Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 14
Kötlugos Sönn og stutt íslenskfrásögn um þann hræðilega og ógur- lega jarðskjálfta, sem varð umliðinn september, hjá Pykkvabæjarklaustri í austur- sveitum íslancLs. Honum fylg- du þrumur og eldingar og eld- gangur úr lofti með miklu myrkri, ösku, logandi og glóandi steinum og bruna. Ennfremur kom úr jöklinum hræðilegt vatnsflóð með boða- föllum, sem stóð frá 2. til 14. september, en slíkt höfðu menn hvorki séð né heyrt áður.1 Yður til heiðurs og þjónk- unar æruverðugu, visu, nafnkunnu og veltignu herrar hans konunglegu hátignar af Danmörku og Noregi o.s.frv., umboðsmenn og stjórnendur á íslandi: Herra Gísli Hákonarson, lögmaður fyrir sunnan og austan á íslandi, o.s.frv. Herra Halldór Ólafsson, lög- maður fyrir norðan og vestan á íslandi, o.s.frv. Magnús Björnsson, umboðsmaður hans konunglegu hátignaryfir Munkaþverárklaustri og Eyjafjarðarsýslu, o.s.frv. Ari Magnússon, umboðsmaður hans konunglegu hátignaryfir ísafjarðarsýslu, o.s.frv. Björn Magnússon, fyrrverandi um- boðsmaður hans konunglegu hátignar fyrir vestan. Jón Sig- urðsson, umboðsmaður hans konunglegu hátignar yfir Reynistaðarklaustri, o.s.frv. Guðmundur Hákonarson, Gjóskugosið f Kötlu áríð 1918 í rénun. Myndin er tekin af Kjartani Guðmunds syni 2. nóvember. umboðsmaður hans konung- legu hátignar yfir Þingeyra- klaustri, o.s.frv. Búið til prentunar af Niels Heldvad, rímfrœðingi konungs. Kötlurit Þorsteins Magnússonar SIEMENS -gœði DRAUMARYKSUGAN ÞÍN FRÁ SIEMENS! Þær gerast ekki betri en þessi. Ryksuga eins og þú vilt hafa þær. Stillanlegur sogkraftur. Minnst 250 W, mest 1100 W Afar lipur, létt og hljóðlát 4 fylgihlutir í innbyggðu hólfi Margföld sýklasía í útblæstri Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði Verð kr. 11.400,- SUPER 9112 SMITH&NORLAN Á austanverðu íslandi, eina dagleið frá Heklufjalli, er mjög hátt fjall, sem nefnist Mýrdalsjökull. Það er ætíð og stöðugt, bæði vetur og sumar, þakið snjó og ís, en hið innra og undir jörðinni er hreinn brennisteinn og saltpétur. í þessu fjalli varð ógurlegt eld- gos og fjallsbrot í september- mánuði 1625 árum eftir Krists burð. Æruverðugur Þorsteinn Magnússon, umboðsmaður hans konunglegu hátignar yfir Þykkvabœjarklaustri, hefur athugað og skráð þessa at- burði, svo sem hér greinir.2 Árla morguns annan dag septembermánaðar heyrðist á Þykkvabæjarklaustri mikill eldbrestur í jöklinum líkt og mikil skrugga. Um það bil klukkan átta um morguninn kom vatnsflóð úr jöklinum niður að klaustrinu ogfór inn um öll hús.3 Vatniðfór einnig inn í lítinn bæ rétt hjá klaustrinu og flóði um hann allan, en fólkið bjargaði sér á hól við bœinn.4 Litlu síðar fœrðist hlaupið í aukana með mikilli ísjakaferð og varð að lokum svo djúpt milli húsa að skip mátti vel fljóta, þar sem áður var þurrt land. Vatnsflóðið tók með sér mikil hey affjölda túna, bæði þau sem komin voru í sœti og hey sem lá flatt. Ráðsmaður- inn á klaustrinu missti hundr- að hesta af heyi. Þegar leið að miðdegi þvarr vatnsflóðið, svo að víða þorn- aði. Strax á eftir kom skelfilegt myrkur yfir allt með miklum reiðarþrumum, logandi eldi og ösku, svo vér hugðum að himinn og jörð mundu tor- tímast, himinninn rifna ísund- ur og húsin falla niður. Ekki leið lengri tími milli þessara reiðarslaga og eldbresta en það tók mann að standa áfæt- ur og setjast aftur.5 Logandi eldur flaug úr loftinu ofan á jörðina kringumfólkið, svo að sjá sem allt væri í einum loga og báli. Þótt hér á landi sé dimmt á nóttunni á haustin, þá jók ask- an og rykið á myrkrið. Þó var stundum svo bjart um nóttina vegna eldsins að sást tilfella og fjalla, sem voru níu mílur í burtu, og var allt við það sama fram yfir miðja nótt.6 Þá lægði um stund til morguns, en byrj- aði enn á ný með skelfilegum þrumum og brestum í loftinu. Öskunni og brunnum steinum, semféllu samtímis úr lofti, fylgdi mikill sorti, en öskuna og sortann bar í austur því að vindur blés yfir landið úr vestri, hálfa áttundu mílu.7 Þennan sama dag, sem var 3. september, var hvergi gras að sjá. Það var þakið ösku og grjóti, svo að fé og hestar hlupu til og frá í allar áttir í leit NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.