Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 3
Forsetavaktin Einá toppnum Seldistí 14.500 eintökum. Eyjólfur Sigurðsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda: Söluhæsta bóksem við munum eftir - Bók Steinunnar Sigurðar- dóttur um Vigdísi forseta, Ein á forsetavakt, seldist í svo gífurlegu upplagi að við munum ekki eftir öðru eins, sagði Eyjólfur Sigurðs- son, formaður Félags islenskra bókaútgefenda, er hann var inntur eftir sölunni fyrir jólin. 14.500 eintök seldust af bókinni, og sagði Eyjólfur að ef einhver fordæmi væru fyrir annarri eins sölu einnar bókar hlytu þau að vera áratuga gömul. Býr íslendingur hér?, bók Garðars Sverrissonar um Leif Miiller, var næst í röðinni með 11.300 seld eintök en að sögn Eyjólfs var síðan allmikið bil nið- ur í næstu bækur. Hann sagði að sú röð lægi ekki fyrir enn svo að nokkur mynd væri á. Bók Höllu Linker var metsölu- bókin í fyrra. Hún seldist í 11 til 12 þúsund eintökum og þótti mjög gott. Því er ljóst að bók Garðars Sverrissonar er einnig með allra söluhæstu bókum, þótt Forsetavaktin skyggi nokkuð á hana. Eyjólfur sagði að þegar lægi fyrir að samdrátturinn í verslun- inni hefði ekki komið niður á sölu á bókum. „Við vitum að okkar hlutur í þessari köku sem var til skiptanna var okkur hagstæður,“ sagði hann. Meðaljólabókaverð var 2.300 krónur til 2.500 krónur og sagði Eyjólfur að menn hefðu teflt á tæpasta vað með verðlagning- Una. „Verðákvörðunin var búin til með tilliti til aðstæðna á mark- aðnum. Pað var farið varlega í að verðleggja og því hefur þurft að selja býsna mörg eintök af hverri bók til að endar nái saman,“ sagði hann. HS FRETTIR Byggingariðnaður Verkamönnum sagt upp Uppsagnir hafnar og verkefnaskorturframundan. 88 starfsmönnum hefurþegar verið sagt upp og ráðgerðar uppsagnir 72 til viðbótarfram ímars nk. Landssamband iðnaðarmanna: Astœðan mikil óvissa í markaðsmálum Hjá 62 fyrirtækjum í bygging- ariðnaði með alls 1200 manns í vinnu hefur 88 starfsmönnum verið sagt upp störfum frá því í september og til viðbótar eru ráð- gerðar uppsagnir 72 starfsmanna fram í mars á næsta ári. Þetta kemur fram í könnun sem Landssamband iðnaðar- manna og Meistara- og verktaka- samband byggingarmanna gengst fyrir á ástandi og horfum í at- vinnugreininni. Spurningarlistar voru sendir til 340 fyrirtækja en svör bárust aðeins frá 62 fyrir- tækjum með 15% alls vinnuafls í byggingariðnaði á vegum einka- aðila. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar viðskiptafræðings hjá Landssambandi iðnaðarmanna stafar þessi samdráttur í bygging- ariðnaðinum fyrst og fremst af óvissu í markaðsmálum sem veld- ur því að fyrirtæki og einstak- lingar halda að sér höndum um framkvæmdir. í svari fyrirtækjanna 62 kemur fram að samdrátturinn muni fyrst og fremst bitna á verkamönnum en gert er ráð fyrir um 14% fækk- un í þessum fyrirtækjum fram í janúar nk. en 8% fækkun á iðn- aðarmönnum. Athygli vekur að í öllum greinum er um fækkun að ræða nema hjá múrurum. 30% fyrirtækjanna gera ráð fyrir verk- efnaskorti fram í febrúar en um 53% búast við verkaefnaskorti frá mars og fram í maí. Einna verstar eru horfurnar hjá þeim fyrirtækjum sem byggja og selja íbúðarhúsnæði og vilja mörg fyrirtækjanna kenna húsnæðis- lánakerfinu um. Samkvæmt niðurstöðunum hafa íbúðarbyggingar verið ámóta miklar 1987 og 1988 eða um 28% af verkefnum. 1987 voru um 25% verkefna við byggingu atvinnuhúsnæðis en hefur fallið um 6% í 19%. Sú minnkun kem- ur heim og saman við offramboð á atvinnuhúsnæði um þessar mundir og staðfestir mikinn sam- drátt í fjárfestingu fyrirtækja í húsnæði. - phh Kvenfélag Bessastaðahrepps og Kvenfélag Grindavíkur afhentu á dögunum Samtökum um kvennaathvarf peningagjafir. Kvenfélag Bessastaðahrepps gaf 100.000 krónur og Kvenfélag Grindavíkur 51.000 krónur. Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri Kvenfélags Bessastaðahrepps, Guðný Th. Bjarnar, formaður Kvenfélags Bessastaðahreps, Guðrún Jóhannsdóttir, skrifstofumaður Samtaka um kvennaathvarf, Guðveig Sigurðardóttir, formaður Kvenfélags Grindavíkur og Ásta J. Arnardóttir vaktkona í Kvennaathvarfi. Bylgjan og Stjarnan Verðtrygging Gengisvísi- tala heimiluð Ríkisstjórnin frestar gildistöku sérstakrar lánskjaravísitölu Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að heimila verðtryggingu með geng- isvísitölu. Jafnframt var ákvcðið að fresta um sinn gildistöku sér- stakrar launavísitölu en kanna frekar möguleika á uppstokkun og breytingu á lánskjaravísitöl- unni. Viðmiðun við gengisvísitölu er heimiluð frá næstu áramótum og er gefinn kostur á að miða annars vegar við alþjóðamyntina SDR, eða evrópumyntvogina