Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 4
_______MINNING________ Gunnar Össurarson F. 1.12. 1912 - D. 16.12. 1988 msm Afb. á Vextir Greiðsla Visi- Greiðsla Eft.st. Eft.st. nafnv. nafnv. nafnv. tölur m/verðb. nafnv. m/verðb. 1984: 1985: 40.000 10.000 = 50.000 x 903/690= 65.435 160.000 209.391 40.000 8.000 = 48.000 X 1178/690 = 81.984 120.000 204.870 |H|H||HHHHHHHHHHHHHHHHH^H^H^^H^^HHHHHHH|HHHH|H||^^^^^^^^^^^^H^^^^^^^^^^^^HHH 40.000 6.000 46.000 X 1463/690 = 97.533 80.000 169.623 Nýjar bækur Nýjar bækur Er& Böstfwp LÆKNIWCA Það voru ekki sérlega óvænt tíðindi er andlát Gunnars Össur- arsonar frá Kollsvík var tilkynnt nú nýverið. Hann hafði verið sjúkur um nokkurra ára skeið og auðsætt að hverju dró, enda aldurinn orðinn hár. Vegna þess að Gunnar Öss- urarson skipar nokkuð annan sess í huga mínum en aðrir menn, ýmissa hluta vegna, þá set ég hér nokkur orð á blað, til minningar um öðling sem fallinn er frá. Gunnari kynntist ég fyrst er hann var kominn á efri ár, enda aldursmunur nokkur. Hann ólst upp í Kollsvík í Rauðasands- hreppi vestur, en hvarf ungur þaðan út í heiminn, til menntunar og starfa. Hann starfaði í Reykja- vík sem meistari í trésmíðum stærsta hlutann af starfsævi sinni. Á fullorðins árum, þegar honum þótti þrekið vera farið að dvína, fluttist hann vestur í Rauðasands- hrepp aftur, reisti trésmíðaverk- stæði í samvinnu við aðra og hóf atvinnurekstur, byggði nýjar byggingar og endurbætti húsa- kost bænda, bæði innan sveitar og utan. Því eins og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur sagði í sjö- tugsafmæli Gunnars, að hann hefði ungur farið út í heim og vilj- að bjarga honum. Þegar hann sá að ekki var svo auðhlaupið að því, þá flutti hann heim aftur, því hann gæti þó allavega lagt sitt drjúga lóð á vogarskálina til að halda við búsetu í hreppnum og eru það orð að sönnu. Ég minnist þess þegar ég sá Gunnar fyrst að tvennt í fari hans vakti athygli fyrst og fremst. Heimsborgaralegt fas hans og djarfleg framganga svo og vin- gjarnlegt viðmót, ekki síður við unglinga en fullorðið fólk. Gunnar var hraustmenni og vafalaust verið ramur að afli á sínum betri árum. Það henti t.d. eitt sinn fyrir ca. 10 árum að hann síðubrotnaði við húsasmíðar og þurfti að leggjast á sjúkrahús um tíma. Læknirinn á Patreksfirði kvaðst hafa verið í vandræðum með að röntgenmynda hann eins og þurfti vegna þess hve hann var þykkur undir hönd, vöðvamass- inn var slíkur. Gunnar var eindreginn sósíal- isti og hvikaði aldrei frá sinni pól- itísku sannfæringu. Afstaða hans í stjórnmálum byggðist ekki á utanbók^rlærdómi eða aðfengn- um kennisetningum á þeim tíma sem okkar kynni stóðu, heldur á raunsæi og réttlætiskennd. Glöggskyggni hans á samhengi hlutanna og rökhyggja gerði það að verkum að við hann var flest- um mönnum skemmtilegra að ræða um pólitík. Hann var einnig sögumaður á við hvern annan, og er sterkur hlátur hans kvað við að sögulokum, reyndist flestum ómögulegt annað en að hrífast með. Hann missti heilsuna fyrir nokkrum árum, en þar áður hafði hann orðið fyrir slysi, sem gerði það að verkum að hann varð að mestu að hætta líkamlegri vinnu. Sfðustu ár ævinnar dvaldi hann á sjúkraheimili uns yfir lauk. Með Gunnari er genginn