Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 28.12.1988, Blaðsíða 13
Óvissa ríkir um afdrif 70 þúsunda manna sem hurfu í jarðskjálftunum miklu í Armeníu. Enn er á huldu hvort fólk þetta er liðið eða lífs. Tass hermir að stjórnvöld í Jerevan kappkosti að létta örvæntingu ættingja þessa fólks en það sé hægar sagt en gjört. Samgöngur og fjarskipti séu enn í molum á jarðskjálftasvæðunum. Stórslös- uðu fólki hafi verið komið fyrir á sjúkrahúsum fjarri átthögunum þar sem vart stóð steinn yfir steini og 100.000 konum, börnum og öldungum var ekið á brott svo skjótt sem auðið var eftir hörm- ungarnar. Enn liggi þúsundir líka undir húsabraki. Gvatemala, Kólombía og El Salvador skipa þrjú efstu sæti á lista nafntogaðra mannréttindasamtaka í Banda- ríkjunum um vargaldar- og rétt- leysisríki Rómönsku Ameríku. Félagar í „Council for Hemisp- heric Affairs" segja stjórnvöld og óaldarflokka í þessum löndum nokkuð sér á báti en skammt undan séu Chile, Haítí, Mexíkó, Paragvæ og Perú. Að auki sé pottur víða brotinn í Brasilíu, Kúbu, Grenödu, Gujönu, Hond- úras, Jamaíku, Níkarögvu, Pa- nömu, Súrínam og Venesúelu. 100 lista- og menntamenn um víða veröld skoruðu á dögunum á Fí- del Kastró að feta í fótspor Ágúst- ós harðstjóra Pínósjets í Chile og efna til allsherjaratkvæða- greiðslu um sig og stjórnarfar sitt. A meðal áskorenda eru Federico Fellini, Saul Bellow, Yves Mont- and, Jack Nicholson og Maríó Vargas Llosa. Formælandi kúb- anska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að hvatning þessi væri gersamlega út í hött, „absúrd". „Þessi allsherjar- eða þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram fyrir 30 árum og á hverjum degi allar götur síðan.“ ERLENDAR FRETTIR Austurlönd nœr Ber er hver að baki... Framkvœmdastjórn Frelsisamtaka Palestínumanna leggur blessun sína yfir orð og gjörðir bróður Arafats Framkvæmdastjórn PLO stendur heil og óskipt að baki Jassírs Arafats, leiðtoga síns, og styður hvaðeina sem hann hefur tekið sér fyrir hendur uppá síð- kastið. En af nýjum gjörðum hans er sú helst að hann ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna fyrir skemmstu, viður- kenndi rétt Ísraelsríkis til veru og fór hörðum orðum um þá sem ieggja fyrir sig hermdarverk. Fulltrúar í framkvæmdastjórn- inni þinguðu í Bagdað um helg- ina. Ekki létu þeir við það sitja að hylla hinn víðförla leiðtoga sinn. Viku þeir einnig að klofnings- brölti palestínskra sýrlandsvina og fordæmdu þá. Nú mætti eng- inn skerast úr leik ef menn hygð- ust uppskera einsog til væri sáð. Arafat er tíður gestur í Bagdað um þessar mundir enda á hann hauk í horni þar sem er Saddam Hussein forseti. í gær lagði hann hornstein að sendiráði hins ný- stofnaða Palestínuríkis í írak og þvínæst hóaði hann frétta- mönnum saman. Hann hóf mál sitt með því að fara mörgum orðum og fögrum um nýorðna þíðutíð í skiptum PLO og Bandaríkjastjómar. „Bandaríkin eru annað tveggja risavelda heimsins og eiga fasta- fulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna... engu verður í verk komið nema oddvitar þeirra leggi lóð sitt á vogarskálarnar. í raun og veru eigum við ekki í útistöðum við lsraelsmenn... Jasslr Arafat vinnur hvern sigurinn á fætur öðrum. ing hans í þeirri hinni sömu borg hefðu í einu og öllu samræmst ný- teknum ákvörðunum Þjóðarráðs Palestínumanna. “ Auk þess skipaði fram- kvæmdastjórn laganefnd sem að tíu daga fresti skyldi skila hug- myndum sínum og tillögum um það hvert væri hentugast form á útlegðarstjórn Palestínumanna. Arafat sagðist fastlega gera ráð fyrir því að í væntanlegri út- legðarstjórn sætu hlið við hlið „... mikilsháttar menn sem ýmist búa á landssvæðum sem ísraelsmenn hafa hernumið eða utan þeirra.“ í gær lýstu tvenn samtök Pal- estínumanna í Damaskus, PFLP og DFLP, yfir því að „frum- hlaup“ Arafats að undanförnu bryti í bága við stefnu og mark- mið Þjóðarráðsins. En fram- kvæmdastjórnin í Bagdað var skjót til svars. Hún léti sér í léttu rúmi liggja „... annarlegt tíst smáfugla sem dveljast einir og sér utan alfaraleiðar í álfunni og allir hafa snúið baki við vegna mikil- fenglegra ávinninga Palestínu- þjóðarinnar." Reutcr/-ks. heldur þann mikla bakhjarl sem eflir þá í hvívetna, krefst einskis ogseturenginskilyrði: Bandarík- in.