Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 11
1988 brennt burt Aramótabrennur á höfuðborgarsvœðinu Ef veður leyfir munu bálkestir verða tendraðir um allt land á gamlárskvöld og ungir sem aldnir safnast í kringum þá og horfa á gamla árið brenna burt. í Reykjavík verða um 10 ára- mótabrennur. Þær gætu þó orðið enn fleiri en samkvæmt upplýs- ingum Jóns Bjartmars hjá Reykjavíkurlögreglunni eru þessar brennur helstar: íþróttafélagið Fylkir í Árbæ verður með áramótabrennu sunnan við Fylkisvöll. f Breiðholti verður brenna á auðu svæði upp af Leirubakka. Á Víkingssvæðinu við Réttar- holtsveg verður brenna. í Fossvogi, sunnan við hús Landgræðslusjóðs, á sjávarbakk- anum neðan við Fossvogskirkju- garð. Að venju er myndarlegur köstur við Faxaskjól á Ægisíðu. Brenna er á milli Holtavegar og Álfheima. Við Suðurfell upp af Rjúpna- felli hefur verið hlaðinn myndar- legur köstur. í Vatnsmýrinni norðan Hörp- ugötu er lítill köstur sem íbúar hverfisins hafa hlaðið. Og að lokum skal nefndur bálköstur við Skildinganes. Hafnarfjörður Þrír bálkestir hafa verið hlaðn- ir í Hafnarfirði að sögn Ólafs Kr. Guðmundssonar, aðstoðaryfir- lögregluþjóns: Stærsta brennan verður í hrauninu við Hrafnistu í Norður- bænum. Myndarlegur köstur er einnig á Hvaleyrarholti. Ofan við Keflavíkurveg, sunn- an kirkjugarðsins gegnt Hvammabraut hefur verið hlað- inn köstur. Garðabær og Álftanes Ein brenna verður í Garðabæ, norðarn og vestan við Bæjar- braut. íbúar Álftaness hyggjast brenna burt gamla árið í landi Gestshúsa. Kópavogur Hjá Kópavogslögreglunni fengum við þær upplýsingar að einungis tveir bálkestir væru í bæjarlandinu. Stærri kösturinn er yst úti á Kársnesi. Þá er lítil brenna í Vatnsenda. -Sáf Landsmenn halda fast í þann sið að brenna burt gamla árið. Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 Nú fer hver að verða síðastur að skoða biblíusýninguna í Bóka- safni Kópavogs. Biblíurnar á sýn- ingunni eru sýnishorn úr safni Ragnars Þorsteinssonar, sem hef- ur safnað biblíum í 40 ár og á nú biblíur á yfir 1200 tungumálum. Biblían í heild hefur verið gefin út á 303 tungum, Nýja testament- ið á 670, einstök rit biblíunnar á 911 tungumálum. Samtals gera þetta 1884 tungur, þannig að „orð guðs“ hefur farið víða. Á sýningunni er meðal annars biblía á ntanx, hinu forna keltneska máli sem talað var á eynni Mön fram á þessa öld, en er nú dautt. Um 200 manns kunna þetta tungumál en þeir hafa allir lært það á fullorðins aldri og hafa áhuga á að endurlífga það. Þarna er einnig biblía á gotn- eskú, sem einnig er dautt Evr- ópumál, sem líkist íslenskunni meir en nokkru öðru tungumáli sem nú er talað í Evrópu. Þá má geta grænlenskrar biblíu, en grænlenskan er grein af máli eskimóa við strendur Norður-íshafs. Ekki er meiri munur á grænlensku og öðrum Guðbrandsbiblía er gimsteinn íslenska prentiðnaðarins. Hér gluggar séra Eiríkur J. Eiríksson í eintak af þessari merku bók á sýningu sem var í Þjóðminjasafninu í desember 1984. Nú í desember 1988 má skoða annað eintak af Guðbrandsbiblíu, í bókasafni Kópavogs. Það eintak er í eigu Ragnars Þorsteinssonar, en hann hefur safnað biblíum á yfir 1200 tungum. málum töluðum á eyjum norðan Kanada og Alaska en svo að þess- ar þjóðir skilja sæmilega mál hver annarrar. Að lokum skal getið Guð- brandsbiblíu. Sýningin er opin í Bókasafninu í dag frá kl. 9-21 og á morgun, gamlársdag kl. 11-14, en henni lýkur nú um áramót. Biblíur á 1200 tungumálum Fuglinn í Fjörunni.. Einkennileg deila er nú risin í Hafnarfirði, milli bæjaryfir- valda og bæjarfógeta Más Péturssonar vegna endurnýj- unar vínveitingaleyfis fyrir veitingastaðinn Fjöruna. Fjar- an sem er talin einn af betri matsölustöðum landsins, ertil húsa i einu elsta húsi Hafnar- fjarðar sem var gert upp fyrir nokkrum árum. Staðurinn hefur haft vínveitingaleyfi með matsölu og reksturinn gengið þokkalega. Nú bregð- ur svo við fyrir þessi áramót þegar eigendur Fjörunnar óskuðu endurnýjunar á vín- veitingaleyfinu, að fógeti var þver fyrir og sendi dómsmála- ráðuneytinu langt bréf þar sem hann hafnaði alfarið beiðni um endurnýjun. Sem eina ástæðu tilgreindi fógeti að annar eigandi staðarins hefði hlotið dóm vegna fíkni- efnamáls. Sá dómur virtist ekki skipta máli þegar vín- veitingaleyfið var veitt upp- haflega og síðar endurnýjað, en eigandinn hefur þegar set- ið þennan dóm af sér. Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar tók þetta mál fyrir á fundi sínum nýlega og kom þar fram undrun bæjarfulltrúa á afstöðu fóg- eta. Samþykkti bæjarstjórnin einróma að mæla með sam- þykkt endurnýjunar vín- veitingaleyfis við dómsmála- ráðherra. Þeir sem besta þykjast þekkja til, segja að stífni Más fógeta í garð eigenda Fjörunnar, stafi af persónulegum ástæðum sem skýrist meðal annars með því að efst á vinsældalistanum í Hafnarfirði í dag sé vísan góð- kunna, Fuglinn í fjörunni, hann heitir... ■ Tíminn líður í öfuga átt Það vakti athygli að rétt fyrir jólin birti „Tíminn“ í heilu lagi texta Megasar „Litlir, sætir strákar", sem er á plötu þeirra Bubba, „Bláum draumum". Litlar skýringar fylgdu með til að réttlæta þessa birtingu, en augljóst var af samhenginu og þá einkanlega haglegri notkun gæsalappa, að þessi birting átti að vera meistara Megasi til háðungar. Fróðir menn hafa það fyrir satt að rótin að þessari reiði „Tím- ans“ sé í rauninni annar texti á þessari sömu plötu, sem ber einmitt heitið „Tírninn": hafi ritstjóri blaðsins skilið á sinn hátt þegar þar var talað um að „Tíminn liði í öfuga átt“, og jafnvel tekið til sín þessi orð: „Þú ætlaðir bara aðeins að drepa tímann, /en aö endingu var þaö tíminn sem drap þig". Svo virðist sem ritstjóra „Tím- ans“ hafi láðst að hugleiða Bréf Páls postula til Títusar fyrir jólahátíðina, en þar stendur f 1. kapítula 15. versi: „Allir hlutir eru hreinum hreinir". Oss er fortalið, að Megas ætli að svara árásinni með nýjum texta, sem beri heitið „666 af stöðinni", og reynir þá á speki.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.