mað- ur sem gott er að hafa kynnst. Mættu fleiri vera honum líkir. Gunnlaugur Júlíusson Meðan Tjamargatan var í gamla daga og kaffistofan Mið- garður að Þórsgötu 1, sátu þar oftast skáld, stjórnmálamenn og ýmsir spekingar. Þarna var Gunnar Össurarson oftast ná- lægur. Ég á margar minningar frá þessum tíma, og flestar ánægju- legar. Ég ætla ekki að skrifa hefð- bundna minningargrein um Gunnar, enda vom samskipti okkar mest á almennum stöðum. En ég sakna þess sem var á þeim stöðum og Gunnars einnig. Kær kveðja til vina og ættingja. Jón frá Pálmholti (Gunnar var jarðsettur í gær. Á fimmtudag birtist í Þjóðviljanum minningargrein Kjartans Ólafssonar um Gunnar.) 1987: 40.000 4.000 = 44.000 x 1721/690= 109.745 40.000 99.768 1988: 40.000 2.000 = 42.000 x 2154/690 = 131.113 0 0 Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. BRunnBómF&flG ísuhids Bl LÍFTRYGGING GAGNKVíMT TRYGGINGAFELAG Lífeyrislán Rétt tðlvitnuð tafla Með grein Sigurðar Björgvins- sonar í Þjóðviljanum á fimmtudag, sem bar yfirskriftina „Stórfurðuíegur bæklingur, birt- ist röng mynd þar sem vísað var til nýútkomins bæklings Land- sambands Lífeyrissjóða. í þeim kafla greinarinnar sem heitir „Reikningskúnstir“ er vís- að til töflunnar sem birtist hér að ofan. Með töflunni er eftirfarandi texti: Fjármálastofnanir hér á landi nota tvær aðferðir við að reikna verðbætur, sem báðar gefa nákvæmlega sömu niður- stöðu. Önnur felst í því að upp- reikna höfuðstólinn, (eftirstöðv- ar fyrra árs) og reikna svo afborg- un og vexti út frá þeirri upphæð. Með hinni aðferðinni er afborgun og vextir ávallt reiknaðir eins og upphæðin sé óverðtryggð og verðbætur á greiðsluna síðan reiknaðir eftir á. Sú aðferð er sýnd í töflunni. Þessar fullyrðing- ar hrekur Sigurður í grein sinni. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Mammútaþjóöin komin út Vaka-Helgafell hefur sent frá sér þriðju skáldsögu bandaríska rithöfundarins Jean M. Auel. Bókin nefnist Mammútaþjóðin og er sjálfstætt framhald af met- sölubókunum Þjóð bjarnarins mikla og Dalur hestanna sem not- ið hafa mikilla vinsqlda hjá ís- lenskum lesendum. Jean M. Auel hefur vakið mikla athygli fyrir þessi skáld- verk sín og hefur meðal annars ferðast um heiminn til að kynna þau, en hingað til lands kom hún haustið 1987. í nýju skáldsögunni Mammút- aþjóðinni er yrkisefnið sem fyrr líf og örlög fortíðarstúlkunnar Aylu sem er af kynstofni nútíma- mannsins en hlaut uppeldi á með- al Neanderdalsmanna fyrir 35.000 árum. Ásgeir Ingólfsson og Bjarni Gunnarsson þýddu bókina sem er 618 blaðsíður. Bókin kostar 2.890 krónur með söluskatti. Handbók um lækningar „Það sem er nýmæli við þessa bók er uppbygging hennar og framsetning efnis. f stað þess að fjalla skipulega um einstaka sjúk- dóma eftir eðii þeirra eða stað- setningu eru efnisatriði bókar- innar í stafrófsröð. Þetta auðveldar leit að svörum við spurningum og gerir þann fróð- leik sem bókin hefur að geyma vel aðgengilegan með uppflett- ingum.“ Þannig kemst Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir að orði í formála nýrrar Lækn- ingahandbókar eftir Erik Bost- rup sem Bókaútgáfan Örn og Ör- lygur sendir á markað um þessar mundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.