Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 24
Litli bróðir Krísts Minnstu munaði að Kína yrði kristið ríki um miðja síðustu öld. Imperíalistar snerust gegn fjöldahreyfingu Hins himneskafriðarríkis og vestrœnir trúboðar slíkt hið sama, enda frávikinfrá hefðbundnum kristindómi mörg og stór Dagskipunin að fara og gera allar þjóðir að lærisveinum hefur kristnu fólki að vonum virst mis- jafnlega árennileg gegnum tíð- ina. Kínatrúboðið á síðustu öld hefur trúlega verið með önugustu verkefnunum, þó ekki væri nema vegna yfírvættis fjölda „heiðing- janna“ sem í landinu var að finna, enda stundum til þess vitnað að hægt hafi gengið að turna Kín- verjum, bæði á bókum og í öðr- um miðlum, og framtakið jafnvel talið óvinnandi vegur eða tekið sem dæmi um hverja aðra klepps- vinnu. Hér hjá okkur gera til að mynda bæði Halldór og Þórberg- ur sér mat úr þessu eilífðarverk- efni - í Brekkukotsannál og Bréfi til Láru - og sama er uppi á ten- ingnum í nýlegri, breskri verð- launamynd, Chariots of Fire, svo örfáein dæmi séu nefnd. Fyrir bragðið er sérkennilegt að líta til baka núna um hátíðarn- ar og rifja upp fyrir sér stórtíðindi í trúarlegum efnum í þessu sama landi um miðja síðustu öld er upp spratt fjöldahreyfing sem mætti sér til hægri verka kalla sambland af bændauppreisn og kristind- ómi, og er þetta í eina skiptið í sögu Kínaveldis að landsmenn flykktust undir merki krossins. Þetta var Taiping-uppreisnin, ein hin sérkennilegasta og blóðug- asta sem sögur fara af, en hún var alvarlegasta ógnunin við veldi Mansjú-þjóðflokksins og þar með Qing-ættarinnar, síðustu keisaraættarinnar sem rikti í landinu. Taiping-uppreisnin gróf svo mjög undan henni að hún bar ekki sitt barr eftir það þótt dauðastríðið teygðist fram til 1911 er lýðveldisstjórnarformið leysti keisaradæmið af hólmi eftir að hið síðamefnda hafði verið við lýði árþúsundum saman. Vitranir eða órar Allt hófst þetta með manni að nafni Hong Xiuquan, lærdóms- manni af þjóðflokki Hakka, og hafði það fólk hrakist frá Norður- Kína til suðurhluta landsins í Mongólainnrásunum endur fyrir löngu er þeir frændur herjuðu Gengis og Kublai Kan. Öðrum sunnlendingum þóttu Hakkar ekki sérlega uppúrstandandi fólk og gerðu hlut þess lítinn, og fýrir sitt leyti hafði Hong Xiuquan fimmtán ára heilsteyptan fallferil að baki í keisaralegu embættis- mannaprófunum og þóttist ekki þurfa frekari vitna við um þá mis- munun sem hann og hans fólk mátti sæta. í æsku hafði hann séð sýnir í veikindum sínum, og er hann komst síðar í tæri við þýdd- ar glefsur úr Ritningunni varð hann sannfærður um að sjúkraór- arnir hefðu verið opinberanir frá Guði. Biblíuþýðingar þessar voru brotakenndar og ófullkomnar og kristindómshugmyndir Hongs því ekki með öllu hefðbundnar. Ein heimild greinir frá því að trú- boði nokkur hafi neitað honum um skím þar sem „hugsun hans væri þokukennd,“ en hann gerði sér þá hægt um hönd og stofnaði sína eigin hreyfingu. Titillinn sem hann tók sér var Tianwang sem útleggst Hinn himneski konung- ur, en ríki sitt nefndi Hong Taip- ing Tianguo eða Himnaríki frið- arins. Fimm helstu leiðtogar „Guðsdýrkendanna" fengu einn- ig konungsnafn, og eftir að til átaka hafði komið milli þeirra og keisaralegra hermanna vegna fyrirhugaðrar skattlagningar á nokkra námumenn sem fylgdu hinum fýrmefndu að málum tóku þeir að skipuleggja sig á her- mennskunótum og lýstu því yfir að bylting gegn Qing-ættinni væri hafin. Velgengni Þetta var árið 1851 og fór hreyfingin eins og eldur í sinu frá Suður-Kína og norður í Yangste- dalinn. Alls staðar þar sem frið- arherirnir fóru um hvöttu þeir smábændur og aðra fátæklinga til að rísa gegn landeigendaaðlinum og spilltum embættismönnum og fengu góðan hljómgrunn, enda margfaldaðist tala Guðsdýrk- enda á skömmum tíma. Ekki spillti heldur að hermenn keisar- ans gerðust liðhlaupar í stómm stíl, og árið 1860 var svo komið að Hong og fylgismenn hans réðu Hong Xiuquan, Hinn himneski konungur. Sú krafa hans að vera álitinn yngri bróðir Krists var meira en trúboðakirkjumar í Kína á síðustu öld gátu kyngt. hálfu Kínaveldi og höfðu gert Nanking að höfuðborg sinni. Eftir á að hyggja telja menn ein- sýnt að fyrirstaða Qing-keisara hefði ekki verið teljandi ef þeir friðarhermenn hefðu lagt kapp á að ná Peking á sitt vald, og þar með væri keisaradæmið fallið. Hong og hans fólk tók þó ekki þennan kostinn og fyrir bragðið tókst hirðinni í Peking að reisa her og afla bandamanna, jafnt ut- anlands sem innan. En þótt Taiping-uppreisnin ■ > % •• :■.'.■ ".v •"■■.• ■■ ; » ' i. ■ Flóttinn frá Egyptalandi. Mynd þessa gerði kristinn, kínverskur listamaður á síðustu öld. í sjálfu sér ekki óeðlilegra að þessi gamla saga úr Miðausturlöndum dragi dám af umhverfi listamannsins en til að mynda altaristöflur ýmsar í íslenskum kirkjum. Myndin er tekin að láni úr fróðlegri bók Jóhanns Hannessonar: Lönd og lýðir, Austur-Asía, 20. bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. beindist gegn keisaradæminu var hér umfram allt á ferðinni trúar- vakning, þótt deila megi um hversu klárt og kvitt hið boðaða orð hafi verið sem við var stuðst; biblíunni var dreift frítt, boðorð- in tíu í heiðri höfð sem og trúin á einn, sannan guð. í þessum punkti voru Guðsdýrkendur reyndar trúir uppruna sinna trú- arbragða áð því er viðkemur um- burðarleysi gagnvart öðrum trú- arbrögðum, en slík afstaða hefur löngum verið Kinverjum fram- andi. Hinn himneski konungur ríkti sem einvaldur, til hans var leitað um kórréttan skilning er menn greindi á í trúarefnum, og orð hans voru lög. Hong Xiuquan tók sér titilinn litli eða yngri bróðir Krists, og er nú almennt talið að fyrir honum hafi einungis vakað að leggja áherslu á hollustu sína og bræðra- lag við Jesúm Krist, en titlatogið lögðu fjandmenn hans út á verri veg og töldu guðlast. f þessu sam- bandi má benda á þá fjölskyldu- pólitísku staðreynd að kínversk tunga á sér ekki orð yfir bróður - og reyndar ekki systur heldur - heldur er alltaf vísað til þess hvar bömin eru í aldursröðinni. í stað bróður er því annaðhvort talað um eldri eða yngri bróður, og á sama hátt um eldri eða yngri syst- ur. Þótt ekki væri fyrir annað sýn- ist Hong Xiuquan eiga sér ærnar málsbætur fyrir litlabróðurtitil- inn, þar