Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. desember 1988 274. tölublað 53. árgangur l Ríkisstjórnin Borgaralegir huldumenn AðalheiðurBjarnfreðsdóttirogÓUÞ. Guðbjartsson tryggðuframgang bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. BenediktBogasonáleiðinniinnog styður stjórnina. Tekjuöflunarfrumvörpígegn.Fjárlögafgreiddstrax eftir áramót Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og ÓIi Þ Guðbjartsson þingmenn Borgaraflokksins, tryggðu af- greiðslu bráðabirgðalaganna í neðri deild Alþingis í gær. I gær- kvöld tryggði Aðalheiður síðan framgang frumvarpa um vöru- gjald og tekju- og eignarskatt. Þriðji „huldumaðurinn" er á leið inn á Alþingi. En Benedikt Bogason, sem kemur inn fyrir Al- bert Guðmundsson, sagði Þjóð- viljanum að hann hefði sennilega greitt atkvæði eins og Aðalheiður og Óli. Hann sæi enga ástæðu til að fella stjórnina. Það yrði að gefa stjórninni tækifæri til að rétta atvinnulífið við. „Ef hún slumpast í gegnum jól og áramót stendur hún alla vega fram á haustið," sagði Benedikt. Samkomulag var gert á milli flokknana í gær um að afgreiða tekjuöflunarfrumvörpin í dag og verður sennilega fundað fram á kvöld í efri deild. Fjárlagafrum- varpið verður síðan afgreitt fyrstu dagana í janúar. Borgaraflokkurinn er ekki heill í afstöðu sinhi til stjórnar- innar og ágreiningur er um vara- formannsembætti flokksins. -hmp/phh Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Óli Þ Guðbjartsson tryggðu meirihluta ríkisstjórnarinnar í neðri deild í gær. Hér sést Aðal- heiður hin rólegasta á meðan sjálfstæðismenn krunka sig sam- an, og Óli sitja hjá á meðan full- trúar Kvennalista og Sjálfstæðis- flokks greiða atkvæði gegn stjórninni. - Mynd: Jim Félagsmálastofnun Reykjavíkur Yf irborganimar ekki til okkar Hördís Hjartardóttir: Það er alrangt hjáÁrna Sigfússyni að við séum yfirborguð. Mjög ólíklegt að takist að manna Breiðholtsútibúið ef ekkert verður að gert Við sem störfum á Félagsmála- stofnun Reykjavíkur könnumst ekki við neinar yfirborganir. Kannski formaður Félagsmála- ráðs eigi eftir að senda okkur þær. Við bíðum spennt eftir að fá þessa yfirborgun, það kemur sér vel nú þegar maður þarf að fata sig upp fyrir jólin, sagði Hjördís Hjqrtardóttir félagsráðgjafi. Árni Sigfússon formaður Fé- lagsmálráðs hélt því fram í Þjóð- viljanum í gær að Félagsmálaráð hefði gert ýmislegt til að bæta vinnuaðstöðu félagsráðgjafa og ma. væru þeir sem störfuðu hjá stofnuninni yfirborgaðir. Einnig lét hann þess getið að fjölgað hefði um 3 starfsmenn á þessu ári og von væri á einum til viðbótar. En Árni lét þess ógetið að mála- fjöldinn hefur vaxið mjög ört að undanförnu. Allt útlit er fyrir að starfsemi útibús Félagsmálastofnunar í Breiðholti lamist strax á næsta ári vegna manneklu. Ef ekkert verð- ur að gert verður aðeins einn fé- lagsráðgjafi þar við störf og það aðeins í hálfu starfi. Nú starfa fimm félagsráðgjafar þar. - Það liggur á borðinu að á meðan að þeir sem starfa á Fé- lagsmálastofnun eru lægst launaða fólkið í stéttinni, þá sæk- ir enginn um þau störf, sem losna, sagði Hjördís, og bæti við að í nóvember hefðu stöðurnar í Breiðholtsútibúi verið auglýstar en hún vissi ekki til að neinn hefði sótt um. Hvorki Árni né Sveinn Ragnarsson félagsmálastjóri voru þeirrar skoðunar að erfitt yrði að manna útibúið. Fari hins vegar svo að það gangi ekki að ráða fólk til starfa, má búasat við að mjög alvarlegt ástand skapist í félagsmálum þeirra sem þar búa og hafa þurft að leita til stofnunarinnar.- - Það er útilokað að aðrir starfsmenn geti bætt á sig þeim verkum sem unnin hafa verið uppi í Breiðholti og það er alvar- legt mál ef ekki verður hægt að sinna þeim fjölda mála sem þar koma upp og sérstaklega þeim barnaverndarmálum sem eru fjölmörg í svona barnmörgum hverfum eins og Breiðholtshverf- in eru, sagði Hjördís. Grímsey Nærengin \K ik^i Á þessum árstíma gætir dags- birtu norður við heimskautsbaug sáralítið eða í 2 -3 klukkustundir á degi hverjum sem er mun minna en á höfuðborgarsvæðinu og þyk- ir þó mörgum þar nóg vera af skammdeginu. Að sögn Huldu Víkingsdóttur í Grímsey verða heimamenn ekki svo mikið varir við þennan stutta sólargang þar sem snjór er á jörðu og því bjartara yfir en ef hann væri ekki. AUir bátar eyjar- skeggja eru hættir veiðum og verða nokkrir þeirra geymdir yfir hátíðarnar ýmist á Akureyri, Dalvík eða Húsavík þar sem ekki þykir á það treystandi að geyma þá í heimahöfn. -grh 2 dagar til jóla Ellefti var Gáttaþefur, aldrei fékk sá kvef. Þessi Gáttaþefur er skeggprúður mjög, en hann er ættaður norðan úr landi. Það er hann Kári Er- lingsson, 6 ára, Vanabyggð 10c á Akureyri sem teiknaði þennan myndarlega jólasvein. Gáttaþefur ætlar að koma við í Þjóðminjasafninu í dag kl. 11, og þar verða líka börn af skóladag- heimilinu á Seltjarnarnesi sem ætla að flytja leikþátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.