ECU. Óvíst er talið hvort sama vaxta- stig mun fylgja gengistryggðum lánum og verðtryggðum lánum miðað við lánskjaravísitölu. Höfum spilað Bláa drauma Páll Þorsteinsson Bylgjunni: Útilokum ákveðnarplötur og ekkertfer í loftið sem ekki samrýmist stefnu Bylgjunnar. Við spilum aðeins létta dœgurtónlist. Eiríkur Jónsson Stjörnunni: Bubbi orðinn endanlega ruglaður. Ásmundur Jónsson Gramminu: Ritskoðun. Eigaplötuútgefendur að framleiða plötur fyrir útvarpsspilun, eða á að útvarpaþeirri menningu semfyrir er ílandinu? Þessar stöðvar, Bylgjan og Stjarnan, eru að sjálfsögðu frjálsar af því hvaða tónlist þær spila, en þær spiluðu hvorugar nýjustu plötu Bubba og Megasar, Bláa drauma nú fyrir jólin, a.m.k. ekki fyrr en farið var að ræða þetta bann opinberlega. Borgaraflokkurinn Stuðningur ræddur p undur aðalstjórnar Borgara- kvöld og verður umræðuefnið hvort flokkurinn eigi í framtíð- inni að styðja ríkisstjórnina eða ekki. „Við munum ræða stöðuna al- mennt, fara ofan í saumana á pólitíkinni en engar ákvarðanir verða teknar af eða á um stuðn- ing flokksins við stjómina. Að- almálið á dagskrá verður form- legur frágangur varðandi for- mannsskiptin, en ég á ekki von á að gengið verði frá varafor- mannsmálinu núna,“ sagði Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks- ins. „Ég á von á að menn ræði stuðning flokksins og jafnvel inngöngu hans í ríkisstjórnina á þessum fundi, en ég veit satt að segja ekki hvað verður þar á dag- skrá. Þó kæmi mér á óvart ef af- staða yrði tekin þar til þess hver verður næsti varaformaður flokksins og býst við að það verði látið bíða næsta fundar, sem væntanlega verður í lok janúar,“ sagði Ingi Björn Albertsson. -phh Þetta er auðvitað ritskoðun og er farið að snúast um frelsi tónlistar- manna til að gera plötur cftir eigin höfði ef fyrir liggur ákveðin stefna útvarpsstöðvanna um að þær spili aðeins „rétt útsett“ létt- meti. Því tónlistarmenn og útgef- endur verða að lifa eins og aðrir og óneitanlega fer plötusala nokk- uð eftir því hvort fólk hafi heyrt tónlistina eða ekki. Að mínu áliti er það orðið all öfugsnúið þegar plötuútgefendur eru farnir að framleiða tónlist fyrir útvarps- stöðvarnar, frekar en að útvarps- stöðvarnar útvarpi þeirri menn- ingu sem til er í landinu. Hins veg- ar er ekki hægt að halda öðru fram en að Bláir draumar hafi verið vinsæl, því hún er sennilega næst mest selda platan á þessum jólum,“ sagði Ásmundur Jónsson í Gramminu, útgefandi Blárra drauma. „Þaö er della aö segja að við spiluðum ekki Bubba og Megas. Reyndar hefur þessi nýja plata þeirra ekki verið mikið spiluð og það á við allar útvarpsstöðvar. Að sjálfsögðu útilokum við ákveðnar plötur og þá er ég ekki að tala um ákveðna tónlistar- menn heldur ákveðna tónlist og þá ákveðnar plötur, á nákvæm- lega sama hátt og ritstjóri og fréttastjóri Þjóðviljans útiloka ákveðin skrif í sínu blaði. Það fer ekkert í loftið hjá okkur nema það samræmist stefnu stöðvar- innar. Þetta er rekið eins og hver annar fjölmiðill og það er ákveð- in prógrammering í gangi," sagði Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar. Hvað plötuna Bláa drauma áhrærir sagðist Páll ekki hafa lyft litla putta gegn henni, „en við treystum dagskrárgerðarfólkinu til að velja sjálft og fylgja stefnu stöðvarinnar. En við erum ekki með einhverjar ofsóknir gegn ákveðnum tónlistarmönnum.“ Þvertók Páll að það væri nokkuð sem stuðaði hann varðandi text- ana á plötunni og það skipti engu hvaðspilun varðaði. „En ef menn vilja fá spilun á Bylgjunni þá verða menn að hafa í huga að við spilum bara ákveðna tegund af tónlist. Við erum ekki djassstöð, ekki klassísk stöð, spilum lítið af músík frá Bali eða afrískri trumbutónlist. Við spilum létta dægurtónlist sem á vel við í amstri dagsins, við vorum með þyngri tónlist áður og hröpuðum í hlust- un. Eftir að við léttum tónlistina og fórum að stýra henni betur þá jukust vinsældir Bylgjunnar. Maður þykist nú vita hvað fólk vill hlusta á,“ sagði Páll Þor- steinsson. „Þetta er bara kjaftæði í ykkur og við höfum oft spilað hana, jafnvel þó við teljum hana ekki vinsælustu plötu í heimi. Bubbi má alveg segja það sem honum sýnist og hann hefur nú sagt margt um ævina en ef hann ætlar að fara að klykkja út með því að segja að Bláir draumar séu ekki spilaðir hérna, sýnir það bara að maðurinn er orðinn endanlega ruglaður og það máttu hafa eftir mér,“ sagði Eiríkur Jónsson fréttastjóri Stjörnunnar þegar Þjóðviljinn bar undir hann fréttir þess efnis að hljómplata þeirra Megasar og Bubba Morthens, Bláir draumar væri á bannlista hjá Stjörnunni. -phh Miðvikudagur 28. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.