Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 24
MENNIN G AR ANN ALL Á íslenskan mælikvarða er í skugga hrafnsins epísk stórmynd með stórkostlegum senum úti í hrikalegri náttúru íslands. Innlendar stórmyndir og menningarvitar Ólaffur Haukur Símonarson Orrustan um brumknappana Sú var tíðin að íslendingar fóru að sjá íslenskar kvik- myndir eingöngu vegna þess að framleiðslan var innlend. íslensk kvikmyndagerð var ný af nálinni og flestir þekktu á einn eða annan hátt einhvern þeirra sem við myndina störf- uðu og því þótti það sjálfsagt mál að berja afraksturinn augum. Svartsýnustu menn sögðu jafnvel að innan fárra ára yrði kvikmyndagerð ekki lengur stunduð hér á eyju elds og íss því almenningur léti ekki bjóða sér stöðugar til- raunir ungra metnaðarfullra kvikmyndagerðarmanna. Nú er þetta liðin tíð og svartsýnismenn höfðu rangt fyrir sér. Kvikmyndagerð á Islandi hefur tekið gífurlegum stakka- skiptum síðustu árin, eða allt frá því að hún „fæddist" í upphafi áratugarins. Og það er varla of- sögum sagt að árið sem nú er að líða sé á sinn hátt tímamótaár í þessari ungu listgrein fslendinga, því þær tvær myndir sem settar voru á markað á árinu bera sann- arlega vott um að landinn hafi náð ágætum tökum á því flókna fyrirbrigði sem kvikmyndin er. íslensk kvikmyndagerð hefur slitið barnsskónum. Þessar tvær kvikmyndir sem litu dagsins ljós á árinu eru eins og menn muna myndirnar Fox- trot og í skugga hrafnsins og hlutu sem vænta mátti töluvert umtal á sínum tíma. Að baki Foxtrot stóðu ungir snjallir kvik- myndagerðarmenn sem þó voru vel sjóaðir í bransanum. Þeir hlutu sína eldskírn í gegnum auglýsingar og tónlistarmynd- bönd sem er nokkuð sem hinir eldri áttu síður kost á. Það kom því fáum á óvart að Foxtrot var vel unnin tæknilega séð og þar sem Sveinbjörn I. Baldvinsson var fengin til sögusmíðar gat út- koman varla orðið miklu verri en góð. Foxtrot hlaut nokkuð mikla aðsókn og átti hana fyllilega skilið. tt 5 ÞORFINNUR ÓMARSSON í skugga hrafnsins hlaut ekki minni athygli en Foxtrot enda þótt heldur færri hefðu látið sjá sig í myrkrinu. Hún hlaut einnig misjafnari dóma, allt frá því að vera klisjukennt uppgjör leikstjórans við kvenímyndma upp í meistarastykki íslenskrar kvikmyndalistar fyrr og síðar. Hvað sem misjöfnum skoðunum líður er ekki að neita að í skugga hrafnsins er epískt stórvirki á ís- lenskan mælíkvarða og vel boð- leg til sýningar hvarvetna er- lendis. Eftir þetta ár er því ástæða til, að líta björtum augum til framtíð- ar kvikmyndarinnar á íslandi. Tæknilegir erfiðleikar hafa verið yfirstignir að mestu og þótt langt geti verið í land með að handrita- gerð og leikstjórn nái fullkomnun er svo sannarlega vor í lofti. Kvikmyndamenn okkar verða bara að vara sig á því að ánetjast tækninýjungum ekki um of og fara ekki út í gerð kvikmyndar án þess að hafa eitthvað að segja. Á erlendum vettvangi hefur í raun lítið breyst miðað við und- anfarin ár en úrval þeirra mynda sem berast hingað hefur kannski skánað eitthvað. í gegnum tíðina hefur það verið óþolandi stað- reynd að íslendingar fá ekki að njóta nema brots af því besta sem gerist úti í heimi og þar sem árið 1988 var ekki kvikmyndahátíðar- ár áttu sannir kvikmyndaunnend- ur ekki von á góðu. En unnendur listrænna kvik- mynda virðast vera alger minni- hlutahópur og flest bíóhúsin elt- ast lítið við eitthvað sem gefur ekki vel í kassann. Regnboginn hefur þó borið af hvað þetta varð- ar og hefur sýnt okkur kvik- myndagerð fleiri þjóða en önnur kvikmyndahús. Einnig hefur Laugarásbíó sýnt lit öðru hverju en mikið þótti mér það furðulegt hvað hin umdeilda mynd Martins Scorsese, Síðasta freisting Krists, staldraði stutt við. Þá má ekki gleyma hvað Óbærilegi léttleiki tilverunnar naut mikillar athygli í Bíóborg- inni og hefur myndin