Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.12.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Veröld ný og góð Ein frægasta framtíðar- skáldaga allra tíma, Veröld ný og góð (Brave New World) var að koma út hjá Máli og menningu í þýðingu Kristjáns Oddssonar. Framtíðarskáldsagan er merkileg bókmenntagrein - ekki vegna þess að hún hafi skilað okkur mörgum miklum listaverkum (ýmislegt í henn- ar eðli dregur úr líkum á því) - heldur blátt áfram vegna þess, að hún kemur með mjög virkum hætti inn á sögu þeirra hugmynda sem menn gera sér um þjóðfélög. Fram- tíðarskáldsagan er einskonar skipulagning á draumum manna um gott samfélag (meðan menn enn trúðu á mannsins góða eðli og ótví- ræða blessun framfaranna). Hún er líka lýsing á ótta manna við það sem er að ger- ast í samtíðinni - og það er tímanna tákn að á síðari ára- tugum hafa allar meiriháttar framtíðarskáldsögur verið slíkar hrollvekjur. Þannig er um þær tvær sögur sem menn þekkja best: 1984 eftir George Orwell og Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley. Ofbeldi og innræting Orwell samdi sína sögu árið 1948 og hún lýsir náinni framtíð - samfélagi sem er martröð í fram- haldi af alræði fasismans og þó einkum af Stalínismanum. Þar hafði verið unnið af kappi að því að útrýma frelsinu og sannleikan- um og mannlegri reisn einstakl- ingsins með feiknarlegu innrætingarapparati sem studdist við grimmt lögregluvald og smásmugulegustu njósnir um hvem og einn. Veröld ný og góð, sem út kom árið 1932, fjallar einnig um útþurrkun einstakl- ingsins, um fjarstýringu mann- legra þarfa og hegðunar. En þar er ekki byggt á grimmri vald- beitingu heldur á innrætingu allt frá fósturskeiði, sem er svo ræki- leg og algjör, að einstaklingunum á aldrei að geta dottið í hug annað en þeir lifi í hinum besta heimi allra heima. Bókin gerist 600 árum eftir Ford - m. ö. o. er sú sálardrepandi vélvæðing vinnunnar sem bí- lakóngurinn bandaríski innleiddi í afkastaskyni talin upphaf hinnar „nýju og góðu veraldar“. Þá eru foreldrar ekki lengur til, börn eru búin til í glösum. Frjóvgað úrval- segg fær hina bestu meðferð til að úr því komi gáfaður og um leið þægur fyrirmyndarstjórnandi. En þeir sem eiga í framtíðinni að annast einföld og leiðinleg störf eru framleiddir í kippum. Verð- andi lágstéttir fá í glösin efni sem drepa í þeim ýmsar gáfur, auk þess sem smábörn eru alin upp með raflosti, innrætingu í svefni og fleiri djöfullegum kúnstum til að haga sér eins og ætlast er til alla ævi og láta sér vel líka. Full- orðnum einstaklingum allra stétta er svo haldið góðum með frjálsu og tilfinningalausu kynlífi (allir sofa hjá öllum og engin verður ólétt), með „þreifibíói“ (einskonar sjónvarpssápuóper- um) og svo með soma. Soma er meiniaus vímugjafi sem hefur Hljómplata með einleiks- svítum Bachs Séra Gunnar Björnsson leikur á selló Kunnátta á tónlist í prestastétt er sosum ekki ný hér á Islandi, en mér er til efs að nokkur fyrrver- andi né núverandi af kollegum séra Gunnars Björnssonar hafi haft þá fæmi í hljóðfæraleik sem hann. Svo sem einleikssónöturnar og partíturnar eru fyrir fiðluna eitthvað það vandasamasta sem fiðluleikari hefur til að flytja, svo mun það líka vera um svíturnar fyrir sellóið. Að halda uppi með fullri reisn meir en 20 mínútna einleiksverki á strokhljóðfæri er ekki á færi nema afburða hljóð- færaleikara. Þar em kröfur mikl- ar: þróttmikils og samfellds tóns, staðgóðrar leikt:akni, nákvæmrar „intonasjónar" og síðast en ekki síst skapandi flutningsmótunar. Allt þetta hefur séra Gunnar Bjömsson sem næst á valdi sínu, svo að leikur hans er ávallt þrótt- mikill, persónulegur og skap- andi. Vissulega má endalaust deila um flutningsmáta og ein- leikssvítur Bachs bjóða upp á það að engir tveir hljóðfæraleikarar leika þær eins. Einn -leikur ívið hraðar en hinn, annar bundið (legato) þar sem hinn hefur að- skilið (staccato) o.s.frv. Og þó að minn smekkur sé ekki alltaf sam- mála séra Gunnari, persónulegt Sr. Gunnar Bjömsson frjálsræði vill oft verða á kostnað „metrikinnar", þ.e. skipuleg hrynjandi, þá er heildarsvipur góður, og það er það sem skiptir máli. Hljóðritun fór fram í Fríkirkj- unni í Reykjavík í nóv. og des. 1987 á vegum Halldórs Víkings- sonar, og nýtur hljómur kirkj- unnar sín ljómandi vel á plöt- unni. Platan er beinskorin (Dir- ect Metai Mastering) og fram- leidd hjá Teldec í V-Þýskalandi, enda er öll tæknivinna til fyrir- myndar. Frágangur plötuumslags er vandaður, og aðfararorð dr. Hallgríms Helgasonar um Bach og svítumar falleg og skemmti- leg. Jakob Hallgrímsson „alla kosti alkóhóls og kristind- óms en engin eftirköst þeirra“ - og sleppir mönnum í reglubundin frí frá tilbreytingarlausri tilveru. Ég vil þetta ekki Hér verður ekki farið út í sjálfa söguna: en eins og í öðmm fram- tíðarhrollvekjum er það einhver óskipulagður afkimi jarðar og sálarlífsins sem gerir uppreisn gegn Skipulaginu mikla og heimtar sinn rétt - hversu Semsagt: eitt af því sem er merkilegt við framtíðarsöguna Veröld ný og góð er einmitt þetta: Hve auðvelt maður á í rauninni með að tengja hana við sinn tíma. Eiginlega auðveldar en sögu Orwells, 1984. Vegna þess að meðan hið pólitíska alræði með tilheyrandi lögreglufanta- skap hefur verið á undanhaldi, þá hafa styrkst í samfélaginu þær innrætingaraðferðir sem lýst er í sögu Huxleys. Hans saga tengist óskynsamlegur sem hann sýnist vera. Eða eins og „Villimaður- inn“ sem elskar stúlku og hugsar um guð og les enn þann bann- færða tilfinningahöfund Shak- espeare segir við einn aðalfor- stiórann í Nýrri veröld: „Eg hafna þægindum. Ég vil hafa guð, ég vil hafa skáldskap, ég vil raunverulega hættu, ég vil gæsku. Ég kýs að hafa synd. í raun og veru ertu að krefjast þess að fá að vera óhamingju- samur, sagði yfirstjórnandinn“ Og hefur rétt fyrir sér. Og minnir þetta samtal mann strax á skemmtikraftana sem koma blaðskellandi inn í sjónvarpssal þar sem allt á að vera gott og skemmtilegt og þægilegt og kalla: Eruð þið ekki eldhress? I þeim frekjutóni sem engum vill leyfa annað en taka undir. Og þá segir maður við næsta mann: Eg heimta að fá að vera dapur. við það fitl við erfðastofna sem þegar hefur gert talsverðan usla í náttúrunni og bíður færis á að gramsa í mennskri kind. Hans saga tengist við útsmogna frekju auglýsingaiðnaðarins (ljúfar raddir hvísla stöðugt að sofandi smábörnum: „Gömul föt eru við- bjóður. Við hendum alltaf gömlum fötum. Að henda er betra en að venda...Allir eru skyldugir til að neyta ákveðins magns á hverju ári“). Hans saga vísar okkur beint á það alveldi sjónvarps sem er orðið soma, hinn handhægi vímugjafi okkar tíma. Hans saga vísar beint á þær hedonísku hugmyndir sem telja hamingjuna fólgna í því að fullnægja hverri fjarstýrðri þæg- indaþörf strax í dag. Saga Hux- leys tengist líka við þá lævísu innrætingu, sem við þekkjum vel og segir okkur að allt pólitískt brambolt sé vita