Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1988, Blaðsíða 14
Laust embætti er forseti íslands veitir. Við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar embætti prófess- ors í uppeldis- og kennslufræði. Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa viðurkennd kennsluréttindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræði- legan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1989. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1988 Lausar stöður Við Kennaraháskóla íslands eru lausar tll umsóknar tvær eftir- greindar lektorsstöður: 1. Staða lektors í íslensku. Meginverkefni íslensk og almenn mál- fræði með áherslu á nútímaíslensku. Auk viðurkennds há- skólaprófs í grein sinni skal hann hafa próf í uppeldis- og kenns- lufræðum ásamt þekkingu á og reynslu af íslenskukennslu. 2. Lektorsstaða á sviði upplýsingatækni og tölvunotkunar í námi og kennslu, einkum á grunnskólastigi. Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa lokið prófi í uppeldis og kennslufræðum. Starfsreynsla á áðurgreindu sviði og góð þekking á grunnskóla- starfi er einnig nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí 1989. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk, er umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um, skulu einnig fylgja. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k. Menntamólaráðuneytið, 21. desember 1988 Laus staða Staða sérfræðings á Rannsóknastofnun land- búnaðárins, bútæknideild á Hvanneyri, er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir Þor- steinn Tómasson, forstjóri, s. 91-82230 og Grét- ar Einarsson, deildarstjóri, s. 93-7000. Umsóknir um starfið ásamt gögnum skulu berast landbúnaðarráðuneytinu eigi síðar en 10. janúar 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 20. desember 1988 Námsmenn erlendis Munið jólafund SÍNE í Stúdentakjallaranum þriðjudaginn 27. desember kl. 18.00. Stjórnin Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræðingafé- lags íslands verður að Hótel Borg þriðjudaginn 27. des. frá kl. 15-18. Jólasveinarnir ERLENDAR FRÉTTIR Smábændur og indíánar Brasilíu hafa mátt sæta ofbeldisaðgerðum og leiðtogar þeirra verið myrtir. Er talið að morðin fylli jafnvel þúsund á fimm árum. Brasilía Amnesty mótmælir ofbeldisverkum Opið bréftil allra ríkisstjóra í brasilíska ríkjasambandinu Fyrir örfáum dögum var frá því greint hér í blaðinu að ofbeld- isverk gerðust æ tíðari á bændum og landbúnaðarverkamönnum í Brasilíu. Nú hefur einn af starfs- hópum Amnesty International hér á landi sent öllum ríkis- stjórum í brasilíska ríkjasam- bandinu eftirfarandi tilskrif vegna þessara ofbeldisverka og mannréttindabrota. Um árabil hafa æ ofan í æ borist fregnir af ofbeldisaðgerðum í ákveðnum landbúnaðarhéruðum í Brasilíu, einkum frá stöðum þar sem markviss efnahagsleg upp- bygging á sér stað. Smábændur og indíánar hafa orðið fyrir lík- amsárásum og einnig hafa verið framin pólitísk morð á bænda- leiðtogum og stuðningsmönnum þeirra vegna starfs þeirra í þágu bænda sem eiga í málavafstri vegna lands- eða vinnudeilna. Amnesty International telur, að brasilísk lög hafí að geyma fullnægjandi ákvæði til að hægt sé að láta fara fram rannsókn á svo alvarlegum glæpum sem morð eru, og að unnt sé að lögsækja þá sem bera ábyrgð á þeim. Aftur á móti eru sannanir fyrir hendi sem benda til misbrests á notkun þess- ara ákvæða, bæði af hálfu lög- reglu og dómsvalds í mörgum fylkjum. í mörgum málum sem Amnesty Intemational hefur haft afspum af, hafa lögregluyfirvöld farið í kringum skráningu á glæp- um eða sleppt alfarið að afla sér þeirra sönnunargagna sem nauðsynleg eru samkvæmt brasil- ískum lögum. Jafnvel