Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 9
Kjararannsóknanefnd Vinnutíminn styttist Kaupmáttur landverkafólks innan Alþýðusambandsins jókst um 3,2% frá 3. ársfjórðungi 1987 til 3. ársfjórðungs 1988. Þannig hækkaði tímakaupið um 32,4% á sama tíma og hækkun fram- færsluvísitölu varð 28,3% Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta fréttabréfi kjararann- sóknamefndar. Þar kemur einnig fram aö vinnutími allra stétta sem teknar em með í útreikningunum hefur styst á tímabilinu. Verka- menn vinna 3,2 tímum skemur á 3. ársfjórungi 1988 en þeir gerðu á sama tíma fyrir ári síðan. Þeir vinna nú að meðaltali rúmlega 49 stundir á viku. í fréttabréfinu kemur fram að hæstu launin innan ASÍ-hópsins hafa iðnaðarmenn, rúmlega 111 þúsund á mánuði. Lægst launin hafa verkakonur launin eða um 63.272 kr. á mánuði. Byggingavísitalan Upp um hálft prósent Samsvarar 2,9% árshœkkun Hækkun byggingarvísitölunn- ar sl. mánuð er vart mælanleg. Samkvæmt útreikningum Hag- stofunar hækkað bygginga visi- talan um 0,4% frá miðjum nóv- ember fram til miðjan desember. Síðastliðna tólf mánuði hefur byggingarvísitalan hækkað um 16,2%. Síðustu þrjá mánuði hef- ur hún hækkað um 0,7% og sam- svarar það 2,9% árshækkun. Aðal ástæður hækkunarinnar að þessu sinni er hækkun á þak- járni og kambstáli. Þá hefur 5% hækkun á innlendum málningar- vörum á sinn þátt í að hækka byggingarvísitöluna. MFA Karl Steinar foimaður Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu sem kosin var á þingi Alþýðusambands íslands i síðasta mánuði, skipti stjórnin með sér verkum og var Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis kjörinn formaður. Meðal þeirra verkefna sem framundan eru hjá MFA á næstu mánuðum er að í Félagsmála- skólanum verða haldnar svokall- aðar námsannir eins og undanfar- in ár og sérstök námskeið í Ölfus- borgum og að Illugastöðum í Fnjóskadal. Trúnaðarmannan- ámskeið verða nokkur, félagsmá- lanámskeið og námskeið fyrir aldraða. Vorönn Tómstunda- skólans hefst í byrjun febrúar. Boðin verða um 60 námskeið um fjölbreytt efni. Þá er von á tveimur nýjum ritum á vegum MFA, Handbók vinnustaðarins og bókinni Umheimurinn og ábyrgð okkar sem fjallar um um- hverfismál, frið og samstöðu þjóða. í ársbyrjun hefst vinna við ritun sögu ASÍ en stefnt er að útgáfu fyrra bindis verksins 1991 á 75 ára afmæli Alþýðusam- bandsins. Framkvæmdastjóri MFA er Tryggvi Þór Aðalsteins- son. -grh FOSTUDAGSFRETTIR Ríkisstjórnin Hreinft borð fyrir jólin Öll tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar afgreidd. Fjárlagafrum- varpið og bráðabirgðalögin afgreidd snemma íjanúar. Ólafur Ragnar Grímsson: Anægður með niðurstöðuna Alþingi afgreiddi öll tekjuöfl- unarfrumvörp ríkisstjórnarinnar fyrir jólaleyfi þingmanna í gær. Þinghaldi lauk klukkan 18 og átti þá eftir að afgreiða sjálft fjárlag- afrumvarpið og Ijúka síðustu um ræðu í efri deild um bráðabirgða- lögin. Þingmenn koma saman til fundar 4. janúar tU að afgreiða þessi tvö mál. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, segist mjög ánægður með þessa niður- stöðu. Þau frumvörp sem urðu að lögum í gær voru vörugjaldsfrum- varpið, skattur á fjárfestinga- lánasjóði og innlánsstofnanir og greiðsluheimild var samþykkt þar til fjárlög hafa verið afgreidd. Einnig vár samþykkt að fresta lækkun á tollum á innflutt græn- meti en þessi tollur átti að lækka úr 30% í 20%. