Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 22
___MENNIN G AR ANNÁLL_ Herrans árið 1988 í músík „Sálumessan pólska eftir Penderecki, sem hann stjórnaði sjálfur í Háskólabíói á listahátíð voru annars þeir tónleikar sem fram fóru er sterkust áhrif höfðu á tónlistargagnrýnanda Þjóðviljans." Þegar tónlistargagnrýnandi Þjóöviljans „lítur yfir farinn veg“ eins og stjórnmála- mennirnir er „margs aö minn- ast“ frá músíkárinu 1988. Hverjir eru þá minnisstæð- ustu tónleikarnir sem krítiker- inn heyrði - eöa öllu heldur heyrði ekki á árinu? Þaö voru nefnilega tónleikar sem aldrei fóru fram. Afmæliskonsert Pólyfónkórsins í Háskólabíói í vor. Salurinn var troðfullur og voru þar ýmis stórmenni eins og biskuparnir og nóbel- skáldiö og áreiöanlega mörg lítilmenni svo sem undirritaö- ur. Þarna var hljómsveitin og kórinn í fullum skrúöa á sviö- inu og svo komu söngvararnir og stilltu sér upp hátíölega. En svo kom ekkert. Enginn stjórnandi. Enginn Ingólfur. Loks gekk fram maður og til- kynnti furðulostnum gestum að því miður yrði að aflýsa tónleik- unum vegna veikinda Ingólfs Guðbrandssonar. Öllum brá á- kaflega og gengu menn út hljóðir og mjög áhyggjufullir. Enginn vissi nema hið versta hefði yfir dunið. Má Ingólfur trúa því að þá hugsuðu margir vel til hans - meira að segja tónlistargagn ■ rýnandi Þjóöviljans sem Vík- verji á Mogganum segir að sé óvenju vondur maður. Þetta var afar einkennileg stund og ó j- gleymanleg.Hún minnti svo á for- gengileikann og smæð þessarar þjóðar sem er alltaf að rífast. Síð- ar heyrðust svo afmælistón - leikarnir með miklum glæsibrag og vonandi eigum við eftir að heyra Ingólf stjórna mörgum góðum konsertum. Sálumessan pólska eftir Pend- erecki, sem hann stjórnaði sjálfur í Háskólabíói á listahátíð voru annars þeir tónleikar sem fram fóru, er sterkust áhrif höfðu á tónlistargagnrýnanda Þjóðvilj- ans. Eiginlega höfðu viðbrögð áheyrenda þó.mest áhrif á hann. Þarna hitti ég til dæmis báða rit- SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON stjóra Morgunblaðsins. Og Styrmir var svo góðlegur eitthvað. Og Matthías eins og engih. Það var líka gaman að óperun- um, Don Giovanni í ársbyrjun og Ævintýrum Hoffmans í haust. Sú fyrri er eitthvert mesta listaverk mannkynsins en sú síðari hálfgert drasl. En báðar tókust ágætlega. Hvernig væri að flytja næst Der Corregidor eftir Hugo minn Wolf? Guð minn almáttugur! Hvaða andskotans stykki er nú það? Reyndar ekki meistara- stykki en samt ágæt tónlist eins og allt sem þessi brjálaði snillingur gerði, en hann dó eftir hræðilegar þjáningar. Og það var eins og hann hafi vitað örlög sín fyrir alla ævi og ekki samið músík um ann- að. Hann er talinn sá tónmeistari sögunnar sem minnst bar úr být- um fyrir snilld sína. Hann hefur samt ekki komist í heimsmeta- bókina fyrir það. Bruckner, gamall og hallæris- legur, var vinur Hugo og gaf hon- um stundum að éta. Og fékk ekk- ert fyrir nema skammir frá fína fólkinu í Vín, sem ekki vildi gefa neinum að éta nema þeir dáðu Brahms. En Bruckner var kosm- iskur andi og þess vegna munaði hann ekkert um að gefa öllum að éta sem á annað borð vildu éta það sem að þeim var rétt. Og á milli mála samdi hann lofsöngva til guðs sem eru svo djúpir og dýr- ir að ég er viss um að guð samdi þá sjálfur. Bruckner skrifaði að- eins niður