þótt sum þessara atvika megi skýra sem reynsluleysi éða vanmátt, er það áhyggjuefni að í ákveðnum tii- fellum hafi embættismenn jafnvel af ráðnum hug eyðilagt fyrir rannsókn sem þeim hefur verið falin. Yðar hágöfgi emð án efa með- vitaðir um þann óróleika sem borið hefur á, um heim allan, í tengslum við þá staðreynd, að opinberir embættismenn sam- þykki ólöglegt athæfí vopnaðra manna og öryggisvarða: Þessir menn hafa verið ráðnir af auðug- um landeigendum og gróða- brallsmönnum í þeim tilgangi, að veitast að saklausum bændum og indíánum. í sumum héruðum virðist vera algengt að lögfræð- ingar og vopnaðir menn, flæmi burt bændur af jörðum sínum, jafnvel þótt viðhlítandi leyfí hafí ekki fengist til þess af dómara. Þegar talsmönnum stjórnarinnar hafa borist fyrirspurnir frá Amn- esty International um þessi efni, fást þau svör að náin tengsl milli embættismanna ríkisins og hátt- settra embættismanna landbún- aðarins sé skýring á óðelilega fáum handtökum og ófullnægj- andi málssóknum á hendur þeim sem ábyrgðir eru fyrir morðun- um. Annað áhyggjuefni Amnesty International er það, að indíánar hafa að ósekju verið handteknir og haldið föngnum í stuttan tíma m.a. til að hræða þá frá pólitísk- um afskiptum, eða til þess að fá þá til að falla frá réttmætum kröf- um til lands síns fyrir dómstólum. Sönnungargöng um misþyrm- ingar lögreglu koma jafnan fram eftir að bændur eða indíánar hafa verið flæmdir burt af umdeildum landareignum. Það er einnig sannað, að bændur sem sakaðir eru um alvarlega glæpi hafi verið í haldi án vitneskju yfirvalda og án þess að réttarúrskurður hafi verið fenginn, jafnframt hefur þeim verið neitað um lögfræðiaðstoð og læknishjálp í prísundinni. Á meðan þeir hafa verið í haldi hafa þeir hlotið illa meðferð, jafnvel verið pyntaðir til þess að knýja fram játningu eða yfirlýsingu sem sakfellir aðra. Þrátt fyrir að sönnunargögn liggi fyrir um illa meðferð lögreglu á bændum og indíánum í landbúnaðarhéruð- um, hefur Amnesty International reynst erfitt að fá skjalfest hvaða lagalegar ráðstafanir hafa verið gerðar af yfirvöldum gagnvart hlutaðeigandi yfirmönnum lög- reglu. Amnesty International fer þess virðingarfyllst á leit við fylkis- stjóra og embættismenn stjórnar- innar að þeir geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að skylda alla embættismenn ríkisins til þess að hlíta lögum. Þeir sem gerast sekir um ólöglegt ofbeldi, ólöglegar handtökur eða brjóti rétt fanga á annan hátt samkvæmt stjórnar- skránni, skulu fá viðhlítandi málsmeðferð og réttmætan dóm. Ennfremur fer Amnesty Int- ernational fram á: Að fylkisyfirvöld rannsaki þeg- ar í stað allar morðákærur og kærur vegna slæmrar meðferðar í fangelsum og birti niðurstöðu rannsóknanna. Yfirvöld fylkjanna styðji stjórnvöld eftir megni, þannig að unnt sé að rannsaka á hlutlausan hátt þessi pólitísku morð sem framin eru án afskipta fylkis- eða staðaryfirvalda. Aðferðir og nið- urstöður þessara rannsókna ætti að gera opinberar og hinir ábyrgu ættu að komast undir hendur réttvísinnar. Amnesty International telur, m.t.t. hins alvarlega ástands - e.t.v. þúsund morð á undanförn- um fimm árum, og næstum engar ákærur þar að lútandi - að við- eigandi aðgerðum af hendi stjórnvalda megi ekki lengur skjóta á frest. Amnesty Internat- ional hvetur því til að tryggja það að lögum verði framfylgt og að hinum seku verði komið undir hendur réttvísinnar. Á þennan hátt geta fylkisyfirvöld sýnt á skýran og afdráttarlausan hátt, að í hinu nýja brasilíska lýðveldi séu brot á mannréttindum ekki umborin. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Laugardagur 24. daaembar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.