Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 16
hraktir úr landi, bannaðir, verk þeirra brotin, brennd eða sýnd opinberlega í háðungarskyni, víti til varnaðar alþýðu manna. Hitler hugðist uppræta illgresi og gróðursetja norrænar nytja- jurtir í þess stað. Hann var ekki fyrr kominn til valda að hann hóf umfangsmikla listaverkasöfnun samfara ofsóknum á hendur frjálslyndum og „júðskum" for- stöðumönnum listasafna. Nýir menn sem foringinn hafði vel- þóknun á voru skipaðir í þeirra stað og létu verða sitt sveinss- tykki að fjarlægja „minnismerki um lægingu þýsku þjóðarinnar" úr sýningarsölum. Á flokksþinginu fræga í Niirn- berg árið eftir valdatöku nasista réðst foringinn af úlfúð mikilli að andskotum sínum í þýskri og evr- ópskri menningu, „...morðingj- um lista og menningar, kúbist- um, fútúristum og dadaistum sem ekki er lengur hægt að umbera, óþurftarlýð sem elur af sér ó- menningu." Þinginu var slitið og jafnskjótt bjó Jósef áróðursráðherra Göbb- els sig til krossfarar gegn „úrkynj - aðri list“, en hann var sem al- kunna er þarfasti þjónn Hitlers þegar menningarmál voru annars vegar. Eitt af fyrstu fórnarlömbunum var Georg Swarzenskí, gyðingur og forstöðumaður Borgarlista- safnsins í Frankfurt allar götur frá 1906. Borgarlistasafnið hafði get- ið sér gott orð fyrir fjölda glæstra nútímalistaverka en Swarzenskí átti heiðurinn af því að hafist var handa við söfnun þeirra skömmu eftir lok heimsstyrjaldarinnar miklu. Kynborinn aríi leysti Swarzen- skí af hólmi, maður þrifinn og auðsveipur með barmmerki nas- istaflokksins í brúnum jakkaboð- ungnum. Forgangsverkefni hans var að fjarlægja verk van Goghs, Gauguins og Picassos, svo nokkr- ir séu nefndir, og stilla upp Spitzweg og Waldmuller. Nú- tímalistasafnið var eyðilagt, sum verkanna voru seld úr landi, önnur níddust niður, enn önnur voru brennd á báli. Hið sama gerðist um gjörvallt Þýskaland. Göbbels valdi gaumgæfilega 600 nýrri tíma verk úr fremstu listasöfnum og setti á sýningu „úrkynjaðrar listar" í Múnchen árið 1937. Þar gaf að líta sköpunarverk Chagalls, van Goghs, Kandinskys, Klees, Kok- oschkas, E1 Lissitzkys, Mondri- ans og Picassos. Þegar áróð- ursráðherranum þótti nóg að gert sleit hann sýningunni og lét eyði- leggja listaverkin. VI En þegar búið var að uppræta „sníkjugróðurinn", þurfti að sá og gróðursetja fyrir komandi kynslóðir þúsundárankisins. Því hóf Hitler söfnun „kynborinna" listaverka jafnskjótt og ráðrúm gafst. Helstu hjálparhellur hans í öndverðu voru Heinrich nokkur Hoffmann, ljósmyndari frá Múnchen og, að eigin sögn, „sér- fræðingur" í málverkum Carls Spitzweg, og listaverkabraskar- inn Karl Habestock, kaldrifjaður tækifærissinni sem gekk til liðs við nasista um leið og þeir höfðu rutt sér leið til valda. Þessir menn höfðu öll spjót úti að afla foringja sínum listar og flengdust milli bæja og hreppa um gjörvalla Þýskalandsbyggð. En þegar þýska ríkinu óx ás- megin stækkuðu að sama skapi hin ytri kennileiti „hins aríska anda“. Og þar kom að Haber- stock og Hoffmann fylltu ekki iengur uppí líknarbelg listunn- andans Adolfs Hitlers. VII Þegar eftir innlimun Austur- „Kristur lagður til grafar", eftir Tintoretto. ■ ríkis í Þýskaland vorið 1938 hófst Hitler handa við uppbyggingu listasafns í hinum gamla heimabæ sínum, Linz við Dónárbakka. Stund hefndarinnar skyldi renna upp í öllum sínum sætleika því nýja safnið átti að skáka saman- lögðu listasafni Vínarborgar. Sumarið 1938 fann foringinn mann sem hann treysti til þess að hafa yfirumsjón með verkinu. Hans Posse var ekki nasisti og hafði í þokkabót verið rekinn úr embætti forstöðumanns „Dres- dner Gemáldegalerie“ fyrir þær „sakir“ að hafa hýst Oskar Kok- oschka og skotið nokkrum verka hans undan í hreingerningu Göbbels. En Posse átti góða vini í góðum stöðum. Einn þeirra var Haber- stock. Annar var byggingaverk- fræðingur og hét Martin Ham- mitsch, mágur Hitlers. Posse neytti nú þessara sambanda og svo fór að Hammitsch fékk talið Hitler á að heimsækja „Dresdner Gemaldegalerie.