sem ljóst má vera að hann gengst við hærri status Krists sem eldri bróður. Brœðralags- beyglur Guðsdýrkendurnir litu á kristniboðana í landinu sem sam- herja sína, en samherjar þessir áttu fyrir sitt leyti í hinum mestu beyglum með hvað þeir ættu að gera úr sínum óvæntu bræðram. Eins og áður sagði var Krists- bræðratal Hins himneska kon- ungs þeim mikill þymir í augum, og eins sú krafa hans að litið yrði á sig sem einn af spámönnunum. Þá hélt hann því fram að Heilagur andi byggi í lærisveinum sínum og að aðrir meðlimir Þrenningarinn- ar ættu sér konur. Að öllu saman- lögðu voru frávik þessi frá kenn- ingunni of stór biti að kyngja. Því var það að trúboðamir neituðu að styðja Guðsdýrkendur, og þar með urðu lfka vatnaskil í sögu Kínatrúboðanna. Valið stóð um að styðja Hong og þar með nýja tegund af fagnaðarerindinu, kín- verskan kristindóm, eða hafna þessum leiðtoga Taiping- uppreisnarinnar og sjá þar með á bak voninni um að tuma meiri- hluta þjóðarinnar til kristinnar trúar. Altént horfir málið ein- hvem veginn svona við okkur núna seint á 20. öldinni, en vafa- laust hafa kristniboðskirkjumar í Kína um miðja síðustu öld ekki áttað sig á hinum afdrifaríku af- leiðingum sem val þeirra átti þátt f að valda. Taiping-uppreisnin var magn- aðasta bændauppreisn í sögu hins keisaralega Kínaveldis og að sumu leyti fyrirrennari annarrar og afdrifaríkari sem enn er ekki séð fyrir endann á: Líkt og kommúnistar á okkar öld sóttu Guðsdýrkendur hugmynda- gmndvöllinn til útlanda en löguðu hann að aðstæðum heima fyrir eins og þeim sýndist og best þótti henta. En þar fyrir er óþarfi að draga viðtengingarháttarsagn- fræðivangaveltur þessar út í það fen að sjá yfirtak mikil líkindi með Maó formanni og Hong himnakóngi, og Jósef Stalín og gengnum trúboðum fyrir austan, þó aldrei nema Djúgasvili hafi gengið í prestaskóla á sinni tíð. Alvörumenn- ingarbylting En hitt er engin lygi að Taiping-uppreisnin boðaði mikla menningarbyltingu, merkari miklu þeim miðstýrðu skríls- látum sem nýlega hafa hlotið þetta nafn í Miðríkinu og er mikið öfugmæli. Guðsdýrkendur bönnuðu einkaeign og gerðu land og lausa muni upptæka í þágu ríkisins og var ætlunin að hinar himnesku fjárhirslur mættu vera hermönnum jafnt sem óbreyttum borgumm nægtabúr. Engum átti að mismuna, og hefur stundum verið talað um „fmmstæðan kommúnisma“ af minna tilefni. í Himnaríki friðarins var margskyns löstum sagt stríð á hendur; ópíumreykingar vom harðbannaðar og sömu hanter- ingu fengu tóbak og áfengi. Slíkt hið sama fjárhættuspil, vændi, fjölkvæni og þrælasala. Þá var lagt bann við þeim yfirstéttarósið að reyra fætur kvenna, og raunar má segja að hlutur þeirra hafi verið leiðréttur svo að lyginni er líkast meðan Himnaríki friðarins var og hét. Sem amen eftir þessu efni mætti vísa til Maós kallsins aftur, en konur vom margar hverjar meðal hans hörðustu stuðningsmanna. Altént meðan baráttan fyrir réttlátara þjóðfé- lagi var og hét um og fyrir miðbik þessarar aldar, rétt eins og raunin hafði verið hundrað ámnum fyrr. Hjörleifur Sveinbjörnsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.