Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 3
Of seint Það var rafmagn í loftinu á miðvikudagsmorgun í þinginu rétt fyrir örlagaríka atkvæða- greiðslu þarsem líf ríkisstjórn- arinnar var í veði. Þingmenn fóru að tínast inn í salinn rétt- fyrir klukkan tíu, og einna fyrst í sætið sitt var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Fundur var svo settur, og Kjartan Jóhannsson deildar- forseti sagði að þarsem menn væru ekki allir mættir væri rétt að nýta tímann og tók á dag- skrá nefndarálit um bann við ofbeldiskvikmyndum. Um það urðu litlar umræður, og þótti forseta ekki nóg mætt og lét mæla fyrir frumvarpi um fisk- eldismál. Því var fagnað af þingmönnum, en ekki nógu lengi, því að enn vantaði einn þingmann, stjórnarliðann Jón Sæmund Sigurjónsson. Var þá dagskrá tæmd nema eftir var atkvæðagreiðslan og greip forseti til þess ráðs að fresta fundi í tíu mínútur. Upp- hófust nú miklar hringingarog leit að Jóni Sæmundi og endaði með því að hann datt innum dyrnar sæll og glaður og hafði bara tafist soldið. Samflokksmaður úr nágrann- akjördæmi sagði yfir kaffibolla að hann Jón Sæmundur væri bara svona. Eina ráðið til að fá hann mættan á fund klukkan níu væri að segja honum að fundurinn byrjaði átta. Var svo rifjuð upp sagan af Ragnari Arnalds þegar þing- flokkur Alþýðubandalagsins var búinn að bíða eftir honum í tvo tíma og hann kom inn elskulegur, brosandi og hissa og sagði: Nú? Er fundur? En um þær mundir var Ragnar formaður þingflokksins...B Benedikt í stjórnarliðið Nú er ekki lengur spurning um hvort eða hversu nauman meirihluta ríkisstjórnin hefur á Alþingi, heldur hversu mikinn meirihluta. Eftir að huldu- menn Borgaraflokksins stigu fram í dagsljósið á miðviku- daginn þykir fullvíst að Bene- dikt Bogason verkfræðingur, sem tekur sæti Alberts Guð- mundssonar á Alþingi eftir áramót, styðji ríkisstjórnina í það minnsta út þetta þing. Þetta er ekki i fyrsta skipti sem Benedikt verður örlagavaldur í lífi ríkisstjórna, því á sínum tima var hann huldumaðurinn á bak við myndun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen, mað- urinn sem bar skilaboð á milli Gunnarsmanna, Framsóknar og Alþýðubandalags. Bene- dikt er því ýmsu vanur.B 300 þúsund heimilislausir Mið - Ameríkunefndin stendur fyrir almennrifjársöfnun í dag til hjálpar bágstöddum í Nicaragua. Eyðilegging af völdum fellibylsins Jóhönnu í október sl. gríðarleg. I peningum talið eru skemmdirnar metnar meira en í jarðskjálftanum mikla 1972. Gíró: 0801 - 05 - 801657 Idag 23. desember á Þorláks- messu gengst Mið-Ameríku- nefndin fyrir fjársöfnun i Austur- stræti frá klukkan 17 til hjálpar fórnarlömbum fellibyisins Jó- hönnu sem fór yfir Nicaragua 22. október sl. og olli gríðarlegu eignatjóni. Talið er að allt að 300 þúsund manns hafi orðið heimils- lausir af völdum fellibylsins eða 10% landsmanna. Að sögn Bjarkar Gísladóttur hjá Mið - Ameríkunefndinni hef- ur íslenska ríkisstjórnin til athug- anir að gefa 1 miljón króna til hjálparstarfsins og er það í fyrsta skipti sem íslensk rfkisstjórn veitir fé til uppbyggingar í Nicar- agua. Þá hefur Alþýðusamband íslands gefið 50 þúsund krónur. Einnig hafa fjölmörg verka- lýðsfélög brugðist vel við mála- leitan M - Ameríkunefndarinnar um fjárhagsaðstoð auk annarra hópa og félagssamtaka. Öðrum sem áhuga hafa að veita bág- stöddum í