“ Að kvöldi dags 18. júní 1938 skráir Posse þessi orð í dagbók sína: „Það var hringt í mig úr galleríinu um klukkan 9.30 í morgun og mér tjáð að Foringinn væri á leiðinni, kom þangað klukkan 9.45 og var sagt að hann væri kominn og væri uppi í hvolfsalnum og hefði spurt eftir mér. Ég gekk undireins á hans fund. „Mér hefur verið skýrt frá því að þér hafið sagt embætti yðar lausu. Hvers vegna?“ „Vegna þess að ég fékk fyrir- mæli um að gera það frá Reichstatthalter (foringja nasista í Dresden). Undir slíkum kring- umstæðum átti ég ekki annarra kosta völ.“ „Mér skilst að það hafi verið vegna þess að þér hafir keypt al- veg ömurlegar myndir.“ Þessu næst gengum við yfir í þýsku deildina og Hitler skoðaði allt gaumgæfilega. „Hver safnaði þessu og raðaði saman?“ „Það gerði ég. Þetta er afrakst- ur hugmyndar sem ég fékk fyrir löngu og hugðist útfæra betur í nýju viðbyggingunni." Eftir eina klukkustund hvarf Foringinn á braut.“ Að fyrirmælum Hitlers var Posse skipaður í stöðu forstöðu- manns á ný. Ári síðar varð hann yfirmaður Sonderauftrag („sér- verkefnisins“) Linz. Hann gekk að því verki af ástríðu og ósér- hlífni og unni sér ekki hvfldar fyrr en hann lagðist til hinstu hvfldar í desember árið 1942. Krabbamein varð honum að aldurtila. Þá hafði hann safnað rúmlega 1.200 mál- verkum fyrir foringja sinn. Eftir- maður hans, Hermann Voss að nafni, varð safninu í Linz úti um 4.000 málverk til viðbótar á næstu tveim árum en það er sam- dóma álit sérfróðra manna að þau séu sýnu lakari list en safn Posses. VIII Posse hófst handa í Austurríki. Hann fékk gnægð fjár hjá Mart- eini Borman, sem hafi umsjón með einkasjóði Hitlers, en þurfti sjaldan að punga út svimandi upphæðum. Nóg var að nefna nafn foringjans. í fyrstu keypti hann listaverk af Gestapó og er- indrekum þýsku stjórnarinnar í borgum og bæjum Austurríkis. Þau höfðu flest verið í eigu gyð- inga eða fólks sem sökum stjórnmálaskoðana hafði flúið land en ekki gefist ráðrúm til þess að hirða eigur sínar, eða hrein- lega ekki fengið að hafa þær á brott með sér í útlegðina. Síðan má rekja slóð Posses land úr landi. Þýskaland, Tékk- óslóvakía, Pólland, Holland og sjálft höfuðból endurreisnarinn- ar: Ítalía. Framan af átti Posse ekki í samkeppni við nokkurn mann enda stóð flestum stuggur af húsbónda hans. En þegar hann kom loks til Frakklands uppgötv- aði hann skæða keppinauta, er- indreka Hermanns Görings ríkis- marskálks og Alfreðs Rósen- bergs, „hugmyndafræðings“ nas- ista. Sá síðarnefndi hafði einkum hug á listaverkum sem „sönn- uðu“ með einum eða öðrum hætti allavega „yfirburði“ germanskra ættbálka. Nær fullvíst er talið að .menn á hans vegum hafi stolið tæpum 22.000 verkum á tveim mánuðum í Frakklandi einu! IX En svo fór sem fór. Svo seint sem í aprílmánuði 1945 var byrg- isrottan Hitler með hugann við listasafnið í Linz. Draumurinn góði útilokaði að eyru hans næmu skothríðina og skriðdrekaskrölt- ið ofan af götum Berlínar. Hann kvaddi arkitektinn Albert Speer á sinn fund og saman drúptu þeir höfði yfir uppdrættinum að safn- húsinu. f „erfðaskrá“ Hitlers stendur þetta: „Ég hafði aldrei í hyggju að safna málverkum til einkanota heldur áttu þau að Bandarískur hermaður skoðar hluta einkasafns Hermanns Görings ríkismarskálks. „Heilagur Gregór, Márus, Papíanus og Dómitilla" eftir Rúbens. Þjóðverjar fengu sitt og Hol- lendingar og Frakkar og ítalir. Svo fremi eigendurnir fyndust. Samtök gyðinga (JRSO) fengu listaverk sem verið höfðu eign gyðinga. í maí árið 1948 voru 2,5 miljónir gripa, þar á meðal 468.000 málverk, teikningar og höggmyndir, komnir til skila. Enn var ókunnugt um 510.000 gripi sem aðiljar í fyrrum her- námslöndum