Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 30.12.1988, Blaðsíða 31
Seiðskratti Þjóðviljans spáir fyrir um ÁRIÐ Eftir fremur milda og snjólétta vetur undanfarin ár, bregður til annarra átta og snjóalög og ófærð verða meiri en elstu menn muna. Á höfuðborgarsvæðinu verður vandræðaástand fram eftir febrú- armánuði, þar til loks fer að hlýna og asahláka grefur sundur helstu þjóðvegi þannig að veg- sambandslaust verður um nökk- urra daga skeið bæði á Suður- og Vesturlandi. Sumarið kemur snemma og verður með eindæmum gott. Þakka menn það breytingum á ósonlaginu vegna iðnmengunar sem smán saman mun flytja hita- beltið norður að ströndum ísa- lands. Óvæntur liöstyrkur Líkt og í veðráttunni verða veður válynd í mannlífinu og þá ekki síst í stjórnmálum landsins. Margar óvæntar uppákomur verða, en þrátt fyrir allt tryggir ríkisstjórnin sig enn frekar í sessi, með óvæntum liðstyrk frá Árna Johnsen sem gerist eindreginn stuðningsmaður stjórnarinnar, eftir að hann tekur sæti Þorsteins Pálssonar á Alþingi. Þorsteinn tekur sér frí frá þingstörfum fram á næsta haust til að ljúka við fyrra bindi æviminninga sinna, „Hrak- farir og hnífsstungur" sem er væntanleg í bókabúðir fyrir næstu jól* Borgaraflokkurinn hverfur ekki af sjónarsviðinu þrátt fyrir búferlaflutninga Alberts til París- ar, heldur styrkist forysta flokks- ins, enda allir þeir fjórir þing- menn sem eftir sitja í ábyrðar- störfum, sem formaður, varafor- maður, ritari og gjaldkeri þing- flokksins. Óli Þ. Guðbjartsson gengur til liðs við Alþýðuflokk- inn, enda efsta sætið á lausu í Suðurlandskjördæmi og Ingi Björn fær efsta sætið í Vestur- landi í arf frá Friðjóni fyrir að koma aftur á heimaslóðir. Við eigum ísland Helena kemur heim frá Banda- ríkjunum og tekur að sér undir- búning kosningabaráttu Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn fyrir þarnæsta vor, enda mun ekki veita af kraftaverkum ef Davíð á að halda meirihlutanum, eftir að upp kemst um meiriháttar spill- ingu í embættiskerfi borgarinnar varðandi byggingu Ráðhússins og að skopparakringlan á Öskju- hlíðin situr föst á sporbaugnum vegna mistaka í hönnun. AA-bandalagið fær byr undir báða vængi eftir frægðarför þeirra Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins um landið undir kjör- orðinu, „Við eigum ísland". Samfylkingarsveitir alþýðu verða stofnaðar í flestum byggðar- lögum til að undirbúa sameigin- leg framboð A-flokkanna og ann- ara félagshyggju og jafnaðar- manna fyrir bæjar- og sveitarst- jórnarkosningar. Kvennalistinn óskar formlega eftir því í byrjun marsmánaðar, eftir að kjarsamningar hafa tekist við allt launafólk í landinu um stóran félagsmálapakka, að fá fulla aðild að ríkisstjórninni og 1989 minnst tvö ráðuneyti. Þessari bón er hafnað, þar sem öll sæti eru upptekin, og engin ráðuneyti lengur til skiptanna, eftir að Óli Þ. Guðbjartsson fékk samgöng- umálin og Júlíus Sólnes iðnaðar- ráðuneytið í byrjun febrúar. Olíuþorp fyrir norðan Atvinnuástand á árinu verður betra en flestir þorðu að vona. Kemur þar til bæði mikill afli á vertíðinni og eins mun sú ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að láta hefja olíuborun og vinnslu í Ax- arfirði og á nærliggjandi slóðum, hleypa nýju blóði í atvinnulíf á N-Áusturlandi. Nýtt kaupfélag verður stofnsett á svæðinu og Stefán Valgeirsson krefst þess að Búnaðarbankinn opni útibú sem næst borholunum. Olíuþorpin sem rísa fyrir norðan rétta mjög við hlut landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu og kvarta sunnanmenn sáran yfir því að olíuauðurinn sitji allur eftir fyrir norðan. Slíkt sé ekki sann- gjarnt því það hafi verið vísinda- menn að sunnan sem fundu olíuna. Niðurgreitt sumarfrí Lítið fer fyrir átökum á vinn- umarkaði. Verkalýðshreyfingin er ekki í sem bestri stöðu með fullan samningsrétt og lausa samninga. Eftir nokkurra vikna þref þar sem vinnuveitendur krefjast 25% launalækkunar, grípur ríkisstjórnin í taumana og leggur fram félagsmálapakka. Þar verður m.a.lofað að láta alla samninga í friði framvegis, lækka lífeyrisaldur, lengja jólafríið og bjóða uppá niðurgreiddar sumar- leyfisferðir til Kúbu. Lítið fer fyrir afrekum á íþrótt- asviðinu á árinu enda afreks- menn þjóðarinnar enn að jafna sig eftir máttleysisköstin í Seoul í haust. Handboltalandsliðið