Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 11
Bubbi og Megasfáplatínuplötu vegna „Blárra drauma“ Mikið gull- og platínuregn var í gær á Rás 2, því að þá tóku þeir svarabræður Megas og Bubbi Mortens við platínuplötu vegna breiðskífu sinnar „Blárra drauma“ sem nú hefur selst í 7500 eintökum, en jafnframt tók Bubbi Mortens við platínuplötu vegna breiðskífu sinnar „Dögunar“ og tveimur gullplötum vegna „56“ og „Serbian Flower“, en þær skífur hafa báðar selst í meira en 3000 eintökum. Ásmundur í Gramminu útgef- andi þessara metsöluplatna stjórnaði athöfninni sem útvarp- að var í beinni útsendingu, og sagði hann í inngangsorðum sín- um að kannske væri Rás 2 frjáls- asta útvarpsstöð landsins. Undir það tóku þeir Bubbi og Megas og sendu þeir dagskrárstjórum hinna svokölluðu „frjálsu út- varpsstöðva" sérstakar kveðjur, en þeir hafa bannað skífuna „Bláir draumar“ með öllu og leika hana því aldrei í stöðvun sínum. Taldi Megas að það að hún skyldi samt verða metsölu- plata sýndi að „ritskoðun væri skammgóður vermir“. Bubbi þekkti engar hliðstæður fyrir slíku banni nema þá helst í Rúss- landi. Þótt Bubbi væri harla ánægður með verðlaunin taldi hann að það væri of lágt mark að miða gullp- lötu við 3000 eintök og platínup- lötu við 7500, og vildi hann hækka það upp í 5000 og 10 000 svo til einhvers mikils væri að vinna. Var Ásmundur honum sammála, og bætti því við að það væri nú helsta vandamál plötuút- gáfu að hún væri farin að líkjast of mikið bókaútgáfu: væri erfitt að selja plötur nema í jólaösinni. Aðspurður kvaðst Bubbi nú hafa fengið einar tíu eða ellefu platínu- og gullplötur og vissi hann ekki hvað hann ætti að gera við þennan fjölda: kannske fá sér gám eða nota þær á skyttiríi. Megas sagðist hins vegar ætla að hafa sína platínuplötu til jóla- gjafa. Blysför friðar- hreyfinga í dag Þorláksmessudag, kl. 1745 verður lagt af stað í árlega blysför íslenskra friðarhreyfínga. Safnast verður saman á Hlemmi og gengið niður Laugaveg. Að blysförinni standa 9 friðarhreyf- ingar. Fyrir göngunni fara Háskóla- kórinn, Hamrahlíðarkórinn og Barnakór Kársnesskóla og syngja niður við Tofu eftir að Ánna Kristín Arngrímsdóttir, leikkona, hefur lesið ávarp frið- arhreyfinganna. Stjórnandi fund- arins verður séra Gunnar Krist- jánsson. í jólaávarpi friðarhreyfing- anna segir að þrátt fyrir góðar horfur í afvopnunarmálum stór- veldanna sé ennþá víða barist í heiminum og vígbúnaðarkapp- hlaupið eigi sér enn stað. „Hörmungar styrjalda eru ennþá daglegt brauð í mörgum löndum. Það er því miður stað- reynd að börn og unglingar hafa á síðustu misserum orðið meira en áður bein fórnarlömb grimmdar- verka hermanna. Auk þess svelta börn og fullorðnir víða heilu hungri. Fyrir andvirði gereyðing- arvopna má m.a. útrýma smit- sjúkdómum og kenna börnum víða um heim að lesa.“ -Sáf Matarkonur alþingis Það vinna fleiri á Alþingi en þingmenn. Segja má að þar sé rekinn matsölustaður sem hefur tryggari viðskiptavini en aðrir veitingastaðir. Á hverjum degi snæða aldrei færri en 40 manns í matsal Alþingis og fer fjöldinn allt upp í 160 manns. Fjórar konur sjá um þjónustu í matsalnum. Frá vinstri á myndinni: Ester Jónsdóttir, Þórdís Valdimarsdóttir forstöðumaður, Halldóra Guðjónsdóttir og Jóhann S Einarsdóttir. Þórdís segir þær ekki fá frí á milli jóla og nýárs, þó þingmenn hafi í þetta skipti sloppið í jólaleyfi. Starfsemi þingsins liggur ekki niðri á milli hátíða. Þórdís hefur unnið á Alþingi í 23 ár og segir aila þingmennina og annað starfsfólk vera hið besta fólk. MunH- .c™.,- Föstudagur 23. desomber 1988 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 Öðruvísi jólapóstur Það er víst að mörgum góð- vini Alusuisse á íslandi hefur brugðið í brún þegar hann fékkjólapóstinn sinn frá útibú- inu í Straumsvík nú á dögun- um. Að þessu sinni gutlaði ekki neitt í pakkanum né glitr- aði á nokkurn hlut, nema þá helst glansmyndina af heilagri guðsmóðurframan ájólakort- inu. Inni í kortinu var hefð- bundin jólakveðja en á vinstri síðuna var búið að prenta langan texta sem hljóðar svo: „Þar til á síðasta ári hefurþað verið venja hjá íslenska Alfé- laginu hf. að senda jólagjafir til nokkurra starfsmanna, við- skiptavina og stofnana innan- lands og utan. Á þessu ári verður breyting á þessu fyrir- komulagi. Varið verður svip- aðri upphæð og áður var varið til gjafa, í styrk til samtaka hér á landi, sem hafa það að markmiði að hjálpa fólki, sem á í erfiðleikum." Síðan er upp- lýst að fyrir valinu að þessu sinni hafi orðið Félag ein- stæðra foreldra og sé búið að afhenda því jólagjöfina frá Isal. Sannarlega skynsamleg og ánægjuleg stenfubreyting hjá nýjum forstjóra í Straumsvík, en jafnvíst að hún mælist misjafnlega fyrir hjá sumum sem fengu bara kort.M

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.