Þjóðverja gerðu kröfu til og sömu sögu var að segja um 109.000 gripi sem gerðir höfðu verið upptækir í Þýska- landi sjálfu. Listaverk sem eng- inn kannaðist við eða þóttist eiga skiptu hundruðum þúsunda. XI í júlí þetta sama ár gaf Lucius hershöfðingi Clay, yfirmaður bandaríska setuliðsins í Þýska- landi, út tilskipun þess efnis að öll „þýsk“ listaverk í fórum Banda- ríkjamanna í Múnchen skyldu af- hent forsætisráðherra Bæjara- lands, Hans Ehard. „Erlend“ óskilaverk yrðu áfram í vörslu bandaríska hersins. Árin liðu og enn var reynt að koma listaverkum til réttra eigenda. Skilastöðvarnar í Wies- baden og Múnchen voru ekki lagðar niður þótt hernámssvæði Vesturveldanna yrði Sambands- lýðveldið Þýskaland árið 1949. Þrem árum síðar sömdu þeir Konrad Adenauer kanslari og nýr yfirmaður Bandaríkjahers, John D. McCloy, um að utan- verða hryggjarstykki mikils mál- verkasafns á æskustöðvum mín- um, Linz við Dónárbakka. Það er einlæg ósk mín að því verki verði haldið áfram.“ Hans Posse. Á útmánuðum 1945 höfðu er- indrekar nasista flutt miljónir illa fenginna listaverka inn fyrir endi- mörk Þriðja ríkisins sem nú lá í andarslitrunum. Ásamt með sannanlega „þýskum" listaverk- um var þýfi þetta geymt í 1.400 stríðsheldum geymslum víðsveg- ar um ríkið. Um þúsund þessara listbyrgja lentu á hernámssvæði Breta og Bandaríkjamanna í stríðslok. Mörg þeirra voru hulin sjónum manna og fundust ekki fyrr en eftir drjúgan tíma. Til að mynda uppgötvuðu bandarískir her- menn einhverja ríkulegustu og íburðarmestu saltnámu sem sögur fara af við Alt Ausse í Austurríki. Þar höfðu menn búið vel og tryggilega um 27.000 lista- verk. Af þeim voru 5.350 mál- verk eftir „gömlu meistarana" sem ætlunin hafði verið að yrðu gestum Linzsafnsins augnayndi í framtíðinni. Hernámsstjórnin lét flytja allt góssið í þrjár miðstöðvar, tvær bandarískar, í Wiesbaden og Múnchen, og eina breska, að Celle. Þvínæst var hafist handa við hið afar flókna og vandasama verk að koma listaverkunum í hendur réttra eigenda. í einkasafni Görings voru mikil verðmæti og því voru hermenn látnir vakta það eftir að safnið komst í hendur bandamanna. „Munkur geispar". Carl Spitzweg var í hávegum hafður af nasistum. Clay hafði afhent Bæjurum. Að- eins gripir sem sannanlega höfðu verið eign Nasistaflokksins og rétt fengnir urðu eftir í Múnchen. Hvers vegna? Jú, höfuðstöðvar flokksins voru lengst af þar í borg og þar höfðu fjölmargir háttsettir nasistar átt Iögheimili! Árið 1960 urðu stjórnvöld í Bonn og Bæjar- alandi ásátt um að skipta þessum hluta safnsins á milli sín og voru tryggingarfélög látin meta verð- mæti listaverkanna. í áratug hafði stofnun á vegum utanríkisráðuneytisins það verk með höndum að reyna að hafa uppi á eigendum listaverka. Þeg- ar því verki var loks hætt árið 1962 hafði enn tekist að koma um miljón gripum til skila, meginið fór til eigenda utan Þýskalands. Á önd'/erðum sjöunda ára- tugnum jókst þrýstingur á sam- bandsstjórnina í Bonn að „lána“ þýskum listasöfnumm og gallerí- um óskilaverk. Árið 1965 samdi þáverandi fjármálaráðherra, Werner Dollinger, einskonar lánsáætlun. XII Frá því ári og allar götur fram á níunda áratuginn hafa 102 söfn fengið 1.076 málverk að láni. Sért þú, góðfús lesari, víðförull maður og listhneigður, hyggist þú leggja land undir fót í sumar og arka upp 1 og niður Vestur-Þýskaland, sértu og listelskur og staðráðinn í því að skoða málverk, þá geturðu nú ráðið gátuna sem letruð er á lítinn miða: „Fengið að láni frá Sam- bandsstjórn þýska lýðveldisins.“ Byggt á ARTnews, cncyclopedíu og safnritum ýmsum. -ks. ríkisráðuneytið í Bonn yfirtæki fengi ennfremur til varðveislu bandarísku skilastöðvarnar. Það þorra „þýsku“ listaverkanna sem 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988 Föstudagúr 30. desember 1988 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.