Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 4
Hjúkrunarfræðingar Eftiraldar stööur hjúkrunarfræöihga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslu- stööina á Djúpavogi. 2. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslu- stööina í Ólafsvík. 3. Staöa hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stööina í Hólmavík. 4. Staöa hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stööina á Þórshöfn. 5. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað, Noröfirði. 6. Staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslu- stöðina á Akranesi. 7. Staða hjúkrunarfræöings viö Heilsugæslu- stöö Suðurnesja í Keflavík. 8. Staða hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúösfirði og Stöövarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf viö hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráöuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 19. desember 1988 Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuö 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síöasta lagi 27. þ.m. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaöan mánuð, talið frá og meö 16. janúar 1989. Fjármálaráðuneytið RATSJÁRSTOFNUN Deildarstjóri á sviði hugbúnaðar Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra á sviði hugbúnaöar. Umsækjandi skal hafa há- skólapróf í verkfræöi eöa tölvufræði og reynslu í að hanna og koma upp tölvukerfum fyrir raun- tímavinnslu. Jafnframt þarf viðkomandi að hafa reynslu í forritun og verkefnisstjórnun og geta unnið sjálfstætt að skipulagningu verkefna. Mjög góð enskukunnátta er áskilin. Starfiö hefst meö u.þ.b. þriggja ára dvöl viö störf erlendis til þess að taka þátt í verkefnastjórnun viö uppbyggingu nýs ratsjárkerfis. Umsóknir berist í síðasta lagi 6. janúar 1989 til: Ratsjárstofnunar Laugavegi 116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík bt. Jóns E. Böðvarssonar Útför bróður okkar Gunnars Össurarsonar húsasmíðameistara frá Kollsvík, Rauðasandshreppi fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. desember kl. 10.30. Sigurvin Össu rarson Guðrún Össurardóttir Torfi Össurarson FRÉTTIR Iðnvöruinnflutningur Fráleit samkeppnisstaða Kristbjörn Arnasonformaður Félags starfsfólks í húsgagna- iðnaði: Óeðlileg samkeppni við niðurgreidd og niðurpínd laun að er fráleitt að ætlast til þess að íslenskir launamenn starfi í samkeppni við vinnukrafta fólks í löndum þar sem starfsfólk er ekki launafólk í okkar skilningi, held- ur nánast þrælar, segir Krist- björn Árnason formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Á þingi ASÍ fyrr í vetur var tekin til umfjöllunar ítarleg til- laga frá félaginu þar sem vakin var athygli á stórfelldum inn- flutningi á niðurgreiddum iðnað- arvörum frá Asíu-Iöndum og margvíslegum ríkisstyrkjum við iðnaðarframleiðslu í Evrópu og víðar sem innlendir aðilar eiga í harðri samkeppni við á markaði hérlendis. Þingið fól miðstjórn ASÍ að fjalla sérstaklega um þau atriði sem tilgreind eru hér að neðan og kynnt voru þingfulltrúum. í tillögu félagsins sem lá fyrir þinginu var m.a. gerð sú krafa til stjórnvalda að þau heftu að veru- legu leyti innflutning á vörum frá löndum þar sem launafólk er kúgað og einnig sé óeðlilegt að kaupa inn í landið vörur þar sem ríkið greiðir allt að 3/4 hluta af launum starfsmanna. - Þessi dæmi sem við tíndum til sru til að vekja fólk til umhugsun- ar um stöðu þessara mála. Það sér það hver maður að það er frá- leitt að ætlast til þess að launafólk á íslandi geti verið í