“ Þing framkvæmdastjórnarinn- ar ályktaði að „... ræða bróður Jassírs Arafats fyrir Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í Genfarborg og fjölmiðlayfirlýs- Úsbekistan Æðstaráð hafnar fjáriögum I fyrsta sinn sem það gerist í sögu Sovétríkjanna Æðstaráð (þing) sovétlýðveld- isins Usbekistan hefur hafn- að fjárlagafrumvarpi rfldsstjórn- arinnar þar fyrir komandi ár og knúið fram á því verulegar breytingar, að sögn Tassfrétta- stofunnar sovésku. Meðal breytinganna má nefna að fjár- veitingar til félagsmála, umhverf- isverndar og bygginga voru hækkaðar um tugmiljónir rúblna. Þingfulltrúar töldu einnig, að markmið fjárlaganna um fram- leiðslu í iðnaði og akuryrkju væri alltof lág og náðu við ríkisstjórn- ina samkomulagi um að leitast skyldi við að ná meiri árangri á þeim vettvöngum en gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegu fjár- lögunum. Þetta er í fyrsta sinn, sem æðstaráð nokkurs sovétlýð- veldis hefur neitað að samþykkja fjárlög frá ríkisstjórn, enda hafa þing þess hingað til verið valda- lítil í raun. Tass fagnar þessum tilþrifum. Úsbekaþings og segir þau ánægjulegt dæmi um þær breytingar, sem eru að verða í stjórnmálum Sovétríkjanna. Samkvæmt fyrirætlunum sov- ésku forustunnar er gert ráð fyrir að völd þinga bæði sovétlýðvelda og Sovétríkjanna sem heildar aukist að mun. í samræmi við þær fýrirætlanir hófust nú í vikunni útnefningar frambjóðenda til þjóðfulltrúaþings, sem kosið skal á 26. mars nk. Keppa þá í fyrsta sinn fleiri en einn frambjóðandi um hvert kjördæmi. Reuter/-dþ Sovésk menntamannahreyfing Vill safn til minnmgar um fomaiiömb Stalíns Samtök sovéskra mennta- manna, sem vinna að því að reist verði minnismerki og stofn- að safn til minningar um þá mörgu, sem létu lífið eða liðu þjáningar af völdum einræðis- herrans Jósefs Stalín, sökuðu yfirvöld í gær um að reyna að hindra framkvæmd þessara fyrir- ætlana. Meðal leiðtoga samtak- anna, sem nefnast Minnismerkja- hreyfingin, eru sagnfræðingarnir Júrí Afanasjef og Roj Medvedev, Andrej Sakharov, vísindamaður og baráttumaður fyrir mannréttindum, Ijóðskáldið Jev- geny Jevtúsjenko, Anatoly Ry- bakov rithöfundur og Borís Jeltsín, sem var leiðtogi kommún- istaflokksins í Moskvu. Jeltsín var vikið úr þeirri stöðu eftir að hann hafði kvartað yfir of miklum hægagangi í umbótum. Að sögn talsmanna samtakanna njóta þau fylgis þúsunda mennta- manna í um 110 sovéskum borg- um, þar á meðal Moskvu, Len- íngrad, Sverdlovsk og Novosí- bírsk og hafa fengið góðar undir- tektir hjá minnihlutaþjóðum eins og Eistum, Lettum, Litháum og Krím-Törturum. Forustumenn samtakanna vilja að minnismerki séu reist fórnarlömbum Stalíns í allnokkrum borgum og einnig að í Moskvu verði stofnað sérstakt safn ásamt bóka- og skjalasafni, þar sem saman verði safnað fylls- tu upplýsingum um ógnir Stal- ínstímans og almenningur jafnt og sagnfræðingar hafi aðgang að. Að sögn talsmanna samtak- anna hefur sovéska menningar- málaráðuneytið til þessa aðeins leyft að fórnarlömbum Stalíns verði reist minnismerki í Moskvu. Málið ersagt viðkvæmt, því að íhaldsmenn meðal félaga kommúnistaflokksins og emb- ættismanna kváðust óttast, að harðnandi gagnrýni gegn stjórn- arfari Stalíns leiði til virðingar- leysis við yfirvöld. Reuter/-dþ. ÆSKULYÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylking AB Jólaglögg ÆFAB Jólaglögg Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið nk. föstudag 30. desember að Hverfisgötu 105. Húsið opnar klukk- an 20. Dagskrá auglýst nánar síðar. Sjáumst hress og kát. Glöggir HFI REYKJKJÍKURBORG HH 'Í' Jlcuouvi Stödíci w Fóstra eða uppeldismenntaður starfsmaður óskast að skóladagheimili Breiðagerðisskóla. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 84558 og heima í síma 33452. KENNARA- HÁSKÓLI ISLANDS Laust starf við Kennaraháskóla íslands Starf fjármálastjóra við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar. Helstu verkefni fjármál- astjórans eru að hafa í umboði rektors og skóla- ráðs umsjón með fjárreiðum skólans og starfs- mannahaldi, annast gerð fjárhagsáætlana og sjá um framkvæmd þeirra. Nánari upplýsingar um starfið gefur rektor skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist til Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð fyrir 20. janúar 1989. Rektor Miðvikudagur 28. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.