Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTAANNÁLL Islenska handknattleikslandsliðið stóð í ströngu á árinu og hóf það með glæsibrag þegar það varð í fjórða sæti í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð. Á myndinni er Guðmundur Guðmundsson tekinn föstum tökum af „rússneska birninum" en hann var lagður að velli í Höllinni í ágúst, skömmu áður en haldið var til Seoul. Þar hafnaði liðið hins vegar í áttunda sæti og verður að leika í B-keppni landsliða í febrúar næstkomandi. Mynd: E. Ól. Islandsmótið í knattspyrnu hefur sennilega aldrei verið eins lítt spennandi og í ár. Ástæðan: Framar- ar höfðu yfirburði yfir önnur lið og tryggðu þeir sér meistaratitilinn þegar þrjár umferðir voru óleiknar í mótinu. Landsliðsvarnarmaðurinn Viðar Þorkelsson var ein af kjölfestunum í liði Fram á árinu en liðið fékk aðeins átta mörk á sig í allri deildarkeppninni sem er einstakt. Fram lék í Evrópu- keppni bikarhafa í haust og mætti þar ofjörlum sínum, spænska stórliðinu Barcelona, og töpuðu 0-2 og 0-5. Mynd: E. Ól. Gömlu félagarnir úr FH, Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiesen, voru í sviðsljósinu á árinu, ekki eingöngu með landslíðinu heldur líka með sínum félagsliðum. Þorgils Óttar var valinn handknattleiksmaður ársins sl. vor og Kristján varð v-þýskur meistari með þáverandi liði sínu, Gummersbach, en í haust flutti hann sig um set og leikur nú með spænska liðinu Teka. Þeir kumpánar eru hér í kröppum dansi í leik á alþjóðlegu móti í Höllinni í ágúst. Mynd: E. Ól. í ** Valur varð Islands- og bikarmeistari karla í handknattleik og hefur nú á að skipa lang besta félagsliði íslands. Nú í haust hefur þeim bæst við góður liðsauki sem Sigurður Sveinsson er og er liðið komið í 8-liða úrslit Evrópukeppni meistaraliða. FH veitti Val mikla keppni um meistaratitilinn sl. vor og eru þeir einnig komnir í 8-liða úrslit Evrópukeppninn- ar. Mynd: E. 01. Ulfar Jónsson stóð sia mjög vel á árinu ef Islandsmótið er undan- skilið _en þar hafnaði hann í þriðja sæti. Úlfar var í fararbroddi íslenskra kylfinga innan lands sem utan og lagði m.a. grunninn að bronsverð- launum Islendinga á Norðurlanda- mótinu. Þá lék hann með golfklúbbi sínum, Keili, í sveitakeppni Evrópu og hafnaði sveitin í fjórða sæti auk þess sem Úlfar varð fyrsti íslendingurinn til að vinna sigur i einstaklingskeppni erlendis. Hann vann til fleiri afreka á árinu og varð t.a.m. í 2.-4. sæti á opna svissneska mótinu í júlí. Mynd: E. Ól. SigurðurGrétarsson skoraði framhjá besta markverði heims, Sovét- manninum Rinat Dasajev, þegar íslenska landsliðið gerði jafntef li við það sovéska á Laugardalsvellinum 31. ág- úst. Andstæðingarnir höfðu nýverið hlotið silfurverðlaun í Evrópukeppni landsliða í V- Þýskalandi svo að árangurinn hlýtur að teljast góður. Leikur- inn var í undankeppni heimsmeistaramótsins en í þeirri keppni léku (slendingar einnig gegn Tyrkjum og A- Þjóðverjum ytra. Jafnt varð gagn þeim fyrrnefndu en 0-2 tap í síðari leiknum. Að auki lék landsliðið í undankeppni Ólympíuleikanna og vináttu- landsleiki. Mynd: Ari. 12 SI'ÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988 ;•*»•«»» U.í .•'/ iui l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.