samkeppni við þjóðir með þessi niður- greiddu eða niðurpíndu laun, segir Kristbjörn Árnason. Dœmisögur Arðrán og ríkisgreidd laun Prjár dœmisögur sem skýra nœr vonlausa samkeppnisstöðu íslensks húsgagnaiðnaðar r Idanskri húsgagnaverksmiðju á Jövu í Indónesíu starfa 300 starfsmenn og hafa í vikulaun um 30 dollara eða um 1380 krónur. Vinnutíminn á viku er um 50 tímar svo dagvinnukaupið er um 28 kr. Laun 20 starfsmanna í þessari verksmiðju samsvara launutn eins starfsmanns í hús- gagnaiðnaði hér á landi. „Sagan segir að ef belgískt hús- gagnafyrirtæki tekur í vinnu nýj- an starfsmann, þá greiðir belg- íska ríkið niður Íaun þess starfs- manns þannig að fyrstu tvo mán- uðina eru launin greidd að % af ríkinu, næstu 3 mánuði að helm- ingi og þar næstu þrjá að fjórð- ungi. Það er ekki fyrr en á átt- unda starfsmánuði sem fyrirtæk- ið greiðir sjálft launþeganum full laun. Enn segir sagan að þegar menn hafa lokið 8 mánaða þjálf- un, eru þeir sendir á stutt nám- skeið og eftir það byrja þeir sem byrjendur á nýjum vinnustað. Rúllettan snýst hring eftir hring. Þannig hljóma þrjár dæmi- sögur úr húsgagnaiðnaði hér- lendis og erlendis. - ig- Þetta er ein af dæmisögum um samkeppnisstöðu iðnaðar sem Félag starfsfólks í húsgagnaiðn- aði hefur kynnt fyrir þingfulltrú- um á ASÍ-þinginu. Verksmiðjan á Jövu er í raun- inni 7000 ferm. tjald þar sem vél- ar standa á staurum. Hún flytur út húsgögn í hundruða þúsunda tali þar á meðal til íslands. Á síðustu árum hafa verið flutt til landsins sófasett frá Kóreu í hundraða tali, í gegnum þýska umboðssala. Samkvæmt heimild- um húsgagnasmiða kostar leður- sófasett komið til Þýskalands um 10-15 þús. kr. Þar er það sett sam- an og með flutningi og tollum komið til íslands kostar það rúm- ar 40 þús. kr. Út úr verslun hér er sófasettið selt á nær 100 þús. krónur. Eingöngu vandað leður í svona sófasett kostar hér á landi um 45 þús. krónur. Þriðja dæmisaga húsgagna- smiða er um þekkt íslenskt fyrir- tæki sem hefur verið að gera stór- an sölusamning í Bandaríkjun- um. Samkvæmt þeirra heimild- um er þetta fyrirtæki nú að semja við belgíska aðila um framleiðslu á vörunni þarlendis, vegna þess hve launakostnaður er hár hér- lendis. Lesendabréf Líf fæstra núorðið er saltfiskur Athugasemdir við saltfiskspökkun íAustrið er rautt Halldór Laxness lætur eina persónu sína segja að lífið sé salt- flskur. Margir hafa notað þetta sem orðtak síðan, þegar þeir tala við verkalýðinn. Sagan „Áustrið er rautt“, eftir Einar Má Guðmundsson, sýnir að það er tímaskekkja. Einar lýs- ir af raunsæi félögum róttækra samtaka og verkalýð og sukki þeirra. Þetta er hluti af lífi hans. En þegar persónur Einars fara að pakka saltfiski gera þeir það þannig, að enginn hefur séð aðrar eins aðfarir í lífinu sjálfu. Líklega er það vegna þess að Einar hefur ekki gert nógu góða vettvangskönnun áður en hann réðst í að skrifa. (Kunningi minn telur aftur á móti frásögnina vera í samræmi við raunveruleikann, því sögumaður sé kolruglaður eftir vín og dóp þegar hann segir frá.) Auðvitað skipta svona smá- skekkjur engu máli. Kvikmyndir sem eiga að gerast á 16. öld geta verið jafngóðar þó að símab'num og bflum bregði þar fyrir. Ég hélt að ritdómarar eða aðrir myndu finna að þessu. En um það hef ég hvergi heyrt. Ef höfundur hefði látið skúra gólf eða færa bókhald öðru vísi en gerist í lífinu sjálfu, myndu rit- dómarar trúlega hafa gert at- hugasemdir, því líf flestra fslend- inga er þjónusta. Saltfískverkamaður 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.