegs í nafni upp- lýsingastefnunnar og vaxandi borgarastéttar. Þekktur fulltrúi hennar hér á landi er Bertel Thorvaldsen. Við sjáum einnig dæmi þessa í Arts and Crafts- hreyfirigunni á Bretlandi á miðri 19. öldinni þar sem útópíusósíal- istar eins og William Morris og J. Ruskin réðust gegn afleiðingum iðnvæðingarinnar í Bretlandi og vildu endurvekja handverk mið- alda og endurlífga gotneska byggingarstflinn. Sú list sem nas- istar og fasistar höfðu mestar mætur á í Evrópu á millistríðsár- unum var einnig eins konar blóð- laus endurlífgun á samblandi af klassískri og síðrómantískri list. Aö lifa söguna En hver er hinn hugmynda- fræðilegi grundvöllur póstmód- ernistanna? Hann er kannski ekki til nema sem neikvæði módernismans: af- neitun á þeirri hugmynd um ein- ingu og sögulegt samhengi sem gengið hefur í gegnum listasög- una eins og rauður þráður. Sagan er ekki lengur ein, heldur marg- ar, og þær stefna í margar áttir. Söguleysið verður jafnframt tak- markalaust frelsi, líkt og Marx ímyndaði sér í hinu fullkomna sameignarsamfélagi, þar sem öllum mótsetningum hefur verið eytt og einstaklingurinn getur dundað sér við kökubakstur að morgni, skipasmíðar um miðjan daginn og setið í stjórnarráðinu um eftirmiðdaginn. Var þúsund ára ríkið ekki þannig? Þá hættir sagan og ótakmarkað frelsi og ótakmarkaðir valkostir taka við. Hvers vegna ekki? Mega ekki þúsund blóm blómstra? Hvað er athugavert við það? Munurinn á allsnægtasamfélagi nútímans og allsnægtasamfélagi kommúnism- ans er fólginn í því að annað er sjálfsblekking og hitt er framtíð- ardraumsýn. Á meðan við höfum andstæður í þjóðfélaginu, þá höf- um við sögu. En þegar kommún- isminn kemur og hinn raunveru- legi póstmódemismi getur farið að blómstra fyrir alvöru, þá er hætt við að sumir muni horfa með eftirsjá til þess tíma þegar ands- tæðumar blómstmðu og menn fengu að lifa söguna. Það er kannski hluti af því að vera mað- 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.