j afnvel opn- að augu einhverra fyrir öðru en amerískum byssubófum, bílaelt- ingarleikjum, og ærslahúmor. í kjolfar Léttleikans virtist sem bí- óin þyrðu loks að bjóða upp á tvísýnar sölumyndir og margir áhorfendur tóku þeirri breytingu fegins hendi. Að lokum má minnast mynda frá öðrum Norðurlöndum með brosi á vör og voru Mit liv som en hund og Babettes gæstebud að mínu mati einhverjar bestu myndir ársins. Nú bíður maður bara spenntur eftir Pelle eroberen eftir hinn frábæra danska leik- stjóra, Bille August. Samkvæmt gamalli hefð ætla ég að endingu að leyfa mér að birta álit mitt á bestu myndum ársins en varasi skal að taka list- ann of alvarlega því hann er al- gjörlega á ábyrgð undirritaðs. Áthyglisvert er hve myndir um ungu kynslóðina eru áberandi á listanum en hann lítur þannig út: 1. Au revoir les enfants, Frakk- land, Louis Malle 2. The Unbearable Lightness of Being, Bandaríkin, Philip Kaufman 3. Mit liv som en hund, Svíþjóð, Lasse Hallström 4. Last Temptation of Christ, Bandaríkin, Martin Scorsese 5. Babettes gæstebud, Danmörk, Gabriel Axel 6. Hope and Glory, Bretland, John Boorman 7. Empire of the Sun, Bandarík- in, Steven Spielberg 8. The Last Emperor, Ítalía, Bernardo Bertolucci 9. Fatal Attraction, Bandaríkin, Adrian Lyne 10. Good Morning Vietnam, Bandaríkin, Barry Levinson Dragist maður á að skrifa pistla í virðulegt nöldurkerald einsog Þjóðviljann, þá blasir við sá vandi að finna tilefni til nöldurs. Og það getur vissulega verið erf- itt á hinum síðustu og bestu tím- um að grafa upp nöldurviðfáng sem þekur mátulega tvær sj ásíður á tölvunni. Fyrir réttum áratug, þegar ég sínöldraði um skeið í þetta ágæta málgagn þjóðfrelsis, verklýðs- hreyfingar og sósíalisma, þá var hægara um vik; íslendingar höfðu nefnilega ekki enn fengið það opinberlega staðfest hjá al- þjóðlegum stofnunum að þeir væru hamíngjusamasta þjóð í heimi. í þann tíma voru líka enn- þá á kreiki eftirlegukindur úr frægum verkföllum og nokkrir pólitískir alvörumenn sem héldu því fram að þeir kynnu ráð tilað breyta mannfélaginu svo að allir hefðu allt til alls og yrðu ham- ingjusamir afþví jöfnuður ríkti. En þareð þjóðin hefur nú ein- hvernveginn, einsog drukkinn maður, slagað í fáng hamíngj- unnar, þá dettur engum í hug, nema þeim sem stendur á sama um mannorð sitt, að nefna í svona blaðanöldri fornminjar á borð við stéttabaráttu eða sósíal- isma. Þessvegna mun ég, sem er tiltölulega annt um leifarnar af mannorði mínu, nöldra um eitthvað allt annað en rassþúnga verklýðsforíngja (sem halda þó kaffibrennslunum á floti), stétt- astríð eða herinn á Miðnesheiði. Ég ætla að tala um það eina stríð sem geisar á þessu Iandi, stríðið sem háð er af miklu purkunar- leysi, jafnvel fullkominni grimmd, stríðið um brumknapp- ana. í landinu lifa tvær stéttir, nær væri að segja tvær þjóðir. Það er annarsvegar sauðkindin, hins- vegar íslendingar. Hin ríkjandi stétt, sauðkindin, kúgar mann- kindina, þrælkar hana, hefur hana að fífli. Sauðkindin fer fram með ofríki í skjóli blekkínga og tölulegra yfirburða, hún jarmar valdsmannslega um heiðar og dali, hámar í sig sameign okkar; skilur eftir sviðið land. Og vogi hin tvífætta þjóð sér útfyrir borg- armörkin þá hímir hún ráðalaus í sumarbústaðakofum sínum rétt einsog flóttafólk eða frumstæður ættbálkur sem yfirþjóðinni þykir rétt að geyma á friðuðum svæð- um innan rammgerðra gadda- vírsgirðínga. Það skal viðurkennt að annað slagið brjótast hinir kúguðu úr herkvínni, slátra óvininum í þús- undatali og éta hann bæði soðinn, steiktan og súrsaðan. En það dugir ekki til, því innan raða hinna kúguðu er að finna stéttar- óvini, einskonar fimmtu herdeild sem af mikilli vél dregur mátt úr allri gagnsókn, ruglar og afvega- leiðir alla sanna landvarnamenn, þannig að þeir eru óðar farnir