Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 15
1 Vesluiþýsk listosöfn skaria ránsfeng nosista AdolfHitler velktist ekki í vafa um það hvað vœri listog hvað ekki. Erindrekar hans sátu ekki auðum höndum á styrjaidarárunum heldur öfluðu foringja sfnum miljóna listaverka. Þorri safnsins var þýfi en einnig höfðu listaverk verið keypt og þá iðulega því verðisem nasistum þóknaðist að greiða I Víðförull listunnandi á þýskri grund lætur varla undir höfuð leggjast að heimsækja mynd- listarsöfn og sýningarsali sem á vegi hans verða. Og er af nægu að taka. Hann stígur innfyrir dyr og reikar um meðal málverka og höggmynda. Hann hefur annað í hyggju en að grafast fyrir um það hvaðan verkin hafi borist safninu og fyrir ofan garð og neðan fer ef til vill næsta undarleg áletrun á merkimiða við fáein málverk. „Fengið að láni frá Sambands- stjórn þýska lýðveldisins." Víð- förull listunnandi brýtur ekki heilann um véfréttir á merkimið- um. II SambandsBonn á 1.076 mál- verk sem 102 vesturþýsk söfn hafa að láni. Að auki hanga 406 teikningar og smámyndir uppi á víð og dreif í ráðuneytum og skrifstofubyggingum höfuðborg- arinnar, skóium og stofnunum að ógleymdum sendiráðum sam- bandslýðveldisins erlendis. Ailt er góss þetta í eigu ríkisins. Að undanförnu hafa ýmsir vakið máls á þessari listaverka- auðlegð stjórnvalda og útverðir almannaróms, blaðamenn, farið að grufla út í fortíð safnsins. Eft- irgrennslan þeirra hefur leitt í ljós að allar myndirnar voru eitt sinn í eigu manna sem frægir hafa orðið að endemum í sögunni. Foringi þeirra var Adolf Hitler.. Þær eru menjar listasafns sem samanstóð af miljónum lista- verka hvaðanæva úr Evrópu. Gripirnir áttu það helst sameigin- legt að erindrekar „herraþjóðar- innar“ höfðu fengið augastað á þeim og það voru aðeins ofurhug- ar ellegar kjánar sem risu upp gegn vilja þeirra og valdi. Ýmist voru verkin tekin öfrjálsri hendi eða fyrri eigendur beittir ofbeldi og yfirgangi uns þeir féllust á að láta þau af hendi. Listaverkin voru, svo gripið sé til orðalags úr málskjölum Nurn- bergréttarhaldanna, tekin her- fangi, gerð upptæk, lagt var hald á sum þeirra, öðrum var rænt. All mörg voru að sönnu keypt en það er sláandi hve góð kaup „Þriðja ríkið“ gerði einatt. Þó fengu fyrri eigendur misvel greitt fyrir lista- verkin. „Undirmálsfólk“ á borð við gyðinga þáði vitaskuld ekki einu sinni höfuð sitt að launum en „arískir“ kaupunautar fengu, ef heppnin var með, allt að því sanngjarnt verð. En sem fyrr segir fór illa fyrir þeim óláns- mönnum sem þráuðust við að láta af hendi við erindreka for- ingjans þá gripi sem hugur hans stóð til, því verði sem honum þótti við hæfi að greiða. Enda úir og grúir af orðum á borð við vald- beitingu, nauðung, þvingun og fleirum i líkum dúr í Nurnberg- málskjölunum. III Það er alkunna að smekkvísi Adolfs Hitlers og lagsbræðra hans orkaði tvímælis og bar lista- safn þeirra merki þessa. Því er það svo að drjúgur hluti málverk- anna sem sambandsríkið tók í arf eftir þá fóstbræður þykir ekki uppá marga fiska og fer fjarri að þau teljist „meistaraverk“. Mikið er um sköpunarverk Austurríkismanna og Þjóðverja sem uppi voru á öldinni sem leið og máluðu í nýklassískum og rómantískum stíl. Fæstir kannast við nöfnin þótt fáeinna sé látið getið og valið af handahófi. Friedrich Amerling, Karl Blec- hen, Anselm Feuerbach, Edward Griitzner, Moritz von Schwind, Franz von Stuck, Carl Spitzweg, Ferdinand Waldmúller... En arfurinn er ekki allur þarna því á meðal miðlungsverka glóa perlur. Pétur Páll Rúbens málaði „Heilagan Gregór, Márus, Papí- anus og Dómítillu“. Þetta mál- verk hangir uppi á veggjum „Ge- máldegalerie“ í Vestur-Berlín. Rúbens málaði ennfremur „Dásamlegan afladrátt“ og „Mynd af mér sjálfum í hópi vina í Mantúa“. Tintoretto á heiður af málverkinu „Kristur lagður til „Kærar þakkir vinur minn.“ Jósef Göbbels var foringja sínum haukur í horni í menningarefnum. grafar“. Antón van Dyck málaði „Júpíter og Antíópu“. Að þess- um myndum eiga Kölnarbúar greiðan aðgang í Wallraf- Richartz listasafninu, þökk sé sambandsstjóninni í Bonn og Hitler. IV Það er kunnara en frá þurfi að segja hve varhluta listmálarinn Adolf Hitler fór af hylli þessa heims. Árið 1907, þá 18 ára að aldri, þreytti hann inntökupróf við Fagurlistaskólann í Vínar- borg. Sú varð ógæfa aldarinnar að dómararnir höfnuðu þessum svipljóta umsækjanda sem sneri sér þvínæst að pólitík, heimspeki og kynbótafræðum. Hann hrærði síðan öllu saman í einn graut og nefndi „þjóðernisjafnaðar- stefnu“. Ein af bökunum úr því deigi var „norræn-germanska fagur- fræðin“. Einsog svonefndir „arí- ar“, víkingar og höldar, bændur sem yrkja fósturmold og garpar sem herja og afla sér fjár og frama, voru einir menn til að drottna yfir óþjóðum, voru lista- menn sem mærðu þetta fólk, ættir þess og óðul, hreinlyndi þess og eljusemi, einir menn til þess að skapa list. V Þegar þýska þjóðin hóf Hitler í hásætið var hann ekki að tvínóna við að gera þennan andlega óskapnað að opinberri stefnu „Þriðja ríkisins“ í menningarmál- um. Þeir sem hreyfðu andmælum voru réttdræpir, listamenn sem ekki hlýddu kalli voru ofsóttir, i Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.