Nicaragua lið skal bent á gíróreikning í Alþýðubankan- um 0801 - 05 - 801657. Stefnt er að því að senda allt það fé sem kann að safnast til Nicaragua fyrir áramót. Verður það sent til austurstrandarinnar þar sem mesta eyðileggingin varð á sjálfstjórnarsvæðinu Atland- tico Sur, Syðra Atlantshafssvæð- ið. Mestu náttúruham- ffarir í manna minnum Talið er að fellibylurinn Jó- hanna hafi valdið mestu náttúru- hamförum sem yfir Nicaragua hafa dunið í manna minnum. Fellibylurinn fór yfir landið frá austri til vesturs á milli 100 til 260 kflómetra hraða á klukkustund. Mesta eyðileggingin varð á Corn Island sem er 200 kflómetrum út af austurströndinni. Hvert ein- asta hús eyðilagðist og var ferð- amannaiðnaður og kókoshnetu- rækt lögð í rúst í einu vetvangi. Við ströndina eyðilagði fellibyl- urinn bæina Bluefields og E1 Bluff. 95% allra byggða eyði- lögðust á þessum stöðum, auk rækjuverksmiðju, skipasmíða- stöðvar og mikils fjölda skipa og báta. Á ferð sinni yfir landið dró nokkuð úr vindhraðanum og eyðileggingin var því minni þótt hún væri umtalsverð. Talað er um 100 km belti þvert yfir landið þar sem skemmdir eru miklar. Vegna umfangsmikilla varúðar- Tugþúsundir manna eiga um sárt að binda f Nicaragua af völdum fellibylsins Jóhönnu sem fór yfir landið í október sl. Eignatjón varð gríðarlegt, 116 manns fórust og 300 þúsund em heimilslausir. ráðstafana sem gerðar voru af hálfu stjórnvalda, með brott- flutningi tugþúsunda frá hættu- svæðum, urðu dauðaslys færri en óttast var, en um 116 manns fór- ust í þessum hrikalegu náttúru- hamförum. Um 300 þúsund manns misstu heimili sín af völdum fellibylsins. Skemmdir urðu á vegakerfi og samgöngukerfi landsmanna auk þess sem mikill hluti uppskerunn- ar í austurhluta landsins fór for- görðum í óveðrinu. Vegna þessa mun kaffiuppskeran minnka stórlega vegna vega- og brúar- skemmda. I peningum talið er fullyrt að skemmdir af völdum fellibylsins Jóhönnu séu mun meiri en urðu vegna jarðskjálft- ans mikla 1972 þegar 10 þúsund manns fórust í höfuðborginni Managúa. Stjórn Nicaragua sendi strax eftir náttúruhamfarimar hjálpar- beiðni til ríkisstjórna, alþjóð- legra stofnana og stuðningssam- taka. Stjómir Svíþjóðar, Dan- merkur, Noregs og Finnlands brugðust skjótt við og hefur neyðarhjálp þegar borist þaðan til Nicaragua og verið er að safna meiru fé. Fjársöfnun á sér einnig stað í Bandaríkjunum og Kanada og um gervalla Evrópu. Stjórnvöld í Washington höfn- uðu hjálparbeiðninni af pólitísk- um ástæðum en hjálparstofnanir, kirkjuleg samtök og stuðnings- hópar safna nú fé í Bandaríkjun- um. -grh Gullplata til Bjartmars Bjartmar Guðmundsson fékk í vikunni gullplötu fyrir plötuna „Með vottorð (leikfimi" - sem nú hefur selst í meira en þrjúþúsund eintökum. Framleiðandi plötu- nnar, upptökustjóri og útgefandi, Sigurður Jónsson (Diddifiðla), fékk líka sitt gull, og fór athöfnin fram á miklum rokktónleikum mentaskólaútvarpsins Útrásar á Hótel (slandi. Pétur Kristjánsson afhenti plöturnar og sýnir myndin þá félaga eftir af hendinguna. (Mynd: RS) ,,KRÓNPRINSARNIRU árita í dag Guðmundur Andri Thorsson áritarbók sína MÍN KÁTA ANGIST _____ milli kl. 15 og 16. BékaMð V.MALS & MENNINGAR. LAUGAVEG118, SÍMI24240 Ólafur Jóhann Ólafsson áritar bók sína MARKAÐSTORG ____ GUÐANNA milli kl. 17 og 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.