held- ur haus með herkjum og knatts- pyrnumenn verða sigursælir nema í samleik með landsliðinu. Skákmenn standa fyrir sínu og Jóhann Hjartarson kemur á óvart í einvígi sínu við Karpov. Nýr snillingur kemur fram í dagsljósið og setur hvert metið af fætur öðru í kringlukasti, enda vanur sem fyrrum pokadýr í Hagkaupum. Loks eftir langa bið að sumra mati, verður alvörueldgos hér- lendis, þegar Hekla tekur við sér á haustmánuðum. Rólegt verður að mestu á öðrum vígstöðvum, nema hvað jarðskjálftakippir verða tíðir bæði sunnanlands og norðan fyrstu dagana í aprfl. Engin stórfelld manntjón verða á árinu, nema hvað Kvennalistinn tapar sér endanlega á landsfundi hreyfingarinnar í september sem að þessu sinni verður haldinn í Bláa lóninu. Ný kynlífsbylting Eitt það ánægjulegasta sem gerist á árinu, er að landsmenn hópast á námskeið hjá kynlffs- Jónu. Ríkissjóður mun greiða niður námskeiðsgjöld, fyrir bæði kyn á öllum aldri, enda líta stjórnvöld á nýju kynlífsbylting- una sem verðuga leit nútímanns- ins að sjálfum sér og vænlega leið til fjölgunar landsmanna. Sér- staklega verður lögð áhersla á þátttöku landsmanna í sémám- skeiðum í fjölburagetnaði. í heildina tekið verður almenn velsæld á Fróni þrátt fyrir skatt- pínu fjármálaráðherra á almúg- anum, upptöku á heimilis- og verslunarhöllum eignaaðalsins og gjaldþrot helstu undirstöðuat- vinnugreina landsmanna. Fyrst hægt var að setja þjóðina á haus- inn í mesta góðæri sem þekkst hefur frá upphafi íslandsbyggð- ar, þá er eins víst að aldrei verður eins blómlegt andans bú og í kreppukjökri. Eða eins og skáldið mun yrkja á Jónsmesshátíðinni í Hljóm- skálagarðinum: Praukuðum við þröngan kost, þrekvirki mikið unnum. Nú í ástar leggjumst lost, læsum aftur munnum. Sannspár að vanda Nokkur dœmi um speki skrattans frá árinu sem er að líða Seiðskratti Þjóðviljans hef- ur í gegnum árin sannað yfir- burði sína hvað varðar fram- sýni, hvort heldur er á heima- velli eða alþjóðavettvangi. Spá skrattans fyrir það ár sem nú er Ijúka er þar engin und- antekning. Lítum á nokkur dæmi: 1) Seiðskrattinn spáði rólegheit- um innan Alþýðubandalagsins en þó yrðu mikil átök í september og setti það í samhengi við vináttu- bandalag Ólafs Ragnars og Gor- batsjofs. Hér skeikar litlu, það var lifrarbandalagið við Jón Baldvin og stjórnarþátttakan sem deilt var um í september. 2) Hörð átök verða innan kirkj- unnar þegar velja skal nýjan bisk- up, sagði skrattinn. Orð að sönnu, kosningaskjálfti er hlaupinn í kirkjunnar menn og aldrei hafa fleiri verið nefndir til biskupsembættis en einmitt nú. 3) Jóni Sigurðssyni tekst engan veginn að selja Utvegsbankann. Orð á sönnu, þrátt fyrir mörg álit- leg tilboð. 4) Stórspilling í viðskiptaheimin- um, einkum hjá fjármögnunar- leigum. Enn er skrattinn með allt á hreinu, eða hver man ekki stór- hrunið hjá Ávöxtun á árinu, sem enn sér ekki fyrir endann á. 5) Góður árangur handboltaliðs- ins í Seoul og enn betri afrek knattspyrnulandsliðsins. Að vísu má deila um afrek þeirra í hand- boltanum, en knattspyrnumenn stóðu vel fyrir sínu og hver man ekki jafnteflið við sovéska björn- inn á Laugardalsvellinum í sumar sem leið. 6) Jóhann Hjartarson sýnir styrk og dirfsku í Kanada, sagði Seiðskrattinn á hæverskan hátt. Kortsnoj varð að láta í minni pokann og nú er það sjálfur Karpov fyrrverandi heimsmeist- ari sem Jóhann etur kappi við í Seattle í næsta mánuði. 7) Garri Hart næsti forseti Bandaríkjanna. Nei, þar skjöpl- aðist skrattanum, enda illa að sér í kvennamálum og afdrifaríkum afleiðingum skemmtisiglinga við Floridastrendur. 8) Samningar í marslok eftir langa og stranga baráttu, þar sem þjóðarsátt, ættaðri frá fyrrver- andi fjármálaráðherra var hafnað í vel flestum verkalýðsfélögum. Allt eftir bókinni eins og oftast hjá skrattanum. 9) Suðurlandsskjálftinn lætur ekki á sér kræla, enspádómur um túristagos í Kötlu var ekki alveg nákvæmt. Túrhestagosið var á næsta bæ, eða í Kröflu. Túrhest- arnir mættu en gosið lét á sér standa. 10) Erfitt ár en þolanlegt, þar sem þjóðin upplifir í fyrsta sinn frá landnámi, styttri vinnuviku. Orð á sönnu, en skrattinn lét þess ekki getið að ástæðan fyrir styttri vinn- uviku var ekki blómstrandi efna- hagsundur, heldur atvinnuleysi og kreppa. Föstudagur 30. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.