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði í gær, að hann væri mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefði verið mjög mikilvægt að fá öll tekju- öflunarfrumvörpin samþykkt fyrir jól, þannig að sá grunnur verði skýr og afdráttarlaus í upp- hafi nýs árs. „Sumir sögðu að þetta myndi ekki takast, en ég var alltaf bjartsýnn á að okkur myndi takast þetta,“ sagði Ólafur. Hann sagðist hafa treyst því að einstak- ir þingmenn í stjórnarandstöð- unni sýndu skilning á þessum málum. „Það var auðvitað mjög stór- brotin afstaða hjá Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, sem kom fram í þinginu í gær þegar hún studdi frumvörpin um tekju- og eignaskatt og vörugjald, 'þrátt fyrir þann andróður og áróður sem VSÍ hefur rekið og jafnvel einstakir forustumenn launafólks hafa tekið þátt í,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -hmp Það hefur mikið mætt á formönnum ríkisstjórnarflokkanna undanfarnar vikur og þeir sjálfsagt jólafríinu fegnir eftir að hafa komið í gegn öllum tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Mynd Jim Smart. Húsgögn Vörugjaldi frestað Húsgagnaframleiðendur hafafengið 2 mánaðafrest til að leggja 9% vörugjald á „Auðvitað erum við i Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði ánægð yflr þessum málalokum og þessum áfangasigri sem við höf- um náð með frestun á gildistöku 9% vörugjalds fram í mars á næsta ári,“ sagði Kristbjörn Árnason formaður Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði. framleiðsluvörur sínar Húsgagnaframleiðendur fengu í dag 2 mánaða frest til að leggja 9% vörugjald á framleiðsluvörur sínar og tilkynnti Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra forsvarsmönn- um iðnaðarins þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Vörugjaldið átti að taka gildi 1. janúar nk. en tekur ekki gildi fyrr en 1. mars vegna þessarar frestunar, Að sögn Kristbjörns Árnason- ar mun tíminn þangað til verða notaðar til að kynna fyrir stjórnvöldum mikilvægi iðnaðar\ ins fyrir þjóðarbúið og hversu mikið glapræði það væri að setja vörugjaldið á eftir að fresturinn er úti. -grh Til hjálpar palestínskum föngum Félagið Ísland-Palestína gengst um þessar mundir fyrir peysusöfnun til palestínskra fanga. Þeim sem vildu styðja þetta framtak með fjárfram- lögum er bent á gíróreikning í Al- þýðubankanum númer 0815-26- 1136. Viðtakandi Félagið ísland- Palestína. Kvennalisti/Sjálfstæðisflokkur Góð samstaða á Alþingi Þorsteinn Pálssonformaður Sjálfstœðisflokksins: Efnisleg oggóð samvinna í sumum málum. Flokkarnir eiga oft samleið Það hefur tekist efnisleg og góð samvinna með flokkunum í sumum málum, en það er ekki samræmd afstaða í öllum málum, segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, um sam- starf flokksins við Kvennalistann á Alþingi. - Það hefur verið samstaða í sumum efnum. Til að mynda voru fluttar sameiginlegar til- lögur um bráðabirgðalögin, sagði Þorsteinn. Þess vegna væri eðli- legt að atkvæðagreiðslur þing- manna flokkanna féllu á sömu lund. Athygli hefur vakið að Sjálfstæðismenn og þingmenn Kvennalistans höguðu atkvæðum sínum með sama hætti, þegar bráðabirgðalögin komu til at- kvæðagreiðslu í neðri deild í gær, að undanskildum ákvæðum um vexti. í minnihlutaáliti fjárhags- og viðskiptanefndar er lagt til að gengið verði fellt, og er tekið fram í álitinu að Danfríður Skarphéðinsdóttir þingflokksfor- maður Kvennalistans sé samþykk álitinu. Þorsteinn sagði ekki fara á milli mála að flokkarnir hefðu átt samleið í sumum málum. „Hvað þetta varðar hefur Kvennalistinn næmari skilning á málefnum atvinnulífsins en ríkis- stjórnin. Báðir þessir flokkar hafa starfað sjálfstætt í stjórnar- andstöðu. Það vill bara þannig til að það er málefnaleg samstaða í sumum málum,“ sagði Þorsteinn Pálsson. -hmp Föstudagur 23. desomber 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.