Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1988, Blaðsíða 11
Fróðleikur af veiðiskap 1988 Stangaveiði 1988 Gunnar Bender og Guðmundur Guðjónsson skráðu Þeir Gunnar Bender og Guð- mundur Guðjónsson hafa tekið upp þá nýbreytni að skrifa eins- konar annál stangaveiðinnar á líðandi ári. Erlendis eru slík rit vinsæl meðal stangaveiðimanna og ekki dreg ég í efa að bók þeirra félaga mun líka vel. Peir eru raunar kjörnir til starfans, báðir ágætlega skriffærir og námur fróðleiks um veiðiskap, enda annar vel þekktur höfundur veiðipistla úr Morgunblaðinu og hinn úr DV. Gunnar er reyndar annálaður dugnaðarforkur af út- gáfusviðinu, búinn að rífa upp Sportveiðiblaðið á síðustu árum þannig að veiðimenn geta illa án þess verið. Bók þeirra, Stangaveiðin 1988, hefur að geyma fréttaannál stangveiðinnar frá síðasta sumri. Þeir rekja hverja á fyrir sig, greina frá því hvernig veiðin þró- aðist yfir sumarið og geta helstu merkisatriða. Þar á meðal fljóta vitaskuld lýsingar og myndir af stærstu löxunum sem veiddust á sumrinu, og þeir jafnvel bornir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON saman við fyrri metlaxa úr ánni. Þó er nokkur galli, að stórlax- anna er ekki alitaf getið. í bókinni er birtur sérstakur listi yfir fjölda veiddra laxa í flest- um ánum á liðnu sumri, og til samanburðar er veiði síðasta árs birt með, auk bestu veiði fyrr og síðar í viðkomandi á. Þar úir og grúir af merkum fróðleik, sem gaman er að velta vöngum yfir. í Hörðudalsá meir en sexfaldast veiðin til dæmis, fer úr 18 löxum í fyrra og upp í 116 í ár. Korpa (Úlfarsá) er ekki síður forvitni- legt dæmi. Veiðin á þessu ári fór úr 245 löxum í fyrra, og alla Ieið upp í 712 laxa. Það er hvorki meira né minna en röskur þriðj- ungur þess sem veiddist í Elliða- ánum (2006), og voru þó flestir búnir að afskrifa þessa hógværu og vatnslitlu á í túnfæti borgar- innar. Gaman hefði verið ef Gunnar og Guðmundur hefðu velt örlítið meira vöngum yfir því, afhverju þessi furðulega aukning stafi. Þeir láta að vísu fljóta með, að nokkuð hafi borið á flökkulöxum, en gera því ekki skóna hvort öll þessi mikla aukning stafi af þeim. Sé svo, þá hlýtur nefnilega Korpa senn að vera ónýt samkvæmt kenningum merkra fræðimanna af Veiðimál- astofnun um erfðamengun. Þessa rökrás má lengur spinna: Standi villulaxar undir stórum hluta eða SIGRÚN RAGNARSDOTTIR ef til vill allri aukningunni í Korpu, þá er líklegt að mestur hluti þeirra sé kominn úr nálæg- ustu hafbeitarstöðinni. Það er hins vegar stöð Veiðimálastofn- unar í Kollafirði. Og þá eru menn allt í einu andspænis þeim mögu- leika, að sú ríkisstofnun sem fjál- glegast hefur talað um erfðam- engun vegna hafbeitar sé ef til vill orðin einn umfangsmesti aðilinn að elæpnum! Eg hefði gjarnan kosið, að þeir félagar veltu hlutum sem þessum örlítið meira fyrir sér, en geri mér grein fyrir að Stangaveiðin 1988 er einungis fyrsta atrenna að röð bóka, sem vonandi verða árviss atburður fyrir okkur áhugamenn um veiði. Þeir taka hluti sem þessa betur fyrir næst. Þess má annars geta, að Korpa hefur sérstöðu meðal íslenskra laxveiðiáa, að því leytinu að Korpustofninn er meðal hinna smæstu. Því hefði verið fengur að þvf að fá upplýsingar um meðal- þyngdina úr Korpu. Frávik á henni miðað við undanfarin sumur hefðu ef til vill gefið vís- bendingu um hversu mikið magn veiddra laxa væru úr öðrum ám. Mikill kostur á þessari ágætu og fróðlegu bók er sérstakur þátt- ur sem Gunnar og Guðmundur hafa yfir silungsveiðina. Við, sem af og