gagnslaust og verra en það, því hlutimir geti varla verið öðmvísi en þeir eru. Innrætingu sem minnir á það sem yfirstjórnandinn í nýrri og góðri veröld segir: „Heimurinn er stöðugur núna, allir fá allt sem þeir vilja og vilja aldrei neitt sem þeir geta ekki fengið". Það er oft sagt sem svo, að framtíðarsögur af því tagi sem nú var um getið feli í sér spádómleg varnaðarorð: gættu þín maður. Þar með er kannski full hátíðlega til orða tekið. Hitt er rétt, að þeg- ar hugmyndanæmir höfundar eins og framreikna vissar hneigðir í sínum samtíma út á ystu nöf, þá örva þeir lesandann til að hann reyni að átta sig betur á því hvar hann og samferða- menn hans eru á vegi staddir, hverra kosta þeir eiga völ. í útlegð til íslands Saga Huxleys er um útþurrkun sérkenna og við íslendingar höf- um í vaxandi mæli áhyggjur af því að við týnum sjálfum okkur í eng- ilsaxneskum fjölmiðlagný, á stór- evrópskum vörumarkaði. En svo hlálega vill til, að í Veröld ný og góð lætur Aldous Huxley ísland vera einmitt útlegðarstað fyrir misheppnuð eintök, fyrir þá sem ekki gátu aðlagast öllum hinum. Bemhard Marx heitir einn slíkur, sem samsamast ekki hinu glaða félagslífi allra hinna, en samt er hann hræddur við útlegðardóm- inn til íslands. Yfirstjórnandinn segir á þá leið, að Marx þessi skilji ekki að í rauninni sé verið að verðlauna hann með refsing- unni. Hann verður sendur í út- legð til íslands: „Það þýðir að hann verður send- ur þangað sem hann hittir allt merkilegasta fólkið í heiminum bæði konur og karla. Menn sem af einhverjum ástæðum eru svo sjálfstæðir persónuleikar að þeir falla ekki inn í samfélagsmynd- ina“. Okkur íslendingum vegnar sem sagt ekki svo bölvanlega í spásögninni í framtíðarsögu Hux- leys. En hvað nú verður, það veit enginn. Leiðarvísir um tónlistarhöllina Tónlistarsaga æskunnar eftir Kenneth og Valerie McLeish. Eyjólfur Melsteð þýddi. Forlagið 1988. Þetta er myndarleg bók og í ' henni rúmast furöu margt. Hún hefst á því aö þaö er minnt á nokkur vinsæl og ágæt og aðgengileg tónverk til að hlusta á meðan væntan- legur tónlistarunnandi er að yfirstíga vissa tregðu í sálar- tetrinu. Síðan er lesandinn (sem mun væntanlega ungur að árum og bú- inn að fá einhvern áhuga á því að ná einhverjum tökum á músík) minntur á nokkur orð sem gott er að skilja áður en lengra er haldið. Þá er hann teymdur um heim all- an og minntur á að músíkin er allsstaðar í lífi fólks (þar er m.a. fjallað um þjóðlög og popptón- list). Að svo búnu eru hljóðfærin skoðuð og saga þeirra og hvernig þau koma saman í hljómsveit. Kafli er um að syngja og dansa, um mannsröddina og beitingu hennar, um kóra og óperur og balletta. Þá er tónlistarsagan rak- in í stuttu máli og sérstakur kafli er um einstök tónskáld og það helsta sem þau hafa samið. í hverjum kafla eru ráðleggingar um það sem gott væri á að hlusta og vantar það ekki, að þau ráð eru yfirveguð og ekki í kot vísað. Þetta er ein þeirra bóka sem taka mið af tvennu: glæsilegum möguleikum myndprentunar og tilfærslu áherslna í fróðleik frá orðum til mynda. Myndakostur er mikill og glæsilegur: ljósmynd- ir, listaverk sem tengjast tónlist, skýringarmyndir (einatt í léttum dúr), tóndæmi. Kannski hefði hlutur textans mátt vera meiri (til dæmis þegar sagt er frá einstök- um tónskáldum). En allt um það: þessi bók er skemmtilegur gripur og eigulegur og þýðingin hefur tekist vel. Arni Bergmann 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.