nóturnar. „Skrásetti“ verkið. Þetta heyrðum við greini- lega á hinum sögulegu Bruckner- tónleikum Langholtskirkjukórs- ins um daginn þegar. illur andi hljóp í rassinn á gagnrýnandan um. Missa Solemms, sem var líka hér á þessu ári, hljómar hins veg- ar eins og verk manns, sem er að reyna að 'neyða guð til að birtast sér. Þessi hróp og neyðar and- vörp. En náðin lætur á sér standa. En í benedictus, yndislega bene- dictus, bjarmar loks fyrir ljósi heimsins. Og Beethoven gekk inn í fögnuð himnanna. Síðustu verk hans eru þaðan komin. Ung- Iingarnir hans Zukovskys fluttu okkur cís-moll kvartettinn í vor svo fallega að við hljótum enn að eiga einhverja von þrátt fyrir ós- óngatið. Um svipað leyti fór Andreas Schmidt með alla lagaflokka Schuberts í Óperunni. Þessi björtu malarastúlkuljóð sem eru eins og ungir júnídagar þegar jafnvel sorgin er sæla. Og hin myrku vetrarferðarkvæði þegar gleðin var gengin en þjáningin þögnuð og aðeins eitt er eftir. Svanasöngvar ástarinnar. Kvöldkonsertinn hennar Man- úelu í Kristskirkju voru dular- fýllstu hljómleikarnir. Ég hef alltaf sagt að hún sé ekki af þess- um heimi heldur öðrum heimi. Og daginn eftir tónleikana í logni og ljósaskiptum var ég að skoða gömul hús í Þingholtunum. Allt í einu var hún Manúela hjá mér með börnunum sínum. Við höfðum aldrei talast við. En nú var eins og við hefðum alltaf þekkst. Og það var eins og við vissum leyndarmál. Og hefðum ávallt vitað það.Og nú skildi ég hvers vegna hún er ekki af þess- um heimi. Vegna þess að hún er af mínum heimi. Okkar heimi. Svo kvöddumst við. Og þessi stund kemur aldrei aftur. Af því að hún hefur aldrei framhjá farið. Hún er guðs eih'fðar augnablik. Sigurður Þór Guðjónsson Skálað fyrir myndlistinni við vígslu Listasafns íslands 31. janúar 1988. Fremst eru Hringur Jóhannesson listmálari og Daði Guðbjörnsson formaður Félags íslenskra myndlistarmanna. Myndl Spurt er: hvað er að gerast í myndlistinni? Og sVarið er í senn einfalt og flókið: einfalt að því leyti að fólk er að búa til hvers konar myndir sem aldrei fyrr, flókið að því leyti að ekki er auðvelt að sjá að stefnt sé í ákveðna átt, og fæstir virðast í raun gera sér grein fyrir því hvert þeir stefna sjálfir eða hvað það er sem knýr þá áfram annað en ánægjan yfir unnu verki. Sem í sjálfu sér er ekki svo lítið og ber ekki að vanmeta. En þeir sem spyrja lengra og krefjast einhvers annars og meira af myndlistinni en að hún sé eins og hvert annað heilbrigt tóm- stundagaman þurfa að leggjast undir ok sögunnar: hafi listaverk til að bera víðtæka skírskotun og almennt gildi eða djúptæka merkingu, þá á það sér sögulegar rætur og vex upp sem andsvar við ákveðnum sögulegum aðstæð- um. Þessar sögulegu forsendur eru bæði pólitískar og menning- arlegar en koma þó skýrast fram í sjálfri listasögunni. Saga listarinnar er ekki einfalt viðfangsefni, og forsendan fyrir því að við getum sett hana skipu- lega fram er ákveðinn skilningur á því um hvað myndlistin snýst. Skilningur manna á því hefur ver- ið breytilegur í tímans rás, og þá jafnframt skilningur manna og túlkun á sjálfri listasögunni. Tökum dæmi: ef listin er fólgin í eftirlíkingu áþreifanlegs ytri veruleika, þá er Bertel Thorvald- sen trúlega miög góður mynd- höggvari, en Asmundur Sveins- 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.