til förum í bleikju og sjóbirt- ing erum nefnilega miklu fleiri en laxatuðararnir, en gleymumst alltof oft þegar menn skrifa pistla um veiði. Gunnar Bender hefur að vísu verið manna iðnastur við að gera í DV grein fyrir þessari útbreiddu alþýðuíþrótt, sem sil- ungsveiðin er. Kaflinn er sérstak- lega fróðlegur og skemmtilegur, þannig er birt mynd af stærsta sjóbirting sumarsins, geysilegum dólgi, sem mældist 24 pund ný- dreginn úr Vesturhópinu. Það er gleðilegt til þess að vita, að bæði bleikjan og sjóbirtingurinn virð- ast vera á hægri uppleið. Kannski það stafi af því, að menn eru hættir þeirri ósvinnu að steypa geysilegri mergð laxaseiða í ár, sem í eðli sínu eru silungsár en ekki laxa. í næstu bókum væri svo gaman að sjá meira um bleikjust- ofna sem dyljast í margri frægri laxánni, má þar til dæmis nefna Hrútu, sem hefur ákaflega sterk- an og fallegan stofn sjóbleikju. Sjóbirtingurinn og sjóbleikjan eru hluti af einstakri arfleifð og við verðum að sinna þessum teg- undum miklu meir en til þessa, - gjarnan á kostnað laxadellunnar sem er löngu komin út í öfgar. Verðlag á veiðileyfum hefur á síðustu árum keyrt úr hófi, og það gladdi mig að þeir félagar tóku nokkuð rösklega á því máli í bók sinni. Þeir birta yfirlit yfir verð veiðileyfa í flestum helstu laxánum síðustu þrjú árin. Sá lestur sannfærir alla um okrið, sem menn stunda á leyfunum. Upplýsingar sem þeir birta til við- bótar um verð fyrir næsta ár, þar sem dýrustu dagar í bestu ánum kosta meira en 100 þúsund krón- ur eru enn frekari staðfesting. Eða einsog þeir félagar benda á: „Venjulegt launafólk hefur ekki efni á nema mola af kökunni Fyrsta Ijóðabók Sigrúnar Ragnarsdóttur Sigrún Ragnarsdóttir hefur gefið út fyrstu ljóðabók sína, sem nefnist 90 gráða mýkt. Þar yrkir hún í anda hins opna ljóðs um samspil tilfinninga og náttúru, um ástina, vináttuna og einsemdina og um viðskiptin við ljóðið, sem fyrst er framandi og fjarlægt, en síðan innan seilingar til „daðurs“ - og síðar „sam- bands“. Sigurður Þórir og Ingiberg Magnússon gerðu myndir við ljóðin. stóru og erlendum veiðimönnum hér á landi hefur heldur fækkað síðustu árin vegna hækkandi verðlags." Það er ágætt þegar þeir sem helst þekkja til benda á þessa ósvinnu. Það er af og frá, þegar ríkir útlendingar eða ríkis- bankar og önnur stórfyrirtæki eru farin að einoka þessa sérstöku útiíþrótt. Stangaveiðin 1988 er einkar góð bók fyrir alla sem áhuga hafa á veiði. Hún ber það með sér, að vera unnin í nokkrum flýti, þann- ig er afleitt að hafa hvergi efnisyf- irlit né nafnaskrá. Myndir eru margar og skemmtilegar. Þó fer ekki hjá því að manni blöskri á stundum, þegar maður sér ef til vill tugi Iaxa liggja eftir einn mann. Það er varla hægt að kalla veiði, fjöldadráp væri réttara orð. Kannski við ættum að taka aftur upp siði bresku lordanna sem veiddu hér um aldamótin. Þeir drógu einn til tvo laxa, grófu þá og fóru svo í kaffi... Nokkrar góðar veiðisögur eru að lokum birtar í bókinni. Hér fylgir ein, sem sjálfur Munc- hausen barón hefði orðið stoltur af. Hún gerðist á golfvelli fyrir vestan, þar sem lítil bergvatnsá liðast um túnjaðar. Mistækum kylfingi varð á að slá golfkúluna út fyrir völlinn. Og sem hinn höggþungi golfleikari fann að lokum kúlu sína eftir stranga leit ofaní ánni, þá sá hann hvar steinrotuð bleikja flaut niður strauminn... Össur Skarphéðinsson Dregið á morgun, Þorláksmessu! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 68511

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.