að biessa óvininn í ræðu og riti, greiða honum miljónafúlgur í verðlaun (svokallaðar niður- greiðslur) fyrir að éta landið; kosta hann á fínar matvælasýn- ingar í útlöndum; standa fyrir stásslegum jarðarförum lángfros- inna óætra sauða á dýrustu bygg- íngarlóðum höfuðborgarinnar. Sauðkindin hefur í hroka sín- um reist sér höll í höfuðborg ríkisins, og það andspænis sjálf- um Háskólanum þarsem mestu gáfnaljós þjóðarinnar skína; en þau gáfnaljós slokkna um leið og minnst er á eyðileggíngarmátt sauðkindarinnar. Og úr sauð- kindahöllinni gánga áróðursgus- urnar yfir saklaust mannfólkið; árángurinn leynir sér ekki, sauðarsvipurinn er að verða alls- ráðandi á götum borgarinnar. Fyrir tíu árum var ég um skeið formaður sjálfskipaðrar nefndar sem fjallaði um þann vanda er skapast hafði vegna flótta mann- kindarinnar undan sauðkindinni. Ég vil taka það fram að hvorki Jón Sigurðsson né Baldur Her- mannsson áttu sæti í nefndinni. Þegar nefndin lauk störfum lýsti ég opinberlega hugmyndum nefndarinnar um gagnsókn á hendur sauðkindinni. Þá tók eng- inn mark á niðurstöðum nefndar- innar, og vitanlega tekur heldur enginn mark á þeim í dag, en ég vil þó freista þess að setja þær fram á nýjan leik þannig að sagn- fræðíngum hins gróðursnauða framtíðarríkis sauðkindarinnar verði ljóst að ennþá voru uppi árið 1988 menn sem tóku málstað brumknappanna. Hér er niðurstaðan. Eða öllu heldur gagnsóknaráætlunin. Hún er nauðaeinföld. Allt sauðfé verði fært í girðíng- ar á Suðurlandi. Sandflákarnir á því svæði verði græddir upp og sauðkindin hamin þar í beitar- hólfum (tvær flugur slegnar í einu höggi). Öll sláturhús landsins verði aflögð, en eitt fullkomið reist í þeirra stað á Selfossi. Landsmenn hætti að éta kinda- kjöt af skyldurækni; éti það bara þegar þá lángar í það. Hætt verði við allar áætlanir um að gera ís- lensku sauðkindina heimsfræga á erlendum sælkeramörkuðum. Strángt bann taki gildi við því að brúka hina vondu ull þessarar skepnu í fatnað (annan en þann sem Sovétmenn vilja þiggja í skiptum fyrir bensín). Áróð- ursmusteri sauðkindarinnar á Melunum verði þegar í stað breytt í heilsuhæli fyrir fórnar- lömb hennar, hina svokölluðu sauðfjárbændur. Fyrir þá örfáu sveitamenn sem vegna erfða- eiginleika sinna eða félagslegs ósveigjanleika treysta sér ekki til- að hafa annan starfa í sveit eða í þéttbýli en þann að auðvelda sauðkindinni gróðureyðingu, verði stofnaður sérstakur sjóður, svokallaður Úreldíngarsjóður sauðfjárbænda. Haldi bændur sömu launum og á meðan þeir voru þrælar sauðkindarinnar, en einasta starfsskylda þeirra verði sú að gánga um bæjarhlöðin í þjóðbúníngum. Þeir sem ennþá kunna að gá til veðurs, dengja Ijá eða kveða rímur, hafi með sér sérstök samtök tilað standa vörð um sérstöðu sína og markaðsfæra sig í nánu samstarfi við samtökin um heimagistíngu bænda. Þessar hugmyndir nefndarinn- ar munu án efa falla í grýttan jarðveg hjá fjölmiðlum sauð- kindarinnnar; ég veit ekki einus- inni hvort Þjóðviljinn, sem á þessu méli virðist eitt sterkasta vígi óvinarins, fæst tilað prenta þetta nefndarálit. En markið orð mín góðir hálsar, einhverntíma munu augu hinna kúguðu opnast, einhverntíma hlýtur skynsemin að verða heimskunni yfirsterkari. Og þá mun þjóðin stíga útúr varnargirðíngum sumarbústað- anna og reka óvininn úr rofa- börðum landsins! Barnabarna- barnabörnum okkar verður að takast að snúa óskipulögðum flótta í sókn! Þá, en ekki fyrr, verðum við frjáls þjóð í frjálsu landi með frjálsum brumknöpp- um! J Með myndum eins og Foxtrott þykir Ijóst að íslenskir kvikmyndagerð- armenn hafa yfirstigið tæknileg vandamál sem fylgt hafa innlendum kvikmyndum í gegnum tíðina. Valdimar Örn Flygenring og María Ellingsen í hlutverkum sínum í myndinni. 24 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.